Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
Erna
Skipholti 3
Sími: 552 0775
www.erna.is
Fyrir orrustuna um Milvianbrú yfir Tíberfljót, 28. október
312 fyrir réttum 1700 árum, sá
Konstantín mikli teikn krossins
á himni og orðin “in hoc signo
vinces” “Undir þessu tákni muntu
sigra”. Árið 313 er Konstantín var
orðinn keisari veitti hann kristnum
mönnum trúfrelsi eftir langvarandi
ofsóknir.
Menin eru smíðuð á Íslandi eftir hugmynd
Dr Gunnars Jónssonar og fást silfurhúðuð á 3.500,-
úr silfri: 5.900,- (með demanti: 11.500,-) og
úr 14k gulli á 49.500,- (með demanti: 55.000,-).
IN HOC SIGNO VINCES
(Undir þessu tákni muntu sigra)
F
allegustu gjafarvörurnar fyrir
ferminguna fást í Karmel-
klaustrinu við Ölduslóð í Hafn-
arfirði. Kertin sem þar fást eru
handmáluð og skreytt auk þess
sem þar fást falleg skrautrituð kort og
fleira. Raunar fást gjafavörur fyrir flest
tilefni í klaustrinu, svo sem skírnir,
brúðkaup sem og helstu viðburði kirkju-
ársins.
„Handavinnan er stór þáttur í okkar
starfi,“ segir móðir Agnes í Karmel-
klaustrinu. „Hér iðkum við hugleiðslu
og biðjum og á meðan er gott að fást við
einhverskonar föndur eða handavinnu.
Við fáum kertin frá kertasmiðjunni
Heimaey í Eyjum en hér málum við þau
með fallegu letri og litum. Sama má
segja um aðra handvinnu. Við leggjum
alúð í hlutina.“
Verslunin í klaustrinu er opin alla
daga frá klukkan 10:00 til 19:30 auk
þess sem hægt er að skoða þær vörur
sem fást og panta yfir netið. En fyrst og
síðast snýst líf Karmelsystra um til-
beiðslu og bænalíf. Sungnar eru messur
í klaustrinu klukkan átta á hverjum
morgni auk þess sem Karmelsystrum
berast bænaefni frá fólki víða að.
„Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að
margir leita til okkar. Til dæmis varð
maður í Reykjavík fyrir hnífstungu á
mánudaginn og síðustu daga hafa marg-
ir komið með bænaefni vegna þess
manns og fjölskyldu hans. Við erfiðar
aðstæður leita margir til okkar,“ segir
Agnes.
sbs@mbl.is
Kerti Handverk Kar-
melsystra í Hafn-
arfirði er ein-
staklega fallegt og
sígilt á borði ferm-
ingarbarnsins.
Kertin fást í öllum
regnbogans litum.
Karmel Að stórum hluta hafa Karmelsysturnar lifi-
brauð sitt af eigin handverki, svo sem kertamálun.
Morgunblaðið/Ernir
Nunna Kertin sen nunnurnar mála eru sérstaklega falleg og tæpast hefur nokkur maður sig í að bera eld að kveiknum og bræða þau niður.
Klaustur Starfið í Hafnarfjarðarklaustrinu á langa
sögu og margir leita til nunnanna með fyrirbænir.
Minningabók Það er gaman að skrá sögu fermingardagsins í fallegar
myndskreyttar bækur, sem eru t.d. líkar því sem hér má sjá.
Bænalíf og fallegt handverk
Kertin eru handmáluð og
skreytt. Hugleiða í Hafn-
arfirði. Margir leita til okkar,
segir systir Agnes í Karmelk-
laustrinu