Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Aðalmálið er að þetta fór vel,“ sagði Hafsteinn Hafsteinsson, skipstjóri á Brúarfossi, en skipið rak vélarvana undan veðri og vindi í átt að Garð- skaga í fyrrinótt. Skipverjum tókst að aftengja bilaðan ásrafal og gang- setja vélina á ný. Brúarfoss hélt áfram ferð sinni og kom til Vest- mannaeyja um klukkan 14.00 í gær. Um borð í Brúarfossi voru 12 manns, 11 manna áhöfn og einn far- þegi. Hafsteinn sagði að allir hefðu haldið ró sinni um borð. Skipið var á siglingu í hefðbundinni siglingaleið, um sjö sjómílur (13 km) frá landi, þegar reykskynjari fór í gang klukk- an 02.35 í fyrrinótt og vakti alla sem voru sofandi. Hafsteinn sagði ekki óalgengt að skynjarinn færi í gang af litlu eða engu tilefni. Það gerðist stundum í veðri eins og var í fyrri- nótt. Hafsteinn, sem var í koju, vakn- aði við reykskynjarann og fór upp. Þá var búið að senda háseta niður í vélarrúm þaðan sem boðin komu. Vélstjórinn var einnig kominn niður. Hafsteinn sagði að reykur og mikil hitalykt af gúmmíi hefði verið í vél- arrúminu. Loftið var svo vont að menn ræddu hvort ráðlegt væri að vera þar lengi í einu. Þeir voru með súrefnistæki, svonefnd flóttatæki, við höndina. Einnig voru tveir reyk- kafarar um borð. Skipið var á sigl- ingu og búið að leita að uppsprettu reyksins í um 20 mínútur þegar dró til tíðinda. Glæringar og mikill reykur „Vélstjórinn hringdi upp um klukkan 02.54 og sagði að við yrðum að stöðva,“ sagði Hafsteinn. Vélstjór- anum leist ekki á ástandið í kringum ásrafalinn, en hann er knúinn af að- alvél skipsins og sér skipinu fyrir raf- magni þegar það er á siglingu. Skyndilega blossaði í kringum raf- alinn og reykurinn jókst mikið. Vél- stjórinn notaði neyðarstopp til að stöðva vélina. Hafsteinn kvaðst hafa verið að því kominn að láta stjórnstöð Landhelg- isgæslunnar vita af stöðu mála þegar árvökull vörður á stjórnstöðinni kall- aði og spurði hvað væri að gerast. Hann hafði þá séð í ferilvökt- unarkerfinu að skipið var farið að reka. Hafsteinn hrósaði þeim á stjórnstöðinni fyrir árveknina. Landhelgisgæslan kallaði strax í varðskipið Ægi, sem var statt suður af Grindavík og hafði samband við togarann Höfrung III AK sem var á Stakksfirði og bað þau til öryggis að hraða sér á vettvang. Þegar dróst að koma aðalvél Brúarfoss í gang var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og beið hún í viðbragðsstöðu nálægt höfninni í Sandgerði. Björg- unarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á svæðinu voru kall- aðar út og lögreglan á svæðinu látin vita, samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar. Vont veður og mikill sjór En var ekki foráttuveður? „Jú, það sló upp í 25-30 metra á kafla og svo dúraði inni á milli. Þetta var leiðinlegt veður. Vestanáttin er svona,“ sagði Hafsteinn. Sjór fór einnig vaxandi vestur af Garðskaga þegar Brúarfoss var þar á reki. Öldu- hæð var komin yfir sex metra klukk- an þrjú um nóttina og var orðin 7,5 metrar um sexleytið samkvæmt Garðskagadufli. Á Garðskaga var 16,3 m/s vestanátt klukkan þrjú og 25 m/s í vindhviðum. Heldur bætti í vindinn eftir því sem á leið og klukk- an 5.00 var kominn vestsuðvestan 17,7 m/s vindur og 25 m/s í vind- hviðum. Ekki var hægt að halda skipinu upp í svo það flatrak undan vest- anveðrinu og öldunni. Hafsteinn sagði að mennirnir sem unnu að við- gerðinni hefðu þurft að skorða sig af neðst niðri og aftast í skipinu, þar sem ásrafallinn er. Hann sagði að þessar aðstæður hefðu ekki hjálpað til. Akkerið dró úr rekinu „Við vorum fyrst á reki í tvo tíma. Þá var komið að því að láta akkerið detta. Það var ekki hægt fyrr en við vorum komnir inn á 50 metra dýpi. Þá dró úr rekinu,“ sagði Hafsteinn skipstjóri. Hann sagði að eftir að akkerið var látið fara hefði verið far- ið að styttast í að vélstjórinn gæti upplýst hvort viðgerðin tækist. „Þá var Höfrungur kominn og við orðnir rólegri. Ég held pottþétt að hefði hann ekki farið í gang á þessum tímapunkti þá hefðum við farið í að- gerðir til að taka við endum frá Höfr- ungi til þess að láta hann allavega slefa okkur eitthvað. Ægir átti það langt eftir að við hefðum ekki getað beðið eftir honum. Höfrungur hefði að minnsta kosti getað haldið okkur frá rekinu. Einnig kom til