Morgunblaðið - 17.02.2012, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.02.2012, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 ✝ Guðjón Þor-steinsson fædd- ist að Efri-Hreppi í Skorradal í Borg- arfirði 17. október 1933. Hann lést 6. febrúar 2012. Guðjón var son- ur hjónanna Þor- steins Jónssonar frá Neðri-Hreppi, f. 25.6. 1886, d. 15.4. 1967, og Guðrúnar Jóhönnu Guðmundsdóttur frá Melshúsum í Leiru, f. 30.6. 1896, d. 14.9. 1967. Systkini Guðjóns eru: Aðalheiður, f. 1917, d. 2008, Einar, f. 1919, d. 1982 og Guðmundur, f. 1928. Guðjón giftist eftirlifandi eiginkonu sinni 16. október 1955, Elsu Borg Jósepsdóttur frá Borgum á Skógarströnd, f. 10.9. 1934. Foreldrar hennar voru Jósep Einarsson frá Borg- um og Guðbjörg Eysteinsdóttir frá Snóksdal í Miðdölum. Börn Guðjóns og Elsu eru: 1) Guð- björn Jósep, f. 9.7. 1955, hann var kvæntur Kristínu Emmu Finnbogadóttur og eiga þau þrjú börn, Guðjón Eðvarð, í sambúð með Söndru Björk Gunnarsdóttur og eiga þau eina dóttur saman, fyrir á hún þrjú Arnar Óla. 4) Kolbrún, f. 26. september 1969, gift Finni Ingi- marssyni og eiga þau þrjú börn. Sigmar Jósep, Katrínu Rós og Ingibjörgu Sólveigu. Guðjón stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti og árið 1952 lauk hann bú- fræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Guðjón var í kringum tvítugsaldurinn þegar hann flutti til Keflavíkur þar sem hann fór að vinna í slippn- um og við vörubílaakstur. Árið 1964 hóf Guðjón nám í húsa- smíði en þá voru þau hjónin komin með þrjú börn. Sveins- prófið tók hann 1966 og meist- araréttindi fékk hann árið 1971. Guðjón og Elsa hófu sinn búskap í Keflavík en fluttu í Kópavoginn árið 1966 og bjuggu þar alla tíð síðan, lengst af í Furugrund 14. Guðjón vann við smíðar alla sína tíð og byggði meðal annars sjálfur eigin hús í Keflavík og í Kópa- vogi. Hann starfaði hjá Bygg- ingarfélaginu Byggingaveri en einnig sjálfstætt til margra ára. Síðast starfaði hann á Skálat- únsheimilinu í Mosfellsbæ þar sem hann sá um viðhald og ný- byggingar. Guðjón stundaði hestamennsku ásamt Elsu í mörg ár og voru þau félagar í Hestamannafélaginu Gusti í Kópavogi. Útför Guðjóns fer fram frá Digraneskirkju í dag, 17. febr- úar 2012, og hefst athöfnin klukkan 13. börn. Finnborgu Elsu, gifta Bene- dikt Elvari Jóns- syni og eiga þau fjögur börn. Heimi Loga, í sambúð með Guðbjörgu Söndru Óðins- dóttur og eiga þau eina dóttur. Guð- björn Jósep eign- aðist síðan tvö börn með Rann- veigu Harðardóttur, þau heita Jósep Friðrik og Sóley Huldr- ún. 2) Þorsteinn Rúnar, f. 17. ágúst 1960. Á hann fjögur börn, Ámunda, móðir hans er Ásdís Sigurðardóttir, er hann í sam- búð með Tinnu Margréti Val- garðsdóttur, eiga þau einn son. Valgerður, móðir hennar er Guðmunda Jenný Her- mannsdóttir, er Valgerður í sambúð með Sigurði Magnúsi Árnasyni og á hún eina dóttur. Guðjón, móðir hans er Lára Sigrún Hannesdóttir og Ágúst Snær, móðir hans er Ása Hrönn Ásbjörnsdóttir. 3) Sigrún Borg, f. 6. febrúar 1964, gift Jóni Kristjánssyni og eiga þau fjög- ur börn. Hilmar Már, d. 2005. Elsa Borg, Ester Ýr Borg og Signý Borg. Fyrir á Jón soninn Elsku pabbi minn, það er sárt að sakna og að hafa ekki fengið tækifæri til að kveðja þig, svo hratt fórstu á brott. Hlýjar minn- ingar fylla hugann þegar ég minnist þín. Fallega brosið þitt og opni faðmurinn, öll ferðalögin, út- reiðartúrarnir, stundirnar þegar þú sveifst með mig sem barn um stofugólfið í ljúfum dansi, ég standandi á fótum þér á meðan þú dansaðir, eru nokkrar af óteljandi minningum sem ég á um þig. Innilegar þakkir fyrir allar sam- verustundirnar og hjálpina við húsbygginguna okkar. Ég knúsa þig í huga mér og set hér með ljóð sem mamma þín samdi fyrir margt löngu: Þó finnist sárt að sjá af vinum