Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 Unu væri dáinn áttaði hún sig ekki fyrr en hún sá myndina af honum og sagði: Ohh, en amma, hann var svo skemmtilegur. Minningar um sjómannadag- inn og allt sem tengdist sjónum koma upp ef ég hugsa um Magga. Hann var sjómaður í húð og hár. Ég fékk að fara með hon- um á sjóinn þegar ég var ung- lingur og fannst það æði. Fann svo vel hvað hann var öruggur og flottur yfirmaður á sínu skipi. Hann var svo mikill vinur strák- anna um borð en samt „kallinn í brúnni“ sem þeir báru virðingu fyrir. Þegar minn sonur vildi prófa að fara á sjóinn kom ekki annað til greina en að fá pláss fyrir hann hjá Magga. Ekki má gleyma fjölmörgu ferðunum sem við fjölskyldan fórum í hvalaskoðun og sjóstöng með Magga, Eyrúnu og börnum á Faxa. Ógleymanlegar ferðir elsku Maggi, takk fyrir þær. Það er eftirtektarvert hversu fjölskyldan er samhent, gerði mikið saman og hvað það er ein- staklega kært á milli þeirra. Það sést vel í sorginni hvað þau eru samrýnd og góð hvert við annað. Það er sko ekki sjálfgefið. Allir ungu drengirnir og Eyrún Una sem sjá á eftir elskulegum afa sínum eru svo einlæg og með svo yndislega framkomu við ömmu sína. Einnig Nonni, Jenný, Harpa og tengdabörnin Edda og Arnar. Jón Ragnar fetaði í fótspor pabba síns og er í dag skipstjóri, það verða þung spor hjá honum að fara aftur á sjóinn en lífið heldur áfram og minningarnar um yndislegan föður og vin eiga eftir að fylgja honum í lífinu. Maggi var svo mikill vinur barna sinna og barnabarna, eins og sjá má á því að öll voru þau til sjós með honum á Faxa. Eyrún og Maggi lifðu fyrir börnin sín og barnabörn. Lífið snerist mikið um samverustund- irnar. Ég veit að þær stundir eiga eftir að verða miklu fleiri. Það vantar samt einn mjög mik- ilvægan hlekk í keðjuna. Elsku Eyrún systir, börn og barnabörn. Guð og allar góðar vættir vaki yfir ykkur og öllum sem þótti vænt um Magga. Minningin um góðan dreng með gott hjartalag lifir. Við fjölskyldan sendum einnig ástvinum þeirra er fórust með skipinu okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Elsku besti mágur og svili, þín verður sárt saknað. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigrún, Eyjólfur (Eyfi) og börn. Nú hef ég misst minn elsku- lega frænda Magnús Daníelsson. Þá reikar hugurinn til baka til þess tíma sem er löngu liðinn. Þegar ég var á tólfta ári á Siglu- firði keypti pabbi minn handa mér árabát í norsku síldveiði- skipi. Var þessi fleyta sú fyrsta sem ég var skipstjóri á. Þessi fleyta átti líka eftir að verða sú fyrsta sem Magnús Daníelsson var skipstjóri á. Þegar ég var fjórtán ára byrjaði ég sem háseti með móðurbróður mínum og pabba Magga á Vögg. Bað þá Daníel mig að lána Magnúsi bát- inn, sem ég að sjálfsögðu gerði. Var hann mikið notaður og vel mannaður, eins og margir jafn- aldrar Magga minnast eflaust. Í dag kúrir þessi litla skel innan við grjót- og moldargarð við Stekkjarkot og er í eigu Reykja- nesbæjar. Magnús fékk að fara með okk- ur norður á síldveiðar eitt sumar þegar hann var níu ára. Var það mikil upplifun fyrir Magnús og ánægja fyrir okkur alla að hafa hann með. Magnús missti föður sinn úr krabbameini aðeins tólf ára gam- all. Fjórtán ára gamall var Magnús eitt sumar með heiðurs- manninum Gísla Halldórssyni skipstjóra frá Vörum í Garði. Fimmtán ára byrjaði Magnús svo hjá mér á Sigurkarfa. Síðan fylgdi hann mér yfir á Bergvík- ina. Frændi minn Jón Dúason fór með mér þegar ég sótti um í Stýrimannaskólanum og ég fór með frænda mínum Magnúsi Daníelssyni þegar hann sótti um í sama skóla. Magnús var afskaplega fær skipstjóri og vel liðinn af öllum. Ég er í þeim stóra hópi sem á eftir að sakna Magnúsar Daní- elssonar um ókomin ár. Ég votta öllum aðstandendum og skyldmennum Magnúsar mína dýpstu samúð. Grímur Karlsson skipstjóri. 