Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 Geturðu lýst þér í fimm orðum? Tónlistarmaður, ljúflingur, bróðir, vinur og frændi. Hvaða árstíð finnst þér mest spennandi? (spyr síðasti aðalsmaður, Sigvaldi Kaldalóns) Íslenska sumarið hlýtur að vera mest spenn- andi tími ársins. Það er einn langur draumur. Hver er fremsti leikari allra tíma? Ég er að horfa á Sopranos frá A-Ö þessa dag- ana og er að tryllast yfir James Gandolfini. Hann er rosalegur. Hann leikur svo mikið með nefinu. Það er galdurinnn. Erfitt að segja hvort hann sé fremsti leikari allra tíma samt. En hann er asskoti góður. Hver er uppáhaldsrithöfundurinn þinn? Einar Kárason. En hver er uppáhaldstónlist- armaðurinn þinn? Bob Dylan. Hvað fær þig til að skella upp úr? Gott grín með góðum vinum eða ókunnugum. Svo sá ég Tim & Erics Billion Dollar Movie um daginn og hló mikið. Mæli með því. Getur þú lýst dansstíl þínum á djamminu? Þetta er einhvers konar blanda af drykkjukrampa og einhver „ran- dom“ hopp inn á milli. Oft- ast samt reyni ég að standa svona til hliðar við dansgólfið og kinka kolli í takt við tónlist- ina og langa til þess að dansa en gera það helst ekki. Hvað færðu ekki staðist? Unna kjötvöru. Brakandi pepperóní-slísu eða löðrandi pullu í minn munn! Og góðan bjór. Basic. Ertu A- eða B-manneskja? Ég hef verið að færast frá A til B á síðustu ár- um og líkar vel. Ég held það eigi betur við mig. B með dassi af A-i er held ég málið. Syngurðu í sturtu? Jáhá. Hiklaust ef mér dettur eitthvað í hug. Fleetwood Mac eða Van Morrison? Bæði. Hrútspungar eða hákarl? Hvorugt. Trópí eða Svali? Svali. Hvert væri tökunafn þitt ef þú værir heimsfrægur rappari? Baldie. Hver er besti vinur þinn? Ég er heppinn að eiga marga bestu vini. Það er næs. En síð- astliðna mánuði hef ég svona mest hangið með Gumma og Sillu í hljómsveitinni minni og Hildu kærustunni minni. Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er þá hvern? Ég geri trylltan bolog- nese. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Scottie Pippen eða Diet Pepsi? Scottie Pippen eða Diet Pepsi? Aðalsmaður vikunnar er söngvaskáldið, sjarmörinn og lífskúnstnerinn mikli Snorri Helgason. Pylsur og pepperóní er á meðal þess sem er honum hugstætt. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Seint verður sagt að Hallgrímur Oddsson vandi ekki til verka enda tók hann sér góð 17 ár í að vinna og fínpússa plötu sína „Einfald- lega flókið“. Sjálfur segir hann ýmsar ástæður fyrir þeim tíma sem tók að koma plötunni út. „Hugmyndin að plötunni er 17 ára gömul en ég fékk hana þegar ég var nýhættur í rokk- hljómsveitinni Stripshow og var að setja upp söngleik fyrir Fjölbrautaskólann í Ármúla. Mig langaði að gera þemaplötu og hafa ein- hverja sögu á bak við en síðan hefur platan þróast og tekið töluverðum breytingum, t.d. ætlaði ég í upphafði að tengja við hana ljóð en svo fannst mér það ekki svo skemmtileg hug- mynd þegar leið á.“ Helstu ástæðuna fyrir töf- unum segir Hallgrímur þó vera peningaleysi. „Það komu tímabil þar sem ég saltaði plötuna alveg en þegar ég var búinn að vinna mér inn einhverja peninga átti ég það til að fara fram úr mér. Þetta hélst því í hendur; peningarnir og peningaleysið. Þegar ég átti peninga fannst mér platan ekki tilbúin en þegar ég var blank- ur fannst mér hún tilbúin. Núna á ég hins veg- ar peninga og mér finnst platan vera tilbúin og því ekki eftir neinu að bíða með að gefa hana út.“ Platan, sem komin er á bílprófsaldurinn, kemur í verslanir 20. febrúar og ætlar Hall- grímur að vera með útgáfutónleika 4. mars í Fríkirkjunni. Þá geta þeir sem kjósa að nota tæknina nálgast plötuna á gogoyoko. Bland í boka fyrir tónlistarunnendur Platan er ansi skemmtilegt samansafn af tónlistarstefnum og sækir Hallgrímur inn- blástur víða. „Tónlistin á plötunni er þjóðlaga- kennd rokktónlist, vísnakennd með djassívafi og blús. Þetta er því illflokkanlegt en það mætti segja að platan væri bland í poka af góðri tónlist.