Morgunblaðið - 17.02.2012, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.02.2012, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 ✝ Guðrún LillýSigmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 2. mars 1935. Hún lést á heimili sínu, Kirkjusandi 3 í Reykjavík, 9. febr- úar 2012. For- eldrar hennar voru hjónin Vilborg Þor- varðard. húsfr. í Reykjavík, f. 29. maí 1899 í Gróttu, Sel- tjarnaneshr., d. 25. jan. 1992, og Sigmundur Friðriksson vöru- bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 10. nóv. 1898 í Reykjavík, d. 10. des. 1985. Heimili þeirra var ætíð í Vesturbæ Reykjavíkur. Lillý var yngst þriggja systra. Systur hennar eru: Ingveldur Friðlín, f. 1930, og Svava Erla, f. 1932. Lillý giftist 4. nóv. 1956 Valdimari K. Jónssyni, próf. í vélaverkfr., f. 20. ág. 1934 í Hnífsdal. Foreldrar Valdimars voru hjónin Jón Kristjánsson húsasmíðameistari, f. 22. sept. 1890 í N-Miðvík, Aðalvík, d. 22. nóv. 1972, og Þorbjörg Valdi- marsdóttir húsfr., f. 18. apríl 1894 í Hnífsdal, d. 29. maí 1968. Lillý og Valdimar eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Þyrí Dætur Vilborgar úr fyrri sam- böndum eru a) Íris Dögg Krist- mundsd. verkfr., f. 20. ág. 1980, g. Björgvini Axeli Guðbjartss. rafv., f. 6. apríl 1975, börn þeirra Rakel, f. 5. apríl 2004, og Ívar, f. 14. mars 2006. Dóttir Björgvins er Máney Dögg, f. 4. sept. 1995. b) Sara Rut Agn- arsd. snyrtifræðinemi, f. 25. júní 1991. Sonur Sigurðar er Sig- urður, f. 12. mars 1996. 4) Jón Rafn lögg. fasteignasali, f. 4. okt. 1966, kv. Elínu Rósu Guð- mundsd. bókh., f. 20. maí 1961. Synir Elínar Rósu og stjúpsynir Jóns Rafns eru a) Óskar Sæm- ann bílamálaram., f. 23. des. 1981, dóttir með fyrrv. sam- býlisk. Valgerði Sigurðard. er Sólborg, f. 16. júlí 2008, og b) Guðbjörn nemi í rafv., f. 2. júní 1983, sambýlisk. Matthildur Fanney Jónsd. verslunarstj., sonur þeirra Axel Máni, f. 7. des. 2008. Börn Matthildar og stjúpbörn Guðbjörns eru Selma Karen, f. 31. mars 1996, og Fleming Jón, f. 20. maí 1998. Lillý lauk gagnfræðaprófi frá Vesturbæjarskóla og vann á ljósmyndastofu Jóns Sæmunds- sonar áður en hún giftist Valdi- mari. Árið 1957 fluttu þau til Danmerkur og síðar Bandaríkj- anna og Bretlands og bjuggu erlendis í 15 ár. Lillý starfaði sem skrifstofumaður hjá Sölu varnarliðseigna í rúm 20 ár. Útför Lillýjar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 17. febrúar 2012, og hefst athöfnin klukkan 15. Bálför verður síðar. matvælafr., f. 10. mars 1957, g. Egg- erti Eggertssyni lyfjafr., f. 9. júlí 1956. Börn þeirra eru a) Sæunn förð- unarfr., f. 3. des. 1979, b) Bergrún líffr., f. 6. apr. 1982, sambýlism. Árni Guðjónsson verkfr., f. 16. des. 1982, barn þeirra Eyvör, f. 18. okt. 2011 og c) Valdimar verkfr.nemi, f. 19. júní 1986. 2) Örn viðskiptafr., f. 27. des. 1959, kv. Guðbjörgu Maríu Jónsdóttur skrifstofu- manni, f. 13. júlí 1963. Börn þeirra eru a) Heiðbjört Sif hjúkrunarfr., f. 23. des. 1980, sambýlism. Þorgeir Sæmundss. viðskiptafr., f. 22. júlí 1980, börn þeirra Örn, f. 8. mars 2008, og Helga Sóley, f. 20. maí 2009, b) Styrmir Örn fram- reiðslum., f. 5. júní 1986, sam- býlisk. Silja Brá Guðlaugsd. framreiðslum., f. 11. des. 1989, barn þeirra Hildur Klara, f. 8. apríl 2011, og c) Harpa Lind, f. 20. júlí 2003. 