svarta ofan í gröf. Er fögur von að fá með hinum flogið yfir höf. Til sælulandsins ljúfa líða lausnarann að sjá. Og fagra vita framtíð bíða föður allra hjá. (Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir frá Efri-Hrepp) Kolbrún Guðjónsdóttir. Einhvern veginn bjóst ég ekki við þessu núna. Eftir allt sem elsku afi minn hefur gengið í gegnum hefur hann alltaf lifað af og orðið sprækur á ný. En nú hafa örlögin ákveðið að hans tími væri kominn sem er okkur öllum mjög þungbært og erfitt. Hann situr örugglega uppi hjá Guði á fáki sínum og fylgist með okkur og verndar. Hann er beinn í baki með öllum sínum ástkæru vinum og fjölskyldumeðlimum sem þeg- ar eru komnir upp. Hann getur spilað á spil og farið í boccia eins og honum þykir svo gaman. Ég man þegar hann keppti í boccia og fékk verðlaunapening og það kom mynd af honum í blaðinu sem hann varð svo montinn af. Síðast þegar ég hitti hann sagði hann brandara sem hann hló svo mikið að. Brandarinn var á þenn- an veg: Konan heyrði læti í eld- húsinu og spurði manninn sinn hvað gengi eiginlega á. Þá sagði maðurinn: „Ég var bara að drepa flugur, tvær karlkyns og þrjár kvenkyns.“ Þá spurði konan: „Hvernig veistu hvort kynið það er?“ „Nú, þrjár voru í símanum og tvær í bjórnum.“ Jæja, nú segir hann örugglega þennan sama brandara, ásamt fleirum, þeim sem hjá honum eru. Óskin hans varð allavega upp- fyllt, að deyja hratt og án þess að kveljast á lokastundinni. Ég veit að hann elskaði mig mikið og var mjög montinn af mér eins og hinum barnabörnunum sínum, alveg eins og ég er montin af honum, elska hann rosalega mikið og sakna hans. Svo þegar okkar tími kemur á hann eftir að glotta framan í okk- ur, sparka í rassinn á okkur og hrópa: „Ég var á undan.“ Katrín Rós Finnsdóttir. Elsku afi minn. Ég sakna þín mikið og elska þig mikið. Ég man hvað það var gaman að leika við þig. Við spiluðum saman á spil og fórum í krikket. Mér finnst þú bestur í golfi. Það var líka gaman að fara í ferðalag í húsbílnum ykkar ömmu sem heitir Hrímnir. Það var líka gaman með þér í hesthúsinu að moka og gefa hest- unum hey. Síðast þegar við fórum upp í hesthús fór ég á hestbak á Snóker og þá sagðir þú: Hott, hott á hesti og halaró. Og svo fórstu að skellihlæja. Mamma tók það upp á símann sinn svo að ég get alltaf hlustað á röddina þína. Það finnst mér mest gaman. En núna ert þú á himnum hjá Hilmari Má, bróður mínum, og vonandi verðið þið glaðir að hitt- ast aftur. Þú ert besti afi í öllum heim- inum og ég mun aldrei gleyma þér. Þín afastelpa, Signý Borg. Þegar við drengirnir mínir komum inn í líf fyrrverandi tengdaföður míns opnaði hann faðm sinn, sýndi okkur hlýhug og kærleika, sem var okkur dýr- mætt. Ég minnist hans með þakklæti með þessu litla ljóði: Minningin er mild og góð, man ég alúð þína, stundum getur lítið ljóð, látið sorgir dvína. Drottinn sem að lífið léði, líka hinsta hvílu bjó, dýrð sé yfir dánarbeði, dreymi þig í friði og ró. (Bjarni Kristinsson frá Hofi) Hvíl í friði. Elsku Elsa, börn og barnabörn, megi Guð styrkja ykkur og vernda á þessum erfiðu tímum. Ása Hrönn Ásbjörnsdóttir. Nú þegar Guðjón móðurbróðir minn er fallinn frá, eða Jonni frændi eins og hann var oftast kallaður, þá leita gömul minn- ingabrot fram um kynni okkar. Hann og Einar heitinn bróðir hans bjuggu og störfuðu í Kefla- vík þegar ég man fyrst eftir mér. Það var alltaf spennandi þegar heimsókn til þeirra stóð til hjá fjölskyldunni og síðar með bræðrum mínum. Í þá daga var það heilmikið ferðalag eftir gamla malarveginum sem þræddi sig í gegnum hraunið upp og niður sem ég hafði bara gaman af. Við Jonni byrjuðum snemma að vinna saman, fyrst við blokk sem Einar var með í byggingu í Keflavík, ég bara á táningsaldri, og fann ég þá strax að við náðum