greina að gangsetja aðalvélina og valda meiri skemmdum á ásrafalnum en orðnar voru. En það tókst að aftengja raf- alinn og koma vélinni í gang,“ sagði Hafsteinn. Um leið og vélin fór í gang var akkerið tekið upp, gengið frá drátt- artrossu og stefnan tekin frá landi klukkan 06.00. Varðskipið Ægir fylgdi Brúarfossi þar til komið var fyrir Reykjanes. Brúarfoss sigldi svo einn síns liðs og kom til Vest- mannaeyja um klukkan 14.00 í gær. Framundan er flokkunarviðgerð á skipinu og þá verður rafallinn vænt- anlega lagaður, að sögn Hafsteins. Siglingaleiðin bjargaði miklu Umhverfisstofnun vakti athygli á því í gær að árið 2008 var skilgreint svæði í kringum Reykjanes sem skipum ber að forðast. Það var m.a. gert í framhaldi af strandi Wilsons Muga við Hvalsnes 2006. Að sögn Landhelgisgæslunnar kvað reglu- gerðin frá 2008 einnig á um afmörk- un siglingaleiða og tilkynninga- skyldu skipa fyrir Suðvesturlandi. Brúarfoss var á þessari afmörkuðu siglingaleið og þykir ljóst að verr hefði getað farið ef skipið hefði verið á gömlu leiðinni sem var einungis 2,5 sjómílur (4,63 km) frá landi. Brúar- foss rak um fjórar sjómílur (7,4 km) í átt til lands, að sögn Landhelg- isgæslunnar. Þegar Brúarfoss var næst landi í fyrrinótt átti skipið eftir tvær sjómílur (3,7 km) í flasir sem eru undan Sandgerði og innan við tvær mílur í grunnsævi. Þá var rekið orðið aðeins norður með landinu en ekki beint í austur, að sögn Hafsteins skipstjóra. Í gær var stefnt að því að Brúar- foss héldi áætlun, þótt bilunin hefði tafið för skipsins nokkuð frá áætlun. „Aðalmálið að þetta fór vel“  Bilun í ásrafal olli því að Brúarfoss rak stjórnlaust undan óveðri í átt að Garðskaga í fyrrinótt  Mikill öryggisviðbúnaður var viðhafður en skipverjum tókst að gangsetja vélina og sigla til Eyja Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Brúarfoss Skipið á leið inn í Vestmannaeyjahöfn í gær, eftir að hafa fengið fylgd lóðsins frá Eyjum. Ferill Brúarfoss Heimild. www.sigling.is 22:40 Brúarfoss leggur af stað frá Reykjavík. 06:00 Brúarfoss leggur aftur af stað. 02:55 Vél Brúarfoss stöðvuð. 14:00 Brúarfoss leggst að bryggju í Eyjum. 02:35 Brunaviðvörunar- kerfi fer í gang. 4:30 Höfrungur kemur að Brúarfossi. 03:00 Haft er samband við Höfrung Tími Vindátt styrkur Hviður ölduhæð 03:00 V 16,3m/sec 24,9 6,1 04:00 V 15,8m/sec 23,5 6,6 05:00 VSV 17,7m/sec 25,0 7,0 06:00 VSV 16,3m/sec 21,8 7,4 Veður og ölduhæð á vettvangi Afmarkaðar skipaleiðir Brúarfoss Höfrungur 7,7 mílur 2 mílur Byggt m.a. á upplýsingum frá landhelgisgæslunni Grunnkort: Landmælingar Íslands Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Skipstjóri Hafsteinn Hafsteinsson. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 „Þessar aðstæður voru náttúrlega erfiðar, en við hefðum bara tekið hann í tog,“ sagði Þórður Magn- ússon, skipstjóri á skuttogaranum Höfrungi III, AK-250. Stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar hafði samband við Höfrung rétt fyrir klukkan þrjú í fyrrinótt og bað þá að sigla í átt að Brúar- fossi. Höfrungur hafði farið frá Reykjavík um svipað leyti og Brú- arfoss en Þórður ákvað að bíða í vari undan Leirunni. „Það voru 25 m/s og suðvestan haugasjór, ekkert veiðiveður. Ég ætlaði að bíða þarna aðeins,“ sagði Þórður. Hann sagði að það hefði ekki verið neitt mál fyrir þá að fara fyrir Garðskagann, þrátt fyrir bræluna. Þeir væru á öflugu skipi og ýmsu vanir. Siglingin að Brúarfossi tók rúman klukkutíma. „Ég lét reka með honum í hálf- tíma og var búinn að meta að- stæður. Við vor- um búnir að gera allt klárt, með togvíra klára og ofurtóg. Ég ætl- aði að fara að læðast að honum og skjóta yfir línu þegar hann fór í gang. Það var ekki hætta á einu eða neinu. Það hefði aldrei komið neitt til,“ sagði Þórður. Hann hafði hugsað sér að hafa Brúarfoss á kulborða og læðast við stefnið á honum. Þórður sagði að Brúarfoss væri það stórt skip að rekið hefði verið fyrirsjáanlegt. Hann taldi að það hefði gengið auðveldlega að koma taug á milli skipanna. „Það var ekkert mál að draga hann beint í norður og vera með veðrið á hornið aftanvert. Við hefðum alveg ráðið við það.“ „Hefðum tekið hann í tog“ HÖFRUNGUR III, AK VAR Í NÁMUNDA VIÐ BRÚARFOSS Þórður Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.