Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Fjárfestum í eigin landi Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins efna til fundar um opinberar fjárfestingar í ljósi ramma- og samgönguáætlana og nýs Landspítala Miðvikudaginn 25. apríl kl 8:30 - 10.00 á Hilton Reykjavík Nordica Opinberar fjárfestingar og atvinnusköpun Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar Alþingis Rammaáætlun Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá SI Nýr Landspítali Gunnar Svavarsson, form. byggingarnefndar um nýjan Landspítala Opinberar fjárfestingar og lífeyrissjóðirnir Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarmaður í Gildi og framkvæmdastjóri hjá Eimskip Afstaða þingflokka til verkefnanna Sjálfstæðisflokkur, Bjarni Benediktsson Framsókn, Sigurður Ingi Jóhannesson Samfylking, Magnús Orri Schram Vinstri græn, Björn Valur Gíslason Panelumræður Fundarstjóri: Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis Skráning á www.si.is Sími: 555 2992 / 698 7999 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stjórnir Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands og Félags skip- stjórnarmanna mótmæla frumvörp- um um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Segir í umsögn að verði þau að lögum muni þau viðhalda og jafnvel auka ósætti innan greinar- innar. Með skerðingu aflaheimilda muni kjör sjómanna versna veru- lega og leigubrask, sem stjórnvöld ætli að takast á hendur, muni aukast. Þetta sé fráleitt framferði gagnvart einni starfsstétt og sýni í hnotskurn hvaða hug stjórnvöld beri til greinarinnar. Í umsögninni segir: „Fyrrver- andi fjármálaráðherra / núverandi sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir fyrir u.þ.b. ári að á þeim tíma hefði skapast gríðarleg, undirliggjandi uppsöfnuð endurnýjunar- og við- haldsþörf hjá fiskiskipaflotanum, vegna langvarandi óvissu um stjórn fiskveiða. Nú hampar þessi sami ráðherra frumvörpum sem við blas- ir að leiða muni til grafalvarlegrar stöðu þar sem bráðnauðsynleg end- urnýjun flotans er slegin út af borðinu og viðhaldi allt of gamals flota verður haldið í algjöru lág- marki. Í stað aukins öryggis og betri aðbúnaðar sjómanna munu menn sjá fram á hið gagnstæða, með margvíslegum neikvæðum af- leiðingum.“ Engin rök fyrir sérstöku veiðigjaldi Í umsögn Sjómannasambands Ís- lands segir að sambandið hafi til þessa verið mótfallið veiðigjaldi í formi auðlindagjalds. Eðlilegt sé að útgerðin greiði hóflegt veiðigjald til að standa straum af kostnaði við stofnanir ríkisins á sviði fiskveiði- stjórnunar og sjávarútvegs, en að öðru leyti séu engin rök fyrir sér- stöku veiðigjaldi á útgerðina að mati Sjómannasambands Íslands. Þá telur sambandið reiknaða ávöxtun rekstrarfjármuna of lága og skattlagninguna á umframrent- una of háa til að útgerðin geti stað- ið undir veiðigjaldinu. Varað við ofurskattlagningu Í umsögn Félags vélstjóra og málmtæknimanna er það harmað að ekki liggi fyrir nægilega glöggir útreikningar og útfærslur á gjöld- unum, áhrifum þeirra á efnahag fyrirtækja í veiðum og vinnslu og samfélagsins alls til framtíðar. Fé- lagið lýsir þungum áhyggjum af því að gjaldið verði tekið af launum sjó- manna og leggur til að Verðlags- stofa skiptaverðs verði efld og hlut- verk stofnunarinnar um eftirlit og upplýsingagjöf um afurðaverð er- lendis verði tryggt til að tryggja að eðlilegt afurðaverð skili sér til landsins. VM er sammála því að gjöld séu lögð á veiðar og vinnslu sem afgjald fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, allir útreikningar á auðlindagjaldinu séu hins vegar of- reiknaðir og allt of háir vegna, von- andi, tímabundins veikleika krón- unnar, eins og segir í umsögninni. Félagið varar við að ofurskattlagn- ing geti skaðað atvinnugreinina. Nauðsynleg endurnýjun flotans slegin út af borðinu  Samtök sjómanna andvíg frumvarpi um veiðigöld  Nánari útreikninga vantar Morgunblaðið/Kristinn Í slipp Víkingur AK 100 var smíðaður í Þýskalandi fyrir rúmlega hálfri öld eins og Lundey NS og Sigurður VE. