Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 Tap lífeyrissjóða upp á hundruð millj- arða króna er bara toppurinn á svikum og blekkingum þeirra sem ráða öllu um með- ferð fjár sem almennir launþegar eiga í sjóð- unum. Ég hef verið öryrki í um nær 20 ár og því verið á örorkubótum frá Lífeyrissjóði versl- unarmanna (LV) og Trygg- ingastofnun ríkisins (TR). Það sem ég hef orðið var við er það að lífeyr- issjóðsbæturnar eru ekki bara skattlagðar um 100% heldur eru þær notaðar einnig til að skerða húsaleigubætur og því er skerðingin orðin vel yfir 100%. Hvaða er að hjá þeim hálaunuðu ráðherrum, verkalýðsleiðtogum og vinnuveitendum sem hanna skerð- ingarkerfi sem er svo meingallað að það skattar allan sparnað í núll og ekki bara núll heldur einnig í mínus? Jú, þeir raula lagið núna, „Við gerum okkar, við gerum okkar besta“, en ekki fyrir okkur sem lepj- um skerðingardauðann úr skel. Nei, nei, þeir gera sitt besta til að tryggja sér sjálfum góðan, mjög góðan lífeyri upp á milljónir króna á mánuði og það án nokkrar skerð- ingar. Jóhanna forsætisráðherra og Steingrímur fjöldaráðherra, sem nær alla sína hunda- og kattasmöl- unartíð hafa verið á ríkisjötunni fá um milljón í eftirlaun á mánuði er þeirra eftirlaunatími kemur. Ekki verður skert króna af þeirra eft- irlaunum vegna húsaleigu, vaxta eða vegna annarra skerðinga, sem hinn sauðsvarti bótaauli í skerðingarkerfi TR lendir í og þar er ekkert gefið eftir, allt skert og allt tekið þannig að fólk bara sveltur. Teknar eru nær allar bætur hjá TR í heilt ár og það eftir á og bóta- þegar sem í þessari skerðing- arvitleysu lenda standa eftir aura- lausir og bara svelta. Þetta er skerðing vegna vaxtabóta, eða van- talinna lífeyrisjóðsgreiðslna sem fólk fékk í einni summu vegna bóta aftur í tímann. Bóta- þegar verða ekki bara að sjá fram í tíma fyrir TR um vexti og verð- bætur og reikna það í topp og það upp á krónu, heldur einnig að sjá hvað þeir fá aft- urreiknaðan bótarétt frá lífeyrissjóðunum og síðan að reikna og borga til TR. Allt þetta verður veikt fólk að gera til að sleppa við fulla eða hlutaskerð- ingu frá TR. Hagfræðingar í fleirtölu geta ekki reiknað þetta, hvað þá gamalt veikt og slasað fólk. Hvað er að ykkur, svo kallaðri hálaunastétt? Er þetta ykk- ar gróði, að níðast á veiku og gömlu fólki? Er þetta gert bara til að þið ríku hafið það alltaf gott og það á okkar kostnað? Svar óskast. Þögn er sama og samþykki. En getur TR endurreiknað og leiðrétt skerðingar til mín vegna þess að ég á að fá smáhækkun hjá þeim vegna skerðingar á bótum frá LV? Skerðingarstofnunin sjálf með alla sína reiknihagfræðinga, getur hún reiknað það sama og hún gerir kröfu um til bótaþeganna? Í bréfi til mín frá TR dagsettu 9. des. sl. um uppgjör tekjutengdra bóta vegna ársins 2010 segir að það muni dragast fram í febrúar 2012. Þar segir orðrétt: „Trygg- ingastofnun ber að endurreikna tekjutengdar bætur þegar end- anlegt skattframtal liggur fyrir. Al- menn útsending vegna endurreikn- ings 2010 fór fram á tímabilinu júlí-október 2011. Ekki hefur enn náðst að endurreikna bætur þínar vegna ársins 2010 þar sem um mjög viðamikla yfirferð er að ræða en von er á að því ljúki fyrir lok febrúar nk. Þegar endurreikningi bóta þinna lýkur verður þú upplýstur um nið- urstöðuna.