Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Hálfdán sagði að það væru næstum einu pysjurnar sem síðar náðust eftir að þær höfðu hafið varp. „Það er mikil átthagatryggð hjá þessum fuglum en Stórhöfði er eina svæðið þar sem leitað er að varpfugli,“ sagði Hálfdán. Af 193 pysjum sem seinna endurheimtust sem varpfuglar hafði 191 verið merkt þar sem ófleygir ungar og enn í lunda- holum. Um 74% lunda sem endurheimtust dauðir, flest- ir veiddir, voru yngri en fimm ára, það er fjögurra ára geldfuglar. Hlutfall dauðra endurheimtra fugla lækkaði eftir því sem þeir eltust eftir að þeir hófu varp. Talið var að flestir fuglarnir hæfu varp 5-7 ára gamlir. Þessi niðurstaða bendir til þess að um fjórðungur veiddra lunda hafi verið kominn á varpaldur. Hálfdán sagði það hafa verið svolítið undarlegt að rannsaka lundann þegar stofninn var í mikilli lægð. Hann hefur stundað fuglaskoðun frá unga aldri og sagði ástand lundans ekki hafa farið framhjá sér. „Maður tekur eftir svona hruni, þegar nánast ekkert sést af fugli,“ sagði Hálfdán. Sjófuglar á Svalbarða Um þessar mundir er Hálfdán búsettur í Tromsø í Noregi og vinnur hann við rannsóknir á Svalbarða á sumrin. Þar hefur hann stundað rann- sóknir á sjófuglum á Bjarnarey, syðstu eyju Sval- barðaeyjaklasans, á vegum Norsku pólrann- sóknastofnunarinnar. „Það er draumur að vera á Bjarnarey, ég hef sjaldan unnið á skemmtilegri stað,“ sagði Hálfdán. „Þar er mjög falleg náttúra og unnið að skemmtilegum rannsóknum.“ Hálfdán sagði að lundar væru á Bjarnarey og af- koma flestra sjófuglategunda þar hefði verið þokkaleg síðustu tvö sumur. Afkoma lundastofnsins misjöfn í áranna rás  Fuglamerkingar ötulla merkingarmanna í Vestmannaeyjum um áratuga skeið hafa gefið mikilvægar upplýsingar um afkomu lundastofnsins Sjófuglarannsóknir Hálfdán Helgi Helgason, líf- fræðingur skrifaði meistaraprófsritgerð um lundann í Vestmannaeyjum. Hann starfar nú að sjófuglarannsóknum á Svalbarða þar sem mynd- in var tekin í Bjarnarey. VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Meðan ástandið á lundanum er eins og það þá er ekki spurning um að hætta veiðum þangað til ástandið batnar,“ sagði Hálfdán Helgi Helgason líffræðingur, sem rannsakað hefur lundann í Vest- mannaeyjum undanfarin ár. Hann sagði að við nú- verandi ástand væri líklegra að veiðar hefðu áhrif á lífslíkur fullorðinna lunda en þegar lundanum vegnaði betur. Hálfdán sagði að lundaveiðimenn í Eyjum hefðu að mestu verið hættir veiðum áður en farið var að ræða veiðibann. Þeir hafi skynjað breytinguna og brugðist við. 67.000 merktir lundar Hálfdán hélt nýlega meistarafyrirlestur um rannsóknir sínar við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ í Öskju. Meistararitgerð Hálfdáns fjallar um afkomu lunda í Vestmannaeyjum með tilliti til ald- urs. Ritgerðin skiptist í þrjá kafla. Sá fyrsti fjallar um mælingar á varpárangri lunda í Vest- mannaeyjum sumurin 2008 og 2009. Sem kunnugt er hefur varpárangur lundans í Vestmannaeyjum verið nánast enginn undanfarin ár og töluvert mik- ið um það fjallað í fjölmiðlum. Í öðrum kaflanum var gerð samantekt á end- urheimtum lunda eftir aldri, tíma og staðsetningu sem byggðist á fuglamerkingum Óskars J. Sig- urðssonar og Sigurgeirs Sigurðssonar frá 1959 til 2007. Þriðji kaflinn fjallar um lífs- og end- urheimtur fullorðinna varpfugla í Stórhöfða frá 1959 til 2007 og eru niðurstöður m.a. bornar saman við sambærilegar rannsóknir beggja vegna Atl- antshafsins. Hálfdán sagði að Óskar hefði byrjað á fugla- merkingum 1953 og væri enn að. Til að byrja með voru notuð álmerki en þau reyndust ekki vera end- ingargóð og því erfitt að treysta á gögnin frá ál- merkjatímanum. Á tímabilinu sem lagt var til grundvallar merkti Óskar um 56 þúsund lunda. Sigurgeir merkti fugla á árunum 1971-1992, alls um 11 þúsund lunda. Samtals telur gagnasettið