Morgunblaðið - 17.02.2012, Síða 28

Morgunblaðið - 17.02.2012, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 ✝ Magnús Þór-arinn Daní- elsson fæddist á Þórustíg 20 í Njarðvík 25. des- ember 1947. Hann fórst með Hall- grími SI-77 25. jan- úar 2012. Foreldrar hans voru Daníel Ög- mundsson skip- stjóri, fæddur á Görðum í Beruvík 19. apríl 1915, d. 1. júlí 1960 og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir ljós- móðir, fædd í Reykjavík 12. nóvember 1917, d. 27. júní 2006. Systur Magnúsar eru: Sólveig Þórunn, f. 7. júlí 1942, Svein- borg, f. 2. desember 1943, Gunnvör, f. 8. október 1945, og Hulda Karen, f. 7. október 1953. Hinn 25. desember 1968 gift- ist Magnús Eyrúnu Sveinbjörgu Jónsdóttur sem fæddist Í Norð- urkoti í Miðneshreppi, f. 6. júlí 1948. Foreldrar hennar voru Jón Eiríksson, f. 28. febrúar 1921, d. 22. mars 1988, og Rannveig Jónína Guðmunds- dóttir, f. 2. apríl 1922, d. 26. maí 1996. Magnús og Eyrún bjuggu í Njarðvík og eignuðust þrjú börn: 1) Jón Ragnar Magn- ússon, f. 15. apríl 1967, giftur Eddu Svavarsdóttur, f. 1969, þau eiga þrjá syni, Svavar Skúla, f. 1992, Magna Þór, f. 1995, og Magnús Dan, f. 1999. 2) Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, f. 25. júní 1971, í sambúð með Arnari Svanssyni, f. 1967, þau eiga eina dóttur Eyrúnu Unu, f. 2006. 3) Bryndís Harpa Magnúsdóttir, f. 26. maí 1972 og á hún einn son Friðrik Ársæl, f. 1997, barnsfaðir henn- ar er Magnús Friðriksson. Magnús fór ungur á sjó, hann kláraði Stýrimannaskólann í Reykjavík 1968. Hann vann sem stýrimaður fyrstu árin á eftir en varð fljótlega skipstjóri, bæði fyrir aðra en einnig í eigin útgerð. Hann stundaði einnig fiskveiðar víða um heim en síð- ustu árin átti hann sinn eigin bát sem hann gerði út á sjó- stöng og fuglaskoðun. Minningarathöfn um Magnús verður í Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 17. febrúar 2012 og hefst athöfnin kl. 14. Elsku besti pabbi minn, ég er enn að átta mig á að símtalið sem maður vonaði að aldrei kæmi kom þann 25. janúar. Þeg- ar Nonni hringdi og bað mig að koma beint til mömmu þar sem eitthvað hefði komið fyrir bátinn. Hvernig á maður að tækla hlut- ina? Þú sem hefur verið und- anfarin sumur með fallega bát- inn þinn á sjóstöng og í fuglaskoðun og varst að undir- búa frekari starfsemi á veturna með ferðamönnum. Og þú sem ert búinn að vera svona lengi á sjó og fara margar ferðir yfir hafið með báta. En núna er mað- ur að reyna að finna veruleikann, að hann sé svona. Þetta hefur verið svo skýtið því við erum öll svo vön því að þú farir á sjóinn, stundum í einhvern tíma og kannski höfum við verið að bíða eftir því að þú kæmir til baka. Það fara ótal minningar í gegn- um hugann á mér og eru þær all- ar svakalega ljúfar. Allt sem þú kenndir mér, alltaf þegar þú komst til að bjarga manni. Það var allt svo auðvelt í kringum þig og lítið mál. Þú kenndir mér líka að virða allar manneskjur, að við værum ekki yfir aðra hafin. Enda hefur það sýnt sig á und- anförnum dögum hvað það eru margir sem áttu stað í hjarta þínu, þú hafðir alltaf svo mikið pláss fyrir alla. Ég hef stundum verið spurð að því hver sé mín fyrirmynd og hef ég nefnt þig á nafn, en pabbi minn, ég held að ég hafi aldrei náð að segja þér það. En ég vona svo sannarlega að þú hafir vitað það. Því það ert þú sem kenndir mér að virða all- ar manneskjur, að allir hefðu sama tilverurétt á jörðinni. Ég ætla svo sannarlega að halda áfram að taka þig til fyrirmynd- ar og ætla ég að gefa öðrum pláss í mínu hjarta rétt eins og þú gerðir. Ég er líka svo stolt af þér fyrir allan þann dugnað og seiglu sem þú hafðir og að þú hafðir alltaf haft trú á því sem þú varst að gera og öllu sem við tókum okkur fyrir hendur