Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS . MEÐAL EFNIS: Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar. Viðtal við formann Ímark. Saga og þróun auglýsinga hér á landi. Neytendur og auglýsingar. Nám í markaðsfræði. Góð ráð fyrir markaðsfólk Tilnefningar til verðlauna í ár - Hverjir keppa um Lúðurinn? Fyrri sigurverarar íslensku markaðsverðlaunanna. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. ÍMARK íslenski markaðsdagurinn Morgunblaðið gefur út ÍMARK sérblað fimmtudaginn 23. febrúar og er tileinkað Íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir en hann verður haldinn hátíðlegur 24. febrúar. nk. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 17. feb. Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: S É R B L A Ð Nú líður að bisk- upskjöri og allir, sem láta sig málefni kirkju og kristni í landinu einhverju varða, eru nokkuð hugsi. Hvern- ig mun hinum kosn- ingabæru prestum og leikmönnum takast til að þessu sinni? Marg- ir ágætir menn og konur eru í kjöri. Lík- lega stendur valið milli kynjanna í þessum kosn- ingum. Ef marka má ritið „Þjóðkirkja og lýðræði. Erindi frá málþingi í Skálholtsdómkirkju 23.-24. ágúst 2009“ mun næsti biskup eiga mikið verk fyrir höndum að færa kirkj- una til lýðræðislegri stjórnarhátta. Nú er það þannig að kirkjan er ekki bara trúfélag, heldur hefur hún einnig til varðveislu og miðl- unar kristinn menningararf. Þá er hún og samtök fólks um skikk- anlegt mannlíf. Það er ekki öllum gefið að vera brennandi í trúnni, en margir vilja samt gjarnan halda í sinn forna trúarsið. Mörgum þyk- ir líka vænt um kirkju sína. Sem sagnfræðingur, sem lagt sig hefur eftir kirkjusögu, hef ég oft undrast fastheldni íslensku þjóðkirkjunnar á ýmislegt, sem einkennir kaþólsku kirkjuna, eink- anlega stigveldi hennar – eða eig- um við að kalla það silkihúfuveldi. Íslendingum nægir ekki að hafa einn biskup, heldur verða þeir að vera þrír, einn biskup og tveir vígslubiskupar sitjandi á bisk- upsstólum miðalda – í Skálholti og á Hólum. Ekki er hægt að greina knýj- andi nauðsyn þessa skipulags. Við siðaskiptin var biskupsvígsla lögð niður, enda fækkaði Lúther sakramentum úr sjö niður í tvö: Skírn og alt- arisgöngu. Á skírn- inni grundvallaði Lúther kenningu sína um hinn almenna prestdóm allra þeirra, sem hlotið hafa skírn. Kenningin um hinn almenna prestdóm er lík- lega það byltingarkenndasta í lúth- erskri guðfræði. Í henni felst áskorun um lýðræði. Árið 1537 var Jóhannes Bugen- hagen, borgarprestur í Wittenberg og samverkamaður Lúthers, feng- inn til þess að semja nýja kirkju- skipan fyrir ríki Danakonungs. Hann „ordineraði“, þ.e.a.s. setti inn nýja lútherska biskupa, sem titlaðir voru súperintendentar. Þar með var rofin hin postullega vígsluröð kaþólsku kirkjunnar, þar sem vígsla með handaryfirlagningu var rakin til Péturs postula. Peder Palladíus, Sjálandsbiskup, ordíner- aði fyrsta íslenska „súperinendent- inn“ Gizur Einarsson. Um aldir var siður að íslenskir biskupar færu til Kaupmannahafnar til þess að fá vígslu Sjálandsbiskups. Þegar bjarmaði fyrir nýjum degi í sjálfstæðismálum Íslendinga á 19. öld, var það kappsmál að ís- lensk biskupsefni þyrftu ekki að leita út fyrir landsteinana um „or- dination“ eða vígslu, heldur voru höfuðklerkar gerðir að vígslubisk- upum. Það hafði sum sé gleymst að þetta var