Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is „Áhrifin af þessum dómi eru ekki ógnvekjandi fyrir fjármálastöðug- leika í landinu. Það er alveg á hreinu,“ segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í sam- tali við Morgunblaðið. Að sögn Gunnars er töluvert svig- rúm til staðar hjá viðskiptabönkun- um til að mæta þeim kostnaði sem bankarnir standa nú frammi fyrir vegna væntanlegra endurgreiðslna vaxta á gengislánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í fyrradag. Hann segir að erfitt sé að meta nú hver verður endanlegur kostnaður fyrir bank- ana. „Það þurfa að líða einhverjir dagar áður en við fáum betri yfirsýn yfir hvað þetta þýðir fyrir eiginfjár- stöðu fjármálafyrirtækjanna.“ Eiginfjárhlutfall stóru viðskipta- bankanna – Landsbankans, Arion banka og Íslandsbanka – var mjög hátt í lok þriðja ársfjórðungs 2011 og nam á bilinu 22 til 29%. Samtals nam því eigið fé bankanna 463 milljörðum króna. Fjármálaeftirlitið hefur gert kröfu um 16% lágmarkseiginfjár- hlutfall bankanna og því er ljóst að þeir hafa tölouvert svigrúm til að mæta þeim fjárhagslega skelli sem dómurinn hefur í för með sér fyrir bankana án þess að þörf verði á frek- ara eiginfjárframlagi. Eigið fé bank- anna, sem er umfram 16% lágmarks- eiginfjárhlutfallið, nemur tæplega 160 milljörðum króna. Meira borð fyrir báru Í svörum frá Seðlabankanum kemur fram að hann telji slíkt svig- rúm nægjanlegt. „Lausleg athugun Seðlabankans bendir til þess að áhrifin verði ekki meiri en svo að helstu fjármálafyrirtæki verði vel yf- ir lágmarkskröfum Fjármálaeftir- litsins. Það hjálpar einnig til að staða fjármálafyrirtækjanna hefur batnað verulega frá því að fyrsti gengislána- dómurinn féll sumarið 2010. Þau hafa hagnast verulega og ekki verið heimilað að greiða út arð. Því er nú meira borð fyrir báru en áður var.“ Í lok júní 2010 kynntu Seðlabank- inn og FME tilmæli til fjármálafyr- irtækja um að endurreikna ólögmæt gengislán með óverðtryggðum vöxt- um Seðlabankans. Már Guðmunds- son, seðlabankastjóri, lét í kjölfarið þau orð falla að fjármálakerfið væri í bráðri hættu ef lánin yrðu endur- reiknuð miðað við samningsbundna vexti. Í upplýsingum frá Seðlabank- anum er bent á að mat sem fram fór á vegum FME í kjölfar dómsins frá 16. júní 2010 gaf til kynna að eig- infjárhlutfall sumra fjármálafyrir- tækja gæti farið niður fyrir tilskilin lágmörk færu dómar á versta veg fyrir fjármálafyrirtækin og ríkis- sjóður hefði líklega þurft að leggja bönkunum til aukið eiginfé. Þola áföll af þessu tagi Þeirri hættu var hins vegar af- stýrrt með dómi sem féll í Hæsta- rétti 16. september 2010. „Dómur Hæstaréttar nú breytir ekki þeirri meginniðurstöðu enda er ljóst að þeir vextir sem gilda til framtíðar verða lægstu vextir Seðlabankans.“ Í svörum frá Seðlabankanum kemur jafnframt fram að hann hafi metið það svo að eiginfjárstaða bankanna hafi verið nægilega sterk til þess að þola áföll af því tagi sem nýr dómur Hæstaréttar felur í sér. „Lausafjárstaða bankanna er með ágætum, en það er jafnan helsta áhyggjuefni Seðlabanka á tímum óstöðugleika. Líkur á verulegum til- færslum innistæðna eru hverfandi í ljósi innstæðutryggingar, gjaldeyr- ishafta og fyrri reynslu.“ Ekki ógnvekjandi fyrir fjármálastöðugleika  Samanlagt eigið fé bankanna umfram lögbundið lágmarkshlutfall 160 milljarðar 73 m a. 89 m a. Sterk eiginfjárstaða viðskiptabankanna Samtals Heimild: árshlutauppgjör bankanna fyrir 3. fjórðung 2011 463 milljarðar 304 milljarðar 159 milljarðar 28 ,8 % 23 ,6 % 21 ,8 % 13 2 m a. 21 0 m a. 12 1 m a. 14 2 m a. 68 m a. 32 m a. 59 m a. Eiginfjárhlutfall Eigið fé Eigið fé m.v. 16% Svigrúm 73 m a. 89 m a. 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Dómur Hæstaréttar hinn 15. febr- úar 2012 í máli Sigurðar Hreins Sig- urðssonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingar- bankanum mun hafa víðtæk áhrif ef hann verður talinn fordæmisgefandi fyrir svipuð mál. Í Vísbendingu, sem er undir ritstjórn Benedikts Jóhann- essonar, segir að erfitt sé að segja til um hver áhrif dómsins verði á ein- stök lán. Þar skipti miklu hvenær lánin voru tekin og hve mikið hafi verið greitt af þeim. En samkvæmt útreikningum Vísbendingar ættu lán sem tekin voru í upphafi árs 2005 og greitt var af samkvæmt skilmál- um að lækka um allt að 30% frá fyrri útreikningum bankanna, frá 2006 væri talan svipuð en lán sem tekið var í upphafi árs 2007 ætti að lækka um 23% og lán frá upphafi árs 2008 um 13%, en Vísbending biður fólk um að hafa fyrirvara á útreikning- unum, en ljóst er að um verulegar upphæðir er að