Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 ✝ Sjöfn Ragnars-dóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1947. Hún lést á heimili sínu 9. febr- úar 2012. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnar Finnsson múrarameistari, f. 20. maí 1910, d. 7. apríl 1998, og Mar- grét Sveinsdóttir, f. 16. desember 1913, d. 7. apríl 1985. Sjöfn ólst upp á Flókagötu 43 í Reykjavík ásamt fjórum systrum sínum, þeim Erlu, f. 1934, Sigrúnu, f. 1942, Björgu, f. 1945, og Guðbjörgu Rögnu, f. 1951. Sjöfn giftist hinn 15. júní 1985 Helga Þór Bjarnasyni, f. 24. ágúst 1949, d. 1. mars 2007. Þau skildu. Sonur þeirra er Smári Helgason, f. 1. ágúst 1985. Sjöfn bjó lengst af í Reykjavík og vann þar við ýmis þjónustustörf. Útför Sjafnar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 17. febr- úar 2012, og hefst athöfnin kl. 11. Elsku systir. Það eru svo margar minningar sem fara í gegnum hugann á þessari stundu. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öllum sem áttu bágt. Einnig varstu umhyggju- söm, ákveðin og gast verið þrjósk, sem var oft kostur. Sjöbba vann við ýmis störf, síð- ustu 18 starfsárin starfaði hún við heimilishjálp. Nokkur ár eru síðan hún hætti að vinna. Flestir sem hún vann hjá höfðu samband við hana eftir að hún hætti að vinna og söknuðu hennar mikið. Þegar ég missti Ingvar mann- inn minn, þá varst þú boðin og búin að hlúa að mér og vera í sambandi við mig. Undanfarin ár varstu dugleg að bjóða mér í mat og ég minnist sérstaklega jóla- dags sem við áttum saman síðast- liðin ár. Ef við hittumst ekki þá töluðum við saman í síma á hverj- um degi. Þegar Sjöbba hélt upp á afmælið sitt var alltaf veisluborð og ekki mátti vanta skonsu- brauðtertuna og man ég best eft- ir henni. Þegar ég var með börnin mín lítil og stór í Hlunnavoginum varst þú aðalbarnapían mín. Sér- staklega náðuð þið Greta vel saman. Þú varst ótrúlega barn- góð og alltaf tilbúin að gæta barna fyrir aðra. Ég minnist þess þegar við fórum saman til Portú- gals og áttum yndislega daga þar saman við tvær. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá þér, líkaminn var orðinn lúinn og þú varst oft þreytt. Heimilið ykkar Smára í Torfu- felli var alltaf mjög snyrtilegt og margar fallegar útsaumaðar myndir eftir þig eru þar. Á jól- unum var íbúðin eins og jólaland. Þvottavélin var alltaf í gangi á heimilinu. Sjöbba var glæsileg kona þegar hún var búin að hafa sig til. Smári var augasteinninn þinn og þú gerðir fyrir hann allt sem þér var fært. Heimili ykkar var alltaf opið fyrir vinum hans. Elsku Smári, ég votta þér mína dýpstu samúð. Góður Guð fylgi þér og styrki þig í sorg þinni. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku Sjöbba mín, og vinátta okk- ar var mér ómetanleg. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Þín systir Erla. Elsku Sjöfn. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okk- ur. Frá því að við fluttum inn í stigaganginn hefur þú alltaf ver- ið til staðar. Við viljum þakka þér fyrir þær stundir sem Júlía Sól fékk að vera hjá þér þegar við þurftum að skjótast frá. Þau skipti sem þú fylgdist með Vikt- ori Mána. Aldrei var það vanda- mál fyrir hann að vera eftir heima, því eins og hann sagði svo oft: „Þetta er allt í lagi, ég fer bara upp til Sjafnar ef það er eitthvað að.“ Það stóð ekki á því, alltaf fengum við sama svarið hjá þér: „Ekkert mál elskan, segðu honum bara að koma upp.