Morgunblaðið - 17.02.2012, Page 38

Morgunblaðið - 17.02.2012, Page 38
Mannbætandi Leikhópurinn Kviss búmm bang setur upp sýninguna Hótel Keflavík þar sem gestir dvelja á Hótel Keflavík í 22 tíma og leysa ýmis verkefni. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Leikhópurinn Kviss búmm bang setur upp óvenjulega sýningu í Hótel Keflavík í kvöld. Þetta er þátttökuverk sem hefst á BSÍ í Reykjavík og lýkur á sama stað sólarhring síðar. Verkið heitir Hótel Keflavík. Í frétt frá „framandverkaflokknum“ Kviss búmm bang er verkinu lýst svo að við upphaf þess á BSÍ kl. 14 á föstudag fái þátttakendur leiðbeinandi handrit í hendur sem hver og einn fylgi og leysi síðan verkefni þess út frá sér sjálfum, en frá BSÍ er hann fluttur á Hót- el Keflavík. Verkinu lýkur svo á kl. 14 á laug- ardag þegar þátttakanda er skilað aftur á BSÍ, en þá hefst önnur sýning þess sem stendur til kl. 14. á sunnudag. Verkið verður sýnt sex sinnum, tvívegis nú um helgina og síðan tvær helgar til. Alls geta sex manns tekið þátt í verkinu hverju sinni og sýning- argestir, sem eru líka þátttakendur í því, geta því ekki orðið nema 36. Miðinn kostar 7.500 kr. fyrir hvern og innifalin gisting á Hótel Keflavík og matur. Þær eru ósýnilegar Verkið er sýnt í samstarfi við Steinþór Jónsson, hótelstjóra Hótels Keflavíkur, og Valgerði Guðmundsdóttur, framkvæmda- stjóra menningarsviðs Reykjanesbæjar. Kviss búmm bang er hópur þriggja sviðs- listakvenna, Evu Bjarkar Kaaber, Vilborgar Ólafsdóttur og Evu Rúnar Snorradóttur, sem stofnuðu leikhópinn fyrir þremur árum. Þær hafa sett upp verk hér á landi og erlend- is, meðal annars á Wiener Festwochen, Bal- tic Circle í Helsinki, Bonus Festival #1 í Héde, Danslistahátíð Vilníusborgar og í New York. Hér heima settu þær upp Eðlileikana á Art Fart-sviðslistahátíðinni og svo á LÓKAL 2009 þar sem fulltrúar Wiener Festwochen sáu verkið og buðu þeim að koma með það til Vínarborgar, en þaðan fór það til Berlínar. Verkið Safari, námskeið í hegðun með hag- nýtum æfingum fyrir þátttakendur, var svo sett upp á dansleikverkhátíðinni Keðju Reykjavík 2010, sem er eina verkið sem þær koma fram í sjálfar, og svo settu þær upp The Great Group of Eight á LÓKAL sama ár. Framleiðandi Kviss búmm bang og leik- stjóri Hótels Keflavíkur er Ragnheiður Skúladóttir. Hún segir að þær Eva Björk, Vilborg og Eva Rún taki á móti þátttak- endum á BSÍ þegar leikverkið hefst, en síðan sjái þeir þær ekki aftur fyrr en þær kveðja þátttakendur á Hótel Keflavík daginn eftir, „þær eru ósýnilegar, sem er dæmigert fyrir þær“, segir hún. Að verkinu koma fjölmargir aðrir en þær. „Það hljómar kannski einfalt að dvelja á Hótel Keflavík í 22 tíma, en alls koma um 20-30 manns að verkinu og aðstoða við að leysa þau verkefni sem leysa þarf á þessum tíma.“ Gestum kippt úr sambandi við eigið líf Ragnheiður segir að gesturinn verði margs vísari um sjálfan sig á þessum tíma, enda verður hann algerlega án tímaskyns, án peninga og samskiptatækja, allt er tekið af honum í upphafi verksins, og hann hefur enga afþreyingu aðra en þá sem boðið er upp á í verkinu, það megi segja að honum sé kippt út úr sambandi við sitt daglega líf. „Þetta er óvenjulegt verk að því leyti að það eru ekki neinir áhorfendur að því, aðeins þátttak- endur,“ segir Ragnheiður, en hún tók einmitt þátt í generalprufu og veit því vel um hvað málið snýst. „Þetta var 24 tíma törn sem breytti lífi mínu, og þó er ég framleiðandi verksins og þekki til þeirra. Það má segja að ég hafi ekki fattað það fyrr en ég var að slökkva á símanum mínum hvað ég væri að fara út í. Eftir að hafa gengið í gegnum verk- ið finnst mér það gjörsamlega mannbætandi, – þótt ég sé kannski ekki betri er ég allavega önnur manneskja. Viðfangsefni Kviss búmm bang er alltaf spurningin um hver hin hliðin sé á því sem við lítum á sem eðlilegt og af hverju við segj- um að sumt sé eðlilegt og annað ekki. Í öllum verkum þeirra þarf maður að líta inn á við og gengur frá verkinu með þekkingu á sjálfum sér.