Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 ✝ Sigrún S.Hafstein fæddist í Reykja- vík 18. desember 1926. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. febr- úar 2012. Foreldrar hennar voru Júníana Stef- ánsdóttir hús- móðir, f. 14.6. 1891, d. 5.10. 1982, og Stefán Ingimar Dagfinnsson skip- stjóri, f. 10.7. 1895, d. 31.8. 1950. Systkini Sigrúnar eru: Sigríður, f. 15.9. 1922, d. 28.6. 1923, Þóra, f. 10.7. 1924, d. 26.1. 2006, Dagfinnur, f. 22.11. 1925, og Áslaug, f. 27.11. 1929. Sigrún giftist hinn 25. októ- ber 1953 Hannesi Þórði Haf- stein, forstjóra Slysavarna- félagsins, f. 29. 11. 1925 á Húsavík, d. 12.7. 1998. For- eldrar hans voru Þórunn Jóns- dóttir Havsteen húsmóðir, f. 10.8. 1888 í Hafnarfirði, d. án Þórður. 5) Hannes Júlíus Hafstein lögmaður, f. 25.5. 1971, maki Hrafnhildur Björg Haraldsdóttir viðskiptafræð- ingur. Börn þeirra eru Hannes Þórður, Þórunn Bergljót og Soffía Hrönn. Sigrún ólst upp hjá for- eldrum sínum á heimili þeirra á Hringbraut 32 í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá Ingimars- skólanum í Reykjavík. Hún starfaði m.a. sem ritari Árna Friðrikssonar á fiskideild at- vinnudeildar Háskólans. Eftir að þau Hannes giftust helgaði hún sig húsmóðurstörfum. Síð- ar vann hún á skrifstofu Slysavarnafélagsins við Grandagarð. Sigrún var alla tíð Hannesi stoð og stytta í krefjandi starfi og var sæmd þjónustumerki SVFÍ úr gulli árið 1990. Sigrún stundaði íþróttir á yngri árum, einkum handbolta, og var margfaldur meistari með Ármanni. Heim- ili Sigrúnar og Hannesar var í Skeiðarvogi 113. Síðustu tvö árin bjó Sigrún á Dalbraut 14. Sigrún verður jarðsungin frá Langholtskirkju í Reykja- vík í dag, 17. febrúar 2012, og hefst athöfnin klukkan 13. 28.3. 1939, og Jó- hannes Júlíus Hav- steen, sýslumaður og bæjarfógeti, f. 13.7. 1886 á Ak- ureyri, d. 31.7. 1960. Börn Hann- esar og Sigrúnar eru: 1) Stefán Jón Hafstein, umdæm- isstjóri hjá Þróun- arsamvinnustofnun, f. 18.2. 1955, maki Guðrún K. Sigurðardóttir hönnuður. 2) Þórunn Júníana Hafstein lögfræðingur og skrifstofustjóri í innanrík- isráðuneytinu, f. 19.9. 1956. 3) Sigrún Soffía Hafstein, sviðs- stjóri hjá VFÍ/TFÍ, f. 30.12. 1963, maki Snæbjörn Jónsson verkfræðingur. Börn þeirra eru Soffía Lára, Sigrún Elfa og Jón Arnar. 4) Hildur Björg Hafstein vefstjóri hjá Trygg- ingastofnun, f. 6.10. 1966, maki Stefán B. Mikaelsson flugumferðarstjóri. Börn þeirra eru Sigrún Ósk, Þórunn Anna, Baldur Hannes og Stef- Tengdamóðir okkar, Sigrún Stefánsdóttir Hafstein, var sannarlega engin venjuleg kona. Með allri sinni manngæsku og jákvæðni hafði hún þau áhrif á samferðafólk sitt að öllum þótti vænt um hana og dáðust að já- kvæðu og raunsæju viðhorfi hennar til lífsins. Hún hafði ein- stakt lag á að sjá björtu hlið- arnar og skauta framhjá nei- kvæðni og leiðindum og aldrei heyrðum við hana kvarta. Hún var einfaldlega sú manngerð sem hafði bara gaman af lífinu. Sigrún var stór hluti af lífi okkar og hún vakti yfir velferð hópsins og allir sóttust eftir fé- lagsskap hennar í blíðu og stríðu. Þetta á ekki síst við um barnabörnin tíu, sem nú syrgja ömmu sína sárt. Þótt hún væri orðin 85 ára gömul var hún svo ung í anda og hress og kát að það var ekki til í hugarheimi þeirra að sá dagur kæmi að hennar nyti ekki lengur við. En við sem eftir lifum búum að þeirri arfleifð sem hún skildi eft- ir hjá okkur. Sigrún sagði sjálf að hún væri gæfumanneskja og það var hún sannarlega og kunni líka að meta allt sem lífið gaf henni. Hún fæddist og ólst upp í vest- urbæ Reykjavíkur, hjá ástríkum foreldrum og í hópi samheldinna systkina. Sú samheldni hefur æ síðan haldist og