Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 30
Morgunblaðið/Skapti Söngvarinn Kristján Jóhannsson er á leið til Stokkhólms að kenna. Kristján Jóhannsson óperusöngvari hefur síðustu misserin sagt íslensk- um söngvurum til og miðlað þeim af reynslu sinni við góðan orðstír. Nú hefur Óperuskólinn við Drottn- ingholm-óperuna í Stokkhólmi fal- ast eftir kröftum hans í kennslu. „Ég er ákaflega stoltur af því, að góðar söng- og tónlistarakademíur erlendis hafa verið í sambandi við mig,“ segir Kristján. Hann heldur til Stokkhólms í apríl og kennir nemum bæði í einkatímum og meist- araklassa þar í Óperuskólanum. „Það verður gaman að kynnast standardinum í skólanum þar og bera saman við stöðuna hjá okkur, í Söngskólanum í Reykjavík og Söngskóla Sigurðar Demetz. Það eru bestu söngdeildir landsins hér og ég hef góða reynslu af þeim báð- um.“ Kristján hefur kennt í meist- araklassa í Söngskólanum og síð- ustu tvo vetur í Söngskóla Sigurðar Demetz. „Mér finnst mjög skemmtilegt að kenna og það kemur kannski eng- um meira á óvart en mér sjálfum, hvað ég á til mikla stóíska ró. Ég hélt ég ætti þetta ekki til!“ segir hann og hlær. „En mér finnst ynd- islegt að umgangast yngri söngv- ara, láta gott af mér leiða, og nýta fjörutíu ára reynslu. Ég er með framtíðarsöngvara landsins í höndunum og ég ætlast til mikils af þeim.“ Kristján hefur verið í viðræðum við fleiri söngskóla erlendis um væntanlega kennslu, meðal annars Manhattan School of Music og óp- erustúdíóið við Lyric Opera í Chi- cago. „Þar söng ég í ein 17 ár og þeir eru með eitt besta óperstúdíó sem þekkist. Það getur vel verið að ég fari þangað að kenna; við erum að bera víurnar hver í annan. En ég vil ekki sleppa hendinni af skólanum hér.“ Kristján er líka á leiðinni út að syngja. Eftir kennsluna í Stokk- hólmi í apríl liggur leiðin til Ve- rona. „Ég syng þar í leikhúsinu „mínu“, Teatro Filharmonico, glæsilegu 2000 sæta húsi. Í sumar syng ég síðan óperukonsert í Róm, með hljómsveit Rómaróperunnar.“ Hann fer ekki einn til Verona, með í för verða þrír nemendur hans sem fara í prufusöng í óperuhúsinu. „Maður reynir að koma þeim alla leið upp á svið. Það má nýta gömul sambönd,“ segir hann. efi@mbl.is Kennir söngnemum í Stokkhólmi  Sóst eftir Kristjáni Jóhannssyni í kennslu  Tónleikar framundan á Ítalíu 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Frelsi er spurn nefnist fyrir- lestur sem Stefán Snævarr heim- spekingur heldur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki laug- ardaginn 4. febr- úar kl. 14.00 í Reykjavíkur- Akademíunni að Hringbraut 121 á 4. hæð. Í erindi sínu hyggst Stefán beina sjónum mínum að hugtakinu frelsi, ræða hvernig eigi að skilgreina hug- takið og hvort það sé yfirleitt skil- greinanlegt. „Ég ræði hugtök Isaiah Berlins um jákvætt og neikvætt frelsi og kynni kenningu mína um neikvætt jákvætt frelsi. Gagnrýni Charles Taylors á nei- kvætt frelsi verður rædd, en einnig kenning Philipp Pettits um frelsi frá forræði. Niðurstaða mín er sú að frelsishugtakið verði tæpast skil- greint af neinu viti. Þó hafi hugtakið kjarnamerkingu og til séu skóla- dæmi um frjálsa og ófrjálsa menn,“ segir Stefán m.a. um erindi sitt. Stefán Snævarr er prófessor í heimspeki við