Morgunblaðið - 09.03.2012, Qupperneq 45
Vörurnar sem
notaðar voru
við Förðun 2.
Vörurnar sem
notaðar voru
við Förðun 1.
Blauthreinsiklútar og
rakakrem frá Olay.
MORGUNBLAÐIÐ | 45
Gjafabréf Icelandair gildir í tvö ár frá útgáfudegi.
BROT AF HEIMINUM
Í FERMINGARGJÖF
Gjafabréf Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfar
til allra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku.
Þú velur upphæðina.
+ Pantaðu fermingargjöfina á www.icelandair.is
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
IC
E
58
35
1
03
/1
2
Förðun 1
Módel: Katrín K. Karlsdóttir
„Hreinsun húðarinnar er mjög mik-
ilvæg og þá sérstaklega á þessum
aldri. Ég byrjaði á því að hreinsa húð-
ina með Olay-blauthreinsiklút og setti
svo Complete Care-rakakrem sem
hentar vel ungri húð. Xperience heitir
farðinn sem ég notaði og er ein-
staklega mjúkur og gefur húðinni fið-
urlétta og fallega áferð. Þar næst setti
ég blautan kinnalit, Miracle Touch
Creamy Blush nr. 14, sem er mjög
mjúkur og auðveldur í notkun. Fal-
legur litur sem gefur kinnunum heil-
brigðan og frísklegan blæ. Augnförð-
unin er sem eðlilegust, þó má leika sér
með hlutlausa pastelliti ef vill. Ég setti
Duo-augnskugga nr. 440, Sunset Mo-
od, á augun, sem gefur örlítinn lil-
labláan tón, og örmjóa augnblýants-
línu við rætur augnháranna til að fá
smá meiri svip (Liquid Eye Effect-
augnblýantur, litur: Silver Spark). Til
að fullkomna svo augnförðunina setti
ég eina létta umferð af nýjasta mask-
aranum frá Max Factor, False Lash Ef-
fect Fusion. Á varirnar setti ég síðan
ljósbleikan Xperience Lip Balm nr. 6
sem er í raun varanæring með smálit
í.“
Milt hreinsigel
og rakakrem frá
Olay.
Förðun 2
Módel: Mariane Sól Úlfarsdóttir
„Ég byrjaði á að hreinsa húðina og
notaði Gentle Cleansers-hreinsigel frá
Olay og Complete Care sensitive-
rakakrem á húðina. Smooth Effects-
farðinn sem ég notaði gefur fallega og
létta áferð líkt og litað dagkrem og
hentar því vel fyrir förðun sem þessa. Í
framhaldi setti ég fast púður, Creme
Puff nr. 05, og örlítið sólarpúður á
kinnbeinin (Bronzing Powder nr. 2) til
að ýkja náttúrulegan og heilbrigðan
ljóma húðarinnar. Duo-augnskugginn
nr. 420, Supernova Pearls, eru fallegir
brúntóna augnskuggar sem skerpa ör-
lítið augnsvipinn án þess að vera áber-
andi. Ég setti örmjóa augnblýantslínu
rétt við rætur augnháranna til að fá
smáfyllingu (Liquid Eye Effect Pencil,
litur: Brown Blaze). Því næst setti ég
eina umferð af Xperience-mask-
aranum sem greiðir augnhárin mjög
vel og kemur í veg fyrir klessur. Á var-
irnar setti ég létt varagloss í fölbleikum
tón, Vibrant Curve Lip Gloss nr. 15.“
Því má svo bæta við að Katla Hrund
snyrtifræðingur býður upp á Max Fac-
tor-námskeið fyrir ungar stúlkur á aldr-
inum 13-15 ára þar sem farið er m.a. yf-
ir:
1. Mikilvægi umhirðu húðarinnar
2. Sýnikennslu í fallegri og léttri
förðun
3. Almennt heilbrigði
Nánari upplýsingar eru á www.me-
dico.is eða í síma 545-4200.
jonagnar@mbl.is