Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Í dómi Hæstaréttar í gengismáli hjóna gegn Frjálsa fjárfestingar- bankanum er það rökstutt í þrem liðum að í umræddu tilfelli beri að víkja frá þeirri meginreglu kröfu- réttar að kröfuhafi, sem fengið hafi „minna greitt en hann átti rétt til í lögskiptum aðila, eigi viðbótarkröfu á hendur skuldara um það sem van- greitt er og undantekningu frá þeirri reglu“. Í fyrsta lagi er bent á að frá því að lánið sem dómurinn varðar var veitt og þangað til 14. febrúar 2011 hafi báðir aðilar gengið „út frá því að út- reikningur varnaraðila á fjárhæð af- borgana og vaxta tæki mið af því að ákvæði skuldabréfsins um gengis- tryggingu höfuðstólsins væru gild“. En umræddan febrúardag féllst Hæstiréttur á sjónarmið sóknaraðila um að gengisbinding höfuðstólsins hefði verið ólögmæt frá upphafi. Áð- ur dæmdi Hæstiréttur um haustið 2010 að miða skyldi við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Ís- lands (SÍ) í gengismáli Lýsingar. Stóðu alltaf í skilum Í öðru lagi er bent á að sóknar- aðilar, þ.e. hjónin sem lánið tóku, hafi er umræddur dómur féll 2011 ávallt staðið í skilum og þá greitt 20 afborganir af láninu ásamt vöxtum. Í þessu efni beri að líta til þess að „fjárhæð viðbótarkröfu varnaraðila um vexti fyrir liðna tíð, 6.585.934 krónur, er umtalsverð þegar litið er til upphaflegrar lánsfjárhæðar sem var 19.200.000 krónur“. Í þriðja lagi að varnaraðili sé „fjármálafyrirtæki sem á lánamarkaði bauð við- skiptavinum sínum ýmis lánakjör, þar með talin lán með ólögmætri gengistryggingu, og að skilmálar þess láns sem um ræðir í máli þessu voru samkvæmt einhliða ákvörðun varnaraðila og stöðluðum skilmálum hans hvað þau lán varðar“. Misjafnlega aflögufærir Annað atriðið í rökstuðningnum, að greiðsluvilji hjónanna hafi verið ríkur, vekur athygli. Er enda ljóst að ekki voru allir þeir sem tóku sam- bærileg gengislán aflögufærir um afborganir þá 20 mánuði sem liðu frá því bankahrunið varð haustið 2008 og þar til dómur Hæstaréttar féll í febrúar 2011 um ólögmæti gengis- bindingar höfuðstólsins. Málið snýst um fortíðina, þ.e. lán- tökutímabilið frá því lánið var veitt og þar til dómurinn féll 2011, en við- bótarkrafa Frjálsa fjárfestingar- bankans, tæpar 6,6 milljónir króna, er miðuð við vexti af umræddu 19,2 milljóna króna láni mánuðina 20 áð- ur en fjármálakerfið fór á hliðina. Er þessi skilningur orðaður svo í dómi Hæstaréttar: „Er því fallist á með sóknaraðilum, að sá rangi laga- skilningur sem samkvæmt fram- ansögðu lá til grundvallar lög- skiptum aðila í upphafi og þar til dómur Hæstaréttar gekk 14. febr- úar 2011 verði í uppgjöri aðila ein- ungis leiðréttur til framtíðar.“ Hæstiréttur vísar jafnframt sem fyrr segir til greiðsluvilja hjónanna. Þannig segir orðrétt í dóminum að lagt sé „til grundvallar að greiðslu- tilkynningar, sem varnaraðili sendi um væntanlega gjalddaga lánsins með útreikningum á fjárhæðinni sem greiða skyldi og síðan fyrir- varalaus móttaka hans á greiðslum í samræmi við tilkynningarnar, hafi jafngilt fullnaðarkvittun um greiðslu á því sem gjaldféll hverju sinni“. Móttekið án fyrirvara Taldi lögfræðingur sem blaða- maður ræddi við einsýnt að þessi áhersla á greiðsluvilja hjónanna vekti spurningar um hvort eins yrði dæmt í málum