Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 32

Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 32
V ið höfum orðið vör við þá þróun að fólk hefur áhuga á að gera veitingar sjálft fyrir veislurnar og þá er gott að geta nálgast mikið af girnilegum og góðum uppskriftum á einum stað,“ segir Guðný Steins- dóttir, markaðsstjóri Mjólkursamsöl- unnar. Á uppskriftavef MS má finna uppskriftir fyrir veislur af flestum til- efnum – meðal annars ferming- arveislur. Af einstökum réttum þar má meðal annars nefna snittur, spennandi smárétti, tartalettur, inn- bakaða osta, ostabakka og gómsætar tertur sem hæfa vel í ferming- arveislur Vefsetrið Gott í matinn er vel sótt. Þar er að finna alls átján upp- skriftaflokka, til dæmis uppskriftir að pitsum og osta- og skyrtertum; kald- ar og heitar sósur, bakstur, fisk- og kjötrétti og svona mætti áfram telja. Á vefnum eru einnig hugmyndir að ostabökkum. Í flokknum fermingar- og veisluuppskriftir eru 50 upp- skriftir og von á fleiri á næstunni. Uppskriftir á tveggja vikna fresti Í tengslum við vefinn er starf- ræktur uppskriftaklúbbur MS en fólk innan vébanda hans fær sendar upp- skriftir á tveggja vikna fresti. „Nú fyrir fermingarnar höfum við tekið saman fjölda af uppskriftum sem henta fyrir fermingarveislur og nú þegar vorið nálgast eru ostabakk- arnir líka mjög vinsælir, til dæmis bakkar með Óðalsostum og myglu- ostum ásamt grænmeti og sultum. Fremur auðvelt er að gera slíka bakka og þeir höfða til flestra,“ segir Guðný sem leggur áherslu á að á uppskriftavefnum góða megi finna uppskriftir sem hæfa jafnt byrj- endum í matargerð sem og lengra komnum. Allir eigi að finna eitthvað við sitt hæfi. Rúllur með reyktum laxi, rjómaosti og piparrót Úr þessari uppskrift eiga að nást um 20 stk. 20 sneiðar reyktur lax reyklaxamauk: 125 g rjómaostur 125 g rjómaostur með kryddblöndu 1 tsk. rifin piparrót 250 g reyktur lax 2 msk. saxaður ferskur graslaukur salt og nýmalaður svartur pipar ½ msk. sítrónusafi 2 msk. sýrður rjómi Aðferð Blandið saman rjómaost- unum, kryddið með piparrót, sí- trónusafa, salti og nýmuldum svört- um pipar. Saxið graslaukinn og bætið saman við. Saxið laxinn 250g og bætið saman við og hrærið vel. Leggið sneiðarnar á bakka og setjið rjóma- ostalaxamaukið á sneiðina og rúllið upp. Skreytið með smá doppu af sýrðum rjóma á toppinn og skreytið með graslauk. Tortillur með pepperoni-osti og spínati Úr þessu nást ca. 30 bitar, 6 bitar úr hverri rúllu 5 stk. stórar tortillukökur 125 g rjómaostur 150 g pepperoni-ostur rifinn 25 sneiðar pepperoni-sneiðar eða saxað 200 g spínat 100 g rauðlaukur saxaður Aðferð Hitið tortillurnar á pönnu svo það sé auðveldara að vinna með þær. Raðið á bretti eða borð. Smyrjið með rjómaosti, og stráið pepperoni- ostinum yfir. Leggið pepperoni- sneiðarnar á og bætið við spínati og söxuðum rauðlauk. Rúllið upp og kælið. Skerið í sneiðar og setjið sýrð- an rjóma á toppinn. Espressosúkkulaðiterta Botn 125 g smjör 100 g flórsykur 250 g hveiti 2 eggjarauður 2 msk. kalt vatn Aðferð: Blandið saman smjöri, flór- sykri og hveiti. Bætið þar næst í eggjarauðum og vatni. Hrærið vel saman. Þrýstið deiginu í springform ca. 28 cm og setjið vel upp á kantinn. Kælið í ca. 1 tíma. Setjið smjörpapp- írsörk í botninn og hrísgrjón yfir hann og bakið botninn við 180°C í 20 mínútur. Fjarlægið smjörpappírinn og hrísgrjónin og bakið í 5 mínútur í viðbót. Fyllingin 6 blöð matarlím 4 dl rjómi 1 dl nýmjólk 600 gr suðusúkkulaði 100 g smjör 1,5 dl sterkt espressokaffi Aðferð Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Sjóðið saman mjólk og rjóma og takið af hellunni. Bætið í söxuðu súkkulaðinu, hrærið vel sam- an, bætið þar næst í smjörinu og hrærið vel saman. Kreistið vatnið vel af matarlíminu og leysið það upp í espressokaffinu. Blandið saman við súkkulaðifyllinguna og að lokum hell- ið fyllingunni í tertubotninn og kælið vel. Berið fram með þeyttum rjóma eða góðum ís. Gott í matinn er vinsælt vefsetur. Tugir girnilegra uppskrifta með mjólkurvörum. Ostarnir eru í önd- vegi. Fólk vill útbúa veisluna sjálft, segir Guðný Steinsdóttir hjá Mjólkursamsölunni. Uppskriftirnar á einum stað Expresso súkkulaði- terta er afar ljúffeng. Rúllur með reyktum laxi, rjómaosti og piparrót. Mjólkurdís Nálgast mikið af girnilegum og góðum uppskriftum á einum stað,“ segir Guðný Steinsdóttir sem er markaðsstjóri hjá MS. Morgunblaðið/Ómar Tortillur með peppe- roni-osti bragðast frábærlega. 32 | MORGUNBLAÐIÐ Sími: 528 8800 drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 FERÐATASKA FRÁBÆR FERMINGARGJÖF Fermingjargjöf fyrir stráka og stelpur Kíktu á drangey.is Mikið úrval af gjafavöru fyrir dömur og herra Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta 15% afsláttur áður 23.400kr. nú 19.900kr. áður 18.800kr. nú 15.900kr. áður 12.900kr. nú 10.900kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.