Morgunblaðið - 21.03.2012, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012
✝ SkarphéðinnÖrn Ársælsson
fæddist í Reykjavík
8. ágúst. 1982. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu 14. mars
síðastliðinn.
Skarphéðinn Örn
var sonur Erlu Ingu
Skarphéðinsdóttur,
f. 10.1. 1959, og Ár-
sæls Gunnarssonar,
f. 5.7. 1957, d. 15.6.
1987. Foreldrar Erlu eru Guð-
björg Axelsdóttir, f. 14.12. 1929,
og Skarphéðinn Guðmundsson, f.
15.2. 1927. Foreldrar Ársæls eru
Erla Ársælsdóttir, f. 30.6. 1930,
og Gunnar Björnson, f. 18.11.
1930, d. 24.3. 1986. Systur Skarp-
héðins eru Sara Ósk Ársæls-
dóttir, f. 3.12. 1980, m. Magnús
Ómarsson, f. 13.9. 1976, Þeirra
barn er Salka Dögg, f. 14.10.
2010. Helga Vala
Helgadóttir, f. 5.9.
1996. Faðir Helgu
Völu er Helgi Valur
Helgason, f. 22.6.
1956. Dóttir Helga
og uppeldisystir
Skarphéðins er
Helma Ýr Helga-
dóttir, f. 2.3. 1975,
m. Ólafur E. Ólafs-
son, f. 15.10. 1974.
Þeirra synir eru
Helgi Kristberg, f. 9.3. 2009, og
Guðmundur Logi, f. 13.6. 2010.
Bóbó, eins og hann var alltaf
kallaður ólst upp í vesturbæ
Reykjavíkur við Holtsgötu til 12
ára aldurs og flutti þá á Seltjarn-
arnes.
Útför Skarphéðins Arnar fer
fram frá Háteigskirkju í dag, 21.
mars 2012, og hefst athöfnin kl.
13.
Elsku frændi minn, nú er erf-
iðustu viku lífs míns að ljúka. Þó
að undan farin vika hafi verið
eins erfið og raun bar vitni þá
lýstu kærar minningar um þig
upp myrkrið. Ég gæti skrifað í
nokkra daga samfleytt um allar
þær minningar sem ég á með
þér, hver hversdagslegur hlutur
sem við brölluðum varð að æv-
intýri þegar þú áttir hlut að
máli. Hugmyndaflug þitt og
uppátæki voru endalaus og
hæfileiki þinn til að hrífa fólk
með þér var aðdáunarverður.
Ein minning lifir sérstaklega
sterk, við vorum í strætó á leið
úr Eiðismýrinni upp í Grafar-
vog, þetta var á milli jóla og ný-
árs og í útvarpinu hljómaði lagið
Perfect Day með Lou Reed, í
þínum huga var þetta hin full-
komni dagur því frí var í skólum
og flugeldamarkaðirnir opnuðu
þennan sama dag. Þessi minning
lýsir uppátækjaseminni og lífs-
gleðinni þinni einstaklega vel.
Þó svo að veikindi þín hafi
hindrað þig í að geta uppfyllt
alla drauma þína léstu það ekki
buga þig, þú fannst alltaf leið
áfram úr áföllunum. En öll veik-
indin tóku sinn toll og á end-
anum lauk baráttunni. Ég kveð
þig elsku besti frændi í hinsta
sinn með tár í augunum en þó
gleði yfir því að hafa fengið
tækifæri til þess að alast upp
þér við hlið. Ég mun ávallt búa
að þeirri gleði sem þú komst
með inn í líf mitt og minna.
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. Þú sest á stein við
veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið,
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir
löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr)
Þinn frændi
Axel Hreinn.
