Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Gríðarmikill munur er á stöðu gengistryggðs láns eftir því hvort reiknað er með þeim vöxtum sem upphaflega var samið um eða hvort miðað er við óverðtryggða vexti Seðlabanka Ís- lands. Lán sem upphaflega var 15 milljónir stendur ýmist í 10,8 milljónum eða 18,7 millj- ónum, eftir því við hvora aðferð- ina er miðað, samkvæmt bráðabirgðaú- treikningum Nordik Finance. Ýmislegt enn óljóst Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Nordik, setur ýmsa fyrirvara við útreikningana. Ekki sé ljóst af dómi Hæstaréttar frá því á mið- vikudag hvort miða eigi við upp- haflega samningsvexti til dagsins í dag eða hvort eingöngu eigi að reikna samningsvexti samkvæmt þeim greiðslum sem greiddar voru á gjalddaga í samræmi við inn- heimtu lánveitandans. Einnig sé óljóst hvaða vextir skuli gilda eftir að lög um endurútreikning geng- isbundinna lána tóku gildi í desember 2010 og fram að nýjum útreikningi á grundvelli dómsins á mið- vikudag. Í útreikningum sínum miðaði Sturla stöðuna við gildistöku laganna í desember 2010 og tók dæmi af láni sem var tekið 1. janúar 2007 að upphæð 15 milljónir til 30 ára, gengistryggt til hálfs í japönskum jenum og til hálfs í svissneskum frönkum. Heildargreiðslur af láninu á þessu fjögurra ára tímabili námu 5,7 milljónum króna. Vextir á jenum og svissneskum frönkum voru einkar hagstæðir á þessu tímabili. Á hinn bóginn féll krónan einna mest gagnvart ein- mitt þessum gjaldmiðlum í hruninu og því ruku lán í jenum og frönk- um upp úr öllu valdi. Betri staða lántakanda Við gildistöku laganna um end- urútreikning í árslok 2010 hefði svona lán staðið í 27,8 milljónum króna. Við endurútreikning sam- kvæmt lögunum frá desember 2010 voru gengistryggð lán reiknuð upp á nýtt miðað við að þau hefðu verið tekin í íslenskum krónum og af þeim greiddir lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands. Við endurútreikning samkvæmt lögunum hefði höfuðstóll erlenda lánsins lækkað úr 27,8 milljónum í 18,7 milljónir. Miðað við mögu- legan endurútreikning á grundvelli dómsins á miðvikudag, þ.e. reiknað yrði með þeim vöxtum sem upp- haflega var samið um, myndi sama lán standa í 10,8 milljónum króna. Sturla notaði sömu aðferð- arfræði við útreikninginn eins og fjármálafyrirtækin hafa gert, nema hvað hann notar aðra vexti við endurreiknaða gjalddaga. Hann lætur lántakandann fá vexti á mis- muninum á því sem hann greiddi og því sem hann hefði átt að greiða miðað við endurreikn- aða gjalddaga. Greiðslu- byrði gengistryggða lánsins var komin upp í 130 þúsund á mánuði en er 65 þúsund á mánuði miðað við end- urreiknaða lánið og munurinn er því talsverður. Lækkar úr 18,7 milljónum í 10,8 Morgunblaðið/RAX Leysingar Eftir mikla byggingabólu á árunum fyrir hrun varð algjört frost á húsnæðismarkaði. Þeir sem höfðu tekið gengisbundin húsnæðislán sátu í súpunni en síðan þá hefur hagur þeirra vænkast til muna, síðast með dómi Hæstaréttar á miðvikudag.  