Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hæstiréttur Niðurstaða komin í máli starfsmanns Isavia. Hátterni yfirmanns hjá Isavia ohf. að fara í heitan pott án sundfata í vinnuferð í sumarbústað var með öllu óviðeigandi, að mati Hæsta- réttar Íslands. Hins vegar geti það ekki talist kynferðisleg áreitni. Isavia var því sýknað af bótakröfu konu sem starfaði hjá fyrirtækinu og taldi á sér brotið. Áður hafði Héraðsdómur Reykja- ness dæmt félagið til að greiða kon- unni tæplega 1,8 milljónir króna. Taldi héraðsdómur að upplifun konunnar af háttsemi yfirmanns hennar í sumarbústaðnum hefði tví- mælalaust verið sú að um kynferð- islega áreitni hefði verið að ræða. Þá hefði konan orðið fyrir miska vegna þessa og athafnaleysis fyr- irtækisins, að búa ekki svo um hnútana að konunni væri fært að sinna starfi sínu áfram. Tók kvörtunina alvarlega Hæstiréttur segir í dómi sínum að Isavia hafi tekið kvörtun starfs- mannsins alvarlega. Leitað hafi verið til tveggja lögmanna sem gáfu álit sitt á því hvort um væri að ræða kynferðislega áreitni og hvort atvikið varðaði fyrirvara- lausri uppsögn yfirmannsins. Var hvorugu til að dreifa að mati þeirra. Þrátt fyrir það áminnti Isavia yfirmanninn og var sér- staklega tekið fram í áminningunni að ætlast væri til að maðurinn tæki hana alvarlega og tryggði að slíkt endurtæki sig ekki. Hæstiréttur segir að ekki hafi verið færð fyrir því haldbær rök að Isavia hafi brotið á starfsmanni sín- um í kjölfar kvörtunar vegna yfir- mannsins, heldur bendi gögn máls- ins til þess að félagið hafi lagt sig fram um að gera það sem í valdi þess stóð til að starfsmaðurinn gæti sinnt starfi sínu eins og best varð á kosið. Því hafi ekki verið leitt í ljós að konan hafi verið beitt óréttlæti í starfi með tilliti til starfsöryggis og starfskjara. Þá hafi konan ekki sýnt fram á að hún ætti rétt á greiðslu launa fyrir það tímabil sem hún kaus að mæta ekki til vinnu. Isavia sýknað af miskabótakröfu  Hátterni yfirmanns talið óviðeigandi en ekki kynferðisleg áreitni Örn Bárður Jóns- son, sóknar- prestur í Nes- kirkju, hefur ákveðið að bjóða sig fram í bisk- upskjöri sem fram fer í apríl. Alls hafa nú átta prestar tilkynnt framboð. Í yfirlýsingu frá Erni Bárði segir að hann hafi eftir langa umhugsun og hvatn- ingu, bæði leikra og lærðra, ákveð- ið að gefa kost á sér til kjörs í emb- ætti biskups Íslands. Hann hafi fjölþætta starfsreynslu innan kirkj- unnar, hafi t.a.m. verið leikmaður í kirkjunni, djákni, aðstoðarprestur, sóknarprestur o.fl. „Ég þekki því flest af því sem snýr að hinu innra starfi kirkjunnar og var starfs- maður á Biskupsstofu í níu ár,“ seg- ir hann og bætir við að í félagsstarfi þar sem hann hafi verið þátttak- andi hafi hann verið valinn til for- ystu. Örn Bárður býður sig fram til biskups Örn Bárður Jónsson Samtök sveitar- félaga á Norður- landi vestra segj- ast enn bíða svars frá Jó- hönnu Sigurð- ardóttur for- sætisráðherra við að finna leiðir til nýtingar at- vinnutækifæra sem eru til staðar á Norðurlandi vestra, íbúum svæð- isins og landsmönnum öllum til heilla. Í yfirlýsingu frá stjórn SSNV segir að stjórnin hafi sent erindi til forsætisráðherra og fjármálaráð- herra fyrir tæpum þremur mán- uðum og enn hafi engin formleg svör borist. Norðanmönnum var boðið að funda með embættis- mönnum en í umræðu á Alþingi í gær sagðist Jóhanna hafa ætlað að koma að viðræðunum á síðari stig- um. Bjarni Jónsson, formaður SSNV, segir engin slík svör hafa borist frá ráðuneytinu og ekkert heyrst frá ráðherra beint. Bíða enn eftir svari frá Jóhönnu Jóhanna Sigurðardóttir Samþykkt var heimild á hluthafa- fundi Greiðrar leiðar ehf. í gær til að auka hlutafé félagsins upp í allt að 400 milljónir króna. Þetta var gert vegna mögulegrar aukningar hlutafjár í Vaðlaheiðargöngum hf. sem nú vinnur að gerð ganganna. Greið leið ehf. á 49% hlutafjár í Vaðlaheiðargöngum hf. en Vega- gerðin 51%. Eigendur Greiðrar leiðar ehf. eru öll sveitarfélögin á Norðausturlandi, átta fyrirtæki og Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Sam- kvæmt samþykkt fundarins er heimilt að bjóða nýjum aðilum hlutafé til kaups, nýti ekki allir nú- verandi hluthafar forkaupsrétt. Hlutafé aukið vegna Vaðlaheiðarganga Marteinn Áki Ellertsson • Stúdent frá MH 2007 • Lagadeild, 3. ár • Áhersla í námi: Fjármunaréttur, félagaréttur og Evrópuréttur • Áhugamál: Flug, útivera og félagslíf Ragnhildur Helgadóttir • Prófessor í lagadeild • Doktorspróf frá Háskólanum í Virginíu • Sérsvið: Stjórnskipunarréttur • Situr í samninganefnd Íslands við ESB HÁSKÓLA DAGURINN Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands verða í HR. Í HÍ kynnir Háskóli Íslands starfsemi sína. Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Listaháskólinn, Keilir og danskir og sænskir háskólar verða í Háskólabíói og Bifröst í Norræna húsinu. Skoðaðu dagskrá Háskóladagsins á www.hr.is Saman látum við hjólin snúast Háskóladagurinn 18. febrúar Velkomin í HR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.