Í dag kveðjum við ástkæran
frænda okkar Skarphéðin Örn
Ársælsson sem alltaf var nefnd-
ur Bóbó eins og afi og nafni, það
hefði líka verið hægt að kalla
hann Trygg eða Trausta. Það
sem einkenndi þennan dreng
var brosið og hvað hann var
uppátækjasamur, góður við
menn og málleysingja. Eftir að
faðir hans lést og Bóbó rétt að
verða fimm ára fór hann að vera
mikið hjá ömmu Diddu og afa
Bóbó í Urriðakvísl. Þar voru
systir hans Sara og einnig
frændsystkin Dagný og Axel
mikið saman, var hann þeim
bæði tryggur og traustur vinur
allt til dánardags. Margar góðar
minningar eigum við frá upp-
vexti hans og þá kemur brosið
hans fyrst upp í hugann og hvað
Bóbó var uppátækjasamur og
foringi meðal sinna vina. Bóbó
kom nokkrum sinnum með okk-
ur í sumarhús sem er við bæinn
Fljótshóla í Flóa og þar var
gaman, hann vaknaði kl. 5 til að
sækja kýrnar þó að allir á bæn-
um væru í fasta svefni. Tvisvar
kom Bóbó með Axel á Reykja-
fossi á ströndina og eftir það
sagðist hann ætla að verða skip-
stjóri en heilsa hans leyfði það
ekki. Amma og afi voru honum
sérlega kær og eftir að hann
flutti í Skipholtið var hann nærri
þeim og kom jafnvel tvisvar á
dag og hringingar voru ótal-
margar dag hvern, skutla ömmu
að prjóna í Rauða krossinn afa í
bankann og svo með bæði í Bón-
us.
Elsku Erla systir og mág-
kona, þú hefur verið einstök
móðir, hugsað um þennan dem-
ant þinn frá fyrstu stundu til
hinnar hinstu.
Kæra fjölskylda Erla, Sara,
Helga Vala, Helgi og Helma,
amma hans Erla Ársælsdóttir,
mamma og pabbi við sendum
ykkur okkar innilegustu samúð-
arkveðjur, megi Guð vera með
ykkur öllum í sorg okkar allra.
Sofðu, sofðu, litla barnið blíða,
bjartir englar vaki þér við hlið.
Móðurhöndin milda, milda, þýða,
mjúkt þér vaggar inn í himinfrið.
Vaki, vaki auga guðs og gæti
góða, veika, litla barnsins þá.
Sofðu, sofðu! Sorgin græti,
sonur ljúfi, aldrei þína brá.
(Benedikt Þ. Gröndal.)
Elín og Steinþór.
Stórt skarð er höggvið í okk-
ar litla frændsystkinahóp. Okk-
ar elskulegi frændi, Skarphéð-
inn Örn, er skyndilega fallinn
frá, aðeins 29 ára gamall.
Bóbó, eins hann var kallaður,
var einstaklega ljúfur og vel
gerður drengur, barngóður og
með mikla kímnigáfu. Minningar
okkar um Bóbó frá barnæsku
okkar sýna hann brosandi og
hlæjandi, smávegis stríðinn.
Við frændsystkinin nutum
góðs af því hversu Eddi afabróð-
ir okkar var duglegur að gera
skemmtilega hluti með okkur
saman. Margar minningar okkar
systkina með Bóbó tengjast
samverustundum með Edda.
Hann tók okkur með í veiðiferð-
ir og útivistarferðir sem eru
okkur ógleymanlegar.
Bóbó var mikill KR-ingur og
náðu hann og Þorvaldur, sem er
yngstur af okkur, mjög vel sam-
an sem eldheitir KR áhuga-
menn.
Bóbó frænda verður sárt
saknað. Við trúum því að það sé
vel tekið á móti honum af föður
hans, sem lést á sama aldursári,
og fleira góðu fólki.
Þú hefur talið hrakninga mína,
safnað tárum mínum í sjóð þinn,
þau eru rituð í bók þína.
(Sálm. 56.)
Þín
Salvör, Iðunn og Þorvaldur.
Skarphéðinn Örn
Ársælsson
HINSTA KVEÐJA
Það er með sorg í hjarta
sem við kveðjum þig elsku
Bóbó.
Við erum þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast
þér og munum ávallt
geyma minningar um þig
djúpt í hjörtum okkar.
Hvíl í friði kæri vinur,
þín er sárt saknað.
Ingunn og Ómar.
✝ Kjartan Magn-ússon fæddist á
Ísafirði 30. sept-
ember 1926, hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ
15. mars 2012. For-
eldrar hans voru
Magnús Helgason
frá Odda, Ísafirði,
og Híramía Jensína
Guðjónsdóttir, fædd
í Bolungarvík bak
Horni á N-Ströndum.