3) Vilborg Erla lyfjat., f. 24. júlí 1963, g. Sigurði Sigurðssyni sölustjóra, f. 10. apr. 1963. Dóttir þeirra er Ágústa Lillý, f. 19. júní 2000. Ég veit, að það bezta, sem í mér er, í arfleifð ég tók frá þér. Ég veit, að þú gafst mér þá glöðu lund, sem getur brosað um vorfagra stund, og strengina mína, sem stundum titra, er stráin af náttköldum daggperlum glitra, stemmdi þín móðurmund. Ég veit það af reynslunni móðir mín, hve mjúk hún er höndin þín. Þín umhyggja er fögur sem himinninn hár, ég hef ekki skoðað þau grátsöltu tár, sem þú hefur kysst burt af kinnunum mínum og klappað í burtu með höndunum þínum í fjöldamörg umliðin ár. (Jóhann Sigurjónsson) Ástarkveðja frá börnunum þínum. Vilborg Erla Valdimarsdóttir. Það var í stiganum í Álfta- mýrinni sem ég hitti Lillý í fyrsta sinn. Þetta andartak er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég sest niður og minnist minnar ástkæru tengda- móður sem nú hefur fengið frið eftir stutta en erfiða baráttu við þann sjúkdóm sem oft hefur betur. Brosið hennar, þetta ynd- islega hlýja og ástríka bros sem mætti mér á stigapallinum er myndin sem situr svo fast í huga mér. Þau urðu líka mörg brosin sem hún gaf mér og ég fékk að njóta í samvistum við hana og Valdimar, elskulegan tengdaföð- ur minn, næstu árin. Og þetta fyrsta bros var svo sannarlega endurspeglun hennar innri manneskju sem strax í upphafi tók mér og ungum syni mínum svo vel og fyrir það verð ég þeim Lillý og Valda ævinlega þakklátur. Fljótlega vorum við feðgar orðnir hluti af þessari góðu fjölskyldu sem stórt skarð hefur nú verið höggvið í. Árin liðu fljótt og margs er að minnast. Sérstaklega þó allra góðu stundanna sem við höfum notið návistar Lillýjar og Valda á pallinum hjá okkur í Trölla- borgum, í sumarbústaðnum á Þingvöllum, á fallega heimilinu þeirra á Kirkjusandinum, með Svövu og Flemming og börn- unum þeirra við aldamótin og allar góðu stundirnar við jól og áramót. Mér er líka sérstaklega minnisstætt hversu hjálpleg þau hjónin voru að bjóða okkur íbúð- ina sína til afnota þegar við vor- um að standsetja húsið okkar. Lillý mátti ekkert aumt sjá og naut sín vel í faðmi fjölskyld- unnar sinnar. Börnin mín hafa líka notið þess að eiga ömmu sína að og eftirsjá þeirra er því mikil. Lillý var mikil heiðurskona heim að sækja, sífellt á varð- bergi um að öllum liði vel. Mér er sérstaklega minnisstæð frá- sögn af því þegar hún og Valdi buðu nokkrum háttsettum Mit- subishi-mönnum heim til sín á Kirkjusandinn. Gestirnir voru heillaðir af heimilinu þeirra og mikla aðdáun fengu þau fyrir að hafa tekið á móti þeim þar, nokkuð sem þeir voru ekki vanir. Það var því mikið reiðarslag sl. sumar þegar uppgötvaðist að Lillý væri haldin illvígum sjúk- dómi sem því miður engin lækn- ing er til við. Við tók erfiður tími en þar naut