þar sem lántaki hafi ekki greitt af láni og lánveitandi því ekki sýnt fram á „fyrirvaralausa móttöku“ á greiðslum, svo vitnað sé í orðalag Hæstaréttar. En lögfræðingurinn, sem ekki vildi koma fram undir nafni að svo stöddu, vakti athygli á því að fjár- hagsstaða þeirra sem tóku gengislán hafi verið með mjög misjöfnum hætti eftir hrunið. Loks er vísað til þess í dóminum að viðbótarkrafan, tæpar 6,6 millj- ónir króna, sé slík fjárhæð að með „almennum lögum [sé] … ekki unnt, með svo íþyngjandi hætti sem á reynir í málinu, að hrófla með aftur- virkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt“. Telur Hæstiréttur að slík krafa brjóti í bága við þá vernd eignarrétt- inda sem leiðir af 72. grein stjórnar- skrárinnar, en hún er rifjuð upp í rammanum hér til hliðar. Í rökstuðningnum er því vitnað til upphæðar og hún sett í samhengi við lántökur sóknaraðila. Vikið er að íþyngjandi kröfu en fleiri lántak- endur gætu gripið til þeirra raka. Verndar stjórnarskráin þá sem ekki stóðu í skilum með lán? Morgunblaðið/Sverrir Hæstiréttur Gengisdómurinn hefur vakið athygli enda hagsmunir miklir.  Hæstiréttur vísar til eignarréttarákvæðis, greiðsluvilja og íþyngjandi byrða Dómur Hæsta- réttar um vexti af gengislánum hefur engin áhrif á MP banka þar sem bankinn hef- ur ekki veitt nein gengistryggð lán, að því er seg- ir í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær til fjölmiðla. „Í fréttum af nýföllnum dómi um vexti gengistryggðra lána í Hæsta- rétti hafa ítrekað komið fram stað- hæfingar um að dómurinn hafi veruleg áhrif á fjármálafyrirtæki. Hafa viðskiptabankarnir einkum verið tilgreindir í því samhengi. MP banki vill af þessari ástæðu koma því á framfæri að dómurinn hefur engin áhrif á rekstur MP banka. MP banki hefur ekki veitt nein gengistryggð bílalán né geng- istryggð íbúðalán,“ segir í tilkynn- ingu bankans. Engin áhrif á MP banka Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hæstaréttardómurinn í vaxtamáli hjónanna Sigurðar Hreins Sigurðs- sonar og Mariu Elviru Mendez Pi- nedo hefur víðtækar afleiðingar en deilt er um það hve mikið fordæm- isgildi hann hafi. Sigurður Hreinn er kvikmyndagerðarmaður að mennt en starfar mest við hljóðstýringu, Elvira er hins vegar lögfræðingur og starfar sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Þau eiga eitt barn, sjö ára dóttur. Parhúsið við Suðurgötu, sem þau hjón keyptu, er ekki stórt en á dýrum stað í miðborginni. „Þetta er engin höll en kostaði drjúgan skilding 2006,“ segir Sigurð- ur. „Mér sýnist að þessi dómur í fyrradag geti merkt að greiðslu- byrðin fari úr um 450 þúsund krón- um á mánuði í tæp 300 þúsund. Við tókum alls fimm gengis- tryggð lán, skipt- um þessu vegna þess að það kom betur út í sambandi við veðhlutföll, við gátum dreift áhætt- unni betur. Svo borguðum við eitt lán- anna 2008, höfðum ekki efni á að borga fleiri lán upp. En við höfum staðið í skilum með hin lánin, borgað af þeim á réttum tíma. Við höfðum því fullnaðarkvittun fyrir láninu frá 2008 sem dómurinn snerist um. Við pældum mikið í þessu, reikn- uðum út að jafnvel þótt krónan myndi falla um 40-50% þá væru þessi lán að öllum líkindum hagstæðari en hefð- bundnu verðtryggðu lánin. Við erum bæði með góðar tekjur og í greiðslu- áætlun bankans var gert ráð fyrir að afborganir gætu tvöfaldast en samt myndum við geta staðið í skilum. Við höfðum það mikið borð fyrir báru enda tókst þetta.