Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 68

Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 68
Stílhreinn og flottur kross úr Uppsteyt- línunni frá Jens. Hann kostar 11.100 kr. Sá gengur aldrei einn sem klæðist hinum rauða lit Liverpool. Liðstreyjan fæst meðal annars í Adi- das Concept Store í Kringlunni og kostar 12.990 kr. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Herrailmurinn Only The Brave frá Diesel er bæði seiðandi og svalur. Hann fæst í Lyf & heilsu og hnefastórt glas kostar 6.419 kr. Sony PlayStation VITA er leikfang sem kveður að. Leikjatölvan fæst meðal annars í Skíf- unni og kostar 49.990, 69.990 í 3G útfærslu. Hafa skal það sem betur hljómar og þessi heyrnartól frá BOSE hljóma prýðilega. Þau fást í verslun Nýherja við Borgartún og kosta 26.900 kr. Þessi gæjalegu og sígildu skór frá Adidas hafa litlum breytingum tekið frá því þeir komu fyrst á markaðinn árið 1985 og hétu þá Adidas Top Ten. Þessi útfærsla heitir Decade OG Mid og kostar 22.990 kr. Þegar ungir menn komast í fullorðinna manna tölu þarf að hnika herramennskunni upp um þrep eða tvö. Þessi flotta bindisnæla úr Uppsteyt- línunni frá Jens kostar 17.200 kr. og ermahnapp- arnir kosta 16.200 kr. 68 | MORGUNBLAÐIÐ Fermingargjafir - hugmyndir fyrir hann Það má koma til móts við hin ýmsu áhugamál drengja þegar velja skal fallega fermingargjöf. Hér eru nokkrar hugmyndir sem slá vonandi á mesta valkvíðann. Inkling frá Wacom gerir þér kleift að teikna á hvaða flöt sem er með og flytja teikninguna yfir í tölvuna þína. Fæst í Epli.is og kostar 39.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.