Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 ✝ Hermann Ólaf-ur Guðnason fæddist í Vopnafirði 5. júlí 1929, hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk þann 7. febrúar 2012. Foreldrar Her- manns voru Guðni Erlendur Sig- urjónsson, f. 12.11. 1909 á Skálum í Vopnafirði, leigubifreiðarstjóri og ökukennari, d. 1981 og Ragn- hildur Davíðsdóttir, f. 9.9. 1909 á Kambi í Vopnafirði, húsfreyja, d. 1985. Systkini Hermanns eru: 1) Lára, f. 14.3. 1935, húsm., maki Ásgrímur Kristjánsson. 2) Davíð, f. 27.8. 1938, húsasmiður. 3) Einar, f. 3.3. 1945, mat- reiðslumeistari, maki Helga Kristmundsdóttir. 4) Sveinn, f. 6.10. 1952, gullsmiður, maki Ólöf Halldórsdóttir. Hermann kvæntist 25.12.1954 eftirlifandi eiginkonu sinni, Elsu Níelsdóttur, f. 2.4. 1930, fyrrverandi matráðskonu frá Þingeyrarseli í A-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hennar voru Halldóra G. Ívarsdóttir og Níels H. Sveinsson, bændur á Þing- eyrum og Þingeyrarseli í A- Hún. Börn Hermanns og Elsu eru: A) Ólöf Dóra, f. 23.5. 1951, Rut, f. 31.1. 1993, húsmóðir, unnusti Þórarinn H. Agnarsson, sonur þeirra er Jóhann Atli, börn Kristínar eru: Dagbjört María, f. 5.12. 1985, há- skólanemi, sonur hennar Benja- mín Úlfur, og Óskar Kristófer, f. 11.8. 1990, leigubifreiðar- stjóri. E) Erla Ósk, f. 10.12. 1967, verkefnisstjóri, maki Gunnar Gottskálksson, f. 8.8. 1964, vélfræðingur, dætur: Elsa María, f. 12.5. 1991, há- skólanemi, sambýlismaður Jón- as Valgeirsson, og Elva Björg, f. 24.6. 1997, nemi. Hermann ólst upp á Vopnafirði en fluttist til Reykjavíkur 1941 og bjó þar til dánardags. Hann lauk sveins- prófi í bifvélavirkjun frá Iðn- skólanum í Rvk. 1956 og öðl- aðist meistararéttindi 1959. Hermann vann hjá Ræsi árin 1945-57 og hjá Varnarliðinu 1957-60. Hann hóf störf hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar 1961, var þar verkstjóri 1965-73 og yfirverkstjóri frá 1973 til 1999 er hann lét af störfum vegna aldurs. Hermann lék handknattleik með Val, bæði með yngri flokkunum og meistaraflokki. Hann var þjálf- ari í handknattleik hjá Val um árabil. Hermann starfaði mikið með Sjálfstæðisflokknum og sat í fulltrúaráði flokksins í fjöl- mörg ár, einnig starfaði hann í Oddfellowreglunni Þorkeli mána. Útför Hermanns verður gerð frá Grensáskirkju í dag, 17. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. tómstunda- og fé- lagsmálafræð- ingur, börn: Sara Dögg, f. 8.11. 1976, uppeldisfræð- ingur, Hollandi, sambýlismaður Egmond de Bruin, og Óskar Freyr, f. 29.10. 1979, mynd- listarmaður, Nor- egi, sambýliskona Lára K. Lár- usdóttir. B) Ragnhildur Guðný, f. 13.4. 1954, rekstrarfræðingur, maki Hjörtur Pálsson, f. 8.1. 1952, byggingafræðingur og framkvæmdastjóri, sonur: Her- mann Jakob, f. 19.11. 1978, við- skiptafræðingur og nemi, sonur Hjartar er Birgir Páll, f. 26.10. 1969, sambýliskona Sylvia Lichy, sonur þeirra er Símon Páll. C) Erlendur Níels, f. 31.5. 1956, byggingafræðingur, Dan- mörku, maki Anna M. Grét- arsdóttir, f. 7.5. 1960, sjúkraliði, dætur: Kristín Elsa, f. 9.6. 1982, viðskiptafræðingur, unnusti Rewan Riko, sonur hennar er Markús Máni, og Berglind Birna, f. 7.10. 1988, nemi. D) Jó- hann Gísli, f. 15.1. 1961, bif- reiðasmiður og fram- kvæmdastjóri, maki Kristín B. Óskarsdóttir, f. 14.12. 