Morgunblaðið - 09.03.2012, Síða 42

Morgunblaðið - 09.03.2012, Síða 42
ingu og fram- kvæmd ferming- arveislunnar:  Póstleggið boðskort á miðvikudegi ef ætl- unin er að fá svar því það eykur líkurnar á að kortið berist undir helgi og að viðtakendurnir gefi sér tíma strax til að svara. Annars getur dregist alveg gasalega að fá á hreint hverjir komast og hverjir ekki.  Skiptið frekar um fat á borðinu þegar klár- ast af því en að fylla á það. Það er svo gasalega stúlkur. Dömur klæða sig ávallt í takt við ald- urinn,“ segir frúin og leggur áherslu á orð sín. Skál í boðinu Frú Kitschfríður er á því að áfengi megi gjarna vera á boðstólum þó það sé fátítt í seinni tíð. „Það er synd hvað lítið er veitt af áfengi í fermingarveislunum nú til dags! Þetta voru alltaf svo miklu skemmtilegri boð hérna í denn. Ég gleymi því ekki þegar ég var með sangríuna í fermingunni hans Badda míns og tengdamamma rúllaði niður stéttina, hnegg- hnegg! Og hættan er því sú í dag að ferming- arveislur verði óhemjuleiðinleg boð, enda gestalistinn yfirleitt aðeins ættingjarnir og tóm skyldurækni,“ segir frú Kitschfríður og hristir höfuðið. „En það verður einmitt mik- ilvægara, þegar áfengið er ekki til að hjálpa til, að setja á listann skemmtilegt fólk til að hressa upp á boðið. Þá er hæfilegt að hafa einn veislu- glaðan móti 4-5 ættingjum. Sjálf hef ég tekið eftir að mér er gjarnan boðið einmitt til að hressa gasalega upp á veislur, hnegghnegg.“ 10 góð ráð fyrir fermingarveisluna Þar sem frúin er hafsjór hollráða fyrir allra handa mannfagnaði varð ekki hjá því komist að biðja hana um fáeinar ráðleggingar sem flestir ættu að geta nýtt sér við skipulagn- F rú Kitschfríður Kvaran lætur sér ekkert veislutengt óviðkomandi og er því í essinu sínu þegar fermingartím- inn gengur í garð. Þar sem hún er með sjóaðri dömum bæjarins þegar kemur að því bjóða heim lá beint við að fá holl- ráð hjá henni ásamt sígildum uppskriftum fyr- ir fermingarveisluna. Það stóð ekki á svörum hjá frú Kitschfríði. „Fermingarárstíminn er í agalegu uppá- haldi hjá frúnni. Þá sigli ég milli boða með svignandi veisluborðum og get á einu bretti tekið út húshaldið og mannvænleika barnanna á heimilinu,“ segir frúin glaðbeitt. „Fyrir utan jólin eru fermingarnar auðvitað aðal- húsmæðraprófin og ég veit að sumar hús- frúr skjálfa á beinunum þegar ég mæti á svæðið, hnegghnegg!“ Að mati frú Kitschfríðar ættu veislurnar und- antekningarlaust að vera haldn- ar í heimahúsi. „Það er auðvitað hneykslanlegt þegar fólk heldur fermingarveislur í sal úti í bæ, bendir barasta til þess að húsmóðirin hafi eitt- hvað að fela, segi ég. Og það er ekkert að því að hafa heilbrigt keppnisskap!“ bætir hún við. „Sjálf var ég með þrjátíu sortir í boði þegar börnin mín fermdust og útbjó allt kruðiríið sjálf, meira að segja 15 hæða kransatertu. Auðvitað fékk enginn að fara heim nema hafa smakkað á öllum sort- um.