Lillý mikils stuðn- ings Valda síns, Vilborgar dóttur sinnar og Svövu systur, sem var stödd á Íslandi og annaðist hana í fyrstu. Börnin hennar öll, Inga systir og Grétar reyndust henni líka svo vel á þessum tíma. Síðustu stundirnar eru mér afar dýrmætar. Nokkrum dög- um fyrir andlátið kallaði hún til sín fjölskylduna sína í síðasta sinn. Með henni átti hún dýr- mætan tíma sem allir munu minnast um ókomna tíð. Allt var skipulagt eins og Lillý vildi hafa hlutina, ekkert var í raun ósagt. Og það var við rúmstokkinn hennar sem ég sat og hélt í hönd hennar þegar hún leit á mig og yndislega brosið hennar birtist. Það var fallega brosið, sem að þessu sinni var kveðjustund og ég fæ vonandi að sjá síðar. Ég vil þakka öllum þeim sem önnuðust Lillý í veikindum hennar og gerðu það að verkum að hennar hinsta ósk fékkst upp- fyllt, að fá að vera heima til síð- ustu stundar. Elsku Valda tengdapabba, Þyrí, Erni, Vil- borgu og Jóni, systrunum Ingu og Svövu og öllum afkomendum og ástvinum Lillýjar votta ég mína dýpstu samúð. Sigurður Sigurðsson. Ég sakna þess að geta aldrei aftur spilað á píanóið fyrir þig amma mín. Ég veit hvað þér þótti gaman að hlusta á mig spila. Mér fannst svo gaman þegar þið afi komuð í sumarbú- staðinn til okkar og við hlógum og skoðuðum nokkra staði á Þingvöllum. Ég man þegar þú fórst með mér í Kringluna og keyptir rosalega flotta klemmu í hárið handa mér, og þegar við fórum í bæinn með Önnu Lísu vinkonu þinni, hún gaf mér fal- lega dúkku með slöngulokka. Við fórum svo á kaffihús og spjölluðum, ég fékk mér súkku- laðiköku og þið drukkuð kaffi. Raggedy Ann, tuskudúkkan sem þú gafst mér, er við hliðina á mér á hverju kvöldi þegar ég sef. Hún heitir Lillý eins og við. Ég er þakklát fyrir allt elsku amma mín og ég mun sakna þín rosalega mikið. Ég elska þig. Ástarkveðja. Þín Ágústa Lillý. Eins erfitt og það er að þurfa að kveðja þig elsku amma mín þá er svo ólýsanlega sárt að þurfa að horfa upp á ástvin sinn þjást. Því hugga ég mig við það að nú líði þér vel á nýjum stað og vakir yfir okkur hinum með bros á vör. Ég geymi allar ynd- islegu minningarnar um þig í hjarta mínu og kveð þig með þessari fallegu bæn sr. Péturs Þórarinssonar: Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. Þín Íris Dögg. Í dag kveðjum við kæra syst- ur, mágkonu og frænku. Minningar mínar eru frá fyrstu tíð samofnar lífi Lillýjar systur minnar en einungis fimm ár voru á milli okkar. Ég man eftirvæntinguna og gleðina þeg- ar hún kom í heiminn. Ég man eftir bernskunni þar sem var sí- fellt sumar og sól. Ferðir með strætó út á Seltjarnarnes og heimsóknir í Gróttu og Litlabæ þar sem Albert og Ásta móð- ursystkini okkar bjuggu. Þetta voru ævintýraferðir, við ösluðum mýri, fórum gegnum kríuvarp, yfir eiðið. Á þeim árum voru Grótta og Seltjarnarnes svo ná- lægt Ránargötunni þar sem við ólumst upp en svo fjarri í um- hverfi og háttum. Þarna var hrein sveit og borgarbarnið sá ný ævintýri í hverri ferð. Síðar hverfast minningarnar um leiki í Vesturbænum og enn síðar vor- um við ungar