1963, off- setprentari, dóttir: Halldóra Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, elsku Hermann minn. Elsa Níelsdóttir. Þó að dauðinn sé stundum tímabær er alltaf sárt að horfa á eftir þeim sem maður elskar. Elskulegur faðir okkar hefur nú kvatt okkur. Pabbi flutti, ásamt foreldrum sínum, 11 ára að aldri frá Vopnafirði til Reykjavíkur, það hafa eflaust verið viðbrigði fyrir ungan svein að koma í höfuð- staðinn í miðri hersetu. Fjöl- skyldan bjó á Laugaveginum og fór pabbi í Austurbæjarskólann og kláraði grunnskólann þar. Hann byrjaði snemma að stunda íþróttir hjá Val, mest í handbolta og á skíðum, hann var líka mikið í KFUM undir handleiðslu séra Friðriks. Pabbi fór síðan í bifvélavirkjun í Iðn- skólanum og var á samningi hjá Ræsi hf. þar sem hann vann í mörg ár og síðar hjá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli. Pabbi var með mikla bíladellu og átti marga ameríska bíla í gamla daga, sem hann gerði í stand og urðu glæsibílar. Pabbi kynntist mömmu á „restrasjón“ eins og hún kallaði það og hafa þau haldið saman í blíðu og stríðu alla tíð. Þau eignuðust lóð fyrir sumarbústað í Hvalfirðinum árið 1968, þar byggðu þau sér bústað í ná- grenni við tvær systur mömmu og eiginmenn þeirra, þetta varð þeirra sælureitur, þangað var farið um hverja helgi allt sum- arið, þau nutu þess einnig að dvelja þar eftir að þau voru hætt að vinna þó að heilsuleysi hafi hindrað þau í að njóta þess allra síðustu árin. Pabbi hafði gaman af ferðalögum, þegar við vorum yngri var sumarfríið not- að í útilegur og ferðir um landið og þær voru ófáar ferðirnar sem voru farnar til Kanaríeyja eftir fyrstu ferðina þangað 1973, ferð þangað var árlegur viðburður hjá þeim síðan og einnig ferðuðust þau til ýmissa annara Evrópulanda. Pabbi og mamma voru mjög góð heim að sækja og sóttumst við eftir að vera með þeim bæði í bústaðnum og á ferðalögum utan- og innanlands, eins þótti barnabörnunum gaman að að vera í pössun og fá að gista, sérstaklega í bústaðnum, pabbi hafði gaman af því að segja sög- ur og þá helst frá æsku sinni og yngri árum, hann hafði skemmtilega frásagnargáfu og mundi ótal vísur og kvæði. Það var mikið líf í kringum þau, mjög gestkvæmt og glatt á hjalla og oftar en ekki var lagið tekið, enda pabbi með þessa fal- legu tenórrödd sem unaður var að hlusta á. Pabbi hafði gaman að bókalestri og átti gott bóka- safn og eins hafði hann gaman af íþróttum og veiðimennsku, á hverju ári var farið í laxveiði og ófáar ferðirnar voru farnar upp á heiði til rjúpna, oft var setið og horft á enska boltann og ekki var verra ef Arsenal var að spila. Pabbi vann hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar hátt í 40 ár og vann hann þar lengst af sem yfirverkstjóri, þar var hann far- sæll í starfi og ávallt mjög vel liðinn sem yfirmaður. Þótt pabbi væri skapmaður var hann að sama skapi með mjög við- kvæma lund og tilfinningaríkur, hann elskaði mömmu út af lífinu og var búinn að koma henni í örugga höfn áður en hann fór, hún hefur nú misst mikið en við fjölskyldan munum öll hlúa að henni. Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir samveruna og allt sem þú hefur gefið okkur og kennt, við mun- um varðveita minningu þína í hjarta okkar – megir þú eiga góða heimferð. Ólöf, Ragnhildur, Erlendur, Jóhann, Erla og fjölskyldur. Elsku afi, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Við hefðum viljað hafa þig lengur hjá okkur en þar sem þú varst orðinn svo veikur þá var kannski best fyrir þig að fá að kveðja. Við erum svo þakklátar fyrir að eiga margar og skemmtileg- ar minningar frá samveru okk- ar. Margar minningar eigum við frá því þegar við