“ Ég er bara með bætur frá lífeyr- issjóði (LV) og TR, en það er svo flókið mál að fara yfir það fyrir TR að það var ekki hægt á löglegum tíma sem er 4 mánuðir, heldur er þörf á helmingi lengri tíma það er 8 mánuðir. Það sem tekur Trygg- ingastofnun ríkisins átta mánuði í það minnsta að gera eiga við bóta- þegar að gera á einum degi. Refsað vel fyrir og það strax ef við getum það ekki. Ég sem öryrki verð að leigja íbúð og borga um 50% af skertum bótum í leigu, en má ekki kaupa íbúð og borga bara um 20-25% af bótum í hana. Leigutekjur eru skertar af öll- um tekjum, nema tekjum frá TR, en þær eru alltaf að lækka. Atvinnu- leysisbætur, félagsbætur, lífeyr- issjóðsbætur, allt notað til að skerða burt allar leigubæturnar. Ef ég fæ 3,5% hækkun sem er rúmlega þúsundkall, já 1.000 krón- ur, þá er þegar búið að skerða mig um fimmþúsund krónur sem er verðtryggingarbæturnar frá LV og þess vegna hef ég verið skertur (peningalega) um tug þúsunda frá hruni og þar á meðal er hinn heilagi grunnlífeyrir þeirra skötuhjúa Jó- hönnu og Steingríms. Ekkert heil- agt lengur, allt í skatt. Jóhanna (S), Steingrímur (VG), Gylfi (ASÍ), Vilhjálmur (SA) og aðr- ir í hálaunaelítunni eiga sín hús skuldlaus og fá að hafa sinn sparnað og allar sínar eignir skerðing- arlausar. Allt sem þau eiga er þeirra eign, en allt sem láglaunaþrællinn og bótaaularnir eiga skal skert til fá- tæktar og helst svo vel að fólk eigi ekki til hnífs og skeiðar. Hvað er til ráða? Unga fólkið, gamla fólkið og aðrir bótaþegar eiga að taka völdin og kjósa nýtt fólk í stjórnir verkalýðsfélaga og einnig fá öðrum völdin á Alþingi en þessari ís- köldu vinstri norrænu velferð- arstjórn svokallaðri af þeim sjálfum sem bara hefur ausið yfir okkur skerðingarsósu svika og blekkinga. Hættum að láta allt yfir okkur ganga og tökum málin í okkar hend- ur og það strax. Bótaþegar fastir í vef svika og blekkinga Eftir Guðmund Inga Kristinsson » Jú, þeir raula lagið núna, „Við gerum okkar, við gerum okkar besta“, en ekki fyrir okkur sem lepjum skerðingardauðann úr skel. Guðmundur Ingi Kristinsson Höfundur er öryrki og formaður BÓTar. Ritað er: „Vaðla- heiðargöng þola dags- ljósið og hin ósann- gjarna umræða. Örfáir einstaklingar haldi málinu í gíslingu og kasta rýrð á for- sendur.“ Þessu heldur þing- maður Norðaust- urkjördæmis, Hösk- uldur Þórhallsson, fram í tveim greinum sem hann hefur skrifað undanfarið um Vaðlaheiðargöng. Vopnabróðir hans í málinu Kristján L. Möller bætir um betur í ræðustól Alþing- is og segir þá sem kalla eftir hlut- lausri óháðri úttekt á forsendum málsins vera í „helför“ gegn Vaðlaheiðargöngum. Reynslan af pólitískri vegagerð á Íslandi er ekki glæsileg og oft minnisvarði um rangar ákvarðanir. Þetta hófst fyrir 95 árum, þegar bílar á Íslandi voru örfáir, og ekki taldir samgöngutæki. 1918 var far- ið í atvinnubótavinnu milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar yfir hraun- ið við Garðabæ. Ekki var vitað hvort þetta ætti að vera vegur eða undirstaða undir járnbraut. Hvor- ugt varð og þessi fyrsta pólitíska vegagerð aldrei kláruð, vegabæt- urnar og arðsemin því engin. Aldr- ei hefur bíll ekið um þennan veg, hvað þá járnbraut. Mörg dæmi eru um slíka hálfklár- aða vegi. 100 árum seinna er enn verið að og í dag heitir þetta „Vaðlaheiðargöng“. Alltaf eru aðferð- irnar þær sömu. Þeg- ar í ljós kemur að verkefnið stenst ekki kröfur um almanna- heill og fagleg rök, er því kippt út fyrir sviga og reynt að finna því tilvist á annan hátt. Raunveruleg ástæða fyrir verkefn- inu er ævinlega önnur og henni haldið leyndri. Þegar þrengir að er síðan reynt að fegra málið og allir sem