Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012
112 Grafarvogi - Sími: 586 1000 - www.husgogn.is
Kojur íbjarga málunum
Margar stærðir og gerðir af kojum og rúmum,
litlum og stórum, breiðum og mjóum
fyrir barnaherbergið og sumarbústaðinn!
Sérverslun með kojur og fylgihluti
Vefverslun
husgogn.is
erum á
Facebook
Golf er ekki flókin íþrótt – göngutúr
með markmið. Þeir sem vilja stytta
göngutúr sinn umtalsvert geta æft
sig og byrjað að ergja sig á hægfara
golfurum, því þó að íþróttin sé í
sjálfu sér einföld getur reynst erfitt
koma kúlunni í holuna í sem fæstum
höggum, en það sparar viðkomandi
umtalsverðan tíma. Á vefsíðunni
learnaboutgolf.com má finna tæm-
andi leiðbeiningar um þá hluti sem
golfari þarf að hafa í huga þegar
hann stundar golfíþróttina. Þar má
finna ráð fyrir byrjendur jafnt sem
lengra komna. Ráðin henta ólíkum
aðstæðum golfsins – hvernig kylfu
þú átt að kaupa þér, hvernig á að
spila í vindi og virkni hverrar kylfu
svo dæmi séu nefnd. Og mundu: Ef
hnéð færist um of til hægri hefur það
áhrif á axlarstöðu þína.
www.learnaboutgolf.com
Morgunblaðið/Golli
Golfæfing Nú þegar vora tekur gleðjast golfarar og halda út á völl.
Stundaðu golf af viti
Vortónleikar Samkórs Kópavogs verða haldnir í Langholtskirkju á morgun, laug-
ardaginn 21. apríl, kl. 16.00. Á efnisskránni eru vinsæl dægurlög liðinna ára,
söngvar um ástina, sólina og sumarið sem er á næstu grösum. Hljóðfæraleikarar
eru Agnar Már Magnússon á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Erik Qvick á
trommur. Bergþór Pálsson syngur einsöng. Stjórnandi kórsins er Skarphéðinn
Þór Hjartarson, tónmenntakennari og sjálfstætt starfandi tónlistarmaður. Miða-
sala fer fram á www.samkor.is og við innganginn.
Vortónleikar Samkórs Kópavogs
Söngvar um ást og sól
Ég hata tónlist! Sungið um æskuna
er yfirskrift styrktartónleika sem
haldnir verða í Bíósal Duushúsa á
morgun, sunnudaginn 22. apríl, kl. 15.
Þar koma fram Bylgja Dís Gunn-
arsdóttir sópransöngkona og Helga
Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari
ásamt Kór Holtaskóla. Stjórnandi
kórsins er Guðbjörg Rut Þórisdóttir
ení honum eru um 30 börn á aldr-
inum 10-15 ára. Efnisskrá tónleik-
anna dregur upp mismunandi myndir
af æskunni í íslenskum þjóðlögum.
Einnig verða fluttir ljóðaflokkarnir A
Charm of lullabies eftir Benjamin
Britten og I hate music eftir Leonard
Bernstein en þar útskýrir hin 10 ára
gamla Barbara á mjög skemmtilegan
hátt hvers vegna hún hatar tónlist.
Hægt er að panta miða hjá skólarit-
ara í Holtaskóla í síma 420-3500 eða
kaupa miða við innganginn.
Tónleikar Kórs Holtaskóla ásamt gestum
Tónleikar Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópransöngkona, kemur fram.
Sungið um æskuna
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Þ
að er einhver tilfinning
inni í þessu, einhver
kraftur sem gefur öll-
um svo mikið,“ segir
Ása Berglind Hjálm-
arsdóttir, meistaranemi í list-
kennslunámi við Listaháskóla Ís-
lands. Hún vinnur nú að rannsókn
á áhrifum tónlistar á líðan eldri
borgara. Hún hefur, ásamt hópi
fólks sem kallar sig Tónar og trix,
unnið að tónlistarsköpun frá árinu
2007. Hópurinn er á breiðu aldurs-
bili; frá sjötugsaldri til níræðs.
„Þetta byrjaði sem hluti af loka-
verkefni mínu í BA-námi. Svo vatt
þetta upp á sig og við hittumst
enn í dag,“ segir Ása Berglind.
Hún vinnur nú að lokaverkefni
sínu í listkennslunámi. Í því tekur
hún viðtöl við þátttakendur í hópn-
um og metur hvaða áhrif söng-
urinn hefur á daglegt líf þeirra.
„Þetta er unnið með hjálp við-
tala og dagbókarskrifa. Í þessum
viðtölum hefur komið fram hversu
mikils virði þetta er fyrir þá sem
taka þátt í því,“ segir Ása Berg-
lind. Þegar hópurinn kemur saman
eru sungin dægurlög. Bæði gömul
og ný. Nýlega tókst hópurinn til
að mynda á við lagið „Brotlentur“
með hljómsveitinni Valdimar.
Miklar framfarir
„Þetta er hópur sem ég hef
verið að vinna með frá 2007. Við
erum með hljóðfæri og gömul
dægurlög. Svo sköpum við líka
tónlist. Reglulega kemur einhver
með eitthvað sem hann hefur verið
að vinna að heima hjá sér, bæði
texta og lög. Vanalega vinnum við
þetta hins vegar í sameiningu.
Sköpun skiptir
sköpum óháð aldri
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, meistaranemi í listkennslunámi við Listaháskóla
Íslands, skrifar lokaverkefni sitt í listkennslu um samspil tónlistar og líðanar eldri
borgara. Ása Berglind segir tónlistarstarfið gefa hópnum mikla lífsfyllingu.
Meistaranemi Ása Berglind Hjálmarsdóttir vinnur með Tónum og trix.
Lagaval Hópurinn tekst á við bæði gamalt og nýtt í tónlistinni.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.