Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 11
Bolluvöndur Þessi unga stúlka er vand- virk við föndrið. Fuglar fljúgandi yfir Hörður með gítarinn sem hann smíðaði sjálfur. jafnvel þó að það sé bara að herða skrúfu sem ég finn lausa. Ég fer yf- ir allt.“ Smíðaði sér gítar „Ef ég sé einhvers staðar gít- ara sem þarfnast yfirhalningar klæjar mig í puttana að taka þá og hreinsa þá. Reyndar finnst sumum að það sé meira líf í þeim skítugum og vilja alls ekki láta hreinsa þá. En flestir vilja að gítararnir sínir líti vel út, enda eru þetta dýr tæki. Ódýrir gítarar geta reyndar verið ótrúlega góðir, ef maður meðhöndl- ar þá rétt. Það er í raun rosalega einfalt að gera ódýra gítara miklu betri, bæði hljóm þeirra og útlit, með því að skipta um rafkerfi og „pikköppa“ og ýmislegt fleira. Allir mínir gítarar flokkast til dæmis undir frekar ódýra en af því ég þekki þá vel þá er ég er búinn að gera þá þannig að mér og flestum öðrum finnst þeir frábærir. Margir frægir tónlistarmenn hafa notað ódýra gítara allan sinn feril en þeir hafa látið breyta þeim í góða.“ Hörður fór á námskeið hjá gít- arsmiðnum Gunnari Erni Sigurðs- syni og smíðaði sér rafmagnsgítar frá grunni sem honum fannst rosa- lega gaman. „Allt sem ég lærði hjá Gunnari hefur gagnast mér mikið. En ég hef líka sótt mér vitneskju með því að vafra um á netinu. Þar hef ég lært mikið um gítara yf- irleitt, um mismunandi smíði á gí- törum og ótal margt fleira. Ég hef alltaf lagt áherslu á að læra hvernig gítarinn virkar sem tæki. Ég bý vel að reynslunni sem ég hef fengið í gegnum árin með því að gera við mína eigin gítara, prufa mig áfram í öllum smáatriðunum, skipta um hluti, bæta, breyta, laga. Mér finnst þetta spennandi atvinnufarvegur og draumurinn er að læra gít- arsmíði í framtíðinni í einhverju út- landinu.“ Klárar á tveimur dögum Þó að áhugasvið Harðar sé gít- arinn sjálfur sem tæki frekar en það að spila á hann, þá gerir hann heilmikið af því líka. Hann hefur spilað í þónokkrum böndum og hann er með æfingahúsnæði þar sem hann „djammar“ reglulega með félögum sínum. Hörður á ágætt gítarasafn en segist ekki vera viss um töluna, enda sé hún mjög breytileg. Honum finnst líklegt að hann eigi 10-15 raf- magnsgítara í augnablikinu. Hann eignaðist sinn fyrsta gítar ári áður en hann fermdist og hefur spilað allar götur síðan. „Maður á aldrei nóg af gítörum, það er alltaf gaman að skipta út og prófa nýja. En ég kaupi aldrei annað en notaða gítara og enginn af mínum gítörum er í upprunalegu ástandi. Ég er búinn að breyta þeim öllum, bæta þá og laga,“ segir Hörður sem hefur skapað sér ágætisorðspor í gít- arviðgerðum og margir sem hafa komið til hans einu sinni, koma til hans aftur. Hann situr líka við og klárar yfirleitt verkefnin á tveimur dögum. Þó að hann sé aðallega að gera við rafmagnsgítara þá tekur hann líka bassa og kassagítara. Varahlutir Hillur fullar af nauðsynjavörum. Þeir sem vilja fara með gítarana sína til Harðar í yfirhalningu eða viðgerð, geta haft samband við hann í gegnum Facebook: Hörður Jónsson. Eða í s. 666-0781. