Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 61

Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ | 61 Morgunblaðið/hag Vorboði Fermingar eru vísbending þess að vorið sé í nánd. Fyrstu ferm- ingarnar eru gjarnan í Grafarvogskirkju, fjölmennustu sókn landsins. Mikilvægur undirbúningur Fyrir krakka á fjórtánda ári er stórt skref að játast gildum kristinnar trúar eða annarra siða. Fermingarfræðslan er mikilvægur undirbúningur; en þar er tæpt á ýmsum stærstu spurningum mannlegrar tilveru og leitað svara við þeim. Hvort þau fást er önnur saga; mestu skiptir að velta fyrir sér tilverunni og helstu rökum hennar. Og svo skiptir ekki síður máli að nálgast hlutirna með gleði og þau þrjú fermingarbörn sem hér er rætt við nefna öll hve fræðsla vetrarins hafi verið sérlega skemmtileg. „Mér hefur fundist ferming- arfræðslan fram- andi og skemmti- leg. Áður taldi ég mig vita sitt lítið af hverju um inntak kristinnar trúar en þegar við fórum að kryfja þetta þekkti ég aðeins helstu stikkorðin. Það er gaman að fara í gegnum boð- orðin tíu; að baki hverju þeirra er mikil saga og sterk skilaboð,“ segir Daníel Már Guðmundsson sem fermist í Seljakirkju í Breiðholti 1. apríl nk. „Sjálfsagt verður allur gangur á því hvernig manni tekst í fyllingu tímans að fylgja inntaki boðorðanna. Þú skalt ekki mann deyða, segir eitt boðorð- anna og sjálfsagt kemst maður í gegn- um lífið án slíkra ódæðisverka. Annað er hins vegar vandasamara. Að girn- ast ekkert sem náunginn á er hægara sagt en gert. Maður sér alltaf eitthvað spennandi og áhugavert í annarra eigu sem gaman væri að eiga og mað- ur hlýtur að girnast. Lífið er fullt af freistingum,“ segir Daníel um ferm- ingarfræðsluna sem hófst í byrjun október sl. Síðan þá hafa krakkarnir komið reglulega í Seljakirkju til sr. Val- geirs Ástráðssonar og Ólafs Jóhanns Borgþórssonar. „Fermingarfræðslan hefur verið skemmtileg og oft hlegið í tímum. Og svo hefur verið bryddað upp á ýmsu skemmtilegu, til dæmis með ferðalag í Vatnaskóg í haust. Þá þurfum við að mæta í tíu messur yfir veturinn og ég vænti þess að ná fullu skori núna í mars, hef mætt í sjö messur í vetur en þarf að ná tíu áður en að fermingunni kemur,“ segir Daníel Már – sem er sonur Guðmundar Björgvins Daníels- sonar og Margrétar Valgerðar Helga- dóttur sem á fermingardeginum halda syninum veislu í sal Ölduselsskóla. Daníel Már Guðmundsson Mikil saga og sterk skilaboð „Ferming- arfræðslan hefur verið mjög áhuga- verð. Fyrir mér lá nánast beint við og kom af sjálfu sér í mínu tilviki að fara í borgarlega fermingu hjá Sið- mennt, enda hef ég aldrei trúað á Guð, hef aldrei tekið þátt í neinu kristilegu starfi eða leitt hugann að trúarlegum efnum. Það hafði líka áhrif að Steinunn systir mín fermdist borgaralega fyrir tveimur ár- um og ég ákvað að fylgja hennar dæmi,“ segir Hrafnhildur Einarsdóttir. Hrafnildur býr með foreldrum sínum í Sólbyrgi í Reykholtssdal og er í 8. bekk Kleppjárnsreykjaskóla. Níu krakk- ar eru í árgangi hennar og tvö fermast borgaralega. Önnur fermast kirkjulegri fermingu og hafa í vetur mætt til spurninga hjá Borgarfjarðarprestum. „Ég tel mig fá góðan undirbúning fyrir lífið með borgaralegri fermingu. Fræðslan byggist upp á helg- arnámskeiðum; hinu fyrra í febr- úarbyrjun og svo er annað námskeið núna í mars. Þarna höfum við farið yfir marga áhugaverða hluti, meðal annars fjallað um málefni líðandi stundar, brotið þau til mergjar og myndað okkur skoðun á þeim sem við svo þurfum að rökstyðja út frá ýmsum vinklum svo trúverðugt sé. Svo hefur verið fjallað um fíkniefni, kynlíf og fleiri mál sem krakkar á mínum aldrei velta eðlilega mikið að