hafa aðra skoðun taldir óæskilegir. Þá er tjaldað óljósum fullyrðingum eins og „gríðarleg samgöngubót, þjóðhagslega hag- kvæmt, atvinnuuppbygging á köld- um svæðum, byggðasjónarmið“, svo nokkuð sé nefnt. Það er til skammar þegar menn nota umferðaröryggi sem kítti í sínum málflutningi fyrir pólitískri vegagerð eins og Vaðlaheið- argöngum. Það jaðrar við virðing- arleysi fyrir öllum þeim gífurlega fjölda sem hefur farist og slasast í umferðarslysum á Íslandi, á mun hættulegri vegarköflum en þeim sem hér um ræðir. Staðreyndirnar tala sínu máli. Á 20 ára tímabili, frá 1991 til 2010 voru 318 banaslys í umferð- inni á Íslandi. Hér er rætt um fjölda tilvika, en ekki hversu margir fórust, sem eru mun fleiri. Eitt af þessum slysum varð í Vík- urskarði rétt við gatnamótin til Grenivíkur. Orsökin var talin „Ökutæki í ólagi“. Þetta slys varð um mitt sumar og vegurinn sem slíkur ekki talinn hafa haft áhrif. Hvert og eitt slys er einu slysi of mikið. Fjöldi banaslysa á veginum sem Vaðlaheiðargöng koma til með að leysa af hólmi eru 0,28% af öllum banaslysum á landinu á þessu tímbili. Þegar litið er til al- varlegra slysa er Víkurskarð með 0,18%, slys með litlum meiðslum 0,11% og í heildina eru þetta 0,12% allra slysa á landinu. Vík- urskarð er langt frá því að vera hættulegasti vegarkafli landsins og því hefur þessi framkvæmd lít- ið sem ekkert með umferðaröryggi að gera í samanburði aðra veg- arkafla. Margir á Eyjafjarð- arsvæðinu eru þar framar. Hvalfjarðargöng og vegurinn fyrir Hvalfjörð hefur verið dreginn til sögunnar í þessu samhengi og reynt að sýna fram á að mikilvægi þeirrar framkvæmdar hafi ekki verið í forgrunni hvað varðar um- ferðaröryggi. Þetta er alrangt. Mörg slys voru á veginum um Hvalfjörð fyrir tilkomu ganganna undir fjörðinn. Hvalfjarðargöng voru byggð algjörlega á viðskipta- legum forsendum sem stóðust, án ríkisábyrgðar. Alvarlegum slysum snarfækkaði með tilkomu Hval- fjarðarganga, en samt er vegurinn um Hvalfjörð ofar á lista hvað varðar fjölda alvarlegra slysa en Víkurskarð fyrir árin 2007 til 2010. Vegurinn um Hvalfjörð er tveggja stjörnu vegur, meðan Víkurskarð er með þrjár stjörnur í örygg- ismati. Undanfarin ár hefur verið unnið að öryggisúttekt á íslenskum veg- um, svo kallað EuroRAP-verkefni. Víkurskarð er mun betra að flestu leyti en aðrir vegir á svæðinu hvað varðar breidd, vegrið, slit o.fl. Vegur 85 til Húsavíkur er mun lakari og þarfnast frekar bóta en Víkurskarð. Sama má segja um veginn til Ólafsfjarðar og Greni- víkur. Höskuldur Þórhallsson nefnir í greinum sínum að mikil mistök hafi þegar verið gerð í undirbún- ingi Vaðlaheiðarganga með að- komu Kristjáns L. Möller sem stjórnarmanns í Vaðlaheið- argöngum hf. (ehf.) og þeirri stað- reynd að hann er þingmaður kjör- dæmisins og fyrrverandi samgönguráðherra. Sjálfur hefur Kristján kallað þetta í ræðustól Alþingis „axarskaft“. Mörg frekari „axarsköft“ eru í farvatninu varðandi þetta verkefni ef fram heldur sem horfir. Alla- vega hefur Kristján ekki séð ástæðu til að leiðrétta hið fyrsta, með því að hverfa úr stjórn Vaðla- heiðarganga hf. (ehf.), eða íhuga stöðu sína sem þingmaður. Það væri nærtækara, þar sem „ax- arskaftið“ beinist að setu hans þar. Þessi umræða hefur þó haft í för með sér ljósan punkt. Umferð- aröryggi hefur fengið mun meiri umræðu í sölum Alþingis en áður. Lítið hefur borið á þingmönnum þegar umferðaröryggi er til um- ræðu á opinberum vettvangi. Það væri mjög til bóta og til