frá þessum tveimur merkingamönnum um 67 þúsund lunda. Misjöfn afkoma í áranna rás Hálfdán sagði að gögnin um merkingarnar hefðu komið að miklu og margvíslegu gagni. Meðal annars var hægt að sjá hvenær nýfleygar lunda- pysjur voru merktar hvert ár og draga af því ályktanir um hvernig ástandið hefði verið um sum- arið. Þessi sería náði allt aftur til 1959. Á því tíma- bili urðu lundapysjur fleygar að meðaltali í kring- um 26. ágúst, samkvæmt merkingum þeirra Óskars og Sigurgeirs. Þá kom í ljós að þau ár sem lundapysjur urðu fleygar mjög seint voru sömu ár- in og greint var frá miklum pysjudauða í Vest- mannaeyjum í fjölmiðlum. Haustin 2008 og 2009 urðu lundapysjur t.d. fleygar í kringum 11.sept- ember og 14. september samkvæmt þessum merk- ingum. „Það sýnir að ástandið hefur verið mjög lé- legt, varpið hefur verið mjög seint á ferðinni auk þess sem fáir fuglar fóru af stað með varp,“ sagði Hálfdán. Hann sagði vísbendingar um að ástandið hjá lundanum í Vestmannaeyjum hefði einnig ver- ið slæmt á tímabilinu frá 1978 til 1985. Þá var með- almerkingardagur nýfleygra lundapysja seinna en venjulega. Tryggir átthögunum Óskar Sigurðsson merkti einnig ófleygar lunda- pysjur sem hann sótti í lundaholur í Stórhöfða. Úr einkasafni Lundar Varpárangur lunda í Vestmannaeyjum hefur verið mjög lélegur undanfarin ár. Fuglarnir hafa ýmist ekki orpið, orpið seint eða ekki komið upp pysjum. Ástandið er meðal annars rakið til ætisskorts. Rannsóknir íslenskra vísindamanna á setlögum í Hvítárvatni hafa varpað nýju ljósi á orsakir kólnunar jarðar á hinni svokölluðu „litlu ísöld“ auk þess að greina með nákvæmari hætti hve- nær hún hófst. Þær sýna meðal ann- ars fram á að hafísmyndun í kjölfar stórra eldgosa á stuttu tímabili á 13. öld hafi líklega valdið kólnuninni. Rannsóknin hefur vakið athygli í er- lendum fjölmiðlum en hún birtist í Geophysical Research Letters. Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, sem stjórnaði rannsókninni ásamt Gifford Miller frá Colorado-háskóla í Bandaríkjunum, segir að það hafi verið mjög á reiki hvenær litla ísöldin hafi hafist. Sumir hafi sagt upphaf hennar hafa verið á 13. öld en aðrir á 15. öld. Orsök hennar hafi verið talin minnkandi virkni sólar, aukning eld- virkni eða samspil hvoru tveggja. Þeir sem hafi efasemdir um að eld- gos gætu hafa valdið litlu ísöldinni hafi bent á að kólnunaráhrif vegna brennisteinsagna í andrúmslofti úr stórum eldgosum vari yfirleitt aðeins í örfá ár. Litla ísöldin er hins vegar talin hafa staðið yfir allt til loka 19. aldar. Keðjuverkun kólnunar „Það sem við sýnum fram á er að ef þú færð fjögur mjög stór eldgos á 50 ára tímabili þá sýna öll loftslagslíkön að brennisteinsagnir í andrúmsloft- inu geta viðhaldið sér og stuðlað að kólnun yfirborðs jarðar. Það veldur aukningu í hafísmyndun í norður- höfum sem endurvarpar sólarljósi. Þá erum við komin með einhvers konar keðjuverkun,“ segir Áslaug. Sú keðjuverkun hafi viðhaldið kulda- tímabilinu löngu eftir að áhrif elds- umbrotanna höfðu fjarað út. Rannsóknin byggðist annars vegar á aldursgreiningu á gróðri á Baff- inslandi í Kanada og hins vegar á set- lögum í Hvítárvatni við Langjökul. Þær benda til þess að jöklar hafi byrj- að að ganga hraðar fram í kringum 1270 til 1300 á báðum stöðum og enn frekar í kringum 1430 til 1455. Þetta eru einmitt þekkt tímabil mikilla eld- gosa í hitabeltissvæðinu. „Á þessum tíma eru annálar um stór eldgos á Ís- landi svo það getur verið að íslensk gos hafi eitthvað hjálpað til þó að við höfum svo sem engin gögn um það,“ segir Áslaug. kjartan@mbl.is Ljósmynd/Gifford Miller Aldursgreining Vísindamenn við rannsóknir við Hvítárvatn. Stór eldgos orsök litlu ísaldar  Íslensk rann- sókn vekur athygli 50% afsláttur af útsöluvörum v/Laugalæk • sími 553 3755

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.