25. janúar rennur mér seint úr minni, þá fékk ég þær hræði- legu fregnir að Maggi frændi minn hefði svo sviplega horfið úr þessum heimi í hræðilegu sjó- slysi. Sorgin fyllti hjartað, tárin runnu niður hvarmana, spurn- ingar flæddu um hugann: Af hverju hann? Af hverju var hann tekinn frá okkur? En þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Elsku frændi, við erum svo rík að hafa fengið að njóta nær- veru þinnar með hlátri, gleði og þeim innilega kærleika sem geislaði ávallt frá þér. Þú varst alltaf svo glaðlyndur, hlýr og hjálpsamur öllum þeim sem leit- uðu til þín. Undanfarna daga og vikur hafa rifjast upp fyrir mér fjölmargar góðar minningar um þig frá liðnum árum og eitt er víst að þú og allar þessar góðu minningar munu alltaf eiga sér- stakan stað í hjarta mínu og minningin um þig og fallega brosið þitt mun lifa þar að eilífu. Þín hvítasunna, Sunneva. Kæri frændi og vinur. Ég sit við borðið inni í veiðarfærahúsi og hugsa til þín. Ég er alltaf að vona að „pikkinn“ renni í hlað og þú birtist, brosandi út að eyrum. Það voru ófá skiptin sem þú komst inn í hús til mín og þá sér- staklega á veturna þegar minna var að gera hjá þér. Þú stoppaðir yfirleitt ekki lengi en komst þess oftar og skildir eftir þig léttleika sem svo erfitt er að lýsa í orðum. En hann var alltaf til staðar eftir að þú varst farinn, hvert sem umræðuefnið hafði verið. Það var svo gaman að heyra sögur af því þegar þú varst að fara með túrista í ferðir til að skoða hvali og fuglalíf eða renna fyrir fisk. Þarna varst þú að gera góða hluti, hafðir gaman af þessu og ég veit að gleði þín og áhugi hafa skilað sér margfalt til þeirra sem fóru í ferðir með þér á Faxa. Maggi minn, mér finnst svo ótrúlegt að þú sért farinn á þennan hátt. Við töluðum svo oft um sjóslysið, þegar pabbi fórst með Bergþóri KE en ég bjarg- aðist. Þú varst alltaf tilbúinn að hlusta þegar ég þurfti að tala um þá erfiðu lífsreynslu. Þú skildir mig svo vel, hafðir líka misst mikið því að pabbi var ekki bara móðurbróðir þinn, þið voruð líka góðir vinir. Þú hafðir verið mikið til sjós með honum, þekktir allar að- stæður svo vel og áttir auðvelt með að setja þig inn í atburða- rásina. Mér þótti gott að tala um þessa erfiðu lífsreynslu við þig, þú hjálpaðir mér mikið. Takk fyrir það. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Eyrún, Nonni, Harpa, Jenný, makar og börn. Ég, Bryndís og strákarnir okkar sem þótti öllum svo vænt um Magga Dan frænda vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Við vitum svo vel hvað missir ykkar er mikill. Einar Þórarinn Magnússon. Ég byrjaði sem hálfdrætting- ur á móti Nonna vini mínum, syni Magga Dan á Brimnesinu, og fengum við þannig tækifæri á að spreyta okkur til sjós, en það var eitthvað sem Maggi gerði, hann gaf ungum og oft óreyndum strákum tækifæri til að verða sjómenn, hvatti þá áfram og leið- beindi endalaust, samt krafðist hann alltaf af mönnum að þeir legðu sig alla fram og hefðu út- hald. Maggi var góður skipstjóri og skemmtilegur, hann fiskaði vel og bar hag mannskapsins fyrir brjósti, margar minningar af sjónum sækja á mann eins og róðrarnir á Brimnesinu sem voru algjörlega frábærir eða tíminn á