Lillehammer-háskóla í Noregi. Hann hefur gefið út fjölda bóka á þremur tungumálum, ís- lensku, ensku og norsku. Seinasta bókin hans er Kredda í kreppu. Frjálshyggjan og móteitrið við henni sem út kom í fyrra. Neikvætt jákvætt frelsi  Stefán Snævarr ræðir um frelsi Stefán Snævarr Minningartónleikar verða haldnir í Víðistaðakirkju annað kvöld, 2. febr- úar, kl. 20.00. Að tónleikunum stend- ur kærleikshópur Ástjarnarkirkju og eru þeir haldnir til minningar um Arndísi Þórðardóttur. Allur ágóði af miðasölu rennur til Krabbameinsfélags Íslands. Á tónleikunum koma fram margir kunnir tónlistarmenn, þar á meðal Diddú, Jóhann Friðgeir, Bjarni Ara, Sigríður Beinteinsdóttir, Regína Ósk og Jógvan, og eru þá ekki allir upp taldir. Hljómsveit Hjartar How- ser sér um allan undirleik. Þá syng- ur Kór Ástjarnarkirkju undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Allir tónlistarmennirnir sem koma fram gefa vinnu sína. Minningar- tónleikar Um komandi helgi lýkur sýn- ingunni Bómullartuskur sem Anna María Lind Geirsdóttir sýnir í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Sýningin er opin frá og með morgundeg- inum og til sunnudagsins næsta milli kl. 13-18. Öll verkin á sýningunni eru úr endur- unnum bómullarfötum. Sýn- ingin er unnin í samvinnu við listafræðinginn Deborah Kraak frá Bandaríkjunum. Þess má geta að hægt er að skoða verkin á vefslóðinni: www.bo- mullartuskur.weebly.com. Tekið er fram að fót- gangandi og hjólandi gestir eru sérstaklega vel- komnir á sýninguna. Myndlist Bómullartuskur hverfa senn Anna María Lind Ólöf Arnalds heldur tónleika ásamt Skúla Sverrissyni á Rós- enberg annað kvöld kl. 22.00. Ólöf er sem stendur í miðju upptökuferli á nýrri breiðskífu sem nefnist Suddain Elevation og væntanleg er með vorinu. Skúli stýrir upptökunum, en hann hefur lengi verið náinn samstarfsmaður Ólafar og kom einnig að gerð Við og við og Innundir skinni. Ólöf vann einnig með Skúla að plötunum hans Seríu I og Seríu II, en þess má geta að Sería I hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem besta plata ársins 2006 í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Ólöf og Skúli spiluðu saman á opnunartónleikum Listahátíðar 2011. Tónlist Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson Ólöf Arnalds Tinna Þórudóttir Þorvalds- dóttir höfundur Þóru – Hekl- bókar kynnir ullargraff og grunnatriði í hekli á hand- verkskaffi í Gerðubergi í kvöld milli kl. 20 og 22. Sjálf lærði Tinna ung að halda á prjónum og heklunál, en fór fljótt að hekla og prjóna af fingrum fram og breyta uppskriftum eftir eigin höfði. Ullargraff er nýtt form götulistar sem hefur verið iðkað víðs vegar um heiminn. Þá er hekl, prjónles og útsaumur saumað upp út um borg og bý. Ólíkt annarri götulist þá er ullargraffið mjúkt og veldur því engum skemmdum þegar það er sett upp. Aðgangur á handverkskaffið er ókeypis. Handverk Dúllur og graff í Gerðubergi Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Víkingur Heiðar Ólafsson frum- flytur sex píanólög eftir Jón Hlöðver Áskelsson í Hofi á Akureyri nk. sunnudag kl. 15. Auk þess flytur hann m.a. Pathetique sónötu Beethovens og sónötu í a-moll eftir Mozart og eigin útsetningar á ís- lenskum sönglögum. Þetta verða fyrstu einleikspíanótónleikarnir í Hamraborginni, stóra salnum í Hofi. „Mér er það mikill heiður að Vík- ingur Heiðar skuli frumflytja píanó- lögin mín; fyrir mig er það eins og að vinna stóra vinninginn í happ- drætti,“ segir Jón Hlöðver í samtali við Morgunblaðið. „Verkin tileinka ég honum og framsæknum píanó- nemendum við minn gamla skóla, Tónlistarskólann á Akureyri.