Morgunblaðið - 17.02.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.02.2012, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 Snjóar Eftir hlýja og snjólausa daga, sem fengu suma til að halda að vorið væri á næsta leiti, ákvað Vetur konungur að minna borgarbúa á sig og sýna að hann væri ekki lagstur í dvala. RAX Dómur Hæstaréttar um geng- istryggð lán 15. febrúar ætti að öllu eðlilegu að knýja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna til að segja af sér. Það var sam- dóma álit allra sjö dómaranna að lög nr. 151 frá 2010, sem rík- isstjórnarflokkarnir hrófluðu upp af mikilli hroðvirkni, stönguðust á við stjórnarskrá. Nú er því orðið ljóst að umrædd lög hafa valdið gríðarlega miklum skaða. Skaði bankakerfisins hlýtur að verða mikill í þeim tilfellum sem bank- arnir hafa verið að vinna eftir lögum sem halda ekki vatni og baka þeim jafnvel skaðabótaskyldu. Skaði fjölmargra lántakenda er þó mun sárari. Vafamál er hvernig bæta skuli fólki upp húsnæð- ismissi, eignarnám og jafnvel fjölskyldumissi. Með umræddri lagasetningu hefur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna valdið afmörk- uðum hópi fólks ómælanlegum skaða. Með slím- setu sinni veldur hún þjóðinni allri ómælanlegum skaða. Óvirðing við stjórnarskrá Óvirðing vinstristjórnarinnar við stjórn- arskrána ætti ekki að koma á óvart. Um víða ver- öld hafa blandaðar vinstristjórnir og komm- únistastjórnir ýmist gert aðför að stjórnarskrám eða kollvarpað þeim. Sums staðar hafa verið bún- ar til ítarlegar langlokustjórnarskrár til hátíða- brigða, en síðan verið virtar að vettugi. Stjórn- arskrár eru m.a. til þess gerðar að vernda almenning fyrir geðþóttaákvörðunum valdhafa, vernda eignarrétt einstaklinga og frelsi. Umrædd afturvirk lagasetning er einmitt dæmi um geð- þóttaákvörðun. Þrælahald? Skattpíning vinstristjórnarinnar er orðin slík að varla er hægt að tala um sjálfseignarrétt vinn- andi fólks lengur. Það er óþarflega gróft að tala um þrælahald. Réttara væri að segja að vinnandi einstaklingur sé hluthafi í sjálfum sér. Hf. að nokkru leyti en ohf. að öðru leyti. Ef virði launþega er sú upphæð sem vinnuveitandinn greiðir í laun og launatengd gjöld vegna launþegans er stutt í að einstaklingur sé minnihlutaeigandi í sjálfum sér þegar búið er að greiða skattinn, útsvarið, lög- bundna lífeyrissjóðinn og launatengdu gjöldin. Og ríkisstjórnin er enn með höfuðið í bleyti og upphugsar nýjar leiðir til aukinnar skattpíningar. Fyrir hvað standa vinstristjórnir? Of langt mál yrði að útlista hina pólitísku spill- ingu sem grasserað hefur í tíð vinstristjórn- arinnar eða andstöðu hennar við uppbyggingu at- vinnulífsins enda sorgarsaga sem aðeins ergir lesandann. Ekki verður þó komist hjá því að benda á almennar staðreyndir. Ríkisstjórn Sam- fylkingar og Vinstri-grænna hefur gert ítrekaðar árásir á landsbyggðina, gert aðför að stjórn- arskránni, staðið fyrir árásum á Hæstarétt, kom- ið á pólitískum réttarhöldum, gert linnulausar árásir á eignarréttinn og hert að ferðafrelsi og öðru frelsi einstaklinga. Hin hreina vinstristjórn hefur sýnt svo ekki verður um villst hvað það er sem vinstristjórnir standa fyrir. Skaði þjóðarinnar eykst með hverj- um deginum sem vinstriflokkarnir stjórna. Vinstriflokkarnir, Samfylking og Vinstri-grænir, verða að fara frá völdum strax. Nú er komið nóg – Aldrei aftur vinstristjórn. Eftir Örvar Má Marteinsson »Hin hreina vinstri- stjórn hefur sýnt svo ekki verður um villst hvað það er sem vinstri- stjórnir standa fyrir. Skaðinn eykst með hverjum deginum. Örvar Már Marteinsson Höfundur er sjómaður og stjórnmálafræðingur. Nú er komið nóg Niðurstaða úttektarnefndar um lífeyrissjóði á stöðu Ef- irlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar (ESH) er þungur áfellisdómur yfir stjórn og stjórnarháttum sjóðsins. Aðeins einn lífeyr- issjóður á landinu tapaði hlut- fallslega meiru en ESH. Sam- kvæmt úttektinni vantar 68-78% upp á eignastöðu sjóðsins til að hann standi undir tryggingarfræðilegum skuldbindingum sínum. Með öðrum orð- um; annaðhvort þarf bæjarsjóður Hafn- arfjarðar að auka verulega framlög sín til sjóðsins á næstu árum, sem jafnvel gæti numið milljörðum króna, en vandséð er hvernig fjárhagsstaða bæjarins getur staðið undir því, eða að skera þarf veru- lega niður réttindi þeirra sem treysta á sjóðinn, eftir starfsævi sína hjá bænum og stofnunum hans. Hvor leiðin sem yrði farin eða blanda af þeim tveimur hefur alvarlegar afleiðingar fyrir íbúa Hafnarfjarðar og bætist ofan á aðra fjárhagserfiðleika sem bærinn á við að etja. Málefni ESH eru stórmál fyrir fjöl- margar hafnfirskar fjölskyldur sem byggja afkomu sína á sjóðnum. Þessar fjölskyldur og Hafnfirðingar allir eiga rétt á skýringum frá þeim sem haldið hafa um stjórnartaumana hjá ESH um hvers vegna ýmsar reglur og fyrirmæli voru brotin hjá sjóðnum árum saman. Hvers vegna var bókhald sjóðsins ekki fært eins og lög kveða á um? Afhverju var farið út fyrir heimildir í kaupum á óskráðum fyr- irtækjum? Hvers vegna voru engar skrif- legar verklagsreglur hjá sjóðnum? Af hverju voru ekki gerðir skriflegir samn- ingar við verðbréfafyrirtækið VBS og hvers vegna týndust hlutabréf sem keypt voru fyrir peninga sjóðsins? Hér eru taldar upp aðeins nokkrar þær ávirðingar sem stjórn sjóðsins fær í út- tektarskýrslunni. Stjórnarformaður eftirlaunasjóðsins til margra ára, Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi þingmaður í Suðvesturkjördæmi, skuldar Hafnfirð- ingum skýringar á hörmulegri frammi- stöðu sjóðsins og reyndar líka á bágri fjárhagsstöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Eftir Rósu Guðbjartsdóttur »Hvor leiðin sem yrði farin eða blanda af þeim tveimur hefur alvar- legar afleiðingar fyrir íbúa Hafn- arfjarðar og bætist ofan á aðra fjárhags- erfiðleika sem bær- inn á við að etja. Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Óreiða í Eftirlauna- sjóði starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.