velta fyrir sér. Þannig hefur fermingarfræðslan verið mjög áhuga- verð og það hefur sömuleiðis verið gaman að kynnast nýjum krökkum en við erum alls 22 í mínum hópi,“ segir Hrafnhildur sem fermist 22. apríl. Síðar sama dag verður fermingarveislan haldin í Reykholtsdal þar sem foreldrar hennar, þau Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir, stunda garðyrkjubúskap. Hrafnhildur Einarsdóttir Borgaralegt lá beint við „Sjálfsagt fer fjöldi krakka í fermingar- fræðsluna með efasemdir um trú- málin og þau hafa ekki endilega mik- inn áhuga á því að fermast. En mín reynsla er sú að smám saman komi áhuginn, sérstaklega ef skemmtilegur prestur leiðir fræðslustarfið og segir vel frá. Ég þekkti ekki mikið til kristinna fræða í haust þegar við byrjuðum en núna finnst mér þetta horfa allt öðru- vísi við,“ segir Hanna Rakel Bjarnadótt- ir sem fermist frá Seltjarnarneskirkju 1. apríl næstkomandi. Fermingarfræðslan á Nesinu hófst í október sl. og í allan vetur hefur ár- gangurinn sem fæddur er 1998 mætt í vikulega tíma hjá sr. Bjarna Þór Bjarna- syni sem í vetur þjónar Seltjarnar- nessókn, en einnig mæta þau í messur á sunnudögum. „Auðvitað voru og eru ákveðin atriði í Biblíunni sem ég efast um og legg ekki mikinn trúnað á. Ritningin segir til dæmis frá því að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum og tekið sér frí þann sjöunda. Mér finnst þetta frekar ólíklegt miðað við það sem ég hef lært í skóla. Sr. Bjarni segir að þessar efa- semdir séu í góðu lagi, enginn þurfi að taka Biblíuna jafn bókstaflega og nátt- úrufræðibók,“ segir Hanna Rakel sem bætir við að fermingarfræðslan vegna fermingarinnar í vor hafi öll verið sér- staklega áhugaverð. Dagarnir tveir sem fermingarhópurinn var saman í Vatnaskógi nú í byrjun mars verði öll- um eftirminnilegir. „Og svo er það fermingarveislan sem verður haldin í sal úti í bæ og þangað koma ættingjar og vinir til að samfagna okkur fjölskyldunni. Ég hlakka mikið til þessa dags,“ segir fermingarstúlkan á Seltjarnarnesinu. Hanna Rakel Bjarnadóttir Biblían ekki náttúrufræðibók F ermingardagurinn er einn af stóru dögum lífsins, einn þeirra daga í lífinu þegar manni finnst maður vera eitthvað og skipta máli. Ekki svo að skilja að mér hafi fundist ég eiga það skilið. Ég kunni ekki allt sem ég átti að læra fyrir ferm- inguna og mér var ekki sérlega rótt yfir því,“ segir sr. Hjálm- ar Jónsson, dóm- kirkjuprestur í Reykjavík, sem fermdist á Ak- ureyri vorið 1964. Hann segir frá sinni ferm- ingu í ævisögunni Hjartslætti sem út kom haustið 2009. „Reynsla mín af fermingardeg- inum hefur vissulega skýrst eftir að hafa fylgt mörgum hópum fermingarbarna gegnum fræðslu og fermingu. Um leið og ég minn- ist þessa tíma í mínu lífi vil ég að þeim líði vel í kirkjunni sinni, að þau finni sig þar örugg og í sam- félagi sem þau megi treysta. Þar er fólk sem vill þeim ekkert annað en allra besta. Það skiptir líf manns máli,“ segir sr. Hjálmar og nefnir einnig fermingargjafirnar sem voru Kodak-myndavél, arm- bandsúr, skrifborð, stóll og ein- hverjir peningar. „Ég hef aldrei séð neitt rangt eða ljótt við fermingargjafir, þvert á móti. Gjafirnar skipta vissulega máli en fermingin sjálf og áhrifin sem hátíðin bar skiptu miklu meira máli. Ég held að krakkar í dag sem eiga allt hugsi jafnvel ennþá síður um gjafir en við gerð- um forðum,“ segir sr. Hjálmar. sbs@mbl.is Einn af stóru dög- um lífsins Sr. Hjálmar Jónsson. JAKKAFÖT FRÁ SKYRTUR FRÁ EGYPSK BÓMULL 18980,- 6990,- ÁVALLT VEL KLÆDDUR AKUREYRI S:4627800. SMÁRALIND S:5659730. KRINGLUNNI S:5680800. LAUGAVEGI S:5629730

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.