Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 1. A P R Í L 2 0 1 2  Stofnað 1913  93. tölublað  100. árgangur  gerir grillmat að hreinu lostæti! TVÆR NÝJARBRAGÐTEGUNDIR SKÖPUNIN SKIPTIR SKÖPUM HJARTAÐ LÝGUR ALDREI HRÚTUR SEM ÁORKAÐI MIKLU Á STUTTRI ÆVI SUNNUDAGSMOGGINN BOGI FRÁ HEYDALSÁ 21TÓNAR OG TRIX 10  Ungum Labradorhundi var bjargað úr 15 metra djúpri sprungu í Eyjafjallajökli í fyrradag. „Þetta var mjög góð æfing og raunveruleg í alla staði,“ segir Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson, sem seig niður í sprunguna og kom böndum á hundinn Tinna. Hundurinn var orðinn mjög kald- ur eftir að hafa verið í sprungunni í meira en tvo klukkutíma, en var fljótur að jafna sig. »26 Hundi bjargað úr jökulsprungu Tengist vogunarsjóði » Árið 2008 keypti bandaríski fjárfestingarbankinn og vog- unarsjóðurinn Blackstone Gro- up 20% hlut í China Blue Star. » Kaupverðið var 76 milljarðar kr. og var samanlegt verðmæti bréfa China Blue Star því áætl- að um 380 milljarðar á núvirði. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Fyrst og fremst er þetta viðurkenn- ing á því að Kínverjarnir ætli að byggja upp frekari starfsemi á Grundartanga. Á tímabili var óvissa um framtíð járnblendisins og hvort starfsemin yrði byggð upp á Grund- artanga eða annars staðar. Þeirri óvissu hefur verið eytt,“ segir Guð- bjartur Hannesson, starfandi iðnað- arráðherra, í tilefni af viljayfirlýs- ingu iðnrisans China Blue Star. Yfirlýsingin varðar áform um 65.000 tonna kísilmálmvinnslu á Grundartanga og fullvinnslu á 12.000 tonnum af hreinkísil. Kemur til greina að framleiða sólarrafhlöður úr hreinkísil á Grundartanga. Fjármögnun er tryggð Spurður hversu langt verkefnið sé komið svarar Guðbjartur því til að það sé á byrjunarreit en að ljóst sé að með aðkomu Wen Jiabao, for- sætisráðherra Kína, að yfirlýsing- unni í gær sé mikil alvara að baki. „Það kom fram að fjármögnun er tryggð þegar af framkvæmdum verður með lánsfé frá Kína.“ Kínversk stjórnvöld myndu hafa beina aðkomu að framkvæmdunum en móðurfélag Elkem á Íslandi er í 100% eigu China Blue Star sem er aftur í 80% eigu Chem China, efna- risa í eigu kínverska ríkisins. Einar Þorsteinsson, forstjóri El- kem á Íslandi, segir framkvæmdirn- ar ekki þurfa að fara í umhverfismat. Þær muni skapa tugi starfa í fram- tíðinni. Festir járnblendið í sessi  Starfandi iðnaðarráðherra fagnar áformum um kísilvinnslu á Grundartanga  Fjármögnunin sé tryggð  Yrði hrein viðbót við járnblendiverksmiðjuna Ljósmynd/Landsvirkjun Hálslón Ef vorleysingum lýkur hratt gætu lón fyllst snemma í ár. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Vatnsbúskapur Landsvirkjunar er óvenjugóður í ár miðað við vatns- stöðu helstu miðlunarlóna í gær. „Almennt séð yfir það heila þá er miðlunarforðinn okkar mun meiri en á sama tíma í fyrra,“ sagði Guð- mundur Björnsson, sérfræðingur í vinnsluáætlunum hjá Landsvirkjun, spurður um málið í gær. Vatnshæð Þórisvatns, sem er helsta miðlunarforðabúr fyrir fimm virkjanir fyrirtækisins á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár, vekur sér- staka athygli, en vatnshæðin um miðjan júlí 2011 var um 577,5 metrar og yfirfall vatnsins er á 579 metrum. Frá 14. júlí 2011 tók einungis 16 daga fyrir lónið að fyllast og fara á yfirfall, 30. júlí. Ef þrjú önnur lón eru skoðuð þá var vatnsstaða Há- göngulóns sú sama í gær og 18. maí í fyrra og tók lónið 2 mánuði að fara á yfirfall. Blöndulón var í sömu vatns- stöðu 11. maí í fyrra og fylltist á 3 mánuðum og Hálslón var í sömu hæð 31. júlí í fyrra og fylltist eftir það á einum og hálfum mánuði. »27 Lónin gætu fyllst snemma  Vatnsstaða miðlunarlóna Landsvirkjunar óvenjugóð í ár Vel virtist fara á með Wen Jiabao, forsætisráð- herra Kína, og Jóhönnu Sigurðardóttur, for- sætisráðherra Íslands, í kvöldverðarboði í Hörpu í gærkvöldi. Wen er staddur hér á landi í opin- berri heimsókn og auk Jóhönnu ræddi hann við Ólaf Ragnar Grímsson forseta í gær. »4 Forsætisráðherrar Kína og Íslands skála í Hörpu Ljósmynd/Gunnar Vigfússon  Árlega eru veittar um 60 milljónir króna til viðhalds og nýlagningar reiðvega hér á landi. Hesta- mönnum finnst allt of hægt ganga því reið- vegir eru mikilvægir til þess að hægt sé að ganga betur um náttúru Íslands og draga úr umferð ríðandi fólks um þjóðvegi. Miðað við verk- efni hestamannafélaganna þyrfti að margfalda þessa fjárhæð. Samgöngunefnd Landssambands hestamannafélaga mun á þessu ári í fyrsta skipti taka frá fé og nota í lagfæringar á fjölförnum ferðaleið- um áður en reiðvegafénu er út- hlutað til verkefna félaganna. Þar er meðal annars hugað að leiðinni vestur Mýrar, á Löngufjörur. »24 Of naumt skammt- að til reiðvega Bókanir á gistirými eru fleiri nú en á sama tíma í fyrra, að sögn mark- aðsstjóra hótela. Nú þegar er upp- bókað á sumum hótelum á mesta álagstímanum í sumar. Bók- unarmynstrið hefur breyst frá því sem áður var. Það ber meira á því að fólk ferðist á eigin vegum frem- ur en í hópferðum og ferðamenn bóka gistingu með skemmri fyrir- vara en áður. Markaðsstjórum ber saman um að það sé bjart fram- undan. Nýjasta hótelið, Icelandair Hótel Reykjavík Marina, var full- bókað um helgina. »32 Meira bókað af gist- ingu nú en í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.