Lán í jenum og svissneskum frönkum rauk úr 15 milljónum upp í 27,8 milljónir þegar gengið hrundi  Lækkaði í 18,7 milljónir við endurútreikninga  Stendur í 10,8 milljónum miðað við dóm Hæstaréttar Sturla Jónsson 27,8 milljónir. Staða láns í des. 2010. Upphaflega var lánið 15 millj., 50% í jenum og 50% í sviss. frönkum 18,7 milljónir. Staða lánsins eftir að það var reiknað í samræmi við lög um end- urútreikning frá des. 2010 10,8 milljónir. Staða lánsins eftir að það var reiknað upp skv. dómi Hæstaréttar á miðvikudag ‹ UPP OG NIÐUR › » Í dómnum sem féll í Hæstarétti á miðvikudag var tek- ist á um hvaða vextir ættu að gilda um gengistryggð lánum. Hjónin sem höfðuðu málið gegn Frjálsa fjár- festingarbankanum höfðu tekið lán sem var bundið við gengi japanskra jena (50%) og svissneskra franka (50%). Vaxtagreiðslur miðuðust við þriggja mánaða LIBOR-vexti og 1,4%-1,5% vaxtaálagi. Á tímabilinu 2004-2009 voru þriggja mánaða LIBOR-vextir á jenum lægstir árið 2004 og 2005 eða á bilinu 0,052%-0,057% en hækkuðu síðan og urðu hæstir 0,9% árið 2008. Á sama tímabili voru þriggja mánaða LIBOR- vextir á svissneskum frönkum frá 0,5% og upp í 2,5- 2,6% á árunum 2007 og 2008. Vextir á öðrum erlendum myntum voru yfirleitt hærri. Á hinn bóginn var himinn og haf á milli vaxta á jenum og svissneskum frönkum og vöxtum á Íslandi. Almennir vextir Seðlabanka Íslands á óverð- tryggðum útlánum voru 8,5% í árslok 2004 en hækkuðu síðan stig af stigi. Þeir voru 12,5-16% árið 2006, um og yfir 16% árið 2007 og náðu há- marki í desember 2008 og janúar 2009 þegar óverðtryggðir vextir voru 21%. Þeir sem voru með verðtryggð lán en með lægri nafnvöxtum greiddu svipaða vexti í raun, verðbólgan sá til þess. Mun lægri vextir á gengisbundnum lánum VAXTAGREIÐSLUR MIÐUÐUST VIÐ LIBOR-VEXTI OG ÁLAG OFAN Á ÞÁ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Dómur Hæstaréttar á miðvikudag um við hvaða vexti eigi að miða vegna ólögmæts gengisbundins húsnæðisláns (nr. 600/2011) hefur skýrt fordæm- isgildi fyrir öll húsnæðislán einstaklinga í erlendri mynt, að mati Gunnars Egils Egilssonar, lögmanns hjá Nordik lögfræðiþjónustu. Á hinn bóginn ríki óvissa ríki um fordæmisgildið fyrir aðrar tegundir lána og fyr- ir lán til lögaðila. Gunnar segir að niðurstaða meirihluta Hæstaréttar sé tví- þætt. Annars vegar sé því hafn- að að lögin frá því í desember 2010, um endurútreikninga gengisbundinni lána, geti breytt vaxtakjörum afturvirkt, með íþyngjandi hætti,. Hins vegar fjalli dómurinn um þá meg- inreglu kröfuréttar að kröfuhafi (í þessu tilviki Frjálsi fjárfestingarbankinn), sem hefur fengið minna greitt en hann átti rétt til í lögskiptum við skuldara (hjónin sem höfðuðu málið) eigi tilkall til viðbótargreiðslu, þ.e. vaxta í samræmi við niður- stöðu fyrri gengislánamála Hæstaréttar. Hæsti- réttur tiltekur að frá meginreglunni séu undan- tekningar sem geti að vissum skilyrðum uppfylltum valdið því að kröfuhafi glati frekari kröfu. Hæsti- réttur kemst að þeirri niðurstöðu að beita beri und- antekningunni með vísan til þriggja forsendna. Í fyrsta lagi að hjónin hafi verið í góðri trú um að þetta hafi verið lögmætir samningar og þar með að vaxtagreiðslur sem þau inntu af hendi fælu í sér fullar og réttar efndir á samningnum á hverjum tíma.. Í öðru lagi taki Hæstiréttur sérstaklega fram að lánið hafi verið til langs tíma, 30 ára, en aðeins fimm ár liðin af samningstímanum þegar lánið var dæmt ólögmætt. Hæstiréttur tiltaki einnig sér- staklega að hjónin hafi verið í skilum allan tímann. Í þriðja lagi þótti skipta máli að lánveitandi var fjár- málafyrirtæki sem samdi skilmálana einhliða og þeir voru staðlaðir fyrir alla lántakanda. „Í þessu máli er skorið úr um lán til einstaklings til langs tíma og fjármálafyrirtækið er látið bera hallann af ólögmæti gengistryggingarinnar. En