vorum með þér og ömmu í sumarbústaðn- um sem þið byggðuð og gerðu svo yndislegan og hlýlegan. Það var svo gaman að sjá hvað þið voruð stolt af bústaðnum ykkar. Okkur fannst alltaf jafngaman að vera með ykkur í sumó, borða góðan mat, fara á brenn- ur og hlusta á fallega sönginn þinn, setja niður kartöflur, slá með þér lóðina og fleira. Við munum hvað þú varst stoltur af kofanum sem við syst- urnar byggðum eitt sumarið og þú leyfðir okkur að flytja hann upp í sumó og setja hann í laut- ina við bústaðinn. Þú komst með viðarvörn til að bera á kof- ann og gafst okkur góð ráð varðandi hvernig við ættum að vinna verkið. Við áttum einnig margar góð- ar stundir með þér þegar við vorum litlar og vorum pantaðar til að skreyta með þér jólatréð á Þorláksmessu. Ömmu fannst nú stundum skreytingin eitt- hvað skrítin en sagði lítið og lagaði bara smá þegar við sáum ekki til. Þegar verkinu var lokið vorum við öll voðalega ánægð með skreytingarnar, tókum myndir af jólatrénu og svo fengum við systurnar smákökur og gos að launum. Við minnumst þess að við átt- um það stundum til að stríða þér og ömmu pínulítið, þegar við vorum litlar, eins og til dæmis þegar við rugluðum klukkunni í rúmgaflinum ykkar og hún byrjaði að hringja á ýmsum tímum. Þetta gerðum við nokkrum sinnum þegar við vorum að leika okkur inni í her- berginu ykkar í Skálagerði. Þið voruð nú ekki alltaf ánægð með okkur en samt aldrei reið. Þú varðst bara svolítið pirraður stundum og kvartaðir yfir að hafa vaknað um miðja nótt eða snemma morguns við glymjandi tónlist. Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir allar ferðirnar til Kan- aríeyja, skemmtilegu ferðina sem við fórum með ykkur á Vestfirði og allar yndislegu samverustundirnar sem við höf- um átt saman. Takk fyrir að sýna okkur hlýju og væntum- þykju alla tíð. Við systurnar kveðjum þig með miklum sökn- uði, elsku afi, en minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta okk- ar. Elsa María Gunnars- dóttir og Elva Björg Gunnarsdóttir. Elsku afi, takk fyrir: Fallega sönginn þinn. Nærveru þína. Vísurnar sem þú kenndir mér. Sögurnar sem þú sagðir mér. Fyrir samveruna í bústaðn- um. Fyrir samveruna á ferðalög- um. Að þykja vænt um mig. Að passa mig. Að mega vera nafni þinn. Að vera afi minn. Ég mun ávallt sakna þín. Hermann Jakob (nafni). Elsku besti afi, mig langar til þess að þakka þér innilega fyrir samveruna og öll góðu samtölin sem við áttum. Það var ávallt gott að hitta þig og ömmu og stundirnar sem við áttum sam- an í Skálagerðinu og uppi í sumarbústað eru með bestu minningum sem ég á. Sérstak- lega man ég vel eftir örygginu sem fylgdi því að vera hjá ykk- ur og góða andrúmsloftinu sem var í ykkar návist. Amma frammi í eldhúsi að raula lag og að dunda sér við að laga matinn á meðan þú sast við eldhús- borðið og lagðir endalausan kapal, sem aldrei virtist taka enda. Þú varst stoð þessarar fjöl- skyldu og styrkur og hugsaðir ótrúlega vel um alla. Þótt þú hafir yfirleitt verið þögull var alltaf stutt í grínið hjá þér og komstu oft með góða viskumola, enda vel lesinn og fróður mað- ur. Þú varst mikil fyrirmynd fyrir mig og kenndir mér ótrú- lega margt um karlmennsku, virðingu og sæmd. Það var mér mikill heiður þegar þú lánaðir mér kjólfötin þín þegar ég söng með Karlakór Reykjavíkur. Þú varst stoltur og sterkur maður og þess vegna var sér- lega erfitt, þegar þú veiktist, að sjá þegar hugurinn vildi gera eitthvað en líkaminn gat ekki fylgt með. Mér