“ Ásamt því að gefa út eigin tónlist syngur Hallgrímur með karlakórnum Fjallabræðrum sem gæti þótt sérkennilegt fyrir rokkara eins og hann ef ekki væri fyrir þær sakir að kórinn er sannkallaður rokkkór. „Við erum margir rokkarar í kórnum og við tókum t.d. lagið Thunderstrike með ACDC í Vestmannaeyjum í sumar og á Akureyri. Fjallabræður er kór fyr- ir þá sem vilja eitthvað meira en klassísk kór- lög.“ Hallgrímur er um þessar mundir að vinna að plötu með kórnum sem hann segist vona að verði komin í verslanir fyrir næstu jól. „Upp- tökur eru byrjaðar og við stefnum að því að koma plötunni út fyrir jólin.“ Sjálfur segist hann ekki vera byrjaður á nýrri sólóplötu en lofar því að næsta plata verði eitthvað skemur í vinnslu en „Einfaldlega flókið“. „Ætli við séum ekki að horfa á eitt til tvö ár í næstu plötu. Ég geri ráð fyrir að sú plata verði með öðru sniði, til að mynda textar í öðrum tón en eru á þessari plötu.“ Einfaldlega flókið í sautján ár  Afrakstur sautján ára vinnu á leið í verslanir Lokið Einfaldlega flókið kemur senn í búðir. ÍSLENSKUR TEXTI t.v. kvikmyndir.is  FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! 4 T I LN E FN INGAR T I LÓSKARSVERÐLAUNAM.A. BESTA MYNDIN ÁLFABAKKA 10 10 10 10 10 10 12 12 12 12 12 12 VIP EGILSHÖLL 12 12 12 16 14 16 L L L L L L AKUREYRI 16 LFRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl tali kl. 6 3D EXTREMELY LOUD & INCREDIBLY CLOSE kl. 5:20 - 10:10 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:40 2D HUGO kl. 5:20 - 8 2D ONE FOR THE MONEY kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D UNDERWORLD: AWAKENING kl. 10:10 2D MAN ON A LEDGE kl. 8 2D A FEW BEST MEN kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D A FEW BEST MEN Luxus VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D EXTREMELY LOUD INCREDIBLY CLOSE kl. 5:40 - 8 - 10:40 2D BEAUTY & THE BEAST - 3D (FRÍÐA OG DÝRIÐ) M/ ísl. Tali kl. 4 - 6 3D HUGO Með texta kl. 3 - 5:20 - 8 2D HUGO Ótextuð kl. 10:40 3D ONE FOR THE MONEY kl. 8:20 2D CONTRABAND kl. 8 - 10:20 2D PRÚÐULEIKARARNIR kl. 3:20 - 5:40 2D SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:40 2D FJÖRFISKARNIR M/ ísl. Tali kl. 3:40 2D STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN M/ ísl. Tali kl. 3:40 2D 16 L L L L L 10 10 12 12 KRINGLUNNI EXTREMELY LOUD AND INCREDIBLY CLOSE kl. 8 - 10:40 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D SHAME kl. 8 - 10:10 2D BEAUTY & THE BEAST - 3D (FRÍÐA OG DÝRIÐ) M/ ísl. Tali kl. 6 3D WAR HORSE kl. 5 2D THE HELP kl. 5 2DA FEW BEST MEN kl. 8 - 10:30 2D FRÍÐA OG DÝRIÐ ÍSL TAL Í 3D kl. 6 3D EXTREMELY LOUD AND INCREDIBLY CLOSE kl. 8 - 10:30 2D PRÚÐULEIKARARNIR enskt tal ísl texti kl. 6 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 CONTRABAND kl. 8 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 10:20- SELFOSS KEFLAVÍK EXTREMELY LOUD AND INCREDIBLY CLOSE kl. 8 2D FRÍÐA OG DÝRIÐ M/ ísl. Tali kl. 6 3D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D THIS MEANS WAR kl. 10:30 2D PUSS IN BOOTS M/ ísl. Tali kl. 6 2D MÖGNUÐ SPENNUMYND! NÝTT Í BÍÓ NÝJASTA MEISTARAVERK STEVEN SPIELBERG. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI hollywood reporter  boxoffice magazine  blurb.com  at the movies  TILNEFNiNGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYND BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI – MAX VON SYDOW MEISTARAVERK DISNEY Í FYRSTA SKIPTI Í BÍÓ Í sýnd í takmarkaðan tíma SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI er sýnd á undan stuttmyndin Frá höfundi Death at a Funeral.Frábær gamanmynd með sótsvörtum húmor 2 TOM HANKS OG SANDRA BULLOCK ERU STÓRFENGLEG Í ÞESSARI ÁHRIFARÍKU MYND BYGGÐ Á METSÖLUBÓK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.