Barðanum sem var sá besti, neta-, línu- og síldveiðar, svo var fiskað í eftirminnilega siglingu til þýskalands, eftir Barðatímann var ég næst með Magga á Blíð- fara en það var erfitt tímabil og reyndi á menn, af Blíðfara fylgdi ég Magga í að gera Aðalvíkina klára og breyta gömlum aflögð- um bát í afburðagott línuveiði- skip og gott pláss. Maggi hafði þann góða eigin- leika að finna alltaf það jákvæða í fari annarra. Þegar ég var stýri- maður hjá Magga kom fyrir að maður var ekki sáttur við ein- hver vinnubrögð hjá einhverjum á dekkinu, þá fór Maggi alltaf að tala um jákvæðu hliðarnar á við- komandi og benti mér á þær. Maggi var duglegur að hvetja menn að fara í Stýrimannaskól- ann, með þeim orðum að ef ykk- ur finnst gaman núna þegar þið eruð hásetar þá verður þetta miklu skemmtilegra þegar þið verðið stýrimenn, og ég veit að ég er ekki sá eini sem fór í skól- ann fyrir hans hvatningu. Eins og allir muna sem kynnt- ust Magga var hann alltaf hress og það var alveg sama á hverju gekk, það var alltaf stutt í brosið og kannski eina góða sögu. Þær voru margar sögurnar, stundum kom aukasaga inn í frá- sögnina, kannski til að lýsa ein- hverjum betur eða bara að það þurfti að segja hana líka. Sumar sögur voru af atburðum sem gerst höfðu til sjós fyrr og síðar, ýmsu sem hann sjálfur hafði upplifað eða hafði komið fyrir aðra, sögurnar sköpuðu stundum umræður, og nú þegar ég skrifa þessar línur sé ég að í sögunum voru oft á ferðinni hreinir fyr- irlestrar um góða sjómennsku sem ekki er hægt að kenna á bók. Maggi reyndist mér alltaf vel og hefur hann alltaf verið mér fyrirmynd, hann gat bent manni á hvað maður gæti gert betur eða eitthvað sem maður þyrfti að hafa í huga, hvort sem það var í vinnunni eða persónulega, á þann hátt að maður átti auðvelt með að taka það til sín og reyna að bæta úr því. Það lýsir Magga vel hvernig hann hugsaði um sína menn að þegar ég fór að róa á trillu hitti ég hann einu sinni sem oftar og þá sagði hann mér að hann ætti björgunarflotgalla heima sem ég ætti að eiga og taka með mér í trilluna og fylgdi sá galli mér í mörg ár. Oft hefur maður hitt menn sem hafa róið með Magga á ein- hverju tímabili og kemur alltaf smábros og blik í auga þegar menn minnast þess tíma er þeir réru með honum og ég er þess fullviss að þeir eru margir sem eru betri sjómenn og betri menn eftir að hafa róið með og kynnst Magga Dan og það á svo sann- arlega við um mig. Blessuð sé minning Magga Dan. Hreiðar Hreiðarsson.  Fleiri minningargreinar um Magnús Þórarinn Daní- elsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ ÞórdísTryggvadóttir fæddist í Reykja- vík 14. desember 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. febr- úar 2012. For- eldrar hennar voru Tryggvi Magnússon list- málari, f. 6. júní 1900, d. 8. sept. 1960, og Sigríður Sigurð- ardóttir listmálari, f. 23. júlí 1904, d. 22. maí 1971. Bróðir Þórdísar var Sturla Tryggva- son fiðluleikari, f. 6. júní 1930, d. 3. júní 2003. Eiginmaður Þórdísar var Egill Björgúlfsson kennari, f. 7. ágúst 1924, d. 31. október 2000. Foreldrar hans voru Björgúlfur Ólafsson læknir, f. 1. mars 1882, d. 15. febrúar 1973, og Þórunn Benedikts- dóttir húsmóðir, f. 9. júní 1893, d. 28. nóvember 1981. Börn Þórdísar og Egils eru: 1) Sigríður, f. 2. apríl 1949, maki Ólafur Jóhann Ólafsson. Dætur Sigríðar og Guð- mundar Péturssonar eru a) Þórdís, maki Arnþór Pálsson, þeirra börn eru Guðmundur, Arna Dís, Elísabet, Andrea og Þórdís, b) Ingibjörg, dóttir hennar er Dýrleif, c) Hrafn- hildur. 