fannst alltaf sér- staklega aðdáunarvert, og ég tek það mér til fyrirmyndar, hvað þú hugsaðir alltaf vel um ömmu og gerðir það alveg fram að lokum. Ástin ykkar er ódauð- leg og veit ég vel að þú vakir ennþá yfir henni, eins og yfir okkur hinum. Farðu vel elsku afi, takk fyrir allt og við sjáumst aftur í næsta lífi. Óskar Ericsson. Látinn er mikill vinur minn Hermann Ól. Guðnason. Mín fyrstu kynni af Hermanni voru er móðursystir mín Elsa kom með hann ungan mann á heimili okkar á Hofteigi 12, þetta mun hafa verið 1952 og get ég sagt að kynni okkar hafi byrjað þá og varað allar götur síðan. Árið 1956 keyptu foreldrar mínir húseign í Ferjuvogi 15 en í því húsi voru tvær íbúðir, og þangað flutu þau Elsa og Her- mann með börnin sín þrjú Ollu, Röggu og Nella en hann var þá nýfæddur. Með þeim flutti einn- ig móðuramma mín, Þannig að þröngt hefur verið hjá þeim í kjallaranum, en allir voru sáttir og sambýlið milli hæða með ein- dæmum gott. Frá þessum tíma á ég bara góðar minningar um Hermann, og sem dæmi um hjálpsemi hans þá eignaðist ég 15 ára gamall Willys-jeppa er faðir minn aðstoðaði mig við að kaupa á uppboði hjá Símanum. Og þar sem langur tími var í bílpróf hjá mér þá var ákveðið að gera þennan bíl upp frá grunni, og átti Hermann örugg- lega uppástunguna, bíllinn var settur inn í bílskúr og rifinn til grunna. Hermann ætlaði síðan að að- stoða mig við upptekt, sem hann svo sannalega gerði því hann tók upp vélina alla ásamt gírkössum og yfirfór allan drif- búnað bílsins, en ég var sem lærlingur hjá honum, og hefur þetta sennilega átt stóran þátt í því að móta mína framtíð. Þegar ég var við nám í Vél- skóla Íslands var gott að eiga Hermann að því hann bauð mér vinnu hjá Vélamiðstöð Reykja- víkur og vann ég hjá honum með skólanum, og breytti þetta öllu fyrir mig, að geta komið til vinnu þegar tóm gafst frá skóla- störfum því á þessum tíma var ég kominn með konu og tvö börn. Hermann og Elsa vöru höfð- ingjar heim að sækja hvort sem var á heimili þeirra í Skálagerð- ið eða í sumarbústaðinn í Hval- firði. Það var gaman að vera með þeim ljúfa kvöldstund og aldrei að vita nema Hermann tæki upp gítarinn, en hann var liðtækur á gítar og kunni fjöldann allan af sönglögum. Við fjölskyldan sendum fjöl- skyldu Hermanns okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Farðu í Guðs friði, vinur. Kristinn Gíslason (Kiddi.) Hermann Ólafur Guðnason HINSTA KVEÐJA Í hvert skipti sem ég kvaddi þig kvaddi ég eins og það væri í síðasta sinn. Nú er sá tími kominn sem ég óttaðist mest. Takk afi fyrir að vera afi minn. Þú kenndir mér margt og ég mun sakna þín. Að koma heim til Íslands mun aldrei verða eins og var. Sara Dögg Ericsdóttir. ✝ Haukur ArnarsBogason fædd- ist á Akureyri 21. nóvember 1919. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 11. febrúar 2012. Hann var alinn upp á Syðri-Hól í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði af fóstur- foreldrum, þeim Jóhannesi Júl- íussyni og Þorgerði Elísdóttur ásamt fimm dætrum þeirra. Hauki varð sjö barna auðið, sex lifa föður sinn. Með Olgu Sóphusdóttur átti hann Ragn- heiði Erlu, f. 3. október 1938. Með fyrri manni sínum Birni Sigurðssyni átti Erla sex börn, þau slitu samvistum. Seinni maður Erlu var Þórður Júl- íusson, d. 26. október 1995. Með fyrri eiginkonu sinni Þuríði Helgadóttur eignaðist Haukur þrjú börn, þau slitu samvistum. Reyni, f. 12. júlí 1945, kona hans Haukur ólst upp og bjó í Eyja- firði og á Akureyri fram