Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 48. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Flugstjórinn dó 2. Ef ég lendi í helvíti rotna ég þar … 3. Brúarfoss rak stjórnlaust 4. Ein skammvinn stroka inn á kyn… »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Popphljómsveit Íslands, Sálin hans Jóns míns, ætlar að slá sér upp á Nasa á morgun eins og segir í frétta- tilkynningu. Þar kemur og fram að fá- heyrð lög fái að fljóta inn á sett kvöldsins. Sálin hans Jóns míns á Nasa á morgun  Hollenski plötu- snúðurinn Tiësto mun koma fram í Vodafonehöllinni 10. mars næst- komandi. Um er að ræða einn þekktasta plötu- snúð heims í dag og hefur vegur hans vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Hann er margverðlaunaður og þess má geta að Jónsi okkar söng inn á plötu hans frá 2009, Kaleidoscope. Tiësto spilar í Vodafonehöllinni  Aðstandendur Lollapalooza í Síle hafa nú tilkynnt helstu listamennina í ár. Foo Fighters eru aðalnúmerið 1. apríl en degi fyrr er það Björk sem mun ráða ríkjum. Mun hún flytja lög af Biophiliu en einnig eldra efni. Fram kemur að um 50 manns muni taka þátt, tónlist- armenn, kór og dans- arar. Björk flytur Biophiliu í Síle í lok mars Á laugardag NV 8-18 m/s, hvassast á NA-horninu. Snýst í vestan 8-13 seinnipartinn en styttir upp austantil. Frost 2 til 12 stig. Á sunnudag SV 5-10 m/s með dálítilli snjókomu. Hlýnar í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG NA 13-20 m/s norðantil á landinu með snjó- komu. Mun hægari vindur sunnantil og stöku él, en hvessir einnig úr norðri þar seinnipartinn og styttir upp. Frost 0 til 7 stig. VEÐUR Mikil spenna er á Sauðár- króki fyrir fyrsta bikarúr- slitaleik Tindastóls í körfu- bolta, og líka í Keflavík þar sem heimamenn vonast eft- ir sínum fyrsta sigri í bik- arnum um árabil. Sauð- krækingurinn Helgi Rafn Viggósson segir að lítið sé talað um annað en leikinn fyrir norðan og Magnús Þór Gunnarsson úr Keflavík segir að Facebook-brjálæði sé komið af stað syðra. »4 Spenna og Face- book-brjálæði Alfreð Gíslason, þjálfari þýska topp- liðsins Kiel, kveðst hlakka mikið til að fá einn besta handboltamann heims, Guðjón Val Sigurðsson, í sínar raðir í sumar. Hann er líka ánægður með gengi sinna manna en Kiel hefur unn- ið fyrstu 20 leiki sína í þýsku 1. deildinni og er með þrjá stóra titla í sigtinu. »1 Alfreð ánægður og hlakkar til að fá Guðjón Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH eru áfram í tveimur efstu sætunum í N1- deild karla í handboltanum eftir sigra í gærkvöld. Haukar fóru furðulétt með Fram í Safamýri en FH lenti í mesta basli með Aftureldingu í Kaplakrika. Valsmenn komu fram hefndum gegn HK og sigruðu í Kópa- vogi og Akureyri innbyrti tvö stig á Seltjarnarnesi. »2-3 Haukar og FH unnu bæði en á ólíkan hátt ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég hef átt mér þann draum að keppa fyrir hönd Kanada á Ólympíu- leikum alveg síðan ég fylgdist með leikunum í Salt Lake City árið 2002. Þó að ég sé ung að aldri stefni ég ótrauð á Ólympíuleikana í Sochi árið 2014,“ segir Kate Hanly, 18 ára skautadrottning í Kanada, fullu nafni Katherine Laufey Hanly, en móður- ætt hennar er komin af íslenskum vesturförum í Winnipeg. Kate hefur skipað sér í hóp efni- legustu skautahlaupara Kanada og varð nýlega Kanadameistari í sínum aldursflokki. Þá hefur hún sett heimsmet í unglingaflokki í 500, 1.000 og 1.500 metra skautahlaupi. Um síð- ustu helgi vann hún í 1.000 m hlaupi á meistaramóti N-Ameríku í skauta- íþróttum og var 0,4 sekúndum frá því að setja nýtt Kanadamet í þeirri grein. Með þessum árangri hefur hún unnið sér keppnisrétt á heims- meistarmóti unglinga í skautahlaupi, sem fram fer í Japan eftir hálfan mánuð. Stefnir hún að því að komast í kanadíska landsliðið í skautahlaupi, en segir samkeppnina harða. Æfir við bestu aðstæður Kate segist hafa verið níu eða tíu ára þegar hún byrjaði að æfa skauta- hlaup, þá búsett með fjölskyldunni í Toronto. Nú búa þau í Calgary og æfir Kate íþrótt sína við bestu að- stæður í skautahöllinni sem byggð var vegna Ólympíuleikanna þar í borg 1988. Hún hefur ekki langt að sækja skautahæfileikana en móðir hennar, Joann Margaret John- son, og móðursystir, Gillian Kristin Johnson, voru með fremstu skautahlaupurum Kanada á sínum tíma. Stund- ar móðirin íþróttina ennþá og varð nýverið í fjórða sæti á sterku al- þjóðlegu móti fyrir hlaupara eldri en 50 ára. Foreldrar Kate eru bæði læknar og starfa í Calgary, faðirinn Patrick Hanly er fæddur á Írlandi. Móðirin er Vestur-Íslendingur; dóttir George Johnsons, sem var læknir, ráðherra og fylkisstjóri í Manitoba, og Doris Blöndal. Börn þeirra sex hafa verið áberandi í störfum sínum, m.a. Janis Gudrun, sem er öldungadeildar- þingmaður í Kanada, Gillian Kristin er kunnur rithöfundur og Jón Blön- dal er athafnamaður í viðskiptalífinu. Dauðlangar til Íslands „Ég hef aldrei komið til Íslands en dauðlangar að fara. Foreldrar mínir, frændsystkini, afi og amma hafa heimsótt Ísland og haldið góðum tengslum við landið,“ segir Kate, sem skírð er í höfuðið á langömmu sinni, Laufeyju. „Því miður náði ég aldrei að kynnast henni en mamma segir að ég sé mjög lík henni. Hún var stór- kostleg kona og bakaði gómsætar kleinur,“ segir Katherine Laufey að endingu. Stefnir ótrauð á Ólympíuleikana  Kanadameistari í skautahlaupi  Með þrjú heimsmet í unglingaflokki Vesturíslensk Katherine Laufey Hanly á harðaspretti á skautasvellinu, nýorðin Kanadameistari í sínum flokki og er á leið á HM unglinga í Japan. Afi Katherine Laufeyjar; George Johnson, var sonur Laufeyjar Benediktsdóttur og Jónasar Georges Johnsons, sem voru bræðrabörn. Feður þeirra voru Benedikt og Halldór Jónssynir, synir Jóns Benediktssonar, pró- fasts á Hólum í Hjaltadal, Hóla- Jóns, er fluttist vestur ásamt fjórum sonum 1887. Amman; Doris Blöndal, var dóttir Ágústs Blöndals læknis og Guðrúnar Stefánsdóttur í Winnipeg, frænka Halldórs Blön- dals, fyrrv. ráð- herra. Hóla-Jón og Blöndalsætt VESTUR-ÍSLENDINGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.