Morgunblaðið - 09.03.2012, Síða 48

Morgunblaðið - 09.03.2012, Síða 48
48 | MORGUNBLAÐIÐ Þó að Guðjón hafi tekið andlegu hlið fermingarinnar mjög alvarlega man hann enn vel hvað hann fékk góðar gjafir. „Ég fékk 76.000 krónur og keypti mér rosaflott Mongoose-fjallahjól fyrir hluta af peningunum en geymdi afganginn á bankabók. Ég fékk líka mjög flott úr frá mömmu og pabba og svefnpoka sem ég nota enn. Hjólið var líka lengi notað og mjög stutt síðan það fór út á Sorpu,“ segir Guðjón. „Ég fékk líka nokkrar orgelpípur, en nýtt orgel kirkjunnar hafði verið vígt skömmu áður og hægt að styrkja orgelsmíðina með því að kaupa bréf fyrir stökum pípum. Ég held það sé varla hægt að flytja verk á orgelinu án þess að spila á einhverja af þessum fimm pípum sem ég á, og mér verður hugs- að til þess í hvert skipti sem ég hlýði á tónlistarflutning í kirkjunni.“ Notar enn svefnpokann okkur námsefnið,“ segir hann og hlær. „En ég var enginn guðfræð- ingur, 14 ára gamall og margt nýtt sem við lærðum í aðdraganda fermingarinnar.“ Í hlutverki fullorðins manns Guðjón segist hafa tekið ferm- inguna mjög alvarlega og hátíð- lega. Þegar svo stóri dagurinn rann upp fann hann til ríkrar skyldu og fullorðnaðist hratt. „Fermingin var kl. 11 og svo var veislan haldin í safnaðarheimili kirkjunnar, sem við fengum gegn- um klíkuskap,“ segir Gói og hlær dátt. „Við fjölskyldan höfðum skreytt salinn kvöldið áður og ég hafði látið útbúa sönghefti. Ég var svo miðpunktur skemmtidagskrár fyrir alla gestina, man að ég spil- aði undir fjöldasöng og tók söngdúett með æskuvini mínum, Páli Ágústi Ólafssyni, og flutti verk með systur minni Ingu sem spilaði á þverflautu. Áður en það allt saman hófst hélt ég svo ræðu og bauð alla velkomna.“ Gói segir að sér hafi fundist eins og deginum fylgdi meiri ábyrgð „Nú var ég einhvern veg- inn orðinn fullorðinn og ég tók það hlutskipti mjög alvarlega. Á vissan hátt var ég að leika rullu og setti mig í hlutverk sem mér hafði ekki verið tamt áður. En svo er ekki loku fyrir það skotið að þarna hafi stefnan verið mörkuð í ákveðna átt sem svo leiddi mig út í leiklistina seinna meir. Ég hafði auðvitað tekið upp á ýmsu sem kalla mætti athyglissýki, en þarna upplifði ég á sviðinu hvað það var gaman að sjá gamlar frænkur og aðra ættingja hlæja og dilla sér í takt við það sem ég var að gera uppi á sviði.“ ai@mbl.is G uðjón Davíð Karlsson leikari, eða Gói eins og hann er jafnan kall- aður, man vel eftir fermingardeginum. „Ég fermdist 10. apríl 1994, þá nýorð- inn 14 ára gamall. Þetta var sunnudagur eftir páska og ein- staklega fallegur dagur,“ segir Guðjón en hann var fermdur af föður sínum sr. Karli Sigurbjörns- syni, þá presti við Hallgríms- kirkju, og lét það ráða valinu á dagsetningunni. „Ég vildi síður láta ferma mig á páskum því þá var mesta annríkið og tvær ferm- ingarmessur þann daginn. Með því að ferma mig næsta sunnudag á eftir gat ég verið viss um að pabbi gæti tekið þátt í veislunni og þyrfti ekki að skjótast burt til að sinna prestsstörfum.“ Guðjón á ljúfar minningar bæði frá fermingarfræðslunni og svo sjálfum fermingardeginum. „Pabbi kunni sko alveg að fræða hópinn. Þar var farið í gegnum helstu siði og undirstöðuatriði og í hópnum voru mörg bekkjar- og skólasystk- ini mín úr Austurbæjarskóla. Í minningunni er þetta góður tími.“ Auðvitað átti Guðjón ekki í neinum vandræðum með að læra boðorðin og helgisiðina. „Ég man enn að ég fékk 10 á prófi sem við vorum látin taka til að ganga úr skugga um að við hefðum tileinkað Morgunblaðið/Eggert Útlærður Guðjón Davíð Karlsson segist ekki hafa átt í neinum vandræðum með að tileinka sér námsefnið í fermingarfræðslunni. Fékk fullt hús stiga á prófi í fermingarfræðslunni. Bisk- upssonurinn fermdist að sjálfssögðu hjá föður sín- um. Fermingarveislan varð að leiksýningu og þar með upptaktur að því sem verða vill, því leiklistin hef- ur verið hálft líf Guðjóns Davíðs Karlssonar. ’Nú var ég einhvernveginn orðinn full-orðinn og ég tók þaðhlutskipti alvarlega. Ávissan hátt var ég að leika rullu og setti mig í hlutverk sem mér hafði ekki verið tamt Skipulagði ítarlega skemmtidagskrá Flinkur Gói spilaði og söng fyrir gesti í fermingarveislunni sinni. Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki Ipod Webcam Handklæði Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 3 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. Eða við gætum fengið sparhlóðir. Þá færi ekki allur dagurinn í að leita að eldsneyti og við hefðum meiri tíma til að læra. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur 1 geit. Namm! Mjólk og kjöt, ekki lengur bara maísgrautur! Óskalistinn minn:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.