Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2012 Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Uppistandshópurinn Mið-Ísland hef- ur sprengt utan af sér hvern staðinn á fætur öðrum og er uppistand þeirra orðið svo vinsælt að nú dugir ekkert minna en stóri salurinn í Þjóðleikhúsinu. „Trixið er að byrja á litlum stað sem auðvelt er að fylla og vinna sig svo smátt og smátt upp í stærri sali landsins,“ segir Halldór Halldórsson, einn uppistandara Mið- Íslands. Að sögn Halldórs var það fyrir hálfgerða slysni að hópurinn hefur í tvígang fyllt stóra sal Þjóð- leikhúsins. „Við erum búnir að vera í Leikhúskjallaranum í eitt og hálft ár en skyndilega losnaði stóri salurinn og Þjóðleikhúsið bauð okkur hann ef við vildum prófa. Það var síðan upp- selt á fyrstu sýninguna áður en við vissum af og síðan þá næstu svo nú stefnum við á þriðju sýninguna á föstudaginn. Frumkvöðlar sem ryðja veginn Ég vil ekki ganga svo langt að full- yrða að Mið-Ísland séu frumkvöðlar í uppistandi á Íslandi. Það hafa ýmsir komið á undan okkur þó svo ég viti ekki hver ber ábyrgð á fyrsta uppi- standinu hér á landi. Sjálfir lítum við líka mikið til Skandinavíu en frænd- ur okkar eru að gera mjög góða hluti og uppistand búið að vera mjög vin- sælt í Skandinavíu um nokkurt skeið.“ Halldór segir að Jón Gnarr sé eflaust sá íslenski grínisti sem hefur haft mest áhrif á hópinn enda var hann með vinsælar sýningar eins og „Ég var einu sinni nörd“ sem hafi slegið í gegn á þeirra uppvaxt- arárum. „Ég man þegar hann kom í félagsmiðstöðina mína þegar ég var yngri og sagði nokkra brandara. Það var ekki talað um annað í margar vikur á eftir. Hann hafði því vissu- lega mikil áhrif á okkur.“ Þrátt fyrir hógværð Halldórs er víst að Mið- Ísland hefur rutt veginn fyrir aðra uppistandara og er í vissum skilningi hópur frumkvöðla í uppistandi á Ís- landi. Sparka ekki í liggjandi menn „Það er kannski klisja að segja þetta en efni okkar er mjög fjöl- breytt og breiddin mikil í hópnum þannig að það er eitthvað fyrir alla í uppistandinu.“ Aðspurður um sjálfa brandarana segir Halldór að strax í upphafi hafi þeir sett sér þá vinnu- reglu að sparka aldrei í liggjandi menn. „Við gerum ekki grín að litla manninum eða þeim sem eiga bágt. Okkar skotmörk eru mennirnir með breiðu bökin og þeir sem eru að gera það gott. Til að mynda gerum við grín að stjórnmálamönnum og listamönn- um eins og Mugison sem nýlega seldi 30 þúsund plötur.“ Til að koma í veg fyrir ósmekklegt grín segir Halldór að þeir áminni hver annan þegar ein- hver kemur með ósmekklegan brandara. „Í þeim tilfellum þegar einhver er með háð sem gæti sært spyrjum við okkur alltaf hvort það muni ekki enda illa fyrir okkur og hvort það sé smekklegt. Línan á milli þess að vera kvikindislegur og fynd- inn er ekki alltaf skýr og þess vegna nálgumst við hana ekki. Frægðin og útrásin Í mars hefst sjónvarpsþáttur okk- ar sem ber heitið Mið-Ísland og svo erum við að fara að taka upp næsta uppistand og það verður sýnt á Stöð 2 ásamt þættinum.“ Frægðin er nokkuð sem Halldór er ekki of upp- tekinn af. „Það gengur rosalega vel núna en ég er alltaf hræddur við það þegar eitthvað gengur vel á Íslandi að þá fari allt í rugl stuttu seinna. Við erum ekki viðskiptamenn og þorum ekki að taka of mikla áhættu t.d. með að flytja inn stórar stjörnur.“ Þá seg- ir Halldór í léttum tón að endalaust fall krónunar sé þeirra helsta fyr- irstaða í að flytja inn stjörnur frá Bandaríkjunum en nú bíði þeir hins vegar spenntir eftir að allt fari fjand- ans til í Grikklandi svo hægt verði að fara í útrás til Evrópu þegar evran hrynur. „Ætli við flytjum þá ekki uppistandið út og opnum innistæðu- reikninga á Bretlandi,“ segir Halldór með bros á vör. Fylla Þjóðleikhúsið  Ætla að flytja út uppistandið og opna innlánsreikninga á Bretlandi í sannkölluðum Gleðibanka  Stútfullt á hverja sýningu í stóra sal Þjóðleikhússins á uppistand Mið-Íslands Mið-Ísland