“ Það er óhætt að segja að þú hafir ver- ið eins konar amma í þeirra aug- um. Þú snertir hjörtu okkar allra og það leynir sér ekki að tilfinn- ingin að það vanti eitthvað er til staðar og hverfur ekki í bráð. Hvíl í friði kæra vinkona, megi ljós Guðs leiða þig áfram. Leiddu mig heim í himin þinn hjartkæri elsku Jesús minn. Láttu mig engla ljóssins sjá er líf mitt hverfur jörðu frá. (Rósa B. Blöndals) Við viljum senda Smára og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Svava Björg, Svanberg, Viktor Máni og Júlía Sól. Sjöfn Ragnarsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR HELGI FRIÐJÓNSSON, Háabarði 5, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 21. febrúar. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Karitas. Katla Þorkelsdóttir, María Ólafsdóttir, Þorkatla Ólafsdóttir, Kári Vigfússon, Hulda Ólafsdóttir, Jóhannes Þór Sigurðsson, Sólrún Ólafsdóttir, Olgeir Gestsson, Guðrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ERLU JÓNSDÓTTUR lögfræðings. Jón B. Hafsteinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, Dælengi 17, Selfossi, lést á Kanaríeyjum að morgni miðviku- dagsins 15. febrúar. Guðmundur Sigurðsson, Ingvi Rafn Sigurðsson, Laufey Jóna Kjartansdóttir, Sesselja Sigurðardóttir, Örn Grétarsson, Sigurður Þór Sigurðsson, Kristín Gunnarsdóttir, Óðinn Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ VilhelmínaGuðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 25. des- ember 1968. Hún lést á heimili sínu 7. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Guð- mundur Ottósson, f. 26.9. 1943, og Anna Þóra Sigurþórs- dóttir, f. 1.8. 1943. Bróðir hennar sammæðra er Þormar Grétar Karlsson, sam- býliskona hans er Ólöf Ólafs- dóttir. Villa, eins og hún var ávallt kölluð, var alin upp í Kópavogi og bjó þar í foreldrahúsum þar til hún stofnaði sitt eigið heimili á Sléttuvegi í Reykjavík árið 1993. Hún var í Hlíðaskóla alla sína skólaskyldu. Mörgum sumr- um sem barn eyddi hún í Reykjadal en þar var rekin sum- ardvöl fyrir krakka. Hún sótti síðar ýmis námskeið því marga drauma átti hún og fór því með- al annars í lýðhá- skóla í Svíþjóð 1991-1992 og síðar á tungumála- námskeið í Hamra- hlíðarskóla, snyrtiskóla í Kópa- vogi og á söngnámskeið. Einnig starfaði hún um nokkurt skeið hjá Hagkaupum á Eiðistorgi, hjá Íslenskri miðlun og í Bókhlöð- unni. Síðustu þrjú ár voru Villu erfið vegna veikinda hennar. Útför Vilhelmínu verður gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag, 17. febrúar 2012, og hefst at- höfnin klukkan 13. Við kveðjum elskulega dóttur okkar sem lést um aldur fram eft- ir veikindi sem töluvert höfðu skert hennar daglega líf síðasta árið. Það er svo margs að minnast og margar yndislegar minningar sem koma upp í hugann. Ferðirn- ar okkar saman innanlands og ferðin til Hollands um árið. Og öll sumrin sem við eyddum saman í sumarbústaðnum í Skorradal og þar átti Villa sínar yndislegustu stundir og af þeim stað fékk hún aldrei nóg. Marga drauma átti Villa og marga af þeim gat hún látið rætast þótt enginn tryði því nema hún. Eins og þegar hún fór ein til Kaupmannahafnar að heimsækja Kristínu æskuvinkonu sína. Henni líkaði það heldur ekki illa þegar hún fékk bílpróf, eign- aðist bíl og gat farið sjálf ferða sinna. Minningarnar frá þessum árum eru svo margar að þær gætu fyllt heila bók og þökkum við foreldrarnir fyrir árin sem við fengum með henni. Með ljóðlínum Ottós heitins afa hennar kveðjum við þig yndislega dóttir. Ég hugleiði best sem mér vonin fær veitt, þú ert vaxandi smáblóm, ég