Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is Lokafundi Íslands, Evrópusam- bandsins, Noregs, Færeyja og Rúss- lands um stjórn makrílveiða í Norð- austur-Atlantshafi á árinu 2012 lauk í Reykjavík í gær án árangurs en ekk- ert samkomulag náðist á milli ríkjanna. Makrílkvótinn sem Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- ráðherra, ákvað í lok síðasta árs mun því standa óbreyttur. Í viðtali við Reuters sagði Maria Damanaki, yfirmaður sjávarútvegs- mála í framkvæmdastjórn ESB, að skortur á samningsvilja af hálfu ís- lensku og færeysku samningamann- anna hefði leitt til þess að upp úr við- ræðunum slitnaði. Ótrúverðugar hótanir Tómas Heiðar, aðalsamningamað- ur Íslands í viðræðunum, vísar þess- um ummælum Damanaki á bug. „Í lok síðasta samningafundar, sem haldinn var í Bergen í janúar, lagði Ísland fram gagntillögu við sameig- inlega tillögu ESB og Noregs. Við væntum þess að ESB og Noregur myndu svara okkar tillögu og urðum fyrir vonbrigðum þegar fundurinn hér í Reykjavík leið án þess að fram kæmi ný tillaga frá þeim.“ ESB hefur áður hótað íslenskum stjórnvöldum löndunarbanni en að- spurður segist Tómas ekki hafa áhyggjur af því að ESB fylgi eftir þeim hótunum sínum. „Samkvæmt EES-samningnum er heimilt að setja bann við löndun erlendra fiskiskipa á afla úr fiskistofnum sem samkomu- lag er ekki um stjórnun á. Ísland og Noregur hafa bæði ákvæði um slíkt bann í sínum lögum og við gerum að sjálfsögðu ekki athugasemd við að ESB setji sams konar bann,“ segir Tómas og bætir við að ljóst sé að að- gerðir sem gangi lengra en t.d. við- skiptatakmarkanir myndu brjóta í bága við EES-samninginn, WTO- samninginn og aðra alþjóðlega við- skiptasamninga. Hann segir því að hótanir um slíkar aðgerðir af hálfu ESB séu ótrúverðugar. „Vonandi dugar áframhaldandi öflug makríl- ganga í íslensku lögsöguna næsta sumar til þess að sannfæra okk- ar viðsemjendur um réttmæti þess hlutar sem við förum fram á í samningaviðræðunum á hausti komanda,“ segir Tómas, aðspurður hvort hann telji líklegt að málið leysist þegar ríkin funda að nýju í haust. Ekkert samkomu- lag á makrílfundi  Ákvörðun um makrílkvóta frá því í fyrra stendur óhögguð Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Viðræðum um stjórn makrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2012 lauk í gær án árangurs. Viðsemj- endur greinir á um ástæður þess að upp úr samningaviðræðunum slitnaði. Ríkin munu funda aftur saman í haust. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ferðafélag Íslands hefur á ný brugðist hart við hugmyndum um að virkja Farið þar sem það rennur í Hagavatn sunnan við Langjökul og segir að náttúruspjöllin yrðu mikil, m.a. muni Nýifoss verða eyði- lagður. Hefur félagið sent alþing- ismönnum og sveitarstjórnarmönn- um í Bláskógabyggð afrit af harðorðu bréfi forseta þess, Ólafs Arnar Haraldssonar, til Eyþórs Arnalds sem er formaður bæjar- ráðs Árborgar og mikill talsmaður rennslisvirkjunar í Farinu. Virkjunin verður ekki stór, gert ráð fyrir um 20 MW en áhrifasvæð- ið mun ná yfir Hagavatn, Hvera- velli, Hrunamannafrétt og Gullfoss. Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps vilja að Haga- vatnsvirkjun verði færð úr biðflokki í orkunýtingarflokk í rammaáætlun um virkjunarkosti á Íslandi. Yfirborð Hagavatns lækkaði um marga metra á fyrri hluta síðustu aldar þegar Eystri-Hagafellsjökull hopaði. Stuðningsmenn virkjunar segja að með framkvæmdinni megi hækka yfirborðið á ný, hefta þannig sandfok af uppþornuðum botni vatnsins og endurheimta gróður- þekju í grenndinni. En Ferðafélagsmenn segja að þau rök að virkjun og lón með stækkuðu Hagavatni muni draga úr sandfoki á sunnanverðu landinu séu léttvæg. Sandurinn eigi upptök sín á miklu stærra svæði en lónið myndi þekja. Ferðafélagið hefur átt skála á svæðinu í 70 ár, hefur látið smíða alls fjórar brýr yfir Farið og gefið út ýmislegt efni um svæðið. Mikið verðmæti fyrir ferðaþjónustu á svæðinu „Eins og þú veist var lögð áhersla á verndun Hagavatns og nágrennis í rammaáætluninni og hugsanleg virkjun þar sett í bið- flokk en ekki framkvæmdaflokk,“ segir Ólafur Örn í bréfi sínu. „Virkjanahugmyndir núna eru því ekki í takt við þá vönduðu nið- urstöðu. Þar liggja að baki rök um einstakt náttúrufar, stórbrotna feg- urð og verðmæti svæðisins fyrir ferðaþjónustu nú og ekki síður í lengri framtíð. Nægir að benda á þá sívirku landmótun og umbrota- sögu sem jarðfræðisaga svæðisins geymir og liggur sem opin og að- gengileg fræðslubók fyrir almenn- ing. Jökullinn hefur ýmist hopað eða hlaupið fram og frá 1700 hafa orðið ein fimm stórflóð, síðast 1929 og 1939. Allt hefur þetta skilið eftir sig auðlæs ummerki og virkni sem ekki á að grípa inn í heldur opna og skýra fyrir nemendum, ferðamönn- um og vera enn ein prýði Bláskóga- byggðar.