fram- dráttar gerðu menn gangskör að því að afla sér réttra og faglegra upplýsinga. Höskuldur Þórhallsson og aðrir þingmenn eru þar vel- komnir og við efasemdamenn boðnir og búnir til faglegrar rök- ræðu hvenær sem er, bættum og öruggari samgöngum til eflingar og heilla um allt land. Pólitísk vegagerð og Vaðlaheiðargöng Eftir Ólaf Kristin Guðmundsson » Víkurskarð er langt frá því að vera hættulegasti vegarkafli landsins og því hefur þessi framkvæmd lítið sem ekkert með um- ferðaröryggi að gera í samanburði aðra veg- arkafla. Ólafur Kristinn Guðmundsson Tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. „Næst vitnaði Sig- urbjörn í bréf Jó- hanns lögfræðings Hjartarsonar og nefndi að ekki hefði enn sannast að Jó- hann læknir Tóm- asson hefði brotið Codex eða meið- yrðalöggjöfina.“ (Stjórn LÍ 25. 10. 2005.) Þrátt fyrir þetta ákvað sami stjórnarfundur Læknafélags Ís- lands að kæra mig (fyrir Kára Stefánsson) til siðanefndar félags- ins vegna greinarinnar „Nýi sloppur keisarans“. Hana er hægt að lesa ritskoðaða og breytta á vefnum. Farsælum ritstjóra Læknablaðsins í tólf ár, Vilhjálmi Rafnssyni, var vikið úr starfi í nóvember 2005 vegna mín og að kröfu Kára. Læknafélögin og Sig- urður Guðmundsson landlæknir gengu því næst á milli bols og höfuðs á mér. Í myrkri! Siða- nefndin drollaði með málið í hálft fjórða ár. Ég á ekki samleið með Læknafélaginu eða Lækna- blaðinu. Greinar mínar birtast í Morgunblaðinu. Athugasemd vegna greinar í Læknablaðinu Tvö barna minna eru læknir og verðandi læknir. Ég renni því yfir Læknablaðið. Í fyrsta tölublaði Læknablaðsins 2012 er greinin „Fótaóeirð – yfirlitsgrein“ eftir Ólaf Sveinsson og Albert Pál Sig- urðsson með 60 tilvitnunum. „Fótaóeirð er algengur kvilli sem hrjáir um 10-20% þjóð- arinnar. Til eru tvenns konar form fótaóeirðar, frumlægt (prim- ary) og afleitt (secondary). Þegar einkenni koma fram fyrir 45 ára aldur er oftast um frumlægt form að ræða án þekktra undirliggj- andi orsaka og ættlægni til stað- ar. Þegar einkenni koma fram eftir 45 ára aldur er það yfirleitt afleitt form fótaó- eirðar með undirliggj- andi orsökum en ekki ættlægni. Dæmi um orsakir afleiddrar fótaóeirðar eru járn- skortur, nýrnabilun og fjöltaugabólga. Ein- kenni fótaóeirðar lýsa sér sem djúplæg óþægindatilfinning í fótum sem kemur fram við setu eða legu, sérstaklega rétt fyrir svefn. Þessi tilfinning leiðir til óviðráðanlegrar löngunar til að hreyfa fæturna en við það geta einkennin lagast eða horfið tíma- bundið. Fótaóeirð fylgir oft svefntruflun sem síðan getur leitt til dagsyfju, skertra lífsgæða, einbeitingarörðugleika, minn- istruflana, lækkaðs geðslags og þverrandi orku. Fyrsta val í með- ferð fótaóeirðar er dópamínörv- arar.“ Við þetta hef ég því að bæta að samkvæmt minni reynslu eru svokölluð statínlyf, sem lækka kólesteról í blóði, algengasta or- sök þeirra einkenna sem þarna er lýst. Frá 8. október sl. hef ég lát- ið fimm sjúklinga hætta við þessi lyf. Líðan allra, í beinum og vöðv- um, hefur batnað svo afgerandi á viku, að ég hef ekki þurft að velkjast í vafa. Ég tel að þessi varasömu einkenni af völdum statína ættu að vera almenn þekking. „Þekking í þágu þjóð- ar.“ Bein-, lið- og vöðvaverkir af völdum lyfja Eftir Jóhann Tómasson Jóhann Tómasson »Ég tel að þessi vara- sömu einkenni af völdum statína ættu að vera almenn þekking. „Þekking í þágu þjóð- ar.“ Læknar þurfa að vera á verði. Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.