Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 57

Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ | 57 Persónuleg þjónusta í 20ár Fermingin og áhugamálin! fyrir dansara fyrir dýravini fyrir íþróttagarpa Munið fermingarbréfið með afslættinum! Opið til kl. 21:00 öll kvöldwww.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141 Glæsilegur sparifatnaður í úrvali Stærðir 36-52i - Þ að er segin saga að snúið getur verið að finna ferm- ingargjöf sem gleður við- komandi fermingarbarn í bráð og lengd. Ekkert var- ir að eilífu en sumar gjafir endast þó betur en aðrar. Þegar kemur að gjöfum sem halda verðgildi sínu til langs tíma litið gæti verið sterkur leikur að gefa stól í herbergi ferm- ingarbarnsins sem er ekki einasta glæsilegt stáss nú þegar, heldur mun halda gildi sínu sem sígild hönnun um ókomna tíð. Hagnýta hliðin á gjöfinni er sú að markaður með notuð húsgögn eftir eftirsóttustu hönnuði er ákaflega virkur og vel með farin eintök sem komin eru til ára sinna geta haft aukið söfnunargildi og verið enn verðmætari en sams konar eintak beint úr kassanum. Því mætti leiða líkum að því að gjöfin geri gagn ásamt því að vera áberandi prýði svo lengi sem viðtakandinn kærir sig um að eiga gripinn, og ef og þegar að því kemur að selja ætti það að reynast tiltölulega létt verk án þess að gjöfin þurfi að seljast með afföllum, svo fremi sem eigandinn hefur farið vel með hana. Meðfylgjandi myndir gefa ágætis dæmi um slík húsgögn. Sannarlega svolítið mikil fjárfesting, en talsvert öruggari en margar aðr- ar. Ekkert bankahrun rýrir verð- gildi Svans eftir Arne Jacobsen, vel að merkja. jonagnar@mbl.is Fjárfesting í fermingargjöf Svanurinn, Swan Chair, eftir Arne Jacobsen (1958) Womb Chair ásamt fótskemli eftir Eero Saarinen (1946) Kollar úr gegnheilli hnotu eftir Ray og Charles Eames (1960) Panton Chair eftir Verner Panton (1960) Öllum er í mun að gefa fermingargjöf sem veitir viðtakandanum gagn og gaman til lengri tíma, og helst út ævina. Að kaupa sígilda mublu gæti gert það og verið ágæt fjárfest- ing í leiðinni. Moooi Smoke Chair, eftir Maarten Baas (2002) Barcelona Chair eftir Mies van der Rohe (1929)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.