Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 30
30 | MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 86 • sími: 511-2004 Glæsilegt fermingartilboð K rökkunum þarf að finnast skemmtilegt að mæta í myndatök- una og ljósmyndarinn þarf að vera líflegur. Allt annað er smit- andi á verri veginn. Gleðin skín í gegn sé myndatakan stund þar sem allir njóta sín og brosa. Síðustu árin hefur sömuleiðis orðið talsverð breyting á myndunum sjálfum. Þetta er ekki jafn þvingað og áður var og þótti öðrum þræði sjálfsagt,“ segir Erling Aðalsteinsson ljósmyndari. Þegar náttúran tekur lit Erling hefur starfað sem ljósmyndari til fjölda ára og starfrækir stofu á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi með sambýliskonu sinni, Sigríði Sigurlínu Pálsdóttur, Sillu, sem er förðunarmeistari og stílisti og hefur starfað með mörgum af fremstu ljósmyndurum landsins. Þar sinna þau ýmsum myndatökum og eðlilega eru fermingarmyndatökur snar þáttur í starfi þeirra þegar kemur fram á vorið. Myndatökurnar eru samstarf þeirra beggja. „Stelpurnar fara gjarnan í prufugreiðslu áður en kemur að ferming- unni sjálfri og síðustu árin hefur færst í vöxt að þá séu myndirnar tekn- ar. Nokkrar myndir sem fara í möppu og nokkrar til viðbótar sem fólk fær í skjáupplausn og er hægt að sýna til dæmis á skjávarpa í ferming- arveislunni. Þetta fyrirkomulag er vinsælt,“ segir Erling. „Sumir hafa viljað skipta upp myndatökunni og koma í síðari áfanga myndatökunnar síðar á vorinu eða jafnvel um sumarið, þegar náttúran hefur tekið lit. Þá hefur okkur fundist gaman að fara og taka myndir til dæmis hér vestur á Gróttu, enda er umhverfið þar sérstaklega myndrænt. Stundum höfum við líka farið með krökkunum sem hafa áhuga á hestamennsku eitthvað út í sveit eða annars staðar sem hæfir.“ Ein mynd í kyrtli Að taka myndirnar úti í náttúrunni segir Erling hluta af þeirri þróun sem átt hefur sér stað í fermingarmyndatökum síðustu árin; það er að krakkarnir komi í myndver með einhverja þá hluti sem sýna áhugamál þeirra. Að vera í búningi íþróttaliðsins síns, með gæludýr eða eitthvað sem tengist áhugamáli þeirra er stíllinn í dag. „Við leggjum mikla áherslu á að hafa albúmið fjölbreytt og skemmti- legt. Í því höfum við kannski bara eina mynd í kyrtli en í gamla daga voru þær myndir fleiri í albúminu. Ég fermdist árið 1974 og á enn til myndirnar af mér með þykkt hárið, bartana og breiða svarta flauels- slaufu. Svona hefur nú tískan breyst rækilega,“ segir Erling. sbs@mbl.is Myndatakan er óþvinguð og gleðin skín í gegn Erling myndar á Eiðistorgi með Sillu konu sinni. Myndaal- búmið fjölbreytt og skemmtilegt. Fyrst myndað á stofunni og síðar úti í náttúrunni. Gróttan er myndrænn staður Ljósm/Erling Myndasmiður „Við leggjum mikla áherslu á að hafa albúmið fjölbreytt og skemmti- legt,“ segir Erling sem starfrækir ljósmyndastofu sína á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi ’Sumir hafa viljað skipta uppmyndatökunni og koma í síð-ari áfanga myndatökunnar síðará vorinu eða jafnvel um sumarið Hundastelpa Júlía Steindórsdóttir með hundinn sinn á einstaklega fallegri mynd. Ballerína Fjóla Stefánsdóttir tekur spor inn í framtíðina á þeim tímamótum í lífinu. Hopp Andri Búi Sæbjörnsson er einn margra líf- legra krakka sem Erling hefur myndað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.