Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, segir hugs- anlegt að túlka megi dóm Hæsta- réttar á þann veg að þeir sem hafi verið í vanskilum með gengis- tryggð lán njóti lakari réttar- stöðu en þeir sem staðið hafa í skil- um. Þeir aðilar sem hafi hins vegar notið frystingar á lánunum sam- kvæmt tilmælum ríkisstjórnarinnar, falli þó væntanlega í sama hóp og þeir sem greitt hafa af lánunum, þar sem ívilnanir af hendi bankanna telj- ist ekki vanskil. Gísli segir mörgum spurningum enn ósvarað og finna verði leiðir til þess að eyða óvissu um tilhögun lánaútreikninganna. „Við erum búin að bíða eftir dómafordæmum í 3 ár og þetta er ástæðan fyrir því að ég lagði til árið 2009 að allur þessi vandi yrði settur undir einn hatt og leystur í gerðardómi,“ segir Gísli. Tillögurnar miðuðu að því að öll lán, gengistryggð og verðtryggð, yrðu tekin eignarnámi og færð und- ir ríkið. Gerðardómur myndi dæma í öllum málum en lánin bætt kröfu- höfum að teknu tilliti til forsendu- brests og fleiri lagasjónarmiða. „Þegar ríkisstjórnin svaraði ekki þeirri tillögu lagði ég svipaða tillögu fram við bankana, um samnings- bundinn gerðardóm, og sú leið ætti enn að vera fær,“ segir Gísli. „Lög- gjafinn myndi þá ekki setja einhliða lög heldur myndi gerðardómur, skipaður aðilum frá bæði fyrirtækj- unum og lántakendum, taka á þeim álitamálum sem enn eru uppi,“ segir hann. Nú liggi fyrir dómafordæmi sem ættu að verða leiðbeinandi fyrir gerðardóm. holmfridur@mbl.is Enn fært að taka á álitamálum um lán- in fyrir gerðardómi Gísli Tryggvason „Ég held að dóm- urinn gagnist ekki þeim sem ekki héldu lán- unum í skilum, ekki nema þann tíma sem þau voru í skilum,“ segir Ragnar H. Hall hæstarétt- arlögmaður um fordæmisgildi dóms Hæstaréttar sem féll á miðvikudag. Ragnar seg- ir málið að stórum hluta snúast um hvort menn teljist vera búnir að gera upp gamla gjalddaga. „Þeir sem hættu að greiða af lán- unum tóku áhættu á því að lánin yrðu gjaldfelld en þá um leið falla allar eftirstöðvarnar í gjalddaga,“ segir hann. „Það breytir því ekki að fram að gjaldfellingunni áttu bankarnir ekki rétt á því að reikna seðla- bankavextina aftur í tímann. Allan þann tíma sem lánin voru í skilum þarf að endurreikna þetta,“ segir Ragnar. holmfridur@mbl.is Gagnast ekki þeim sem ekki borguðu Ragnar H. Hall BAKSVIÐ Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Nokkuð var deilt um það á Alþingi í gær hvernig túlka bæri dóm Hæsta- réttar frá því á miðvikudag út frá pólitískum sjónarmiðum. „Einstak- lega illa unnin lög,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, um lög nr. 151/2010, sem m.a. kváðu á um ákvörðun vaxta af gengislánum aftur í tímann. Stein- grímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði hins vegar mikla réttarbót hafa falist í lögunum. Þá greindi þingmenn enn fremur á um fýsileika þess að taka á skulda- málum heimilanna fyrir dómstólum. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var Frjálsa fjárfestingarbankanum óheimilt að krefjast hærri vaxta- greiðslna af láni aftur í tímann miðað við vaxtaviðmið Seðlabankans, af lán- um sem bundin voru við gengi er- lendra mynta, þar sem fullnaðar- kvittun lá fyrir greiðslunum. Á forræði dómstólanna Steingrímur flutti þinginu skýrslu um áhrif hæstaréttardómsins og sagði að erfitt væri að meta hversu víðtækt fordæmisgildi dómurinn hefði og við hvaða tímamörk ætti að miða útreikninga. Hann lagði áherslu á að án laganna, sem sett voru árið 2010 