vel saman og hvað hann og þeir bræður báðir reyndar gættu mín vel að ekkert kæmi fyrir mig við smíðarnar enda móðir mín „stóra“ systir þeirra! Síðan þegar við bræðurnir fengum lóð við Efstaland undir sex íbúða stigahús ásamt þremur öðrum þá fóru bræður mínir til Jonna og spurðu hvort hann væri til í að slá upp fyrir því og koma því í fokhelt ástand sem kallað er og nota mig, „litla“ bróður þeirra, sem aðstoðarmann! Það gekk eft- ir og varð mjög gott samstarf hjá okkur öllum þá um sumarið og lærði ég mikið á því. Seinna varð mikil skiptivinna á milli okkar þegar við vorum að byggja okkur einbýlishús á áttunda áratugnum og unnum saman þegar hann kom mér til að læra húsasmíði til við- bótar við húsgagnasmíðina sem ég var búinn að læra. Það má því segja að hann hafi kennt mér nán- ast allt handbragð sem ég kann við húsasmíðar og er afar stoltur af því. Þá gleymi ég því aldrei þegar hann varð fyrir þessu hræðilega slysi þar sem við unn- um saman. Þá kom í ljós úr hverju hann var gerður eins og sagt er og var ótrúlegt að sjá hversu vel hann náði sér miðað við aðstæður og það var ekki hans háttur að vera að kvarta og kveina og láta vorkenna sér þó að hann hafi örugglega haft ærna ástæðu til á stundum. Að lokum votta ég og fjölskylda mín Elsu og börnum þeirra, Guðbirni, Þorsteini, Sig- rúnu og Kolbrúnu, innilegustu samúð. Blessuð sé minning Guð- jóns Þorsteinssonar. Hlynur Smári Þórðarson. Það er undarlegt með vinátt- una, hún verður til óháð aðstæð- um, aldri og reynslu. Ég kynntist Guðjóni Þor- steinssyni eins og svo mörgum öðrum í tengslum við hesta- mennskuna í félaginu okkar Gusti í Kópavogi. En það var eitthvað sérstakt sem gerði það að verkum að þau kynni leiddu til meira en kunningsskapar, þau leiddu til vináttu. Ekki svo að skilja að við værum í daglegum samskiptum en þegar mikið lá við vissum við Guðjón hvor af öðrum og áttum margar samverustundir í tengslum við áhugamálið. Guðjón var einstaklega hjálpsamur og úrræðagóður maður. Hann taldi aldrei eftir sér að greiða götu annarra og eigum við hjónin hon- um og Elsu konu hans margan greiðann að gjalda. Samband þeirra var einstakt og ekki hægt að minnast á annað án þess að hitt komi upp í hugann. Velvildin sem streymdi frá Guðjóni var einstök. Ævinlega spurt um hagi og líðan barna og barnabarna, sér í lagi þess sem minna mátti sín. Sam- glaðst yfir því sem vel gekk og full hluttekning í því sem betur mætti fara. Ósérhlífni var dyggð í huga Guðjóns. Hann var dugnað- arsmiður, útsjónarsamur, áræð- inn og úrræðagóður. Hann var sannur vinur vina sinna og oft sagði hann: „jæja, góði minn“ og fór það þá eftir tóninum hver meiningin var. Fjölskyldan var Guðjóni mikils virði og gladdist hann þegar vel gekk. Síðustu ár hefur Guðjón átt við veikindi að stríða en hann mætti þeim af yf- irvegun. Þau hjónin nutu þess að ferðast á húsbílnum á sumrin og sinna hestunum á veturna. Dag- inn áður en Guðjón lést fór hann í útreiðartúr og síðan í afmælis- kaffi til dóttur sinnar. Daginn eft- ir þegar hann var að ljúka við að gefa kvöldgjöfina í hesthúsinu var hann allur. Ég kveð góðan vin með sökn- uði og þakklæti. Elsu og fjöl- skyldu sendi ég innilegar samúð- arkveður. Daníel Gunnarsson. Guðjón Þorsteinsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn, ég sakna þín og elska og mun alltaf gera. Þú varst mikill dýra- vinur og varst góður og skemmtilegur. Hvíl í friði elsku afi minn, þú átt stað innst í hjarta mínu sem fylgir mér út ævina. Knús og kossar. Þín Ingibjörg Sólveig Finnsdóttir. ✝ Dagur Bene-diktsson fædd- ist í Reykjavík 15. júní 1964. Hann lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi 7. febrúar 2012. Foreldrar hans eru Benedikt Þor- móðsson, f. 11. maí 1935, og Kristveig Sveinsdóttir, f. 