hafðir þú trú á. Allar hugmymdir voru góðar og var alltaf hægt að ræða þær, jafnvel þó að niðurstaðan væri kannski sú að hugmyndin væri fáránleg, þá léstu það alltaf líta þannig út að við hefðum sjálf fengið út þá niðurstöðu. Núna er minningin ein eftir, elsku pabbi minn, og hana ætla ég að geyma í hjartanu mínu því þar átt þú sko stórt pláss. Ég ætla að halda áfram að skoða myndir með Ey- rúnu Unu og Arnari og vera dugleg að halda áfram að búa til minningar sem ég vona mín dóttir geti verið jafn stolt af og ég er af mínum. Þú spurðir líka oft frá hvaða reikistjörnu hún Eyrún Una væri og að ég hefði gert eitthvað rétt í lífinu þegar hún fæddist. Hún er bara 5 ára sorgmædd stelpa núna eins og við öll því við vorum að missa okkar besta vin sem var eigin- maður, pabbi, tengdapabbi og afi sem lifði fyrir fjölskylduna sína. Elsku pabbi minn, hér er svo lítil kveðja frá Eyrúnu Unu: Elsku afi, ég elska þig. Þú varst alltaf besti afi minn, mér fannst skemmtilegt að spila ól- sen-ólsen með þér. Mér þykir ennþá mjög vænt um þig og ég vona að þér líði vel á himnum. – Þitt síli, Eyrún Una. Jenný Þórkatla Magnúsdóttir. Elsku pabbi. Við höfum alla tíð verið sam- rýmd fjölskylda og notið hverrar samverustundar saman hvort sem það var á fallega heimilinu ykkar mömmu, í ferðalögum er- lendis eða bara hvar sem var. Þú varst ekki bara eiginmaður mömmu, pabbi okkar, tengda- pabbi og afi gullmolanna þinna heldur varstu líka besti vinur okkar allra. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, greiðvikinn, skemmtilegur og jákvæður „það var bara aldrei neitt mál hjá þér“. Þú varst áhugasamur um fólk og náttúruna og áttir auð- velt með að laða fólk að þér og skipti þá aldur eða staða þar engu máli, þú fékkst alla til að líða vel í kringum þig. Þér fannst gaman að láta þig dreyma um ný og spennandi tækifæri þar sem þú fléttaðir saman helstu áhugamálum þín- um, samverustundum með fjöl- skyldunni, ferðalögum og hafinu. Margir draumar þínir rættust, aðrir ekki eins og gengur og ger- ist en það sem upp úr stendur er sú sýn á lífið sem þú hafðir „þú lifðir þér til gamans“ þér fannst allt svo spennandi og skemmti- legt. Fyrir um fimm árum þegar þú keyptir Faxa RE 24 og ákvaðst að gera hann út á sjóstöng og fuglaskoðun sástu ekki aðeins fyrir þér atvinnutækifæri heldur líka gullið tækifæri til að vera með fjölskyldunni úti á sjó, þú sagðir svo oft að fjölskyldan yrði alltaf að eiga bát. Ég vann hjá þér á Faxa öll sumur, fyrst við að gera bátinn kláran og síðan við leiðsögn í fuglaskoðun og í sjóstönginni. Ég á ekki orð til að lýsa því hve vænt mér þykir um þennan tíma og þeirri hryggð í hjarta mínu yfir því að fara aldrei aftur með þér út á sjó, ég gat ekki beðið eftir sumrinu. Ég veit fátt skemmtilegra en að vera með þér og fjölskyldunni úti á sjó, njóta náttúrunnar við Reykjavík, rabba við ferðamenn, velta fyrir okkur fuglalífinu og keppast við að veiða eins mikinn fisk og við gátum. Þessi tími var líka mikilvægur fyrir Friðrik, hann kom iðulega með og naut þess að vera á sjónum með afa sínum. Þú varst alltaf svo léttur og áttir auðvelt með að skapa þægi- legt andrúmsloft um borð, þú áttir auðvelt með að ná til fólks- ins og var engu líkara en að ókunnugu ferðamennirnir hefðu alla tíð þekkt þig. Elsku pabbi, það er svo skrýt- ið að hugsa til þess að ég sjái þig aldrei framar í þessu lífi og að ég muni aldrei geta hringt í þig til að heyra í þér hljóðið. Ég hugga mig við það að þú ert á góðum stað og munir taka á móti okkur þegar okkar tími kemur, þegar við vonandi verðum orðin gömul. Minning þín er ljóslifandi með okkur, hún veitir okkur styrk á erfiðum stundum og í framtíð- inni mun hún veita okkur inn- blástur til að takast