“ Sama gildir um fermingarförin, frú Kitschfríður vill að húsmæður flíki eigin hæfi- leikum á þeim vettvangi sem annars staðar í undirbúningnum. „Fermingardressið á dótt- urina saumaði ég sjálf úr gasalega lekkeru, bleiku tafti og dragt í stíl á sjálfa mig. Hún var með einhvern uppsteyt, stelpan, en mín þrosk- aða smekkvísi fékk að sjálfsögðu að ráða. Al- máttugur, hugsaðu þér hvernig það hefði verið fyrir hana seinna að skoða fermingarmynd- irnar af sér klæddri einhverjum gelgjulegum tískugopa! Og jedúddamía hvernig sumar mæðurnar eru til fara í veislunum nú til dags, uppstrílaðar sjálfar eins og einhverjar tánings- ólekkert að bæta á skítugan disk. Reynið frek- ar að eiga aukasett af stóru diskunum í Máva- stellinu, elskurnar.  Ef kæla þarf drykki með hraði er ráð að setja vatn í vaskinn, bæta við slatta af ísmolum og matskeið af salti. Setjið flöskurnar út í vaskinn og kælast þær mjög hratt á þennan hátt, mun hraðar en í ísskáp og frysti.  Nota má kælibox til að halda mat heitum. Setjið heitan matinn í boxið (og sleppið að sjálfsögðu kælikubbunum, hnegghnegg) og lokið vel. Þá má einnig nota ísfötur til hins sama og loka þeim með álpappír.  Yfirfullur ísskápur vinnur ekki vel. Það sem er aftast vill frjósa en það sem er framar verð- ur ekki nógu kalt. Reynið að hafa alltaf pláss á milli matvælanna til að kalda loftið geti streymt um allan skápinn.  Flikkið upp á hlaðborðin með því að setja bókabunka undir dúkinn til að tylla matarföt- unum á. Borðið verður svo miklu lekkerara og ekki er verra að maturinn virðist meiri … gott í kreppunni, hnegghnegg. Verið samt ekkert að splæsa Laxness í þetta, stelpur, rauðar ást- arsögur duga alveg.  Munið að falleg framreiðsla skiptir sköpum. Hefja má margan miðlungsréttinn upp á æðra plan með fallegri umgjörð! Puntulegt stell, vel pússað silfur, salatblöð og jarðarber geta breitt með glans yfir fákunnáttu lítt reyndrar húsmóður við eldamennskuna.  Frystikistan er besta vinkona húsmóð- urinnar. Byrjið snemma að baka það sem geymist vel í frosti, eins og t.d. ostakökur sem þola heilt ísaldarskeið í kistunni, marens og litlar brauðbollur. En engar aðrar en þær allra fimustu ættu að sjá sjálfar um fermingartertuna til að verða sér ekki til skammar í boðinu. Sjálf bakaði ég 15 hæða fermingartertu fyrir mín börn.  Vissuð þið að hægt er að pússa silf- ur með bananahýðinu innanverðu? Gott að vita ef silvóið klárast kvöldið fyrir ferm- ingu!  Gestir sem hafa falskar tennur ættu að gera það upp við sig strax áður en þeir fara fyrstu ferð að hlaðborði, hvort þeir ætla að hafa tenn- urnar uppi í sér og borða róstbífið eða taka þær út og fá sér brauðtertu. Það er agalega ódannað að taka tennurnar úr úr sér í miðri máltíð! Sígildar uppskriftir frú Kitschfríðar Að endingu féllst frúin á að deila með les- endum fáeinum uppskriftum sem eiga það sameiginlegt að hafa fyrir löngu sannað gildi sitt, enda er Kitschfríður alfarið af klassíska skólanum þegar veisluréttir eru annars vegar. jonagnar@mbl.is Frú Kitschfríður Kvaran og fermingarnar Þegar líður að fermingum er ómetanlegt að fá hollráð hjá reynsluboltum í skipulagningu og framkvæmd hvers kyns manna- móta. Þar er frú Kitschfríði Kvar- an rétt lýst enda man hún tímana tvenna í veilsuhaldi. 