Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 8
Morgunblaðið/Ómar Trúlaus Fæ hrós fyrir að taka sjálfstæða ákvörðun,“ segir Kristinn Ingvarsson Taílandsfari. S umir fermast í kirkju, aðrir velja að fermast borgaralega, en Kristinn Ingvarsson valdi að fermast hreinlega ekki með neinum hætti. „Ég ætlaði upphaflega að fara í borgaralega fermingu enda alveg trúlaus, en svo af ein- hverjum ástæðum hætti ég við. Ég á erfitt með að segja til um hvað það var sem varð til þess að ég ákvað á endanum að fara þessa leið, en það að gangast undir einhvers konar ferming- arathöfn höfðaði bara engan veginn til mín. Ég hef ekkert á móti því að fólk fermist, en það er einfaldlega ekki fyrir mig,“ segir Kristinn. Trúleysið segir Kristinn að hafi komið af sjálfu sér, með aldrinum, en hann kveðst hins vegar hafa verið mjög áhugasamur um að fermast þegar hann var mun yngri. „Ég var ekki skírður við fæðingu því pabbi tilheyrði ekki kirkjunni. Ég er fjögurra ára gamall þeg- ar eldri systir mín er fermd og bað þá sér- staklega um að vera skírður svo ég gæti látið ferma mig seinna. Ég man að ég hafði líka ömmur mínar tvær í huga, en þeim þótti skipta miklu máli að barnið væri skírt og fermt.“ Kristinn var skírður um haustið sama ár, á áttræðisafmælisdegi móðurafa síns, en þeir eru alnafnar. Hann lærði svo bænirnar sínar sem barn enda móðir hans í þjóðkirkjunni. Hrósað fyrir sjálfstæðið Viðhorfi skólafélaganna og vinahópsins er einfalt að lýsa. „Öllum er alveg nákvæmlega sama, og ef eitthvað er þá fæ ég hrós fyrir að taka sjálfstæða ákvörðun. Helst er að ömm- urnar séu ekki nógu hrifnar af að fá ekki að sjá barnabarnið sitt fermast.“ Kristinn saknar þess ekki að missa af ferm- ingargjöfunum, og raunar segist hann hafa velt fyrir sér borgarlegri fermingu einmitt fyrst og fremst vegna gjafanna. „Ég fékk smá pening aukalega í jólagjöf frá nokkrum ætt- ingjum, sem kom í staðinn fyrir fermingargjöf. Kærstan mín er svo alveg staðráðin í að gefa mér fermingargjöf, sama hvað. Síðan munum við pabbi fara til Taílands í staðinn fyrir að halda veislu eða kaupa einhvern stóran hlut.“ Ferðalagið verður örugglega ævintýralegt. „Þetta verður bakpokaferðalag og eflaust munu apar og fílar koma við sögu. Við skoðum m.a. mannlífið í Bangkok, skoðum kóralrif og regnskóga.“ ai@mbl.is Sleppir því að fermast en fer í staðinn með pabba sínum til Taílands „Er einfaldlega ekki fyrir mig“ R agnheiður Röskva Teitsdóttir heitir ung og efnileg stúlka úr Vogunum. Ragnheiður hefur valið að fara nokk- uð óvenjulega leið því á meðan skóla- félagar hennar láta flestir ferma sig gengst Ragnheiður undir manndómsvígslu að heiðn- um sið. „Ég fékk að velja þetta sjálf. Mamma og pabbi eru í Ásatrúarfélaginu og ég kynnti mér þær athafnir sem þar fara fram. Eftir að hafa skoðað alla möguleikana sá ég að þetta var það sem ég vildi,“ segir Ragnheiður. Ásatrúarfélagið hefur þann háttinn á að bjóða þeim ungmennum sem þess óska að gangast undir athöfn sem hefur verið kölluð manndómsvígsla. Sjálf fermingin, trúar- staðfestingin, er hins vegar kölluð „siðfest- ing“ og er alla jafna ekki í boði nema fyrir fullorðna. Hávamál og heimspeki Undirbúningurinn er á ýmsan hátt svip- aður fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar. „Við erum tvö sem sækjum núna kennslustundir hjá Ásatrúarfélaginu. Þar tölum við um hug- myndafræðina að baki trúarbrögðunum, fræðumst um goðin og lesum í Hávamálum,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við að henni þyki goðafræðin bæði spennandi og á marg- an hátt lifandi í mörgu sem fyrir augu ber. „Þetta hefur verið mjög skemmtileg fræðsla og fjölmargt sem við lærum og spjöllum um.