Systkini Kjartans eru Jón
Andrés Jónsson, f. 1938, og Stef-
anía Ólöf Jónsdóttir, f. 1940.
Kjartan ólst upp með móður sinni
til 12 ára aldurs að hann fór í
Vigur í Ísafjarð-
ardjúpi og var þar
til 26 ára aldurs, en
þá flutti hann til
Reykjavíkur og bjó
þar síðan. Kjartan
kvæntist Kristínu
Guðjónsdóttur. Þau
slitu samvistir. Sam-
an áttu þau einn
son, Jón Finn, fædd-
ur 10. júní 1973, dá-
inn 10. júlí 1991.
Kjartan var verkamaður og vann
mest við fiskvinnslu, lengst af hjá
Sambandi íslenskra fiskframleið-
enda. Útför Kjartans verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag, 21.
mars 2012, kl. 15.
Vestfjarðavíkingurinn er geng-
inn til Valhallar. Kjartan vinur
minn hefur lokið langri vegferð þar
sem ekki var alltaf slétt undir fæti.
Híramía móðir hans eignaðist
þennan dreng fyrir sjálfa sig og
fylgdust þau að í æsku hans. Fyrsta
ár Kjartans voru þau á prestssetr-
inu Stað í Grunnavík í Jökulfjörð-
um, hjá þeim þjóðkunna klerki séra
Jónmundi Halldórssyni. Þar var
Kjartan skírður og fékk nafn bróð-
ur húsfreyjunnar sem lést af slys-
förum við hrap í björgum. Næstu
árin var móðir hans vistráðin á
nokkrum bæjum en endaði í Gjörfi-
dal í Ísafirði, þar sem hún giftist
syni bóndans, Jóni Magnússyni.
Þau Jón og Híramía hófu síðar bú-
skap á Eyri í Skötufirði, en það stóð
ekki lengi því bæjarhúsin brunnu
og stuttu síðar lést Jón. Þá var
Kjartan á tólfta ári. Það varð hon-
um mikil gæfa, að þarna tók oddvit-
inn og bændahöfðinginn Bjarni í
Vigur til sinna ráða og tók til sín
drenginn, m.a. til almennrar
fræðslu og undirbúnings undir
ferminguna. Kjartan ílentist í Vig-
ur fram á fullorðinsár og Vigur-
heimilið og fólkið þar var alla tíð
kjölfestan í lífi hans. Þar naut hann
alúðar og skilnings og uppeldið á
því menningarheimili mótaði hann
og gerði að þeim sterka einstaklingi
sem hann var. Á þrítugsaldri
hleypti hann heimdraganum og
settist að í höfuðborginni. Lengst af
vann hann hjá Sölusambandi ís-
lenskra fiskframleiðenda og eign-
aðist þar marga góða vini sem hald-
ið hafa tryggð við hann til æviloka.
Kjartan kvæntist Kristínu Guð-
jónsdóttur og stóð sambúð þeirra í
nokkur ár, en þau slitu samvistir.
Þau eignuðust einn dreng Jón
Finn, en hann lést innan við tvítugt,
og það var Kjartani mínum erf-
iðasti hjallinn í lífinu að komast yfir.
En hann stóð það hregg af sér eins
og annað, bognaði en brotnaði ekki.
Leiðir okkar lágu saman á
fimmta áratugnum þegar ég kom
sem sumarstrákur í Vigur. Mér fór
eins og Kjartani að ég bast Vig-
urheimilinu traustum böndum og
var þar viðloðandi næsta áratug-
inn. Gömlu Vigrungarnir hafa nú
flestir kvatt þessa tilveru, en það
var alltaf gott samband á milli
manna og sá Kjartan gjarnan um
að hnippa í menn ef of langur tími
leið. Kjartan fæddist með mjög
skerta sjón sem dapraðist heldur
er á ævina leið. Bjarna í Vigur
tókst þó að kenna honum að draga
til stafs og undirstöðu í reikningi.
Honum nýttist aldrei kunnáttan til
lestrar, en þekkti stafina og bjarg-
aðist af á sterkum vilja og hyggju-
viti. Kjartan var óvenjulegur mað-
ur, einstakt eintak í tilverunni.