ekki vígsla í kaþ- ólskum skilningi, heldur innsetn- ing í embætti. En séra Valdimar Briem og séra Bjarni Jónsson voru ekki vígslubiskupar að að- alstarfi, heldur var þetta aukastarf eða litúrgísk skylda. Á öldinni sem leið vildu menn auka veg hinna fornu biskupsstóla og setja þar biskupa. Gallinn er hins vegar að við búum enn í grunninn við kirkjuskipan Krist- jáns III. sem hefur guðfræði Lúthers að leiðarljósi. Ef menn taka kenninguna um hinn almenna prestdóm alvarlega, þá engin lit- úrgísk þörf á vígslubiskupum. T.d. gætu 12 prestar (postulleg tala) framkvæmt vígslu biskups. Séu störf vígslubiskupa hins vegar stjórnsýslulegs eðlis, er fráleitt að þeir sitji uppi í sveit. Hinir fornu biskupsstólar gegndu forystuhlutverki í jarð- eigna- og lénsveldi miðalda og voru því höfuðstaðir landsins. Svo er ekki lengur. Dómkirkjan var sett í Reykjavík – því verður ekki breytt úr þessu. Hins vegar fer vel á að hafa skólastarf á þessum fornhelgu stöðum. Sú er raunin á að Hólum, en Skálholtsskóla hefur nú verið lokað – væntanlega í sparnaðarskyni. Þetta þykir mörg- um leikmanninum mjög miður. Mörgum finnst þeir ekki lengur eiga erindi í Skálholt nema þá kannski á konsert. Hefði ekki ver- ið skynsamlegra að fækka silkihúf- unum? Nokkur orð um bisk- upskjör og annað Eftir Vilborgu Auði Ísleifsd. Bickel »Kirkja er meira en trúfélag. Samtök um skikkanlegt mannlíf. Fastheldni á kaþólskt silkihúfuveldi. Lúthersk kirkja þarfnast ekki vígslubiskupa. Vilborg Auður Ísleifsd. Bickel Höfundur er sagnfræðingur. Jóhann Ísberg ritar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann heldur áfram með endurteknar dylgjur sínar um aðför und- irritaðrar að fyrrver- andi bæjarstjóra Kópavogs. Ég hef nú verið treg til þess að svara skítkasti þeirra fóstbræðra Gunnars I. Birgissonar og Jóhanns Ísberg enda skrifin á því plani að vera ekki svaraverð. Nú ræðst Jóhann að mér vegna fréttar á Pressunni. Þar var greint frá viðskiptum bæjarstjóra Kópa- vogs við fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna ritunar sögu Kópavogs. Undirrituð ber ekki nokkra ábyrgð á þessari um- fjöllun á Pressunni en staðfesti þetta við blaðamann Pressunnar þegar eftir því var óskað. Fleiri orð hafði ég ekki um málið og fleira er ekki haft eftir mér í fréttinni. Ef Jóhann Ísberg væri betur læs hefði hann áttað sig á að fullyrðing um að „bæjarstjóri hefði farið óhefðbundnar leiðir hvað fjármál bæjarins varðar“ var alfarið túlkun og orðalag blaðamanns. Grein Jó- hanns er væntanlega hlekkur í rógsherferð Gunnars I. Birgissonar og hans postula gegn undirritaðri. Þar láta þeir einskis ófreistað og bregða fyrir sig lygi, dylgjum og rangfærslum. Dylgjum Jóhanns Ísberg svarað Eftir Guðríði Arnardóttur Guðríður Arnardóttir »Undirrituð ber ekki nokkra ábyrgð á umfjöllun Pressunnar um störf bæjarstjóra Kópavogs. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Ég tel það skyldu mína að skrifa þessa grein til að vara al- menning við nálast- ungum og benda á að nálastungur geta haft alvarlegar afleiðingar. Fólk skyldi velja með- ferðaraðila af kost- gæfni og íhuga aðrar úrlausnir við heilsu- farsvandamálum sín- um. Ég tel að árangur af nála- stungum sé oflofaður þótt austur- lenskir snillingar geti væntanlega gert kraftaverk. Einhverjir kúrsar í nálastungum eða vottorð frá erlend- um skóla sanna ekki færni