yfir seinna stríð er hann flutti til Reykjavíkur þar sem hann bjó til dauðadags. Haukur helgaði starfsævina bifreiðum og bif- reiðatengdum störfum, með einni undantekningu sem var sölumannsstarf hjá Bertelsen heildverslun. Á Akureyri vann hann við akstur vörubifreiða og leigubifreiða. Eftir að Haukur flutti til Reykjavíkur byrjaði hann að aka leigubifreið og síð- ar ók hann fyrir Póst og síma á sérleiðinni á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Árið 1954 hóf Haukur ökukennslu sem var hans aðalstarf með leigu- bifreiðaakstri til 1972, er hann hóf störf hjá Bifreiðaeftirliti rík- isins. Fram að því hafði hann frá 1965 unnið við skoðun bifreiða hjá Bifreiðaeftirlitinu á sumrin í afleysingum. Framan af vann Haukur við skoðun bifreiða og sem prófdómari í ökuprófum. Haukur lauk starfsævinni sem deildarstjóri í ökuprófadeild Bifreiðaeftirlits ríkisins um ára- mótin 1989-90. Útför Hauks verður frá Ás- kirkju í Reykjavík í dag, 17. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Jóna Lára Sig- ursteinsdóttir, þau eiga þrjú börn. Gerði, f. 10. maí 1949, hennar mað- ur er Gunnlaugur Tóbíasson, þau eiga einn son, fyrir átti Gerður eina dóttur. Helgu Fríði, f. 14. nóvember 1952. Með eftirlifandi eiginkonu sinni Guðlaugu Jónsdóttur eignaðist Haukur þrjá syni. Smára, f. 22. mars 1961, kona hans er Sig- urrós Einarsdóttir þau eiga tvær dætur. Hauk, f. 14. október 1964, með fyrri konu sinni Guð- rúnu Elínu Guðlaugsdóttur eignaðist Haukur þrjú börn, þau slitu samvistum. Sambýliskona Hauks er Hilde K. Kaasa. Inga, f. 9. júní 1973, með fyrri konu sinni Oddbjörgu Jónsdóttur eignaðist Ingi eina dóttur, þau slitu samvistum. Sambýliskona Inga er Súsanna Andreudóttir. Það fækkar jafnt og þétt í röð- um þeirra hugsjónamanna sem létu gæði og fagmennsku í öku- námi sig varða upp úr miðri síð- ustu öld. Einn í þeim hópi var Haukur A. Bogason ökukennari. Haukur hóf að starfa við öku- kennslu árið 1954 og starfaði á þeim vettvangi allt fram til ársins 1972 er hann réðst til starfa hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins sem þá hafði m.a. á sinni könnu fram- kvæmd ökuprófa. Nokkru eftir að Haukur hóf þar störf tók hann við starfi forstöðumanns þeirrar deildar sem sá um framkvæmd prófanna. Því starfi gegndi hann af fagmennsku og stakri trú- mennsku allt þar til hann lét af störfum sökum aldurs undir lok 9. áratugar síðustu aldar. Haukur gekk snemma á starfsferli sínum til liðs við Öku- kennarafélag Íslands og var ávallt virkur félagi meðan hann starfaði sem ökukennari. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið, átti m.a. sæti í nefndum og stjórnum þess á sjötta og sjöunda áratugnum. Haukur hafði góða nærveru og þægilega framkomu og lagði sig ávallt fram við að sýna þeim sem til hans leituðu liðlegheit og skilning. Það var ætíð gott að leita til Hauks með vandamál sem upp gátu komið. Um nokk- urra ára skeið var hann einn helsti leiðbeinandi ökukennara- efna hér á landi og það starf fórst honum vel úr hendi. Um það get- ur undirritaður vitnað. Ökukennarafélag Íslands á Hauki Bogasyni margt að þakka, ekki síst fyrir framlag hans til vandaðs ökunáms hér á landi, og því til staðfestu var hann sæmdur gullmerki félagsins fyrir nokkr- um árum. Um leið og Ökukenn- arafélag Íslands þakkar Hauki samfylgdina sendum við fjöl- skyldu hans okkar bestu samúð- arkveðjur. Guðbrandur Bogason. Haukur Arnars Bogason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.