42 | MORGUNBLAÐIÐ Brauðterta „Það liggur gasalega beint við að gefa uppskrift að brauðtertu fyrir ferming- arblaðið, brauðterta er alltaf agalega sí- gild. Því miður er þessi forna listgrein ís- lenskra húsmæðra á hröðu undanhaldi og er óðum að víkja fyrir alls kyns ólekker- um tískuréttum á borð við húmmús og svoleiðis gráleitt gums. Þessi uppskrift er af fermingarstærð og óvenjuleg því tertan er kringlótt – en við slíkt ráða nú aðeins þær allra liprustu. Þið hinar ættuð að halda ykkur við venjulega, ferkant- aða. 10 egg 2 stórar dósir af majónesi 1 kg af rækjum Arómat 2 hvít brauðtertubrauð – pantist í bakaríinu 2 dögum fyrr! Rauð kokteilkirsuber 1 skinkubréf ½ gúrka Steinseljugrein Nokkrar sneiðar af reyktum laxi 1 askja af jarðarberjum Gulrauð paprika 2 dósir af niðursoðnum ananashringjum Affrystið rækjurnar og kreistið úr þeim allt vatn. Harðsjóðið eggin og kælið gasalega vel. Skerið 8 egg smátt og hrærið saman við rækjurnar og aðra majónesdósina. Kryddið með arómatinu eftir smekk. Allt er betra með arómati! Skerið skorpuna af báðum brauðum. Staflið nú brauðsneiðunum upp á fal- legan, kringlóttan disk þannig að 3 sneið- ar myndi hvert lag og hæðirnar verði alls 5. Leggið þá botninn úr lausbotna, kringlóttu formi ofan á og skerið eftir honum þannig að tertan verði kringlótt. Smyrjið nú rækjusalatinu milli brauðlag- anna. Smyrjið afgangnum af majónesinu utan á tertuna með sleikju og verið ekk- ert að spara það. Gætið þess þó að skilja eftir slatta til að setja í rjómasprautu til að sprauta skrautkant á í lokin! Látið nú hugmyndaflugið og smekkvísina ráða för við skreytingarnar. Munið að það er gasalega ósmekklegt að ofskreyta og al- veg nauðsynlegt að huga vel að lita- samsetningum. Þið getið haft myndina til hliðsjónar. Laxasneiðunum rúllaði ég upp í ægilega sneddí rósir sem gott er að festa saman með tannstönglum og setti í miðjuna. Takið eftir ananashringjunum á hliðinni með kokteilberjunum í miðjunni. Peruterta „Peruterta er agalega klassísk í ferm- ingarnar. Þessi uppskrift er frá henni múttu, blessuð sé minning hennar, hún var svo hrifin af fermingarveislum. Fyrst bökum við tvo svampbotna og í þá þarf: 4 egg 150 g strausykur 150 g hveiti 1 tsk. lyftiduft Stífþeytið egg og sykur þar til þetta púffar dægilega. Sigtið saman hveiti og lyftiduft og blandið varlega við eggja- hræruna með sleiku. Bakið þetta nú í 2 24 cm formum við 180 gráður í 20-25 mínútur. Krem 50 g suðusúkkulaði 3 eggjarauður 4 msk. flórsykur 1 peli rjómi Þeytið rjómann og setjið til hliðar. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og kælið dulítið. Þeytið saman eggjarauður og flórsykur, blandið súkkulaðinu varlega við og að lokum rjómanum með sleikju. Opnið stóra perudós og hellið safa yfir neðri botninn. Smyrjið þriðjungi krems- ins á sama botn. Leggið efri botninn ofan á, hellið smávegis af safanum yfir og smyrjið næsta þriðjungi þar ofan á. Að lokum er peruhelmingunum raðað á lek- keran hátt ofan á kökuna og síðasta kremið látið hylja þá sem og hliðarnar. Smurðar flatkökur með hangikjöti „Svoleiðis þjóðlegt lostæti er ómissandi í hverja fermingarveislu og þarf vart að gefa uppskriftina að því. En sannar fyr- irmyndarhúsmæður myndu auðvitað steikja kökurnar sjálfar!“ 4 bollar hveiti, 4 bollar haframjöl, 1 bolli rúg- mjöl, 1 tsk. salt, 1 msk. sykur, 1/2 tsk. natrón, 1 ketill af sjóðandi vatni Vatnið er soðið og hellt yfir þurrefnin. Hnoðið deigið strax og hafið góða gúmmíhanska í dömulegum lit á hönd- unum við verkið. Fletjið deigið þá út í þunnar kökur og steikið á pönnuköku- pönnu upp úr smjöri á báðum hliðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.