eða að viðkomandi sé nógu varkár og gæt- inn. Þegar nál er stungið djúpt í vef er margt að varast. Bakteríur og aðrar örverur geta borist inn í vefi ef fyllsta hreinlætis er ekki gætt og nálin getur hitt á taugar og valdið skaða. Oft er stungið mjög nálægt stærri taugum. Mjög erfitt getur verið að sanna áverka á taug því áverki getur verið mjög smár en þó nógu alvarlegur til að valda tauga- skaða og erfiðum og langvarandi einkennum. Ég fór í nálastungur í febrúar 2010 og er enn að takast á við afleið- ingarnar. Ég fékk slæm tauga- einkenni eftir að nál var stungið djúpt í nálastungupunkt undir il vinstri fótar enda hitti nálin á taug og olli áverka á henni og tauga- skaða. Ég á erfitt með gang og svefn sökum verkja og ég sit uppi með næstum alveg lamaðar tær viðkom- andi fótar. Ég mun kannski lagast á nokkr- um árum og kannski aldrei. Ég er hreinlega fatlaður eftir þessa nála- stungu og á sérstaklega erfitt með að fara niður brekkur og er því von- laust með fjallgöngur og göngutúra í mishæðóttu landslagi. Meira að segja Arnarhóllinn veldur mér erf- iðleikum. Það þarf ekki að útlista þær slæmu sálrænu og andlegu af- leiðingar sem þessi misheppnaða nálastunga hefur valdið. Þegar ég ræddi við viðkomandi meðferðaraðila fljótlega eftir nála- stungu fékk ég bara fíflalegar út- skýringar og sagt að orkan væri að vinna í punktinum og annað í þeim dúr. Viðkomandi var með staðlaðar skýringar á hreinu sem voru greini- lega ætlaðar til þess að rugla fólk í ríminu og afvegaleiða það. Ég hef heyrt að þessi með- ferðaraðili sé óvarkár og ég álít að viðkom- andi sé hættulegur al- menningi og ætti að finna sér annan starfs- vettvang hið snarasta. Fólk sem vinnur við nálastungur fellur undir lög um græðara frá 2005. Þar er til- tekið að græðarar eigi að hafa ábyrgðartryggingu eða ígildi hennar til að bæta fyrir mögulegt tjón sem þeir geta valdið fólki. Eftirlit með þessu er auðvitað ekkert og var við því að búast. Það ætti að vera lág- markskrafa að þeir sem vinna við nálastungur séu skyldaðir til að hafa tryggingar og eftirlit haft með að svo sé, ella varði það sektum eða öðrum viðurlögum. Það er viturlegt að spyrja með- ferðaraðila um tryggingar áður en meðferð hefst. Meðferðaraðili getur þó neitað sök og ef sönnunarbyrðin er erfið munu fjárhagslegar byrðar skaðans lenda á viðskiptavini eins og í mínu tilfelli. Ég hvet fólk til að kvarta til Landlæknisembættisins ef það fær taugaeinkenni eftir nála- stungur. Landlæknir hefur þó fá úr- ræði að virðist og getur illa eða ekki gætt hagsmuna almennings. Viljann virðist líka skorta. Nálastungur eru fjarri því að vera hættulausar og ég hvet fólk til að hugsa sig vel um áður en það fer í nálastungur og leita annarra leiða. Það eru til mildar og hættulausar aðferðir til að örva og jafna orku- kerfi líkamans, svo sem nudd, lík- amsþjálfun, teygjur, ýmsar æfingar og má lengi áfram telja. Breytt mat- aræði ásamt annarri tiltekt í lífinu getur gert kraftaverk og gefur var- anlegan árangur. Það er auðvelt að vera vitur eftir á og ég vona að grein mín veki einhvern til umhugsunar. Hættulegar nálastungur Eftir Einar Gunnar Birgisson Einar Gunnar Birgisson »Ég á erfitt með gang og svefn sökum verkja og ég sit uppi með næstum alveg lam- aðar tær viðkomandi fótar. Höfundur er fræðimaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.