“ Dýrt að höfða mál Sigurður segir að þótt niðurstaða Hæstaréttar komi þeim hjónum vel sé slæmt hvað margir aðrir séu í slæmum málum vegna húsnæðislána. „Fólk sem getur ekki borgað eða er í frystingu með fjármál sín hefur ekki efni á að höfða mál gegn banka af því að það getur verið dýrt spaug. Við höfðum efni á því og gerðum það tvisv- ar. Það fyrra skilaði okkur bara hálfa leið, þá var niðurstaðan sú að geng- istrygging lána væri ólögleg.“ Í þeim dómi, sem féll í febrúar 2011, var ekki úrskurðað hvort reikna mætti seðlabankavexti afturvirkt. Frjálsi fjárfestingarbankinn dró til baka vara- kröfu sína meðan meðferð málsins stóð yfir. Segja heimildarmenn að þar hafi verið um að ræða lagaklæki: bank- inn hafi óttast að varakrafan gæti orð- ið til þess að Hæstiréttur yrði einnig að dæma um lögmæti afturvirku seðla- bankavaxtanna. Nær 40% lægri greiðslubyrði  Sigurður og Elvira hafa ávallt staðið í skilum og greiddu eitt gengislánið upp þegar árið 2008  Bankinn féll frá varakröfu í fyrra máli þeirra og þess vegna var vaxtadeilan enn óútkljáð 2011 Mun lægri vextir » Hjónin tóku fimm lán til hús- næðiskaupa frá 2004 til 2006, samtals 57,9 milljónir kr. og voru með veð í þremur eignum. » Lánin voru bundin við gengi japanskra jena og svissneskra franka. Vextir miðuðust við þriggja mánaða LIBOR-vexti og 1,4%-1,5% vaxtaálag. » Almennir vextir Seðlabanka Íslands á óverðtryggðum út- lánum voru 8,5% í árslok 2004 en hækkuðu síðan stig af stigi. Sigurður Hreinn Sigurðsson Eitt af álitamál- unum vegna vaxtadóms Hæstaréttar er útreikningur vaxtabóta. Þeir sem tóku gengis- tryggðu lánin á sínum tíma fengu eðlilega mun lægri vaxtabætur en aðrir þar sem vextirnir voru mun lægri. En eftir lagasetninguna í desem- ber 2010, í kjölfar þess að Hæstirétt- ur ákvað að gengistryggð lán væru ólögmæt, var umræddum lánum breytt í krónulán. Vextirnir hækk- uðu og þá um leið vaxtabæturnar. Nú fá lánin aftur lága vexti, bæt- urnar lækka. En þarf að endur- reikna vaxtabætur aftur í tímann? „Dómurinn og áhrif hans eru nú til athugunar hjá embættinu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri. „Við munum gera fjár- málaráðuneytinu grein fyrir niður- stöðum þeirrar athugunar sem ættu að liggja fyrir um miðja næstu viku. Þá munum við geta tjáð okkur um það hvort það þurfi að koma til end- urútreiknings vaxtabóta,“ segir Skúli Eggert. kjon@mbl.is Vaxtabæt- ur endur- reiknaðar? Skúli Eggert Þórðarson Ríkisskattstjóri lætur kanna áhrif dómsins Eins og vikið er að í megingrein- inni hér til hliðar vísar Hæstiréttur til 72. greinar stjórnarskrárinnar. Til upprifjunar er greinin svohljóð- andi en tekið skal fram að hún er í tveim liðum og er vitnað til þeirrar fyrri í gengismálinu: Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almennings- þörf krefji. Þarf til þess lagafyrir- mæli og komi fullt verð fyrir. Með lögum má takmarka rétt er- lendra aðila til að eiga fasteigna- réttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi. Eignarrétturinn er friðhelgur EIGNIR OG ALMENNINGSÞÖRF Dómur Hæstaréttar um vexti gengislána

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.