12. apríl 1935, d. 15. september 2007. Systur Dags eru Sig- urveig, f. 30. desember 1958, og Kristjana Björg, f. 4. september 1966. Eftirlifandi eiginkona Dags er Maricris Castillo De Luna, f. 20. nóvember 1980. Dætur þeirra eru María Kristveig, f. 1. október 2008, og María Kolbrún, f. 26. ágúst 2011. Dagur á einn son, Emil, f. 8. apríl 1993, með fyrrver- andi sambýliskonu. Dagur útskrif- aðist úr Mennta- skólanum í Reykja- vík 1984 og úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1994. Hann starfaði síðan á Kleppsspítala frá 1994-2011. Útför Dags fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 17. febrúar 2012, kl. 13. Tveir systkinahópar ólust upp saman á Fjölnisvegi 13, krakk- arnir „uppi“ og krakkarnir „í kjallaranum“. Á miðhæðinni bjuggu Siva og frændi sem voru afi og amma Dags og Didda frænka í risinu. Þetta var sann- kallað fjölskylduhús þar sem við krakkarnir gátum hlaupið milli hæða að vild. Eitt árið var von var á systkini í báðum hópunum og í byrjun sumars fæddist lítill fallegur drengur með græn augu og sérlega löng augnhár. Það var Dagur. Um haustið fæddist lítil systir „uppi“ og okkur stóru krökkunum fannst upplagt að hún yrði skírð Nótt þó að foreldr- arnir væru ekki á sama máli. Við munum eftir Degi sem skemmtilegum athugulum dreng, skoppandi milli hæða. Það var hann sem uppgötvaði að stóri kaktusinn hennar Sivu var ekki hálffullur af vatni, heldur var eins og gutlaði í honum þegar nálarn- ar strukust saman. Lengi vel höfðu gestir verið dregnir inn á skrifstofu frænda til að skoða undrið. Við munum Dag í veiðiferð á Þingvöllum, brosandi með fisk sem var næstum eins stór og hann sjálfur. Við munum Dag með mynda- vélina og myrkraherbergið hjá Sivu og eigum við fínar myndir frá þeim tíma. Við munum Dag með Tinna- bækurnar. Við munum Dag í stórfiskaleik í garðinum. Við munum Dag á skíðasleð- anum á Mímisveginum. Síðan leið tíminn. Við urðum eldri og fluttum af Fjölnisvegin- um og samverustundunum fækk- aði en alltaf var jafn gaman þegar við hittumst og rifjuðum upp æskuárin. Við áttum þó áfram at- hvarf í gamla húsinu okkar því Dagur, Kristjana Björg og Didda bjuggu þar áfram. Elsku Benni, Sigurveig og Kristjana Björg. Nú eru tveir úr hópnum okkar fallnir frá og við yljum okkur við góðar minningar. Elsku Maricris, Emil, María Kristveig og María Kolbrún, minningin lifir um góðan eigin- mann og föður. Blessuð sé minning hans. Björg, Jón, Hildur, Sveinn og Sigrún. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Með innilegustu samúðar- kveðjum til fjölskyldu Dags. Fyrir hönd bekkjarfélaga í 6. M, útskriftarárgangi MR 1984. Gyða Björnsdóttir. Dagur Benediktsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON húsasmíðameistari frá Hellissandi, Sóleyjarima 7, sem andaðist á Landspítalanum í Reykjavík þriðjudaginn 14. febrúar, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 22. febrúar kl. 13.00. Þorbjörg Gísladóttir, Gísli Guðmundsson, Margrét Geirsdóttir, Magnús Guðmundsson, Þórunn Sveinsdóttir, Elín S. Guðmundsdóttir, Freygarður Þorsteinsson, Jón H. Guðmundsson, Hanna Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR, Sóleyjarima 1, áður Bogahlíð 18, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 7. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Þorsteinsson, Guðrún Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EIRÍKUR HANSEN, Hafnargötu 47, Reykjanesbæ, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 30. janúar. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Þórunn Jóhannsdóttir, Jóhann Gunnar, Jörgen Friðrik, Jenný Lára Magnadóttir, Eiríkur Þór, Kitiya Boonkasam, Þórunn María Jörgensdóttir, Magni Þór Jörgensson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.