“ Enn sem komið er hafa sárafáir unglingar látið vígjast með þessum hætti en þrátt fyrir nýlunduna segir Ragnheiður að hvorki vinir né ættingjar hafi haft nokkuð annað en gott að segja um ákvörðun hennar. „Og þó; sum- um vinunum finnst þetta ögn skrítið, en flestum allt í lagi. Ættingjarnir eru líka margir hrifnir af þessari ákvörðun, en auk foreldra minna á ég frændur og frænkur sem tilheyra Ásatrúarsöfnuðinum.“ Ragnheiður hefur ekki enn gert upp við sig hverju hún mun klæðast þegar stóri dag- urinn rennur upp. Hún segir að til boða standi að gangast undir manndómsvígsluna í hefðbundnum víkingaklæðum, en allt eins megi klæðast hvaða fatnaði sem er. Athöfnin mun svo að öllum líkindum fara fram í garð- inum við heimili fjölskyldunnar. „Að því loknu bjóðum við gestum í hefðbundna ferm- ingarveislu með ósköp dæmigerðum ferm- ingarveislumat,“ segir Ragnheiður. „Það verður eflaust rjómaterta og kransakaka, en ekki hákarl og sviðasulta.“ ai@mbl.is Goðafræðin spennandi Skoðaði alla möguleika og gerði upp hug sinn Ljósmynd/Víkurfréttir Manndómur Ættingjar hrifnir af þessari ákvörðun, segir Ragnheiður Röskva Teitsdóttir. 8 | MORGUNBLAÐIÐ Í va Marin Adrichem hafði lengi velt fyrir sér hvernig hún vildi fermast. „Ég byrjaði að hugsa um þetta fyrir alvöru í 6. bekk, velti vöngum um hvort ég tryði á guð eða ekki, og komst svo einfaldalega að þeirri niðurstöðu að ég væri ekki trúuð og myndi sennilega aldr- ei aftur mæta í kirkju ef ég léti ferma mig á annað borð.“ Íva Marín valdi því borgaralega fermingu og sér ekki eftir ákvörðuninni. Viðbrögðin hafa verið jákvæð frá fólkinu í kringum hana og undirbúningur fermingarinnar ánægjulegur. „Við sem látum fermast hjá Siðmennt fáum samtals um 12 tíma af fermingarfræðslu og erum þar að læra um siðferðismál og heimspeki. Síðan koma til okkar gestir og halda fyrirlestra um ým- islegt í lífinu,“ segir hún og kveðst fá mikið út úr fræðslunni. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég valdi borgaralega fermingu var ein- mitt frásögn einnar vinkonu minnar sem fermdist borgaralega nokkru á undan mér og sagði mér frá hvað hún hefði lært mikið í fermingarfræðslunni. Ég vildi endilega velja leið sem gæti fengið heilann aðeins til að vinna.“ Færi létt með að syngja Fermingin mun fara fram í Salnum í Kópavogi og er ágætt að hljóðburðurinn er þar góður því sennilega mun Íva Marín taka lagið. Á borgara- legum fermingum er vaninn að fermingarbörnin sýni stutt listatriði og liggur beinast við að Íva Marín syngi. „Það getur jafnvel verið að ég þurfi að mæta á sýningu seinna um fermingardaginn,“ útskýrir hún en Íva hreppti kórhlutverk í upp- færslu Íslensku óperunnar á La Bohème. Æfingar eru í fullum gangi þessa dagana og frumsýnt verður 16. mars. „Ég er mikið tónlist- arfrík, hafði oft komið í prufur og fékk núna loksins hlutverk,“ segir Íva Marín og bætir við að reynslan sé óviðjafnanleg. „En þetta er rosaleg vinna og oft löng og ströng bið á æfing- um, en um leið heillandi heimur.“ Það er því við hæfi að Íva Marín og móðir hennar hafa gert með sér samkomulag um tón- listartengda fermingargjöf. „Við ætlum að hafa rólega veislu heima, með ítölskum réttum, og hefðbundnu kaffiborði. Síðan finnum við góðan tíma í sumar til að skella okkur á tónleika með Adele.“ ai@mbl.is Þarf kannski að vera á sviði seinna um kvöldið Undirbýr fermingu og æfir fyrir óperusýningu um leið Morgunblaðið/Sigurgeir S. Borgaralegt Vildi velja leið sem gæti fengið heilann til að vinna, segir Íva Marín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.