á við drauma okkar og störf. Við pöss- um upp á mömmu, verðum áfram alltaf til staðar fyrir hana og veitum henni styrk. Ég elska þig, pabbi minn, og farðu varlega, Friðrik biður að heilsa, hann elskar þig mest í öll- um heiminum. Kveðja, Harpa. Þá er komið að kveðjustund, kallinn minn, ekki grunaði mig að þetta yrði síðasta knúsið kvöldið áður en þú fórst norður, en svona er þetta líf, maður veit aldrei. Ég kveð ekki bara föður held- ur góðan vin sem studdi mig í einu og öllu var alltaf tilbúinn að aðstoða og hjálpa til hvenær sem var, það stóð ekki á því. Við átt- um saman góðar stundir, ótal stundir á sjónum þegar ég réri með þér, hve oft við spjölluðum í rólegheitum um hina ýmsu hluti, hvernig þú mótaðir mig og gerð- ir mig að betri manneskju, kenndir mér að njóta þess sem fyrir augu bar, þú varst alltaf glaðvær, alltaf með svörin og faðminn útbreiddan. Það var gott að vera nálægt þér og það er gott að minnast þín og reyna að taka þig til fyrirmyndar. Það eru margar minningar sem skjótast upp í kollinn t.d. þegar við félagarnir fórum sem hálfdrættingar með þér á Brim- nesinu sumarið 1981 og þú borg- aðir okkur fullan hlut því við stóðum okkur svo vel. Þú byggð- ir þannig upp sjálfstraust í okk- ur og lést okkur finnast við skipta máli, það var gott að vera með þér til sjós einhvern veginn urðu allir vinir þínir, allir skiptu máli. Við töluðum líka oft um síld- arvertíðina sem við áttum saman austur á fjörðum, fegurðina og kyrrðina sem við nutum saman eins og myndar á konfektkassa, manstu. Ég geymi minninguna um síð- asta símtalið okkar, þú varst svo ánægður með kallana, þið smell- pössuðuð saman, sálufélagar datt mér í hug, en hverjir voru ekki þínir bestu félagar á sjó, það voru ekki margir. Drengirnir fengu líka að njóta þíns félagsskapar, þessa ein- staka lags sem þú hafðir að koma fram við alla sem jafninga, unga sem aldna, allir nutu þess. Það var alltaf tilhlökkun að fara á sjó með afa. Magnús talar um hve gaman var að fara með þér á landsleik- inn þegar ég þurfti að fara á sjó, þú hljópst í skarðið að sjálfsögðu og söngst fullum hálsi þjóðsöng- inn, góðir tímar. Magni minnist hve naskur hann var að finna út hvað þér þótti gott úti á Spáni, góðar minningar sem gleymast aldrei. Svavar naut þess að vinna með þér síðustu árin og þú varst aldrei spar á hrósin og ég heyrði á þér hve stoltur þú varst af hjörðinni þinni enda máttu vera það, þú settir þitt mark á hana. Elsku vinur, ég veit þú kíkir um borð til mín öðru hvoru og við siglum saman af og til, við söknum þín og minningin þín lif- ir með okkur, guð geymi þig. Þinn sonur og félagi, Jón Ragnar Magnússon. „Áfram Ísland!“ Skælbrosandi hress og glaður, kominn að ná í strákana á sjóinn eða bara að kíkja á okkur. Þannig minnist ég hans tengdapabba, já alltaf hress og átti nóg af plássi fyrir alla, sama hvort þeir voru ungir eða gamlir, bláókunnugir, hann gat talað við alla og það þurfti ekkert að svara honum, hann sá stundum um það líka. Maggi var ekki bara góður afi og pabbi heldur einnig góður vinur okkar, hann studdi okkur alltaf í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, hann sá alltaf eitt- hvað jákvætt út úr öllu. Ég á sem betur fer ótal góðar minn- ingar um góðan vin, minningar héðan og þaðan um allan heim. Bahama-ferðin var fyrsta ferðin eftir að ég kom í fjölskylduna og þær urðu fleiri, afastrákarnir í könnunarleiðangri um Spán með afa (gönguhrólfur og félagar), bílferðirnar um Danmörku, senda hugskeyti og tölur, já hann afi Maggi gat alltaf fundið upp á einhverju spennandi að gera enda bara gaman að vera í kringum hann. Hann elskaði að borða saman og elda góðan mat, hann gat meira að segja borðað og talað um meiri mat. Amma „baby“, afi og strákarnir að hringja í ömmu og syngja; mikið lítur þú vel út „baby“, frábært hár, hann var góður eiginmaður sem hugsaði alltaf um vel um hana Eyrúnu sína eins og prins- essu. Við krakkarnir reynum að hugsa um prinssesuna þína eins vel og við getum Maggi minn. Góður Guð, viltu faðma þenn- an góða dreng og varðveita, gefa henni tengdamömmu minni og okkur öllum styrk til að takast á við þessa erfiðu tíma. Guð geymi þig kæri vinur. Edda. Hann bróðir minn var skarp- greindur, hugsaði hratt og um svo margt í einu að mér þótti oft furðu sæta að honum skyldi tak- ast að koma því öllu frá sér. Hann var líka glaður, traustur og sjálfstæður. Þótt hann væri mjög félagslyndur líkaði honum best að vinna undir eigin stjórn. Maggi var bæði forn og nýr í hugsun. Draumspakur var hann og lét oft drauma sína ráða hvaða fiskimið hann sótti. Hann var vel að sér í sagnaarfi okkar Íslendinga enda alæta á bækur og fróðleik. En hann var líka nú- tímamaður. Hann hafði ferðast um heiminn og eldaði oft fram- andi og gómsæta rétti og veitti eðalvín í veislum, alltaf vel til- hafður, ræðinn og sjarmerandi. Maggi var stóri bróðir minn en litli bróðir systra okkar. Hann mótaði mig. Kenndi mér að boxa, skylmast og búa til teygjubyssur. Kenndi mér að lesa með því að lesa fyrir mig. Las Bláskjá og seinna Sígildar sögur og bækur eftir Jack Lond- on og fleiri höfunda. Einu sinni í hávaðaroki og miklum snjó þut- um við Maggi um alla Njarðvík á skíðasleða með þöndu segli, sem hann hafði útbúið. Maggi var líka nærgætinn og næmur. Hann raulaði oft „Mamma ætlar að sofna“ eftir Davíð Stefánsson þegar hann svæfði mig á meðan mamma hvíldi sig áður en hún fór á næturvakt. Ég var svo hreykin af að eiga hann Magga Dan fyrir bróður. Ljóshærða sæta strákinn sem fór á síld þegar hann var bara smápatti. Strákinn með spé- koppana, fallega brosið og já- kvæðnina sem geislaði af honum. Unglinginn, sem stakk sér í sjó- inn á bak við gömlu sundlaugina í Keflavík og í Njarðvíkurhöfn eftir að hafa verið að mála þar bát. Unglinginn, sem rétt sautján ára tók, ásamt skipstjór- anum frænda okkar, leigubíl frá Seyðisfirði að Skriðuklaustri í Fljótsdal til að heimsækja okkur mömmu. Ég hef ekki síður verið hreyk- in af fullorðna manninum Magga. Hann og Eyrún voru ung þegar þau eignuðust börnin sem eru hvert öðru ljúfara og það sama á við um barnabörnin. Fjölskylda þeirra hefur alltaf verið samheldin og ég þekki ekki margar fjölskyldur sem faðma eins hlýtt og þétt og þau gera. Samverustundir með þeim um borð í Faxa á margri Menning- arnótt munu seint gleymast. Þar grillaði Maggi mat handa gest- um og sigldi með okkur út fyrir hafnarmynnið svo við gætum betur notið flugeldanna. Við Maggi spjölluðum saman í síma nýlega. Hann sagðist hafa það gott og væri að dunda sér við að hringja í ættingja. Eitt símtal okkar öðrum fremur rennur mér seint úr minni. Maggi hringdi í mig þegar ég bjó í Kanada fyrir margt löngu og sagði að sér liði eins og hann væri orðinn margfaldur afi. Hann hefði fengið eldri son minn í afmælisgjöf á jóladag sjö árum áður og nú hefði nýfæddur sonur minn verið nefndur í höfuðið á honum. Maggi, sem þá var 33 ára, var alsæll með þetta enda hafði hann alla tíð yndi af börn- um og óbifandi trú á ungu fólki. Ég hafði ekki áhyggjur af Magga á sjó. Hann var duglegur og reyndur. Fannst sjórinn vera búinn að hrifsa til sín svo marga úr okkar ætt að Magga hlyti að vera borgið. En raunin reyndist önnur. Ég votta eiginkonu hans, börnum og barnabörnum samúð mína. Hulda Karen. Í dag kveðjum við mág, svila og fjölskylduvin, Magga Dan, en Magnús Þórarinn Daníelsson var ávallt þekktur undir því nafni, og fer athöfnin fram frá Njarðvíkurkirkju. Fjölskyldu