2) Helga, f. 23. ágúst 1952, sonur hennar er Andrés Úlfur, börn hans eru Salka og Gabríel. 3) Björgúlfur, f. 28. mars 1957, maki Lísa Páls- dóttir, börn þeirra eru a) Páll Úlfar, sonur hans er Benjamín, b) Helga Dís, c) Egill. 4) Tryggvi, f. 11. maí 1967, maki Elín Magnadóttir, dætur þeirra eru a) Valgerður, b) Þórdís. Þórdís ólst upp á Ökrum á Seltjarnanesi og á Nesinu lágu leiðir þeirra Egils sam- an. Þórdís stundaði nám í myndlist bæði í Reykjavík og Danmörku og vann við mynd- listarstörf stóran hluta æv- innar. Hún hélt sýningar bæði hérlendis og erlendis og myndskreytti fjöldann allan af bókum, einkum barnabæk- ur. Þórdís og Egill bjuggu í nokkur ár á Patreksfirði en fluttu síðan í Mosfellsbæ þar sem þau bjuggu þar til Egill lést. Síðustu árin bjó Þórdís í Grafarvogi. Þórdís verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 17. febrúar 2012, kl. 13. Ég kynntist Dísu og Agli fyr- ir margt löngu, eða rúmlega 30 árum. Þá bjuggu þau á Patró og við Böggi í Köben. Við hitt- umst ekki oft í þá daga, en því mun meira eftir að Egill og Dísa fluttu í Mosfellsbæinn og við vorum flutt heim frá útlönd- um. Dísa elskaði Mosó; stór garður sem hún gat dundað í á góðviðrisdögum, gróðurhús og nóg pláss í húsinu fyrir allt sem hún fékkst við, því Dísa var listamaður af guðs náð. Hún málaði og myndskreytti, hún saumaði og smíðaði, hún gerði við og yfirdekkti mublur, allt lék í höndunum á henni. Aldrei þurftum við að hugsa fyrir jóla- fötum á börnin okkar, Palla, Helgu Dís og Egil, Dísa var alltaf búin að sauma það sem þurfti, falleg vesti og buxur á strákana og dýrindiskjóla á Helgu Dís, og þeir eru enn geymdir, því annar eins sauma- skapur er vandfundinn. Dísa var aldrei aðgerðarlaus. Ef mála þurfti bílskúrinn, og strákarnir lofuðu að koma og hjálpa til, en voru stundum svo- lítið seinir fyrir, þá var hún iðu- lega búin að því þegar til kom, hún var ekki mikið fyrir að bíða með framkvæmdir. Stórfjölskyldan kom gjarnan saman í Mosó um helgar, drukkið kaffi og með því og hlegið og skrafað, sagðar sögur og notið samvista, og börnin undu sér í stóra garðinum hjá ömmu og afa í Mosó, þetta voru góðir dagar. Egill kvaddi í október árið 2000, og skömmu síðar flutti Dísa á Seltjarnarnesið, þar sem hún bjó í nokkur ár, og síðan í Grafarvogi, þar sem hún hafði hreiðrað vel um sig, með mörg herbergi, eitt fyrir músík, eitt fyrir handverk ýmiss konar og geymslu, því hún var nú dálítill safnari, nóg pláss, það var mál- ið. Við hittumst ekki eins oft undanfarin árin, börnin öll orð- in stór, en fastir liðir eins og hangikjöt, kartöflusalat og tartalettur með „jukki“ á af- mælisdegi Dísu, hinn 14. des- ember, voru hafðir í heiðri. Fráfall Dísu kom okkur öll- um í opna skjöldu. Hún leit út fyrir að vera rétt um sjötugt, glæsileg og full af krafti, og sem merki um það yfirdekkti hún borðstofustólana okkar fyr- ir jólin. En enginn veit hvenær kallið kemur. Dísu verður sárt saknað og ég þakka samvistir við góða tengdamömmu í öll þessi ár. Lísa Pálsdóttir. Það kom okkur öllum í opna skjöldu þegar amma okkar, Þórdís Tryggvadóttir, lést svip- lega og fyrirvaralaust. Hún var alla tíð einstaklega heilsuhraust og hress og svo ungleg að eftir var tekið. Við héldum öll að hún yrði að minnsta kosti hundrað ára og ég held að hún hafi líka sjálf trúað því. En enginn veit sín örlög. Amma Þórdís var engin venjuleg amma. Hún var menntaður listamaður; teiknaði, málaði, saumaði, gerði við hús- gögn, bólstraði heilu sófasettin, bjó