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness getur ekki undir nokkrum kring- umstæðum stutt frumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjald á meðan ekki hefur farið fram ítarleg rannsókn á hvaða áhrif þau hefðu á atvinnu- öryggi og kjör fiskvinnslufólks, sjómanna og síðast en ekki síst á byggðir þessa lands, segir í umsögn félagsins og er hvatt til slíkrar rannsóknar. „Það er mat félagsins að það svigrúm sem útgerðin hefur verði notað til að lagfæra og leiðrétta launakjör fiskvinnslufólks, en þau eru verka- lýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins og útgerðinni til ævarandi skammar. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness veltir því fyrir sér hvort fyr- irhugað auðlindagjald sé af sama meiði og kolefnisskatturinn, sem átti m.a. að leggja á Elkem á Íslandi fyrir áramót, en sú skattlagning stefndi atvinnuöryggi þeirra sem þar störfuðu í algjöra óvissu eins og frægt var,“ segir í umsögninni. Launakjör verði leiðrétt AUÐLINDAGJALD AF SAMA MEIÐI OG KOLEFNISSKATTURINN? Dómur landsdóms í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er endanlegur og verður ekki áfrýjað, að sögn Þor- steins A. Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar og ritara landsdóms. Hins vegar er hægt að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna dómsniðurstöðunnar. Bein útsending verður á mbl.is frá landsdómi þegar hann kemur saman á mánudaginn kemur, 23. apríl, klukkan 14.00, í Þjóðmenning- arhúsinu við Hverfisgötu. Þar mun Markús Sigurbjörnsson dómsforseti lesa dóminn upp í heyranda hljóði. Ákveðið hefur verið að leyfa upp- töku á dómsuppsögunni, bæði á hljóði og mynd, og senda út beint. „Fyrirkomulag verður með þeim hætti að einungis verður leyft að hafa einn ómerktan hljóðnema hjá forseta landsdóms og eina mynda- vél. Hljóð þarf jafnframt að vera tengt hljóðkerfi hússins. Tveir fjöl- miðlar RÚV og Stöð 2 hafa þegar óskað eftir að taka dómsuppsögu upp. Fjölmiðlar verða að koma sér saman um fyrirkomulag upptöku og bera þeir ábyrgð og allan kostnað af henni. Ef fleiri fjölmiðar óska eftir að taka upp hljóð eða mynd þurfa þeir að eiga kost á aðgangi að því,“ segir í tilkynningu frá ritara lands- dóms. Fjölmiðlarnir verða að koma sér saman um fyrirkomulag upptöku og útsendingar og tilkynna ritara landsdóms um það eigi síðar en á hádegi á mánudaginn kemur. Í til- kynningunni kemur einnig fram að í framhaldi af dómsuppkvaðningu verði dómurinn sendur til fjölmiðla með tölvupósti og um hálftíma síðar á hann að verða aðgengilegur á heimasíðu landsdóms. gudni@mbl.is Dómur landsdóms er endanlegur Morgunblaðið/Kristinn Landsdómur Bein útsending verður á mbl.is frá uppkvaðningu dóms. Nokkurt magn af meintu þýfi fannst við brottfarareftirlit tollgæslu í ferj- unni Norrænu á Seyðisfirði í vik- unni. Svo virðist sem gera hafi átt tilraun til að koma því úr landi. Verðmæti þýfisins gæti numið allt að fimm milljónum króna, sam- kvæmt lauslegu mati tollsins. Hið meinta þýfi fannst við leit í bifreið og farangri. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Tollurinn hefur vísað mál- inu til framhaldsrannsóknar hjá lög- reglunni á Seyðisfirði og afhenti henni varninginn. Tollverðir fundu þýfi í bifreið í Norrænu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.