okkar langar að kveðja þennan sómamann með nokkrum orðum. Maggi Dan var ávallt glaður, hress og hvers manns hugljúfi. Það vafðist ekki fyrir honum að setja upp veislu ef komið var í heimsókn til hans og eiginkonu hans. Margar góðar samveru- stundir áttum við fjölskyldan saman með honum og fjölskyldu hans á jóladag, en þá átti Maggi Dan afmæli og var þá ávallt opið hús hjá þeim hjónum og fjöl- skyldu þeirra. Það hafa ávallt verið sterk bönd á milli fjöl- skyldnanna og munu þau áfram verða það. Það var fjölskyldu okkar mik- ið áfall að frétta af hinu afdrifa- ríka sjóslysi þegar við fengum þær fregnir að Magga Dan væri saknað með b/v Hallgrími SI 77 og seinna staðfest að hann væri talinn af, ásamt tveim öðrum, en Maggi Dan var að ferja skipið til Noregs ásamt þrem öðrum skip- verjum og eitthvað óútskýran- legt kom upp á. Maggi Dan hafði farið í margar áþekkar ferðir með skip sem seld hafa verið úr landi hin síðari ár og alltaf geng- ið vel, þó að veður hafi oft verið válynd. Maggi Dan var athugull skip- stjóri og varkár, enda byrjaði hann ungur til sjós og varð skip- stjóri ungur að árum og þekkti hætturnar vel sem leynast á haf- inu. Viljum við fjölskyldan votta þeim er misstu ástvini í þessu slysi okkar dýpstu samúð. Elsku Eyrún, Jón Ragnar, Jenný, Harpa og fjölskyldur, megi al- máttugur Guð styrkja ykkur og styðja í sorg ykkar. Blessuð sé minning Magnúsar Þórarins Daníelssonar. Það er andvökubjart himinn – kvöldsólarskart, finnum læk, litla laut, tínum grös, sjóðum graut finnum læk, litla laut, tínum grös, sjóðum graut. Finnum göldróttan hval og fyndinn sel í smá dal lækjarnið, lítinn foss, skeinusár, mömmukoss lækjarnið, lítinn foss, skeinusár, mömmukoss. Stingum af – í spegilsléttan fjörð stingum af – smá fjölskylduhjörð senn fjúka barnaár upp í loft, út á sjó verðmæt gleðitár, – elliró, elliró. Hoppum út í bláinn, kveðjum stress og skjáinn, syngjum lag, spilum spil, þá er gott að vera til syngjum lag, spilum spil, þá er gott að vera til. Tínum skeljar, fjallagrös, látum pabba blása úr nös, við grjótahól í feluleik, á hleðslu lambasteik, við grjótahól í feluleik, á hleðslu lambasteik. Stingum af – í spegilsléttan fjörð stingum af – smá fjölskylduhjörð senn fjúka barnaár upp í loft, út á sjó verðmæt gleðitár, – elliró, elliró. (Mugison.) Guðmunda Jónsdóttir, Guðmundur Sverrir Ólafsson og börn. Miðvikudagurinn 25. janúar sl. var mikill sorgardagur í fjöl- skyldunni. Skipið sem Maggi mágur minn var að ferja yfir hafið hafði farist. Hans var sakn- að. Þetta gat ekki verið. Símtal við systur mína fyrr um daginn gekk út á að við ætluðum að hafa þorrablót þegar Maggi kæmi heim og allt var að verða klárt. Ég var rúmlega fimm ára þegar Eyrún systir mín kom heim með kærastann sinn hann Magga Dan. Ég man hvað mér fannst hann skemmtilegur og alltaf hlæjandi. Ég var mikið inni á heimili Eyrúnar og Magga sem barn og unglingur. Maggi var mikið á sjónum og Eyrún systir ein með börnin þrjú og fannst mér mjög gaman að fá að vera hjá henni og við spjölluðum langt fram á næt- ur. Hann var mikill barnakall og gaf sér alltaf tíma til að spjalla við börnin okkar og barnabörn. Þegar ég sagði Sögu ömmu- stelpu að afi hennar Eyrúnar Magnús Þórarinn Daníelsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi Maggi, þú varst sá allra besti, ég mun sakna þín og þíns stórkost- lega persónuleika alla mína ævi. Ég mun sakna þess að vera með þér og mömmu úti á sjó á sumrin og að koma í grillpartí á pallinn til þín og ömmu. Þú varst besti afi og vinur í heimi. Elsku afi ég sakna þín, ég vildi bara að þú kæmir aftur. Kæmir aftur til að þurrka tárin, þurrka tárin mín. Friðrik Ársæll.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.