“ „Gjörsamlega mannbætandi“  Leikhópurinn Kviss búmm bang setur upp Hótel Keflavík í Hótel Keflavík  Sex gestir taka þátt í hverri sólarhringsuppfærslu  Aðeins sex sýningar fyrirhugaðar  Engir áhorfendur, aðeins þátttakendur 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 Katrín Sigurðardóttir myndlist- arkona verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á næsta ári. Katrín mun vinna að undirbún- ingi verkefnisins með tveimur sýn- ingarstjórum, Mary Ceruti og Ilaria Bonacossa. Sú síðarnefnda starfar á Ítalíu og á að baki fjölbreyttan feril á sviði sýningarstjórnunar en Car- uty er framkvæmdastjóri og að- alsýningarstjóri Sculpture Center í New York. Katrín er einn af virtustu lista- mönnum sinnar kynslóðar hér á landi og hafa verk hennar notið sí- vaxandi athygli erlendis. Skemmst er að minnast einkasýningar hennar í Metropolitan-safninu í New York í fyrra en hún hefur einnig haldið einkasýningu í PS1 þar í borg og í öðrum virtum sýningarstöðum í Evrópu, Suður-Ameríku og í Banda- ríkjunum. „Það er mikill heiður að hafa verið valin til þessa verkefnis, og ég mjög ánægð með það,“ segir Katrín. Hún segir að þær sýningarstjórarnir séu rétt byrjaðar að huga að verkefninu. „Þetta er hópverkefni og ég er búin að fara tvisvar til Feneyja vegna undirbúningsins og þær Ilaria og Mary voru með mér í seinni ferð- inni.“ Ekki hefur verið ákveðið hvar sýning Katrínar verður í Feneyjum og segir hún þá ákvörðun haldast í hendur við hvernig verk hún vinnur. Katrín verður fulltrúi Íslands Listakonan Sýning Katrínar Sigurðardóttur verður sett upp í Listasafni Reyjavíkur eftir að Feneyjatvíæringnum lýkur á næsta ári.  Tekur þátt í Feneyjatvíæringnum Stefnuyfirlýsing Kviss búmm bang:  Hið eðlilega, og þar af leiðandi hið óeðlilega, er meginrannsóknarefni okk- ar. Við teljum að setja megi spurning- armerki við allt. Það gerum við með því að skapa heim, samfélagslegan strúkt- úr sem þátttakendur fara inn í og upp- lifa. Við viljum rýna í hvað liggur að baki merkingum sem við gefum hlutum, at- höfnum og orðum. Í stað þess að skoða málin úr öruggri fjarlægð viljum fara inn í aðstæður sem okkur finnst for- vitnilegar og rannsaka þær innan frá.  Við viljum færa leiklistina út í líf fólks með því að fá það til að skuldbinda sig til þátttöku í lengri tíma. Með því viljum við gera verkin hluta af hversdagslegri rútínu þátttakenda, einskonar fram- lengingu á lífi þeirra, og þar með vekja með þeim spurningar um þeirra eigin raunveruleika. Leiklistina í lífið STEFNUYFIRLÝSING –– Meira fyrir lesendur Skólahreysti er starfrækt í um 120 grunnskólum landsins og í ár taka um 720 nemendur þátt í mótinu sjálfu. Þetta er einn vinsælasti íþróttaviðburður sem grunnskólakrakkar taka þátt í. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir, sími 569 1105, kata@mbl.is og PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, fimmtudaginn 23. febrúar. Skólahreysti SÉRBLAÐ Þann 28. febrúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Skólahreysti sem hefst 1. mars 2012.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.