ræða. Viðbrögð úr fjármálageiranum Dómur Hæstaréttar í gær virðist hafa komið mörgum á óvart og vilja fæstir í fjármálageiranum láta nokk- uð hafa eftir sér um málið á meðan lögfræðingar fara yfir það. Þegar rætt er við Guðnýju Helgu Herbertsdóttur hjá Íslandsbanka segir hún að þau leiti ráða hjá sér- fræðingum sem stendur, enda ljóst að óvissa ríki um hvernig skuli túlka dóminn. Aðspurð segist hún ekki óttast um afdrif bankans, þótt túlk- un dómsins væri bankanum mest í óhag verður eiginfjárhlutfall áfram yfir þeim lágmörkum sem Fjármála- eftirlitið setur. Haraldur Eiðsson hjá Arion banka talar á svipuðum nótum en hann segir ekki liggja ljóst fyrir hvert fordæmisgildi dómsins er gagnvart þeim gengistryggðu lánum sem Arion banki hefur endurreiknað og að málið sé í skoðun innan bank- ans. Gæti lækkað lán fólks verulega  Menn ringlaðir eftir dóm Hæsta- réttar  Lán gætu lækkað um 30% Vextir Seðlabankans miðað við LIBOR vexti 25 20 15 10 5 0 Króna Dollar Evra Jen Munur Á grafinu sem tekið er úr vikuritinu Vísbendingu má sjá muninn á LIBOR-vöxtum og vöxtum Seðlabankans. Malcolm Walker, forstjóri Iceland Foods, fær lán víða að til að fjár- magna kaupin á 77% hlut slit- astjórna Landsbankans og Glitnis á verslunarkeðjunni, fyrir 1,55 millj- arða punda, jafnvirði liðlega 300 milljarða íslenskra króna. Meðal annars munu slitastjórnir Lands- bankans og Glitnis lána Walker 250 milljónir punda, um 48 milljarða króna. Walker kvaðst fagna þessari nið- urstöðu í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld og lýsti sérstakri ánægju sinni með samningana við slit- astjórnirnar. Walker stofnaði Ice- land Foods árið 1970 og rak allt til ársins 2001, með stigvaxtandi hagn- aði fyrstu 29 árin, en hraktist svo frá fyrirtækinu árið 2001. Þegar Baugur Group og Pálmi Haraldsson, þá kenndur við Fons, eignuðust meirihluta í Iceland Foods snemma árs 2005 var Walker ráðinn að nýju til keðjunnar og hefur stýrt henni síðan. Hann á, ásamt fleiri stjórnendum Iceland Foods, 23% hlut í keðjunni fyrir. Landsbankinn, með 66%, og Glitnir, með 10%, eign- uðust hlutinn í Iceland eftir að Baug- ur varð gjaldþrota. Tilboð Walkers upp á 1,55 millj- arða punda, verður að vera að fullu fjármagnað innan 42 daga. Sam- kvæmt fréttum breskra fjölmiðla og Dow Jones-veitunnar eru Landmark Group í Dubai, suðurafríska fjárfest- ingafélagið Brait og fleiri á bak við tilboðið með Walker. agnes@mbl.is Tryggði sér Iceland Foods með hækkun tilboðs síns  Malcolm Walker, stofnandi Iceland, eignast keðjuna á ný Morgunblaðið/Agnes Eigandinn Malcolm Walker, stofnandi Iceland, við búgarð sinn í Chester ● Tsuyoshi Kikukawa, fyrrverandi for- stjóri Olympus og tveir fyrrverandi framkvæmdastjórar fyrirtækisins voru teknir fastir í gær. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í haust komst upp um svik innan fyrirtækisins þegar Michael Woodford var rekinn frá því fyrir að spyrja óþægilegra spurninga. Við rann- sókn kom í ljós að stjórnendur Olympus höfðu falið uppsafnað tap árum saman sem er talið nema um 1,7 milljörðum dollara eða 212 milljörðum íslenskra króna. Þegar upp um þetta komst féll virði félagsins á markaði um 50%. Fyrrverandi forstjóri Olympus fangelsaður ● WOW air mun hefja áætlunarflug til Kaunas í Litháen í júní. Kaunas er næststærsta borg Litháens með tæp- lega 400 þúsund íbúa. WOW air verður með tilboð á flugi til Kaunas til að byrja með á 23.900 kr. aðra leið. Alls mun WOW air fljúga til 13 áfangastaða í Evrópu frá og með 1. júní. „Við erum mjög ánægð og stolt að kynna til sögunnar nýjan áfangastað og áætlunarflug til Kaunas. Það eru mikil og góð tengsl á milli Íslands og Lithá- ens,“ segir Baldur Baldursson, fram- kvæmdastjóri WOW air, í tilkynningu. WOW flýgur til Litháen Baldur Baldursson ● Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair, keypti í gær hlutabréf í fyr- irtækinu fyrir andvirði 13,7 milljóna króna. Keypti hann 2,5 milljónir hluta á genginu 5,48, samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar um við- skipti innherja. Eftir kaupin á Sigurður nærri sjö milljónir hluta í félaginu og markaðsvirði þeirra tæpar 40 milljónir króna, miðað við gengi gærdagsins. Alls skiptu fjórar milljónir hluta í Ice- landair um eigendur í gær. Keypti í Icelandair Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +/1.,+ +,-.-- ,+.00- ,+.-+2 +3.,3- +--.1- +.24+4 +/5.1- +0+.5- +,1.,0 +/1.03 +,-.0/ ,+.4,0 ,+.-43 +3.--4 +--.3 +.240- +-+ +/+.13 ,5/.40,1 +,1.20 +/2.+2 +,1.52 ,+.43/ ,+.11+ +3.-/+ +-1.+4 +.235/ +/+.24 +0+./- Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.