til ódauðlegar fígúrur úr leir, smíðaði og var allsherjar reddari fjölskyldunnar. Svo bakaði hún heimsins bestu pönnsur. Amma var vel lesin og hafsjór af fróðleik, ef maður þurfti að fá upplýsingar um eitthvað, hvort sem það var ættfræði, bókmenntir, heim- speki eða tónlist þá var hringt í ömmu og ef hún gat ekki svarað því á stundinni þá leitaði hún það uppi. Það var óþarfi að gúgla þeg- ar amma var annars vegar. Hún hafði yndi af klassískri tónlist og spilaði sjálf á píanó og ekki langt síðan hún fékk sér auka- píanó með heyrnartólum svo hún gæti spilað án þess að trufla nágrannana. Hún var nefnilega í essinu sínu á kvöldin og vakti yfirleitt lengi fram eft- ir. Amma var húmoristi og sagði skemmtilega frá og kunni margar sögur af misskrýtnu fólki héðan og þaðan og við stelpurnar veltumst um af hlátri þegar hún var í því stuð- inu. Amma var vönduð og góð manneskja, hún var réttsýn og talaði ekki um fólk að óþörfu. Hún fylgdist vel með afkom- endum sínum þótt hún væri ekki með nefið ofan í hvers manns koppi. Okkur finnst það vera for- réttindi að börnin okkar fengu að kynnast ömmu (langömmu), hún kom fram við þau sem jafn- ingja, var ólöt að spjalla við þau um lífið og tilveruna og lesa fyrir þau, oft með leikrænum tilþrifum. Það var óvenju náið samband milli ömmu og barna hennar og missir þeirra er mikill, hún var kletturinn, baklandið í fjöl- skyldunni og er nú skarð fyrir skildi. En minningin um góða og fallega konu lifir. Við vottum mömmu okkar og systkinum hennar okkar dýpstu samúð. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um föla kinn þín minning björt. (Ingibjörg Haraldsdóttir) Þórdís, Ingibjörg og Hrafnhildur Guðmunds- dætur. Maður gerir sér ekki alltaf grein fyrir hvað stutt getur ver- ið milli lífs og dauða. Dísa vin- kona mín var hin hressasta að tala við mig kvöldið sem hún kvaddi þetta líf, en að morgni var hún öll. Þetta er stórt högg þegar náin vinkona kveður. Vin- átta okkar byrjaði þegar við vorum sex til sjö ára. Síðan hef- ur margt á dagana drifið hjá okkur, en aldrei hefur brestur komið í vináttu okkar. Á marg- an hátt vorum við eins og syst- ur. Sambandið slitnaði aldrei þótt við byggjum um árabil hvor í sínu landinu. Seltjarnarnesið var öðruvísi þegar við vorum að alast upp. Það var til dæmis hægt að vera í kýlubolta á Nesveginum, um- ferðin var ekki meiri en það. Svo þegar vinkonuhópurinn var kominn með maka og börn var stofnaður saumaklúbbur sem lengi lifði. En nú erum við tvær systur enn á lífi úr þeim hópi sem taldi níu. Dísa var mikil listakona eins og hún átti kyn til. Foreldrar hennar voru báðir listamenn. Hún gerði margt fallegt, bæði teiknaði, málaði og saumaði mjög fallegt teppi, sem hún hannaði. Ég á mörg listaverk eftir hana, sem mér þykir mjög vænt um. Hún var mikil fjöl- skyldukona sem lét sér annt um alla sína afkomendur. Ég er þakklát fyrir alla vináttu henn- ar í minn garð. Innilegar sam- úðarkveðjur til allra hennar barna og þeirra fjölskyldna. Blessuð sé minning hennar. Björg Ísaksdóttir. Þórdís Tryggvadóttir ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, ÓLAFUR GUNNLAUGSSON, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 9. febrúar. Útför fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MND-félagið. Sigfríður E. Ingvarsdóttir, Gunnlaugur I. Ólafsson, Elín L. Rúnarsdóttir, Fjóla S. Ólafsdóttir, Ingvar G. Ólafsson, Gunnlaugur Árnason, Geirþrúður Árnason, barnabörn og bræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.