“ Virkjun í Farinu fordæmd af Ferðafélaginu  Segir náttúruspjöll verða mjög mikil Bergvatn Áin Farið rennur úr Hagavatni og í henni er Nýifoss. Áður rætt um virkjun » Hugmyndir um Hagavatns- virkjun hafa komið upp áður. Árið 2007 kannaði Orkuveita Reykjavíkur hagkvæmni þess að virkja Farið. » Andstæðingar virkjana- hugmynda segja að rannsaka þurfi svæðið mun betur. » Svæðið er nálægt fjölsótt- ustu ferðamannaleiðum í byggð á landinu. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Engin áform eru hjá bæjarstjórnum Akureyrar, Kópavogs eða Reykja- nesbæjar um að setja reglur um samskipti trúfélaga og skóla líkt og Reykjavíkurborg samþykkti í fyrra. Drög að slíkum reglum verða líklega lögð fyrir á fundi fræðsluráðs Hafnafjarðar á mánudag. Að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar, fræðslustjóra Reykjanesbæjar, hef- ur ekki verið rætt um að setja reglur af þessu tagi í bænum. Það sé líklega eitthvað um það að prestar komi inn í skólana og að börn fari í kirkju á skólatíma en ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að banna slíkt. „Ég hef verið hlynntur góðu samstarfi trúfélaga og skóla, það er bara af hinu góða. Við verðum hins vegar að fara varlega og gæta jafn- ræðis á milli trúfélaga,“ segir Gylfi. Hlín Bolladóttir, formaður sam- félags- og mannréttindaráðs Ak- ureyrar, segir að slíkar reglur hafi ekki verið ræddar þar. Samfélagið hafi ekki kallað eftir þeim og það virðist ríkja sátt og samlyndi um þessi mál. „Mín sýn er sú að prestar geti komið inn í skólana sem fagmenn eins og aðrir en ekki með trúboð,“ segir hún. Byrjað var að ræða breytingar á samskiptareglum fyrir trúfélög og skóla í Kópavogi fyrir jól að sögn Erlu Karlsdóttur, fyrrverandi for- manns jafnréttis- og mannréttinda- ráðs bæjarins. Fyrr í þessum mán- uði urðu hins vegar meirihlutaskipti í bænum og er nýbúið að skipa nýjar nefndir og ráð. „Við höfum ekki haft í hyggju að setja sambærilegar reglur við þær sem eru í Reykjavík. Þetta er væntanlega eitthvað sem lendir inni á borði jafnréttis- og mannréttinda- ráðs, nú þegar nýr meirihluti er tek- inn við,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, nýr bæjarstjóri Kópavogs. Samskiptareglur við trúfélög ekki á dagskrá stóru sveitarfélaganna Morgunblaðið/Ómar Kópavogur Engin áform um sam- skiptareglur vegna trúfélaga.  Umræður um samskipti trúfélaga og skóla í Kópavogi fyrir meirihlutaskiptin Gagnrýni Svía » Svíar gera athugasemd í nýrri skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna við að þjóðkirkjuprestar kynni börnum kristna trú, oft án samþykkis foreldra. » Þeir leggja til að tryggt sé að börn taki ekki þátt í trúar- athöfnum sem takmarki trú- frelsi þeirra eða foreldra þeirra. „Að sjálfsögðu óttumst við að viðvarandi ofveiði, sem allir að- ilarnir bera ábyrgð á, hafi slæm áhrif á stöðu makrílstofnsins en þeir myndu allir tapa á því. Af þessum sökum leggjum við mikla áherslu á að aðilar nái samkomulagi um framtíðar- stjórnun veiða úr stofninum,“ segir Tómas Heiðar, aðspurður hvort menn óttist ekki ofveiði á makrílstofninum þegar ríkin ákveða kvóta sitt í hvoru lagi. Að sögn Tómasar lagði Ísland til að allir aðilar drægju hlut- fallslega jafnt úr veiðum sínum í ár svo þær yrðu sjálfbærar, þegar ljóst varð að samkomulag næðist ekki um skipt- ingu aflaheimilda. „Því miður féllust hinir að- ilarnir ekki á tillöguna,“ segir Tómas. Féllust ekki á samkomulag ÓTTAST ÁHRIF AF OFVEIÐI Tómas Heiðar Hæstiréttur dæmdi í gær Birki Árnason í fimm ára fang- elsi fyrir að hafa nauðgað konu á útisalerni á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum í fyrra. Þá þarf hann að greiða henni 1,5 milljónir kr. ásamt vöxt- um í miskabætur. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að eldri dómur yfir Birki vegna nauðgunar hafði ítrekunaráhrif og að árás hans hefði verið mjög gróf og ruddaleg. Brot hans þótti sannað og var hann sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19/1940. Afleiðingar brotsins þóttu augljósar. Þá var lit- ið til þess að brotavilji Birkis hefði verið einbeittur, enda gat honum síst dulist að athafnir hans allar og háttsemi gagnvart konunni voru ekki með samþykki hennar. Fimm ára fangelsi fyrir nauðgun Frá þjóðhátíð 2011.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.