konur í ört vax- andi borg. Við kynntumst verð- andi eiginmönnum okkar, Grétari og Valda, um líkt leyti. Samband okkar styrktist enn frekar þegar við héldum sameig- inlegt brúðkaup og frumburðir okkar komu í heiminn árið eftir. Við eyddum mörgum stundum saman í ferðum um landið og hittumst reglulega í matar- og kaffiboðum. Við héldum iðulega saman upp á brúðkaupsdaginn og þegar við áttum gullbrúð- kaup héldum við sameiginlega veislu. Lillý og Valdi fóru með fjölskylduna út í heim þegar Valdi fór í nám, en þó svo þau byggju fjarri Íslandi í nær 20 ár rofnuðu böndin ekki. Við fjölskyldan í Hvassaleit- inu minnumst sambands Lillýjar og mömmu sem kærs og glað- værs, en oftar en ekki voru þær systurnar tárvotar eftir mikil hláturköst, og þá ósjaldan eftir glettin innskot Lillýjar. Við munum eftir löngum símtölum um daginn og veginn og stund- um þótti okkur skrítið hvað þær gátu talað lengi saman dag eftir dag. Það kom jafnvel fyrir að þær töluðu saman í síma í klukkutíma þótt Lillý væri á leiðinni í kaffi sama dag. Skipu- lagið náði hámarki þegar leið að árlegum heimsóknum Svövu systur þeirra, en þá var alltaf nóg um að vera og það var öll- um ljóst hvað þær höfðu gaman af samveru hvor annarrar. Oft var þá farið í lengri eða styttri ferðir um landið þar sem Valdi sá yfirleitt um að vera bílstjóri en Lillý var ekki síður liðtæk. Í minningunni eru Lillý og Valdi hluti af fjölskyldunni í Hvassaleiti og það er sárt að kveðja Lillý eftir öll þessi ár. En eftir lifa góðar minningar sem munu lifa í hjörtum okkar alla tíð. Hvíl í friði. Kær kveðja frá Ingveldi (Ingu), Grétari og fjölskyldu. „Við sjáumst í sumar þegar ég kem aftur.“ Þetta voru kveðjuorðin mín þegar við kvöddumst um miðjan janúar. Ég varð að trúa því þótt við vissum báðar að þú varst orðin mikið veik. Mikið er ég þakklát fyrir þennan mánuð sem við átt- um saman og að sjá Valda og börnin þín hugsa svona vel um þig. Við vorum Reykvíkingar í húð og hár. Fyrstu minningarnar eru frá því þegar við þrjár syst- urnar vorum að alast upp á Ránargötunni. Það var ekki stórt heimilið, en rausnarlegt var það. Við áttum góða foreldra sem lifðu fyrir börnin sín, góður matur á borðum og falleg föt. Elín saumakona, handan við götuna, saumaði kjóla og kápur á okkur. Alltaf tvo kjóla á jólum, einn fyrir jólaböllin og hinn fyrir heimaveislurnar, jóladag hjá Ástu og gamlárskvöld hjá Gunnu, móðursystrum okkar. Síðan héldu mamma og pabbi sína veislu hinn 6. janúar. Hvað við frændsystkinin skemmtum okkur í þessum veislum meðan fullorðna fólkið spilaði á spil. Þar sem ég flutti til útlanda snemma missti ég af mörgu sem var að gerast í fjölskyldunni á næstu árum, m.a. þegar Lillý og Valdi og Inga og Grétar giftu sig. Þær höfðu systrabrúðkaup. Ég fylgdist með á myndum, eins þegar börnin fóru að koma. Þær eignuðust fjögur börn hvor. Þakklát er ég fyrir allar Ís- landsferðir sem ég gat farið í. Mamma sagði oft að þau sæju mig oftar en margur sem ætti börn, t.d. fyrir norðan. Í þau meira en 50 ár sem ég hef búið í útlöndum höfum við