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 Íþessum pistli segir af tveimurmætum konum, þeim Bryn-hildi Sæmundsdóttur og AuðiEinarsdóttur. Þær fæddust báðar árið 1928, Auður að Nýjabæ undir Eyjafjöllum en Brynhildur að Kletti í Kollafirði á Barðaströnd. Lengi vel vissu þessar konur ekki hvor af tilvist annarrar, né að fyrir þeim báðum ætti að liggja að verða ömmur mínar. Auður amma og Binna amma. Auður amma dó í lok janúar. Þess vegna hafa ömmur verið mér sér- staklega hugleiknar síðustu vikur og að maður eigi ekki að bíða með að þakka fyrir ömmur sínar þar til í minningargrein. Ég var svo heppin að eiga tvær ömmur fram á fullorðinsaldur og Binna amma er enn í fullu fjöri, enda hálfgert náttúruafl. Báðar stóðu þær sig með eindæmum vel í ömmu- hlutverkinu og uppfylltu öll þau fyr- irframgefnu skilyrði sem maður í huganum setur ömmum sem barn. Þær voru góðar og ástúðlegar og þær dekruðu við barnabörnin sín, gáfu okkur fallegar flíkur sem þær höfðu unnið í höndunum, sungu fyrir okkur og kenndu okkur. Og það sem er kannski mikilvægast af öllu í ömmufræðunum: Hvor um sig höfðu þær fullkomnað ákveðna tegund bakkelsis sem barnabörnin fengu að gæða sér á í heimsóknum. Auður amma á Hellu steikti heimsins bestu kleinur. Það verður aldrei af henni tekið. Flatkökurnar hennar þóttu líka algjört met, en ég borðaði mig aðallega sadda af klein- unum. Binna amma gerir enn bestu randaköku sem ég hef smakkað. Hún saumaði líka jólaföt í stíl handa öllum barnabörnunum, svo hópurinn varð mjög myndrænn á stórhátíðum, en Auður amma prjónaði tátiljur í metravís í öllum stærðum og gerðum handa afkomendum sínum og hverjum þeim sem átti leið hjá. Þessar minningar hafa satt að segja orðið svolítið áhyggjuefni því mér þykir ein- sýnt að ég muni ekki standa sjálf undir þessum ömmu- skilyrðum þegar fram í sækir, með mína 10 þumalputta. Eftir því sem maður eldist lærist manni samt að kunna að meta ömmur sína sem meira en bara ömmur, ef maður er svo heppinn að fá að eiga þær nógu lengi að. Smám saman áttaði ég mig á því að ömmur mínar væru ekki bara frábærar ömmur heldur líka frábærar konur og fyrirmyndir. Auður amma mín var skemmtileg og lífleg, alltaf hress en líka prinsipp- manneskja því hún slúðraði ekki um nokkurn mann, jafnvel þótt hún byggi í smáþorpi þar sem eflaust var nóg af kjaftasögum. Hún vann um tíma fyrir barnaverndarnefndina, sem henni fannst erfitt, og var stofn- félagi í hestamannafélaginu, sem henni fannst skemmtilegt. Það er því kannski ekkert skrítið að hún Auður amma hafi verið vinsæl, en samt kom það mér ánægjulega á óvart að sjá að fullt var út úr dyrum í jarðarförinni hennar. Binna amma mín er eins og áður sagði hálfgert náttúruafl. Það kemur mér sífellt á óvart hvað hún er klár og skemmtileg og hvað við tvær eigum margt sameiginlegt í skoðunum og áhugamálum. Ekki vegna þess að ég sé svona gam- aldags, heldur vegna þess að amma er svo opin og víðsýn og lifandi. Jafnvel þótt ég læri aldrei að prjóna eða sauma og setji ekki kennimark mitt á neitt bakkelsi þá held ég samt að mér gæti lukkast að verða ágætis amma ein- hvern daginn, ef ég bara tek mér þessar tvær heiðurskonur til fyrirmyndar. »Mér þykir einsýnt aðég muni ekki standa sjálf undir þessum ömmu- skilyrðum þegar fram í sæk- ir, með mína 10 þumal- putta. HeimurUnu Una Sighvatsdóttir SMÁRALIND FACEBOOK.COM/SELECTEDICELAND Bolur 3.790 Buxur 6.990 Peysa 16.900 Frakki 39.900 Kjóll 10.900 Kjóll 6.990 Fæst í gylltu og svörtu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.