Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nemendaráð Hagaskóla og Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi standa árlega fyrir sérstökum degi til að efla samskiptin. Í hádeginu í gær mættu Hagaskólanemendur í íþróttahús Seltjarnarness til að keppa í ýmsum þrautum, þ. á m. brennó, handbolta, reiptogi og kappáti. Síðar um daginn var safnast saman í Hagaskóla og þar fór fram ræðukeppni skólanna, umræðuefnið var – barn- eignir! Á eftir var ball til klukkan 10. Hamborgara sýnt í tvo heimana Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hagaskóli og Valhúsaskóli kepptu í þrautum eins og kappáti Skúli Hansen skulih@mbl.is Stefnt er að því að kalla stjórnlaga- ráð aftur saman í fjóra daga í byrjun mars, þetta var sú niðurstaða sem meirihluti stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar Alþingis komst að á fundi nefndarinnar sem haldinn var í gær- kvöldi. Á fundi nefndarinnar var fjallað um breytingartillögu við til- lögu til þingsályktunar um meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórn- skipunarlaga. Í þingsályktunartil- lögu um skipun stjórnlagaráðs var kveðið á um ráðið hefði frest til loka júnímánaðar 2011 til þess að skila af sér frumvarpi til stjórnskipunarlaga, en þessi frestur var síðan framlengd- ur um einn mánuð. Aðspurð hvort ekki sé nauðsynlegt að endurnýja umboð ráðsins með nýrri þingsálykt- unartillögu ef stjórnlagaráð verður kallað saman að nýju segir Valgerð- ur Bjarnadóttir, formaður nefndar- innar, að svo verði gert og vísar til tillögunnar sem rædd var á fundi nefndarinnar. „Við kveðjum þessa fulltrúa saman með þingsályktun og biðjum þá um að mæta til fundar til þess að fjalla um einhver álitamál sem komið hafa upp og aðrar spurn- ingar sem við ætlum að leggja fyrir þá,“ segir Valgerður. Samkvæmt tillögunni sem nefndin samþykkti verða fulltrúar ráðsins með laun sem samsvara hlutfallslega þeim launum sem þeir höfðu á starfstíma ráðsins. „Nei, ekki gríð- arlegur, en þetta er smá kostnaður, ætli þetta verði ekki um 4 til 5 millj- ónir allt í allt,“ segir Valgerður, að- spurð hvort í þessu sé ekki fólginn mikill kostnaður fyrir skattgreiðend- ur. Spurð út í umfang þeirra mögu- legu breytinga sem ráðinu er ætlað að ræða á fundum sínum í mars segir Valgerður að hennar mat sé það að nefndin eigi að óska eftir því að ráðið fjalli um fáar en mikilvægar breyt- ingar á frumvarpinu en ekki heildar- endurskoðun á því. „Þegar maður er búinn að sofa eina nótt, eða í þessu tilviki hálfan vetur, og það hafa kom- ið alls konar athugasemdir, þá er það enginn áfellisdómur þó að maður segi: Já, kannski hefði ég átt að gera þetta svolítið öðruvísi,“ segir Valgerður, aðspurð hvort það sé ekki áfellisdómur um störf stjórnlagaráðs ef nú verða gerðar veigamiklar breyting- ar á því frumvarpi sem ráðið skilaði af sér síðasta sumar. Stjórnlagaráð kallað saman  Á að ræða mögulegar breytingar á frumvarpi sínu til stjórnskipunarlaga  Fulltrúar ráðsins fá greidd laun fyrir fjögurra daga fundarhöld í mars nk. Þetta er smá kostnaður, ætli þetta verði ekki um 4 til 5 milljónir Valgerður Bjarnadóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hringvegurinn um Breiðamerkursand er ekki lengur tal- inn í bráðri hættu vegna ágangs sjávar. Fargi hefur verið létt af landinu eftir því sem jöklarnir hafa þynnst og hop- að á síðustu árum og hefur landið