leitun er að öðru eins ástríki innan fjölskyldu. Stærstu straumhvörfin í lífi hennar urðu þegar hún kynntist mannsefni sínu, Hannesi Þórði Hafstein. Þau gengu í hjónaband árið 1953 og var brúðkaupsveisl- an haldin um borð í Brúarfossi. Hjónaband þeirra var með ein- dæmum farsælt og ástríkt og heimili þeirra var alltaf sveipað lífi og fjöri og varð jafnvel mið- stöð leita og björgunar á lands- vísu þegar Hannes gegndi starfi forstjóra Slysavarnafélags Ís- lands. Ekki má gleyma hátíðleg- um jólum og skemmtilegum ára- mótum sem stórfjölskyldan hefur ávallt haldið saman. Þegar Hannes lést skyndilega árið 1998 tókst Sigrún á við sorg sína og missi af miklum styrk og ákveðni og var fjölskyldunni stoð og stytta í sorginni. Þegar hún var orðin ein byggði hún upp tilveru sína að nýju og átti mörg góð ár með afkomendum sínum. Sigrún fylgdist afar vel með. Hún missti vart af frétta- tíma í útvarpi og sjónvarpi og las blöðin daglega. Enda leyndi sér ekki í samræðum að þar fór kona sem var vel heima í öllum málum og með ákveðnar skoð- anir á því hvað betur mætti fara. Hún var opin fyrir nýjungum og festi kaup á iPad-spjaldtölvu til að stytta sér stundir. Þannig gat hún fylgst með fréttum á netinu, verið í sambandi við vini og vandamenn og lagt kapal þegar sá gállinn var á henni. Hún fylgdist mjög vel með sínum nánustu og gleymdi aldrei afmæli eða tímamótum. Við gát- um alltaf reitt okkur á stuðning hennar þegar á reyndi. Hún átti alltaf til hvatningar-, huggunar- og brýningarorð, allt eftir tilefni. Sigrún var í fullu fjöri allt fram til þess að hún veiktist skyndilega í byrjun febrúar. Þó að við öll tryðum því í fyrstu að hún myndi sigrast á þessu áfalli reyndist þetta alvarlegra en svo að við nokkuð yrði ráðið. Minn- ingin um tengdamóður okkar er og verður ljóslifandi og sveipuð birtu og gleði í huga okkar allra. Tengdabörnin, Guðrún, Snæbjörn, Stefán og Hrafnhildur. Við kveðjum með söknuði elsku bestu ömmu okkar. Hún var alltaf svo góð og fylgdist áhugasöm með öllu sem við tók- um okkur fyrir hendur. Amma var sterk, dugleg og ólýsanlega hjartahlý. Það var einstök tilfinning að koma í heimsókn til ömmu. Hún tók okkur alltaf fagnandi með breiðu brosi og rembingsföstu knúsi. Við minnumst allra góðu stundanna með þakklæti og ást. Minning hennar lifir með okkur og hún mun eiga góðan stað í hjörtum okkar að eilífu. Með bæninni sem afi samdi og fylgt hefur okkur alla tíð kveðjum við elsku ömmu okkar. Lát þú mig sofa vel og vært, í verndararmi þínum. Láttu einnig ljós þitt skært, lýsa vegi mínum. Sigrún Ósk, Soffía Lára, Sigrún Elfa og Þórunn Anna. Látin er elskuleg frænka mín hún Sirra. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp að stórum hluta hjá ömmu og afa og fjórum börnum þeirra, þ.e. móður minni, Þóru, Sirru og Dadda, á Hringbraut 32 í Reykjavík. Á öllum hæðum bjuggu skyldmenni og var mikill samgangur á milli hæða. Þar sem ég var yngst var ég borin á höndum allra aðila og naut þess allt til fullorðinsára. Þegar lát ber að leitar hugurinn til fortíð- arinnar og þá skjótast ýmis minningabrot upp í hugann, öll góð: Sirra í tilhugalífinu, gaml- árskvöld þegar brennan var á holtinu fyrir vestan Skeiðarvog- inn, sunnudagssteikurnar, Royal-búðingurinn, fyrsta utan- landsferðin mín með Sirru og Hannesi þegar hann var stýri- maður á Gullfossi og öll jólaboð- in. Móðurfjölskylda mín var mjög náin og lengi vel hittumst við öll á aðfangadagskvöld eftir að pakkar höfðu verið opnaðir. Þau kvöld eru sérstaklega minn- isstæð enda léku þar allir á als oddi. Ekki man ég eftir að nein misklíð hafi komið upp á milli þeirra systkinanna og tel ég að