Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 Hver er þessi Schäuble semmóðgar Grikkland?“ spurði Papoulias, forseti Grikklands, eftir yfirgang þýska fjármálaráðherrans gagnvart Grikkjum.    Papoulias kunni illaað meta það þeg- ar Schäuble jók þrýst- inginn á Grikki vegna niðurskurðarkrafna. Schäuble taldi réttast að Grikkir frestuðu þingkosningum sínum og að þeim yrði skip- uð stjórn án aðkomu kjörinna fulltrúa og þar með án aðkomu almennings í landinu.    Ráðamenn í ESBhafa farið þessa leið gagnvart öðrum ríkjum og orðið vel ágengt eins og ríkisstjórn Brussel í ná- grannaríkinu Ítalíu er gott dæmi um.    Nú er komið á daginn að þóttgríska þingið hafi – þrátt fyrir gríðarleg mótmæli almennings – samþykkt harkalegan niðurskurð samkvæmt forskrift Brussel, þá er það ekki nóg.    Nú vilja ráðandi öfl innan ESB fáfrekari staðfestingar og eru að auki farin að þrýsta á um að lýðræð- inu verði vikið til hliðar svo Brussel fái frítt spil til að ákveða örlög Grikkja.    Þegar horft er til þessarar at-burðarásar þurfa Íslendingar ekki að láta sér koma á óvart að þingmenn frá ESB séu farnir að hlutast til um innanlandsmál hér á landi eins og fram kom í nýlegri ályktun.    Þau afskipti voru bara örlítið sýn-ishorn af því sem í boði er hjá Evrópusambandinu. Wolfgang Schäuble „Hver er þessi Schäuble?“ STAKSTEINAR Karolos Papoulias Veður víða um heim 16.2., kl. 18.00 Reykjavík 0 snjókoma Bolungarvík -1 snjókoma Akureyri 1 alskýjað Kirkjubæjarkl. 0 skýjað Vestmannaeyjar 1 léttskýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 slydda Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -2 skýjað Lúxemborg 3 súld Brussel 7 skýjað Dublin 8 alskýjað Glasgow 10 skýjað London 10 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 6 skýjað Hamborg 3 súld Berlín 2 heiðskírt Vín 2 snjókoma Moskva -10 snjókoma Algarve 13 heiðskírt Madríd 10 skýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 7 skýjað Winnipeg -6 snjókoma Montreal 2 skýjað New York 5 skýjað Chicago 3 alskýjað Orlando 23 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:18 18:06 ÍSAFJÖRÐUR 9:33 18:02 SIGLUFJÖRÐUR 9:16 17:44 DJÚPIVOGUR 8:50 17:33 Halldór Fannar tann- læknir lést á heimili sínu í fyrradag, 63 ára að aldri. Hann var fæddur í Reykjavík 28. apríl 1948, sonur hjónanna Hönnu Að- alsteinsdóttur hús- freyju og Vals Fann- ars Marteinssonar gullsmiðs. Halldór varð stúdent frá Verslunarskóla Ís- lands 1969 og lauk prófi í tannlækningum frá Háskóla Íslands 1977. Hann rak eigin tannlækningastofu í Reykjavík frá september 1978. Hann var stunda- kennari við tannlæknadeild HÍ frá 1978, í tannholsfræði 1978-90 og í heilgómagerð frá 1990. Þá var hann stundakennari við Tann- smíðaskóla Íslands 1988-96. Hann gegndi auk þess fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir Tannlæknafélag Íslands. Halldór var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristrún O. Steph- ensen og eru dætur þeirra Soffía Dögg og Halla Dóra. Seinni kona Halldórs var Fríður Garðarsdóttir og eru synir þeirra Halldór Fannar og Róbert Fannar. Halldór ólst upp í Kópavogi þar sem Ríó Tríó varð til árið 1965 þegar hann, Ólafur Þórðarson og Helgi Pétursson leiddu saman hesta sína í Gagnfræða- skóla Kópavogs. Þeg- ar Halldór hóf nám í tannlækningum fór að þrengja að tíma hans og svo fór að hann sagði skilið við tríóið. Hann var alla tíð afkastamikill textasmiður og eftir hann liggur aragrúi vísna um allt land í gesta- bókum og í hugum þeirra sem nutu samvista við hann um árin. Halldór var ötull stuðnings- maður knattspyrnudeildar FH eft- ir að beinni þátttöku hans lauk á yngri árum. Hann var virkur félagsmaður í jeppa- og fjall- göngudeildum Útivistar og hrókur alls fagnaðar með gítarinn í hönd- unum. Andlát Halldór Fannar Skannaðu kóðann til að sjá mynd- band af atvikinu. Óvíst er um þátttöku Benedikts Magnússonar á Arnold Strongman Classic, erfiðasta aflraunamóti heims, 1. mars nk. eftir að hann sleit vöðva á æfingu í gær. Mótið fer fram í Bandaríkjunum en Bene- dikt tók þátt árin 2006 og 2008. Benedikt var í viðtali við Moni- tor, fylgirit Morgunblaðsins, sem kom út í gær. Þar sagði hann frá því að hann starfaði sem þjálfari í Sporthúsinu en undanfarið hefði hann reynt að vinna sem minnst vegna undirbúnings fyrir mótið. „Fyrir þetta mót byrjaði ég á að æfa ellefu sinnum í viku, fór svo niður í einu sinni á dag og núna æfi ég svo þungt að ég æfi bara þrjá daga í viku. Ég hef hins vegar svindlað og mætt á morgnana á öðrum dögum og liðkað mig aðeins og þess háttar til að líða betur. Ég æfi fyrst og fremst af því að mér finnst gaman að æfa, helst vildi ég æfa á hverjum degi og stundum tvisvar á dag,“ sagði Benedikt. Hann bætti við að Arnold Classic væri þyngsta mótið í heiminum á ári hverju og ýtti mönnum gjarnan yfir strikið. Menn þyrftu að vera á heimsmælikvarða í fimm greinum til að eiga einhverja sigurmögu- leika á mótinu. Þá sagði hann hvíld- ina mikilvæga. Hann fengi sér að- allega stundarhvíld og passaði sig á því að stressa sig ekki auðveldlega. Mikilvægt væri að finnast maður aldrei vera í óþægilegum að- stæðum. Óvíst um þátttöku Benedikts á móti  Benedikt Magnússon kraftajötunn sleit vöðva á æfingu í gær  Stefnan var sett á Arnold Strongman Classic, erfiðasta aflraunamót heims Morgunblaðið/Kristinn Benedikt Úr myndatöku Monitors. Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Nýtt 12 tíma námskeið, EXTRA 4x3 í 40 mínútur 3x í viku í heitum sal - Mitti, mjaðmir, magi og handleggir 12:10 mánud/Sara, miðvikud/María, föstud/Guðný 1x í viku í tækjasal: Hákeyrslu brennsla! 12:10 fimmtud/Fanney E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n EXTRA 4x3 miðjuþjálfun og lóð Einungis 18 konur komast að á hvert námskeið Verð aðeins: 12.900.- Tilboð til korthafa JSB: 9.900.- Velkomin í okkar hóp! Ný námskeið að hefjast innritun í síma 581 3730 Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal miðjuþjálfunog lóðNÝTT! n á m s k e i ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.