fimm vin- konur og þrjár systurnar komið saman á hverju ári. Fyrst var borðað, síðan dansað og sungið, stundum alla nóttina. Síðast komum við allar átta saman í ágúst síðastliðnum í Hörpunni. Stundum spilaði Bjarni, maður Erlu, á píanó fyrir okkur, þá var Lillý í essinu sínu, hún hafði svo gaman af að syngja. Við píanóið man ég fyrst eftir Lillý syngj- andi lagið „Don’t blame me“. Ég veit að Erla og Bjarni muna þetta líka og fá bros á vör við tilhugsunina. Hvað við skemmt- um okkur vel. Oft heyrði maður Lillý líka syngja í eldhúsinu sínu. Margar eru minningarnar þótt ég hafi búið í útlöndum, þar sem okkur gafst tækifæri til að vera saman í Bandaríkjunum. Það var dásamlegt fyrir mig að hafa þig og fjölskylduna nálægt þegar þið bjugguð í Pennsylv- anía og ég í Maryland, aðeins fjögurra tíma keyrsla. Oft eyddi ég helgum með börnunum mín- um, Erik og Denise, hjá ykkur þegar maðurinn minn var í vinnuferðum. Sótti ég þá börnin í skólann á föstudegi og dvaldi fram á mánudag. Einn skóla- dagur skipti ekki máli þegar fjölskyldan var annars vegar. Börnin nutu sín saman, við varla sáum þau eftir að við höfðum heilsast. Árið 2011 hittumst við þrisv- ar. Fyrst þegar þið Vilborg heimsóttuð okkur til San Franc- isco yfir páskana, þá vikurnar fimm þegar ég var á Íslandi í sumar og nú síðast um jólin og áramót. Ég á svo óteljandi margar góðar minningar. Þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Elsku Valdi og börn, missir ykkar er mikill en minningar um góða eiginkonu og móður munu lifa áfram. Með kveðju frá Denise, Per, Thor, Henrik og Kai. Svava systir. Vináttan er eitt það mikil- vægasta sem maðurinn eignast í lífinu. Við Lillý bundumst vin- áttuböndum fyrir um 60 árum. Aldrei hefur borið skugga á þessa vináttu okkar. Lillý var falleg og glæsileg í útliti og allt- af smart í öllu sem hún gerði og tók sér fyrir hendur enda bar heimili hennar þess merki. En það var ekki bara fallegt heldur líka gott heimili. Hún átti ynd- islega fjölskyldu sem elskaði hana heitt og sinnti henni af ást- úð og umhyggju í veikindum hennar. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að sjá á eftir jafngóðri vinkonu og þú varst Lillý mín. Ég verð að ylja mér við minnn- ingarnar sem ég á og við upp- lifðum saman í þessa sex áratugi okkar. Ég þakka þér fyrir að hafa verið vinkona mín og kveð þig að sinni. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Ég votta fjölskyldunni alla mína samúð. Sjáumst! Þín einlæga vin- kona, Sigríður (Systa). Samfélagið leggur okkur skyldur á herðar og hlutverk á hverjum tíma. Þjóðir Vestur- Evrópu lögðu mikla áherslu á húsmóðurhlutverk kvenna eftir stríð. Hlutverk sem þjóðirnar eru núna búnar að skipta upp, að mestu leyti. Guðrún Lillý var húsmóðir. Hún bjó fjölskyldu sinni sérstaklega glæsilegt heimili. Þegar ég kem inn í fjöl- skyldu þeirra Lillýjar og Valdi- mars fyrir hartnær 35 árum var til fyrirbæri sem hét sunnudags- steik. Sunnudagssteikur hjá Lillý voru konunglegar veislur frambornar í stofunni. Það var alltaf gaman að koma í