þau hafi verið óvenju samrýnd. Samskipti þeirra hafa alla tíð einkennst af hlýju og ástríki. Móðir mín hefur nú misst mikið þar sem báðar systur hennar eru nú farnar, báðar mjög frísk- ar og enginn aðdragandi. Sirra var glæsileg kona og leit alls ekki út fyrir að vera komin yfir áttrætt. Hún var mjög virk, stundaði sund og naut þess að vera samskiptum við fjölskyldu sína og aðra. Er ég þess vegna slegin yfir því að hún sé skyndi- lega farin frá okkur. Hún kvaddi með reisn og ég held að hún hefði sjálf valið þennan dauð- daga hefði hún átt þess kost úr því sem komið var. Ég kveð elsku frænku mína með þakklæti og söknuði. Ég votta frænd- systkinum mínum og fjölskyld- um þeirra innilega samúð. Hildur Sveinsdóttir. Fátt er mikilvægara hverjum manni en að æska og uppeldi séu byggð á traustum grunni fjöl- skyldu, ástar og umhyggju. Við andlát móðursystur okkar Sig- rúnar Stefánsdóttur Hafstein rifjast enn einu sinni upp hversu lánsöm við systkinin erum að hafa notið þessa alla tíð. Grunnstoðin, amma Júna, og umhverfis hana burðarásarnir Sigrún og systkini hennar þau Dagfinnur, Áslaug og Þóra heit- in móðir okkar. Ásamt móður sinni og mökum sköpuðu þau systkinin börnum sínum öruggt skjól. Samstaða þeirra og ástríki leiddi til ævarandi vináttu systk- inabarnanna sem ólust upp í mikilli nánd við hvert annað. Þegar við hugsum til Sirru frænku koma fyrst upp í hugann orðin væntumþykja, aðdáun og tilhlökkun. Sirra var glæsileg kona, hnarreist og glaðsinna. Hún var brosmild og svipbragð- ið einkenndist ekki síst af aug- unum sem ljómuðu á einstakan hátt. Jafnframt var henni gefin skörp greind og hún átti auðvelt með að koma rökstuddum skoð- unum sínum á framfæri. Á yngri árum stundaði hún handknattleik með Ármanni með góðum árangri. Ósjaldan var mamma beðin um að segja sögur af örvhentu stórskyttunni og hvernig markverðir andstæðing- anna sáu ekki þrumuskot hennar fyrr en um seinan. Það fylgdi því alltaf mikil til- hlökkun að fara í heimsókn til Sirru og fjölskyldu. Allra best var af maður fékk að gista í lengri eða skemmri tíma. Þá gafst tækifæri til leikja og spjalls um lífið og tilveruna. Ef ekki viðraði til útiveru var oft háð æsileg keppni í handbolta á ganginum, þar sem sokkar komu í stað bolta. Afmælisveislur frændsystkina voru ætíð mikið tilhlökkunarefni. Ekki síst í Skeiðarvoginum, meðal annars vegna þess að Sirra bakaði köku sem í minn- ingunni var betri en allar aðrar. Enn jók það á tilhlökkunina ef heimilisfaðirinn Hannes Þ. Haf- stein var í landi, en hann var á þessum æskuárum okkar stýri- maður á Gullfossi. Þá var alltaf glatt á hjalla enda Hannes barn- góður með afbrigðum. Bónda- beygjan og hrammurinn stóri sem umlukti smáar hendur gleymast seint. Að fá að fara með niður að höfn að taka á móti Gullfossi varð tilefni grobbsagna. Þá var ekki síðri upphefðin sem fylgdi því að vera boðið á jólatrés- skemmtun skipverja á Gullfossi. Heimili Sirru og Hannesar var opið fleirum en nákomnum. Áratugum saman buðu þau til sín vandalausum á stórhátíðum til að gleðjast í faðmi fjölskyld- unnar. Skyndilegt og óvænt fráfall ástvinar er þungbær reynsla. Þeir sem eftir lifa geyma í hjört- um sínum minningar um góða móður, ömmu, tengdamóður, systur og frænku. Við sendum börnum Sigrúnar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessum sé minning hennar. Stefán, Guðjón Björn og Anna Sigríður. Elskuleg „frænka“ mín og ástkær vinkona hefur nú kvatt okkur. Sirru hef ég þekkt næst- um alla mína ævi því hún gekk að eiga kæran föðurbróður minn, hann Hannes, þegar ég var barn. Sirra og Hannes voru sem eitt; þegar nafn annars var nefnt fylgdi