Uppistand Mið-Ísland hópurinn er kominn með eigin sjónvarpsþátt og fyllir stóra salinn í Þjóðleikhúsinu, sem tekur 500 í sæti, á hverri sýningu. Þrjár nýjar myndir verða frum- sýndar um helgina og þar að auki þrívíddarútgáfa af teiknimyndinni Fríða og dýrið sem kom út 1991. This Means War Heimsfrumsýning verður á þessari grínhasarmynd á föstudaginn. Myndin er um tvo leyniþjón- ustumenn sem beita öllum brögðum til að klekkja hvor á öðrum þegar þeir verða ástfangnir upp fyrir haus af sömu konunni. Í aðal- hlutverkum í myndinni eru Chris Pine,Tom Hardy, og Reese Wit- herspoonMyndin er í leikstjórn McG Rotten Tomatoes: 72% Imdb: Einkunnagjöf ekki komin Extremely Close & Incredibly Loud Þegar hinum unga og uppfinninga- sama Óskari verður ljóst að faðir hans er á meðal þeirra sem látið hafa lífið þegar tvíburaturnarnir hrundu ákveður hann að á bak við föðurmissinn hljóti að leynast ein- hver sérstök ástæða sem hann verð- ur að uppgötva. Dularfullur lykill sem faðir hans hafði átt leiðir Ósk- ar síðan áfram í leit sinni að skránni sem lykillinn gengur að enda sannfærist hann um að þar sé að finna þau svör sem hann leitar. Rotten Tomatoes: 65% Imdb: 64/100 A Few Best Men Félagarnir David, Graham, Tom og Luke eru af þeirri gerð sem tekur lífið og tilveruna ekkert of alvar- lega enda sjá þeir ekki tilefni til þess. Þegar einn þeirra, David, tilkynnir að hann hafi hitt hina einu réttu og ætli sér að kvænast henni koma hins vegar vöflur á hina þrjá enda þurfa þeir að ferðast alla leið til Ástralíu til að geta verið viðstaddir þessi merku tímamót í lífi Davids. Þeir láta sig samt hafa það en um leið er búið að tryggja að brúð- kaupið sjálft á eftir að snúast upp í farsa eins og allt annað sem þessir kumpánar koma nálægt. Rotten Tomatoes: 72% Imdb: 69/100 Fríða og dýrið í 3D Myndin er sígild Disney-teikni- mynd sem margir Íslendingar ættu að muna eftir úr barnæsku. Myndin var frumsýnd fyrst árið 1991 og ætti því að gleðja bæði eldri aðdá- endur myndarinnar og nýja kyn- slóð sem fær tækifæri til að njóta myndarinnar með foreldrum sínum sem eitt sinn sátu sjálfir spenntir sem börn yfir myndinni. Rotten Tomatoes: 92% Imdb: 80/100 Bíófrumsýningar Gamanmyndir og þrívídd SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% THIS MEANS WAR KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 THIS MEANS WAR LÚXUS KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10 SAFE HOUSE KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.30 L CHRONICLE KL. 6 - 8 - 10 12 CONTRABAND KL. 8 - 10.30 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! FRÉTTABLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS THIS MEANS WAR KL. 8 - 10 14 SAFE HOUSE KL. 10 16 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.40 10 CHRONICLE KL. 6 12 FRÁBÆR GRÍNHASARMYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! FT/SVARTHÖFÐI.IS N.R.P., BÍÓFILMAN.IS A.E.T, MORGUNBLAÐIÐ H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ THIS MEANS WAR KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 STAR WARS EP1 3D ÓTEXTUÐ KL. 6 - 9 10 SAFE HOUSE KL. 8 - 10.30 16 THE DESCENDANTS KL. 5.30 L LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L TOTAL FILMBOXOFFICE MAGAZINE LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THIS MEANS WAR Sýnd kl. 6 - 8 - 10 SAFE HOUSE Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 SKRÍMSLI Í PARÍS Sýnd kl. 4 (750kr.) SKRÍMSLI Í PARÍS 3D Sýnd kl. 4 (950kr.) THE GREY Sýnd kl. 8 - 10:20 IRON LADY Sýnd kl. 5:50 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 4 (750kr.) M Ö G N U Ð S P E N N U M Y N D ! ÞEGAR FLUGVÉLIN HRAPAÐI VAR FERÐALAGIÐ RÉTT AÐ BYRJA V.J.V. -SVARTHÖFÐI HHHHH ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND! TOTAL FILM HHH BOXOFFICE MAGAZINE HHH FRÁBÆR GRÍNHASARMYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is ÍSLENSKT TAL TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.