mat til Lillýjar. Vegna náms og vinnu Valdi- mars fluttu þau oft með fjöl- skylduna milli landa. Á þeim tíma, þegar flugsamgöngur voru að byrja og talsímasamband var munaðarvara, hefur þurft skipu- lag og festu til að annast fjögur börn á nýjum stöðum fjarri ætt- ingjum og vinum. Heimilið varð sælureitur og vígi í framandi heimi. Þegar heim til Íslands kom fór Lillý fljótlega að vinna skrifstofustörf en hugur hennar var ætíð við heimilið. Lillý var einstaklega glæsileg kona og átti hóp vinkvenna. Hún lést á heimili sínu umvafin fjölskyld- unni. Eggert Eggertsson. Það er eins og gerst hafi í gær. Nú er samt hálf öld liðin frá því að leiðir okkar Lillýjar lágu saman vestur í tvíbura- borgum Minnesota-ríkis. Það gerðist strax eitthvað á milli okkar sem batt vináttuböndin svo sterklega saman að þau rofnuðu aldrei. En nú er þó komið að leiðarlokum á langri samveru okkar í þessum heimi. Lilly varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi sem engin lækning finnst við. Þegar við Jón Hákon giftum okkur í St. Paul fyrir margt löngu var Lillý brúðarmey mín, stóra systir, nánasti ráðgjafi í fjarveru móður minnar og traust stoð og stytta í einu og öllu. Án hennar hefði undirbún- ingurinn ekki gengið jafn vel og raunin varð. Ég á fallega ljós- mynd af Lillý að laga brúðars- lörið á höfði mér rétt fyrir at- höfnina, en kjólinn fékk ég lánaðan vegna þess að við vor- um blankir námsmenn. Lillý og Valdi voru það líka. Þau voru þá með tvö börn, Þyrí og Örn, en Valdimar var í doktorsnámi í verkfræði við Minnesota-há- skóla. Heimili þeirra varð okkar at- hvarf og þau komu í stað ætt- ingjanna á Íslandi og tóku okk- ur alltaf opnum örmum er við kíktum inn. Við vorum ekki þau einu sem heimsóttu Lillý og Valda reglulega. Það voru allir velkomnir enda réði hlýjan ríkj- um á heimilinu. Við fórum í ferðalög saman, m.a. á Heims- sýninguna í Seattle. Samskipti mín við Lillý á þessum árum skipa stóran sess í minningunni um árin vestur í Bandaríkjun- um. Sambandið okkar við þau hjón hefur verið traust og sterkt alla tíð, hvort sem þau hafa búið hérlendis eða í Minnesota, Pennsylvaníu eða London. Lillý var einstaklega hlý og góð vinkona. Stutt í hlátur. Ráðagóð. Ætíð tilbúin að hitta gamlar vinkonur frá árunum í Minnesota í hádegisverði á góð- um stað þar sem hægt var ræða um liðna tíð, rifja upp skemmti- lega minningar, skiptast á skoð- unum og njóta samverunnar. Ég er afar stolt og þakklát fyrir að hafa átt þessa elskulegu vinkonu, sem nú er flogin til feg- urri landa. Ég veit að sá sem öllu ræður tekur vel á móti Lillý þar. Það er fátt dýrmætara en traustur vinskapur sem spannar áratugi. Fyrir það er ég þakklát og drýp höfði í djúpri sorg nú þegar lífi hennar er lokið. Ég og fjölskylda mín sendum Valda, Þýrí, Erni, Jóni Rafni, Vilborgu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðar- og vinar- kveðjur á sorgarstundu. Með Lillý er genginn góður og gegn- heill Íslendingur. Áslaug G. Harðardóttir. Guðrún Lillý Sigmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.