“ Jón Hlöðver segir píanólögin sex hugsuð sem svolítið krydd á íslenska píanóréttaborðið. „Von mín er sú að lögin verði ungum píanistum áhuga- verð tilbreyting við það fjölbreytta efni, sem í boði er. Ég hafði sér- staklega í huga unga, upprennandi píanónemendur við gamla skólann minn, Tónlistarskólann á Akureyri, en á árinu 2010 flutti skólinn í ný og glæsileg húsakynni í Hofi. Það voru vissulega ein merkustu tímamót í sögu skólans,“ segir hann. Víkingur Heiðar kveðst ekki síður stoltur, að frumflytja verk Jóns Hlöðvers. „Hugmyndin er Jóns; hann sendi mér þessi gullfallegu pí- anóverk og mér finnst það mjög við- eigandi að verk eftir hann skuli leik- in á fyrstu píanótónleikunum í Hamraborginni. Í mínum huga eru tónleikarnir til heiðurs Jóni Hlöðver, þessum frumkvöðli í akureyrsku tónlistarlífi,“ sagði Víkingur Heiðar við Morgunblaðið. Píanóleikarinn ungi segir mjög spennandi að flytja umrædd verk. „Lögin eru stutt, tvær til þrjár mín- útur hvert í flutningi; þetta eru stemningar, tónaljóð,“ segir hann. „Einleiksformið er krefjandi; þetta langa eintal við áheyrendur,“ segir Víkingur. Hann nefnir að ekki sé síð- ur krefjandi að flytja hin stuttu verk en þau lengri, „því í hverju og einu þeirra er mikil saga sem þarf að segja á stuttum tíma. Þetta eru ein- læg verk og skýr, ljóðrænn þráður í þeim öllum.“ Víkingur Heiðar segist greina frönsk áhrif í verkum Jóns Hlöð- vers, einnig áhrif frá ungverska tón- skáldinu Bela Bartok. „Þau eru líka dálítið djössuð,“ segir hann. „Gullfalleg píanóverk“  Víkingur Heiðar Ólafsson í Hofi  Fyrstu píanótónleikarnir í Hamraborginni  Frumflutt verða sex verk akureyrska tónskáldsins Jóns Hlöðvers Áskelssonar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Höfundur og flytjandi Víkingur Heiðar Ólafsson og Jón Hlöðver Áskelsson við KEA-flygilinn í Hofi á dögunum. Hver er Jón Hlöðver Áskelsson? Hann fæddist á Akureyri 1945, son- ur Áskels Jónssonar kórstjóra og Sigurbjargar Hlöðversdóttur. Jón var um árabil skólastjóri Tónlistar- skólans á Akureyri. Verður hægt að nálgast lögin? Já, Jón Hlöðver gaf Tónlistarskól- anum á Akureyri lögin í fyrra og skólinn gefur þau nú út í samstarfi við tónskáldið. Formlegur útgáfu- dagur þeirra er næstkomandi laug- ardagur. Hefur Víkingur áður leikið í Hofi? Já, hann kom fram vígsluhelgina 2010 með Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands og flutti þar hinn fræga pí- anókonsert Griegs. Hann lék svo aftur í Hofi í desember í fyrra með Kristni Sigmundssyni. Hafa Jón Hlöðver og Víkingur Heiðar unnið saman áður? Nei, en Jón söng með afa Víkings, Víkingi Arnórssyni, síðar yfirlækni, í Háskólakórnum undir stjórn Jóns Þórarinssonar á sínum tíma! Spurt&svarað Ég hætti að treysta á tónlistina sem tekju- lind eftir að ég hætti á sveitaballarúntinum ... 32 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.