hitt iðulega í kjölfar- ið. Fjölskyldur okkar voru mjög nánar og mikill samgangur þar á milli og skírðu Sirra og Hannes frumburð sinn, Stefán Jón, í höf- uðið á föður Sirru og föður mín- um. Þau treystu mér fyrir tveimur elstu börnunum sínum sem ég passaði stundum fyrir þau ekki há í lofti og fannst mér það traust vera mikill heiður og upphefð. Á milli okkar Sirru ríkti ein- læg vinátta og gagnkvæm virð- ing. Glæsileiki hennar, mikil út- geislun og einstök jákvæðni gagnvart lífinu komu mér alltaf í gott skap og ávallt var jafn gott og gaman að heyra í henni og sjá. Ég kveð Sirru mína með trega og þakka henni samfylgd- ina. Við fjölskyldan vottum Stef- áni Jóni, Þórunni Júníönu, Sig- rúnu Soffíu, Hildi Björgu, Hann- esi Júlíusi og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð og biðj- um góðan Guð að vera með þeim á erfiðum tímum. Stórt skarð hefur verið höggvið í stóran hóp barna og barnabarna sem var henni svo undurkær. Blessuð sé minning Sigrúnar Hafstein. Far þú í friði. Friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Þórunn Hafstein (Djonsý). Á kveðjustund bestu vinkonu minnar streyma minningar frá löngu liðnum æskudögum fram í hugann. Kynni okkar Sirru hóf- ust er við mættum báðar á okk- ar fyrstu handboltaæfingu hjá Glímufélaginu Ármanni við Vest- urvallagötu en þar var grasvöll- ur sem félagið hafði aðgang að það sumar. Fljótlega fór Sirra að keppa með meistaraflokki Ár- manns á öllum mótum. Sirra var frábær vinstrihandarskytta og átti hún stóran þátt í velgengni félagsins á þessum árum. Mig minnir að árið 1946 hafi Ármann orðið fjórfaldur íslandsmeistari í handbolta. Okkur Sirru langaði báðar til að læra ensku. Um áramótin 1949-1950 fór ég til Long Island sem barnapía og hálfu ári síðar kom Sirra þangað og var í sex mánuði. Hún fékk frí frá vinnu sinni hjá Atvinnumáladeild há- skólans þar sem hún var í mjög góðu starfi. Á þessum árum ferðuðumst við mikið. Við vorum í „Farfugl- unum“ og fórum margar ferðir með þeim um Ísland. Seinna þegar við vorum báðar orðnar ekkjur fórum við í ferðalög til útlanda og er þá helst að minn- ast heimsóknar til Þórunnar, dóttur Sirru, sem bjó í Brussel og starfaði fyrir íslenska sendi- ráðið. Þórunn sýndi okkur marga merkilega staði og áhuga- verða. Var það ógleymanleg ferð. Við stofnuðum saumaklúbb með vinkonum okkar, Katrínu, Höllu, Þurý og einnig systrum Sirru þeim Þóru og Áslaugu. Síðar varð þetta meira vináttu- klúbbur. Sirra átti miklu lífsláni að fagna. Hún átti yndislega for- eldra og systkini, þau voru mjög samheldin fjölskylda. Hjónaband Sirru var afar farsælt. Hún eign- aðist traustan og umhyggjusam- an eiginmann sem dáði hana að verðleikum. Eignuðust þau fimm mannvænleg börn og tíu barna- börn. Sirra var frábær húsmóðir og hafði svo mikla útgeislun að öllum leið vel í návist hennar. Barnabörnum sínum var hún mjög kær og lét sér annt um þeirra framtíð. Það er með miklum trega sem kær vinkona er kvödd. Við vin- konurnar þökkum allar góðar samverustundir á liðnum árum og vottum fjölskyldu Sirru okkar dýpstu samúð, hugur okkar er hjá henni. Ég kveð nú mína góðu og tryggu vinkonu með virðingu og þakklæti í huga. Lilja Enoksdóttir. Hlustandi á sjómannalögin, dansa jafnvel með og raula fín- indis swinglög, gömul handbolta- kempa sem hélt áreynslulaust um alla þræði í Skeiðarvogi. Stórglæsileg alla tíð, fínt hár og vel tilhöfð. Framandi nöfn í fjöl- skyldunni; Júníana, Ásla systir. Þetta eru fyrstu minningarnar um Sigrúnu Stefánsdóttur Haf- stein eða Sirru mömmu Sigrún- ar Soffíu vinkonu minnar. Inn á heimili hennar kom ég fyrst þeg- ar ég var 12 ára. Þau hjónin Sirra og Hannes heitinn Hafstein tóku einstak- lega hlýlega á móti mér. Sirra, kletturinn á heimilinu, fullt hús af börnum á öllum aldri, öll mál leyst æsingalaust. Hannes vann hjá Slysavarnafélaginu og var það holdi klætt. Nú eru þau góðu hjón sameinuð á ný. Hann- es búinn að fá sína. Alltaf var fylgst af áhuga með öllu sem gert var, hvort allt gengi ekki vel. „Allt annað Stína mín að vera heimavinnandi eins og ég var með börnin en þið Sigrún útivinnandi. Miklu meira að gera hjá ykkur.