Hann var vandlátur á vini, vinfast-
ur og tryggðatröll. Dálítill ein-
streingingur, gaf seint sinn hlut og
talaði ekki til vinsælda. Var þó mik-
ill höfðingi heim að sækja og stór-
tækur í gjöfum.
Þrátt fyrir að vera 100% öryrki
allt sitt líf þáði hann aldrei styrki
eða samfélagshjálp. Hann átti sína
eigin íbúð, þvoði og þreif, eldaði
sinn mat og bakaði kökur án hjálp-
ar. Hann var sannkallaður víking-
ur í sínu lífi sem aldrei gafst upp og
barðist til loka. Eitt sinn var sagt
„þá væri þjóðinni borgið ef þúsund-
ir gerðu eins". Blessuð sé minning
góðs drengs.
Kristinn Kristinsson.
Kjartan
Magnússon
Erfidrykkjur af alúð
HÓTEL SAGA, REYKJAVÍK
S ími 525 9930
hote lsaga@hote lsaga.is
www.hote lsaga.is
Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju.
Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
PÉTUR SIGURÐSSON,
Hraunbúðum Vestmannaeyjum,
áður Heimagötu 20,
lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum föstu-
daginn 16. mars.
Minningarathöfn verður í Landakirkju í Vestmannaeyjum
föstudaginn 23. mars kl. 11.00.
Jarðsungið verður frá Víkurkirkju, Vík Mýrdal, laugardaginn
24. mars kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á dvalarheimilið Hraunbúðir.
Erling Pétursson, Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir,
Sigrún Pétursdóttir, Ástþór Óskarsson,
Erla Pétursdóttir, Óskar Ólafsson,
Svana Pétursdóttir, Jón Halldórsson,
Ingibjörg Pétursdóttir, Matthías Óskarsson,
Guðrún Pétursdóttir, Guðlaugur Guðlaugsson,
afabörn, langafabörn og langalangafabörn.
✝
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og
bróðir,
AÐALSTEINN RÚNAR EMILSSON
lífefnafræðingur,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss-
vogi miðvikudaginn 14. mars.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Erpur Aðalsteinsson, Soufia Aðalsteinsson,
Hulda Steinunn Aðalsteinsdóttir,
Áslaug Dóra Aðalsteinsdóttir,
Alexander Fadi Aðalsteinsson
og systkini hins látna.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
AMY EVA EYMUNDSDÓTTIR,
sem lést miðvikudaginn 7. mars, verður
jarðsungin frá Hólaneskirkju Skagaströnd
laugardaginn 24. mars kl. 14.00.
Hallbjörn J. Hjartarson,
Grétar Hallbjörnsson, Cornelía Boncales,
Kenny Hallbjörnsdóttir, Ómar Sigurbjörnsson,
Svenny Hallbjörnsdóttir, Gunnar Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
AÐALHEIÐUR HJARTARDÓTTIR,
Hólagötu 46,
Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánu-
daginn 12. mars.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 24. mars kl. 14.00.
María Gústafsdóttir, Kristján Birgisson,
Aðalheiður Kristjánsdóttir,
Jóna Dís Kristjánsdóttir,
María Ýr Kristjánsdóttir,
Gústaf Kristjánsson, Silja Rós Guðjónsdóttir,
Kári Kristján Kristjánsson, Kristjana Ingibergsdóttir,
Kristjana María Steingrímsdóttir,
Jóhanna Rún Steingrímsdóttir,
Klara Káradóttir,
Guðjón Elí Gústafsson.
✝
Eiginmaður minn, sonur, bróðir og tengda-
sonur,
JÓN BJÖRN MARTEINSSON,
Brekastíg 30,
Vestmannaeyjum,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
miðvikudaginn 14. mars.
Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn
24. mars kl. 11.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Krabbavörn í Vestmannaeyjum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðbjörg Erla Ragnarsdóttir,
Guðbjörg Halla Björnsdóttir, Marteinn Jónsson,
Jónína Marteinsdóttir,
Unnur Guðgeirsdóttir, Ragnar Gíslason
og fjölskyldur.