elska þig heitt. Um þína velferð mig daglega dreymir, þótt dulið sé allt það er framtíðin geymir. Minning þín lifir í hjörtum okkar um ókomin ár. Guðmundur og Anna Þóra (pabbi og mamma). Elsku systir og mágkona. Við snöggt fráfall þitt hlaðast upp minningar frá liðnum árum en þegar sest er niður við skrif er erfitt að koma þeim á blað. Á jól- unum hittumst við alltaf öll heima í Kópavogi á afmælisdegi þínum elsku Villa; fullt hús, mikil gleði og skemmtun einkenndi alltaf þenn- an dag. Sérstakan sess áttu börn okkar og barnabörn ávallt í hjarta þínu Villa mín. Afmælisdögum þeirra mundir þú alltaf eftir og var það þeim mikils virði. Fráfall þitt skilur eftir sig stórt tómarúm í lífi okkar allra sem erfitt verður að fylla. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Við kveðjum þig með söknuð í hjarta og látum minningarnar ylja okkur um ókomna framtíð. Grétar (bróðir) og Ólöf (mágkona). Elsku Villa mín. Mikið hefur verið lagt á þig þína stuttu ævi. Þú fæddist með fötlun, spinal bifida, á jóladag árið 1968. Það var mjög erfitt fyrir foreldra þína en fjöl- skyldan kom saman og úr varð að mamma mín, Ólafía, föðursystir þín, fylgdi þér til Kaliforníu þar sem móðursystir þín bjó. Mamma sagði mér oft frá þínu fyrsta ári í Kaliforníu. Þú fórst í margar að- gerðir, sem ekki var hægt að framkvæma á Íslandi. Milli ykkar mömmu var alltaf mikill kærleik- ur. Við erum samtals sjö frænk- urnar í þinni föðurætt, tvær bú- settar á Íslandi og fimm erlendis. Þegar við hittumst, þá ljómaðir þú, það var það skemmtilegasta sem þú gerðir, að hitta þína nán- ustu og fá fregnir af okkur. Nú er komið stórt skarð í okkar góða frænkuhóp sem aldrei verður fyllt. Jóladagur var þinn dagur, þinn afmælisdagur og alltaf kom fjöl- skyldan saman heima hjá mömmu þinni og pabba þann dag. Mamma þín og pabbi hafa ávallt verið þín stoð og stytta og þið mjög náin. Þú elskaðir að fara með þeim í sumarbústaðinn ykkar í Skorra- dal, sem pabbi þinn byggði með þínar þarfir í huga. Það verða mikil viðbrigði fyrir þau að hafa þig ekki, þú varst svo stór hluti af lífi þeirra. Ég vona að það verði þeim huggun að þú ert komin á betri stað og þér líður vel og að hún mamma mín, Ottó bróðir og ömmur þínar taka vel á móti þér. Elsku Gummi, Anna, Grétar og fölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ásdís og fjölskylda í Maryland. Elsku frænka okkar og vin- kona. Okkur var öllum illa brugð- ið við að fá þær fréttir að þú hefð- ir kvatt þennan heim. Erfitt og sorglegt er að setjast niður og skrifa þessa minningargrein þar sem þú ert tekin svo snöggt og svo ung frá okkur. Þá er gott að hugsa um þá setningu að þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Þegar við systkinin lítum til baka eigum við öll góðar og skemmti- legar minningar um þig elsku Villa. Þín verður sárt saknað og minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna framtíð. Kveðja, Ólafur (Óli) og Lára – Jó- hann (Kiddi) og Guðrún (Gugga), Guðmundur (Gummi) og Auður, Svanur, Vilmundur og Anna Þóra. Við kveðjum þig, elsku frænka, með þessari kvöldbæn okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Kveðja, Kristján, Andri Snær, Jakob Dagur, Heiða Diljá, Rakel Emma, Ísey Carmen og óskírð Guðmundardóttir. Elsku Villa mín, þakka þér fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum saman frá barnæsku. Innileg samúðarkveðja til fjöl- skyldunnar. Gættu þess vin yfir moldunum mínum að maðurinn ræður ei næturstað sínum og þegar þú hryggur úr garðinum gengur ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur. En þegar þú strýkur burt tregafull tárin þá teldu í huganum yndisleg árin sem kallinu gegndi ég kátur og glaður það kætir þig líka, minn samferðamaður (James McNulty) Þín vinkona, Hulda Magnúsdóttir. Vilhelmína Guðmundsdóttir ✝ Eiríkur Han-sen fæddist í Reykjavík 30. maí 1942. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jörgen F.F. Hansen og Helga E. Hansen. Systk- ini Eiríks eru Jör- mundur Ingi, Geir- laug Helga, Skúli, Ingibjörg Dóra og Ragnheiður Regína. Eiginkona Eiríks er Þórunn María Jóhannsdóttir. Synir þeirra eru: 1) Jóhann Gunnar. 2) Jörgen Friðrik, eiginkona hans er Jenný Lára Magnadóttir. Börn þeirra eru Þórunn María og Magni Þór. 3) Eiríkur Þór, sambýliskona hans er Kitiya Bo- onkasam. Eiríkur flutti til Keflavíkur árið 1971. Hann var þúsundþjalasmiður og honum var allt til lista lagt. Matreiðsla var hans líf og yndi og starfaði hann við það mestan hluta ævi sinnar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Nú ertu farinn frá okkur, elsku pabbi. Þegar við lítum til baka og rifjum upp allar góðu stundirnar sem við áttum saman, þá eru þær heilmargar. Allar veiðiferðirnar og útilegurnar í Borgarfjörðinn, fjölskyldan fór vart annað en í Borgarfjörðinn, og þér þótti svo vænt um Þverárhlíðina þar sem þú svo byggðir unaðsreit fyrir fjöl- skylduna, allt þurfti nú að vera vel byggt og sterklegt „ekkert fúsk, þetta á að vera í lagi“. Það eru ófá samtölin um bíla, mat og veiði sem við höfum átt í gegnum tíðina, endalausar ráð- leggingar og pælingar, ekki spillti nú fyrir öll þín ástríða fyrir mat, allir sem þig þekktu vita hversu gott var þig heim að sækja. Aldrei kom maður í heimsókn án þess að velta frá matarborðinu eftir dýr- indis krásir sem þú og mamnma höfðuð töfrað fram. Okkur var annt um heilsuna hjá þér, þú varst orðinn þreklítill en hugurinn alltaf til staðar. Ekki skorti framtakssemina þegar við bræðurnir þurftum á hjálp eða greiða að halda, þá lást þú ekki á hlutunum, við vorum vart búnir að leggja málin fyrir þig er þú varst búinn að finna einhverjar lausnir fyrir okkur eða redda þessu. „Ég er búinn að redda þessu,“ ekki sjaldan sem þetta símtal hefur komið frá þér, elsku pabbi. Nú þegar þú ert farinn frá okk- ur kemur stórt skarð í líf okkar sem enginn annar getur fyllt í. Það eru eingöngu minningar sem við höfum núna og sögurnar sem munu lifa áfram. Við vitum að byrðin hefur verið tekin af þér og þú getur kvatt sáttur maður þenn- an heim. Upp í huga okkar kemur sorg og söknuður í senn en einnig bros og gleði þegar við rifjum upp allar þær góðu stundir sem við átt- um saman, hvort sem það var á ferðalagi, í veiðitúr eða bara heima hjá ykkur mömmu. Við kveðjum nú góðan mann sem okkur þótti vænt um og elsk- uðum, þín verður sárt saknað, elsku pabbi. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Jóhann Gunnar, Jörgen Friðrik og Eiríkur Þór. Elsku afi. Þú varst alltaf svo góður afi. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og ömmu, þú varst alltaf í svo góðu skapi og stutt í grínið hjá þér. All- ar góðu morgunstundirnar þegar við kúrðum okkur að þér og þú varst að klóra okkur á bakinu eru okkur ofarlega í huga. Þú eldaðir alltaf svo góðan mat og hafðir gaman af því að elda það sem okk- ur þótti best. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín afabörn, Þórunn María og Magni Þór. Eiríkur Hansen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.