risið, samkvæmt upp- lýsingum Vegagerðarinnar. Því hefur verið hætt við hug- myndir um að færa veg og brú ofar í Jökulsárlónið. „Við vorum komnir í þær stellingar að færa varnarlín- una innar í lónið, þ.e. veginn og nýja brú,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. „Mannvirkin voru hugsuð til 30-40 ára þannig að bráðahætta yrði ekki yfirvofandi. Í nokkur ár gekk jafnt og þétt á ströndina og sjávarlína færðist nær og nær mannvirkjunum. Síðustu ár hefur orðið breyting á þessu og hætt hefur að ganga á landið, ekki síst vegna landlyft- ingarinnar. Þessar aðgerðir eru því ekki lengur á döfinni og eins og staðan er núna þá höfum við fyrst og fremst eftirlit með hugsanlegum breytingum,“ segir vegamála- stjóri. Jafnframt er áfram til skoðunar að færa farveg Jökuls- ár austar á sandinn ef aðstæður breytast til hins verra, t.d. vegna aukins innstreymis sjávar í lónið. Það hefur á undanförnum árum stækkað mjög eftir því sem jökullinn hefur hörfað inn til landsins. Vegurinn við Jökulsárlón ekki lengur talinn í hættu Morgunblaðið/Ómar  Ekki lengur á döfinni að færa veg og brú innar í lónið Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, segir að ekkert hafi komið fram í meðferð máls Bjarna Randvers Sigurvinssonar, stunda- kennara við guðfræði- og trúar- bragðafræðideild skólans, sem bendi til að hann hafi gerst brotleg- ur í starfi. Kristín hefur skrifað bréf til starfsfólks Háskóla Íslands vegna þessa máls, en það hófst eftir að Vantrú kærði kennslugögn Bjarna Randvers til siðanefndar skólans. Málið hefur verið umdeilt inna og utan skólans. Engin efnis- leg niðurstaða fékkst í málið af hálfu siðanefndar. Ekki brotlegur í starfi í Vantrúarmáli N1 hækkaði verð á bensíni og dísil- olíu í gær um tvær krónur lítr- ann. Önnur olíu- félög höfðu í gær- kvöldi, þegar blaðið fór í prent- un, ekki fylgt N1 eftir með hækkunum en skammt er síðan Olís dró hækkun til baka þeg- ar önnur félög gerðu ekki slíkt hið sama. Algengt verð á bensíni hjá N1 var í gærkvöldi 250,60 krónur og verð á dísilolíu 258,50 krónur. Shell fylgdi fast á eftir og var al- gengt verð á bensíni þar 250,40 krónur og 256,30 krónur fyrir dísil- olíu. N1 hækkaði lítrann um tvær krónur Komdu þér í gang! l 2ja vikna námskeið 5x í viku í tækjasal með persónulegri leiðsögn og aðhaldi l Tilvalið að mæta með vinkonunum – hámark 6 í hóp l Leiðbeiningar um mataræði l Mæling og vigtun í byrjun og enda námskeiðs Verð aðeins kr. 10.000. Barnagæsla - Leikland JSB Velkomin í okkar hóp! telpurS onuK r Staðurinn - Ræktin Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Stutt og strangt Skráning alltaf í gangi í síma 581 3730! Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal S&S stutt ogstrangt E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n „Í þjóðaratkvæðagreiðslunni virðist eiga að spyrja bæði um tillögur stjórnlagaráðs í heild, með þá mögulega einhverjum minniháttar breytingum, og svo hugsanlega um nokkur afmörk- uð álitaefni, sem snerta stjórn- arskrána,“ segir Birgir Ár- mannsson þingmaður, en samkvæmt tillögu sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sam- þykkti verða greidd at- kvæði um tillögur ráðsins samhliða forsetakosn- ingunum í sumar. Margþættar spurningar ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLA Í SUMAR Birgir Ármannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.