í kjölfar dóms Hæstaréttar um að gengislán væru ólögmæt, hefðu tugir þúsunda skuldara þurft að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Lögunum hefði ekki verið ætlað að taka betri rétt af skuldurum. „Ef fólk á ríkari rétt þá verður hann ekki af því tekinn, enda viljum við ekki búa í þannig samfélagi,“ sagði Steingrímur. Hann sagði upp- haf málsins þá ótrúlegu staðreynd að um árabil hefði viðgengist umfangs- mikil lánastarfsemi sem að lokum var dæmd ólögmæt. „Hvernig gat það gerst? Vissu eng- ir betur? Eða var það bara þannig að á meðan allt lék í lyndi, á meðan gengið var sterkt og vextirnir lágir, þá var öllum sama?“ spurði ráð- herrann. Guðmundur Steingrímsson, þing- maður utan flokka, sagðist í umræð- unum hafa tekið þá ákvörðun að víkja úr sal þegar atkvæði voru greidd um frumvarpið í desember 2010 þar sem öll hans lán hefðu verið í erlendri mynt. Honum hefði þótt rétt að fara skynsamlega leið í lagasetningu en láta dómstóla ákveða hvort betri rétt- ur væri fyrir hendi fyrir skuldara. Þá sagði Helgi Hjörvar, þingmað- ur Samfylkingar, að hann teldi ekki rétt að löggjafinn kæmi frekar að málinu með lagasetningu, heldur yrði dómstólum eftirleiðis falið að úr- skurða um lögmæti slíkra lána. Eignir bankanna ofmetnar? Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, sem einnig vék úr sal við at- kvæðagreiðslu um frumvarpið vetur- inn 2010, sagðist hins vegar hafa var- að við því að leyst yrði úr skulda- vanda heimilanna fyrir dómstólum. Hún sagðist óttast fjöldamálsóknir og hvatti til þess að komið yrði á lána- markaði að norrænni fyrirmynd, lán heimilanna leiðrétt og verðtrygging- in afnumin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við mbl.is í gær að það hefði verið augljós tilgangur laganna að skera úr um hvaða vextir ættu að gilda aftur í tímann í málum eins og því sem dæmt hefði verið í á miðvikudag. „Nú hefur Hæstiréttur sagt að það er ekki hægt að taka betri rétt af fólki með slíkum afturvirkum lögum. Þannig að það þýðir ekkert fyrir þá sem mæltu fyrir lögunum og greiddu atkvæði með þeim að skjóta sér und- an því að niðurstaðan er sú að það stenst ekki stjórnarskrá að hafa sett slíkt ákvæði í lögin,“ sagði Bjarni. Hann sagði mikilvægt að í umræðu um mismunandi stöðu lántakenda eftir því hvernig lán þeir tóku, yrði skoðað hvort eignir bankanna eins og þeir voru stofnaðir í upphafi hefðu ekki verið stórlega ofmetnar. „Ef það er mikil þörf í dag á því að gera leið- réttingar á verðtryggðum lánum, þá var tækifæri til þess að gera það þeg- ar bankarnir voru stofnsettir á sínum tíma. Tækifærið virðist ríkisstjórnin hafa algjörlega látið sér úr höndum renna,“ sagði Bjarni. Ákvæði um afturvirkni vaxta standist ekki stjórnarskrá  Lögunum ekki ætlað að taka betri rétt af skuldurum, segir Steingrímur J. Morgunblaðið/Eggert Lán Guðlaugur Þór Þórðarson gagnrýndi að forsætisráðherra tæki ekki þátt í umræðunum í gær. Þegar lög um endurútreikninga á gengisbundnum lánum (nr. 151/2010) voru til meðferðar á Alþingi fékk þingið 36 umsagnir, athugasemdir og við- brögð við umsögnum um frumvarpið. Umsagnirn- ar voru ekki allar jákvæðar, í nokkrum tilvikum var vikið að þeim atriðum sem Hæstiréttur tók upp í dómi sínum á miðvikudag. Í umsögn Ástu S. Helgadóttur, umboðsmanns skuldara, bendir hún m.a. á að vandséð sé að mögulegt sé að beita afturvirkni við útreikning vaxta. Þá fái það ekki staðist að neytendur sem hafa greitt upp lán sín og fengið fullnaðarkvittun þess efnis frá hlutaðeigandi fjármálafyrirtæki fái nú hugsanlega bakreikning vegna vangreiðslna. Fullnaðarkvittun hafi verið talin staðfesting fyrir því að kröfuhafi eigi ekki frekari kröfu á hendur skuldara. Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Ís- lands og sérfræðingur í fjármunarétti og gjald- þrotaskiptarétti, benti á, í athugasemd, að gerð væri rík krafa til fjármálafyrirtækja um sérþekk- ingu og um vandvirkni. Neytendur hefðu verið í góðri trú um að þeir hefðu greitt réttilega af lánum sínum. Taldi hún að komast mætti að þeirri nið- urstöðu að fjármálafyrirtæki ættu að standa við og efna þær tilkynningar útreikninga á afborgunum sem þau hefðu gefið út, allt fram til þess að gengistryggingin var dæmd ólögmæt. Bæði Sigurður Hr. Sigurðarson og Elvira Mendez Pinedo, sem höfðuðu málið sem Hæstiréttur dæmdi á mið- vikudag, sendu sömuleiðis inn um- sagnir og gerðu margvíslegar athuga- semdir við frumvarpið. runarp@mbl.is Vandséð réttmæti afturvirkni Lög um endurútreikning gengisbundinna lána voru samþykkt með atkvæðum 27 þingmanna í desember 2010; ellefu þingmanna VG og 16 þingmanna Samfylkingarinnar. Þing- menn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks sátu hjá auk Helga Hjörv- ar (S) en allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar sögðu nei. Ellefu þingmenn voru ýmist með fjarvist eða fjarverandi. Minnihluti sagði já LÖGIN UM ENDURÚTREIKNING Dómur Hæstaréttar um vexti gengislána Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Vandinn er nokkuð umfangsmikill. Niður- staða dómsins er einstaklingsbundin. Hún byggist á fyrri málarekstri sömu aðila. Það er töluverður handleggur að fara yfir það hvaða leiðsögn felst í þessum dómi í heild sinni. Á það þarf að leggja lögfræðilegt mat og afla upplýsinga frá ýmsum aðilum. Það þarf að gerast hratt. Við munum kappkosta að það mat verði byggt á bestu upplýsingum,“ segir Helga Jónsdóttir, ráðuneytisstjóri í efna- hags- og viðskiptaráðuneytinu. Að sögn Helgu er þessi eftirfylgni vegna dóms Hæstaréttar á höndum ráðuneytis, Fjármála- eftirlits og viðkomandi fjármálafyrirtækja. „Það þarf að tryggja að öll upplýsingaöflun gefi sem besta mynd af stöðunni. Lögfræðingar og aðrir sérfræðingar ráðuneytisins eru að skoða málið sem og sér- fræðingar hjá Fjármálaeftirlitinu og fjár- málafyrirtækjunum.“ Spurð hvort nýjar upp- lýsingar hafi komið fram varðandi tjón fjármála- fyrirtækja af dómnum svarar Helga því til að „óvarlegt sé að setja fram tölur fyrr en ljóst er hversu víðtækt fordæm- isgildi dómurinn hefur“. Helgi Hjörvar, formað- ur efnahags- og viðskipta- nefndar, telur þá óvissu sem hafi skapast í fjármálakerfinu í kjölfar gengisdóms Hæsta- réttar gefa tilefni til umræðna í þingsal Al- þingis um hvort framlengja skuli bann við arðgreiðslum úr stórum bönkunum þrem. Hann á ekki von á að slíkt skref leiði til deilna. „Nei. Alls ekki. Telji menn óvissu verulega um áhrif dómsins á fjármálakerfið þarf að eyða henni.“ Selji hlutinn í einkabönkunum fyrst Spurður hvort dómurinn setji strik í þau áform stjórnvalda að einkavæða Lands- bankann svarar Helgi því til að öllum hafi verið ljóst að óvissa væri um gengislánin. Þá sé rétt að selja hlut ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka fyrst. Mikið verk að meta leiðsögn dómsins  Efnahags- og viðskiptaráðuneytið skoðar gengisdóminn  Bann við arðgreiðslum framlengt? Helga Jónsdóttir Helgi Hjörvar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.