“ Ég veit það eigin- lega ekki, en Sirra skilaði góðu dagsverki og vel það. Elsku Sig- rún, systkini og fjölskyldur. Ég votta ykkur innilega samúð – fráfall Sirru var óvænt og snöggt. Mömmur okkar eru svo ungar enn, þótt þær hafi lifað lengi. Kristín S. Hjálmtýsdóttir. Sigrún S. Hafstein, sem nú er kvödd, var glæsileg kona og miklum mannkostum búin. Ég átti því láni að fagna að eiga lengi samleið með henni og eig- inmanni hennar, Hannesi Þ. Hafstein, og njóta vináttu þeirra. Minningar streyma nú að á kveðjustund og stafar frá þeim ylur og birta. Jafnframt því sem Sigrún var Hannesi stoð og stytta í erfiðu starfi hans sem framkvæmdastjóri Slysavarna- félags Íslands var hún virkur fé- lagi og um árabil starfsmaður á skrifstofu þess. Í því starfi naut hún virðingar og eignaðist marga vini víðs vegar um landið. Félagar, sem komu á skrifstofu félagsins, höfðu oft á orði hve mikils virði þeim hefði verið sú vinsemd og hlýja sem þeir mættu þar af hálfu Sigrúnar og Rögnu Rögnvaldsdóttur sem einnig starfaði þar lengi. Milli þeirra tveggja þróaðist góð vin- átta og voru þær einstaklega samhentar í að leysa úr málum þeirra sem til skrifstofunnar leituðu. Í minningargrein um Hannes, sem ég ritaði við fráfall hans í júlí 1998, minntist ég á þann þýðingarmikla þátt í starfi hans, er laut að neyðarbeiðnum, sem þá var í verulegum mæli beint til félagsins. Þar sagði ég m.a.: „Þessi störf, sem bar að jafnt á nóttu sem degi, hlutu og að koma við heimili Hannesar, sem á svipstundu gat breyst í björg- unarmiðstöð og allir meðlimir fjölskyldunnar urðu að taka tillit til. Hér sem og í öllu starfi sínu naut Hannes sinnar einstöku eiginkonu, Sigrúnar, sem var hans trausti bakhjarl alla tíð. Var hún virkur þátttakandi í starfinu og með lipurð sinni og traustri framkomu ávann hún sér óskipta virðingu og aðdáun innan Slysavarnafélagsins og meðal allra þeirra, sem til þess- ara mála þekktu.“ Þessi orð vil ég ítreka nú. Þau Sigrún og Hannes voru einstaklega glæsileg hjón en mest var um vert hve samhent þau voru og ákveðin í að vinna sameiginlegum hugðarefnum fylgi. Ég og kona mín geymum með okkur minningar um marg- ar góðar stundir með þeim, sem við erum þakklát fyrir. Ekki síst minnumst við með ánægju ferða sem við fórum saman, hvort sem um var að ræða heimsóknir til slysavarna- deilda og björgunarsveita um allt land eða á fundi erlendis þar sem fjallað var um slysavarnir og björgunarmál. Þau höfðu sótt marga slíka fundi og var ljóst að þau nutu mikillar virðingar og vinsælda meðal forystumanna systurfélaga Slysavarnafélagsins í nágrannalöndum okkar. Sigrún var jafnan hress og glaðbeitt í allri sinni framkomu og var einkar lagið að skapa gleði og já- kvæðni í kringum sig. Alvaran var þó ekki langt undan og átti Sigrún auðvelt með að setja skoðanir sínar fram með ein- beittum og einlægum hætti. Hún var góður og tryggur vinur sem gott var að eiga að. Við Elísabet kveðjum Sigrúnu S. Hafstein með þakklæti og söknuði. Við sendum börnum þeirra og öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Haraldur Henrysson. Sigrún S. Hafstein Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.