það er ekki hægt að draga mjög víðtækar ályktanir um hvað niðurstaðan þýðir fyrir bílalánin annars vegar en hins vegar fyrir lögaðila. Þetta er enn óljóst, þó dómur gefi ákveðna vísbendingu þar um,“ segir Gunnar. Misjöfn staða einstaklinga og lögaðila Hvað lögaðilana varðar vakni aðallega sú spurn- ing hvort lögaðili geti haldið uppi samskonar máls- vörn og einstaklingar að því er varðar fyrsta skil- yrði Hæstaréttar, þ.e. að hvort lögaðilar geti borið því við að sömu sjónarmið gildi um takmarkanir á því að fjármálafyrirtæki geti krafist viðbótar- greiðslu eftir að búið er að gefa út kvittun fyrir fullnaðargreiðslu. Réttarstaða einstaklings og lög- aðila í slíku máli sé misjöfn vegna þess að lögaðilar njóta ekki sömu neytendaverndar og einstaklingar. Gunnar bætir því við að Hæstiréttur meti öll þessi þrjú skilyrði heildstætt og að þeim öllum virtum telji hann rétt að fjármálafyrirtækið beri hallann af vaxtamuninum. „Það er ekki endilega víst að þetta verði talið gilda þegar lögaðilar eru annars vegar,“ segir hann. Úr þessari réttaróvissu verði vart leyst nema með öðrum hæstaréttardómi. „Annað hvort þarf að bíða meðan rétturinn kveður upp dóm hvað lögaðila varðar, eða kröfuhafar taki af skarið og endurreikni lán lögaðila miðað við viðmið Hæsta- réttar í þessu máli.“ Hvað bílalánin varðar bendir Gunnar á að í dómi Hæstaréttar á miðvikudag sé fjallað um lán til 30 ára. Bílalán séu oftast til um sjö ára. Af dómi Hæstaréttar sé ekki hægt að ráða hvort hann nái einnig yfir bílalán, þótt ekki sé heldur hægt að ráða af dómnum hvers vegna sömu sjónarmið ættu ekki að gilda um þau eins og húsnæðislán. Sagan sýni að væntanlega þurfi annað dómsmál til að eyða vaf- anum. Fordæmi fyrir húsnæðislán en ekki bílalán og lán til lögaðila  Varla leyst úr óvissu nema með nýjum dómi Hæstaréttar  Þrjú skilyrði Flóknir útreikningar framundan » Aðspurður hvort fjármálafyrirtæki ættu nú þegar að hefja endurútreikning á geng- istryggðum lánum í samræmi við nýjan dóm Hæstaréttar segir Gunnar Egill Gunnarsson lögmaður að þau ættu í það minnsta að leggjast undir feld. » Ýmislegt flæki útreikn- ingana, s.s. að í kjölfar hrunsins hafi sumir hætt að borga af lánum, aðrir aðeins borgað vexti, fasta fjárhæð á hverja milljón o.s.frv. » Erfitt gæti reynst að skera úr um hvort slíkar hlutagreiðslur hefðu verið vaxta- greiðslur eða greiðslur á höfuðstól. Gunnar Egill Gunnarsson Árni Páll Árnason, sem var efna- hags- og viðskiptaráðherra þegar lög um uppgjör gengistryggðra lána voru sett undir lok ársins 2010, sagði á Alþingi í gær að stjórnvöld hefðu þurft að bregðast við og eyða þeirri óvissu, sem þá ríkti um uppgjör þessara lána. Árni Páll sagði að dómur Hæsta- réttar á miðvikudag væri fagnaðar- efni þar sem hann varpaði frekara ljósi á rétt lántakenda. Hann sagði að lögin sem sett voru í kjölfar dómsins árið 2010 stæðu að undanskildu því að ef fólk hefði fulln- aðarkvittun fyrir vaxtagreiðslum þá teldist hún endanleg greiðsla afborg- ana í ákveðnum tilvikum. Lagði Árni áherslu á að lögin hefðu verið sett til að flýta uppgjöri lánanna svo tugþúsundir lántakenda þyrftu ekki að fara með mál sín fyrir dómstóla til þess að fá leiðréttingu sinna mála. Dómur Árni Páll kynnir viðbrögð við dómi Hæstaréttar árið 2010. Stjórnvöld urðu að eyða óvissunni Dómur Hæstaréttar um vexti gengislána

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.