Morgunblaðið - 21.04.2012, Page 21

Morgunblaðið - 21.04.2012, Page 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kynnir byggingu 49 þjónustuíbúða að Hólabergi 84 í Reykjavík. Íbúðirnar verða tengdar við Menningarmiðstöðina Gerðuberg þar sem mikið og öflugt félagslíf er fyrir eldri borgara. Að auki er bókasafn staðsett í Gerðubergi sem og mötuneyti. Í nánasta umhverfi Gerðubergs er heilsugæsla, tannlæknastofa, bakarí, Fella- og Hólakirkja auk þess sem Breiðholtslaug er hinum megin götunnar. GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR FYRIR ELDRI BORGARA K YNN IR Hólaberg 84, Reykjavík FAGRABERG Allar nánari upplýsingar á www.fagraberg.is Söluaðili: Byr fasteignasala Sími: 483 5800 - www.byrfasteign.is Byggingaraðili: Sveinbjörn Sigurðsson hf. www.fagraberg.is ÍBÚÐIRNAR VERÐA TILBÚNA R TIL AFHENDINGAR Í NÓVEM BER! Verð frá: 65 fm íbúð, stæði í bílakjallara 22.292.000,- kr.* 90 fm íbúð, stæði í bílakjallara 30.085.000,- kr.* * Verð miðast við byggingavísitölu í apríl 2012. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Hann varð til af tilviljun, eins og allar skepnur,“ segir Ragnar Braga- son, sauðfjárbóndi á Heydalsá í Steingrímsfirði, um hrútinn Boga frá Heydalsá. Bogi var talinn besti kynbótahrúturinn á síðasta ári. Bogi var fæddur hjá Ragnari á Heydalsá árið 2004. Hann var not- aður á búinu í upphafi. „Hann reyndist strax vel, það kom í ljós þegar fyrstu lömbin undan honum fæddust. Þau voru vel gerð og fitu- lítil í sláturhúsi. Hann sannaði sig svo enn frekar þegar dætur hans fóru að bera, þær hafa reynst af- skaplega góðir gripir til kynbóta,“ segir Ragnar. Bogi hefði vel getað endað í slát- urhúsi sitt fyrsta haust. Ragnar seg- ir að lömbin séu vigtuð þegar þau koma af fjalli og þau álitlegustu tek- in frá og síðan mæld og metin af ráðunautum. „Hann kom vel út úr þessu mati og var þessvegna settur á. Það er samt alltaf þannig að menn þurfa að velja á milli einhverra hrúta og tilviljun getur ráðið nokkru en einnig er litið til reynslunnar af mæðrum þeirra og feðrum,“ segir Ragnar. Margar ær undan Boga Ragnar treystir mjög á Boga við ræktunarstarfið. Þannig eru á átt- unda tug ánna á búi hans undan hon- um, á liðlega 600 kinda búi. Sjald- gæft er að svo stór hluti fjárstofns sé frá einum hrúti, að sögn Ragnars. Ráðunautar og starfsmenn sæð- ingastöðvanna eru sífellt að leita að efnilegum hrútum. Þeir skoða nið- urstöður skýrsluhalds í sauðfjár- rækt. Ragnar segir að Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur hafi fljót- lega farið að fylgjast með Boga og hann var síðan keyptur á sæð- ingastöð. „Bogi var gríðarlega mikið not- aður þau þrjú ár sem hann var á sæðingarstöðvunum. Hann hefur skilað fituminni skrokkum en nokk- ur annar kollóttur hrútur sem komið hefur fram,“ segir Lárus G. Birg- isson, sauðfjárræktarráðunautur Búnaðarsamtaka Vesturlands. Lárus segir að lögð hafi verið áhersla á að rækta fyrir minni fitu. Bogi hafi staðið sig vel í því og einn- ig skilað lömbum með góða vöðva- fyllingu. „Svo er hann hreinhvítur með góða ull og skilar frábærum dætrum sem mjólka vel,“ segir Lár- us. Bogi hefur mikil og vaxandi áhrif í sauðfjárræktinni. Sjálfur var Bogi mikið notaður á sæðingastöðvunum og synir hans hafa verið teknir til sæðinga og fleiri bætast við næsta haust. Þá eru hrútar frá Heydalsá vinsælir þegar bændur víða um land hafa verið að byggja upp nýja stofna eftir niðurskurð. „Ég hef selt tölu- vert af hrútum undan honum. Þeir hafa flestir sannað sig sem af- skaplega góðir gripir til kynbóta,“ segir Ragnar. Minna úrval til kynbóta Hyrnda féð hefur haft forskot á það kollótta. Miklu fleira hyrnt fé er til í landinu og því meira úrval til kynbóta. Þessi munur hefur þó verið að minnka, að sögn Lárusar. Samt er það svo að einn afburða kynbóta- hrútur getur haft mikil áhrif í koll- ótta stofninum. „Það hefur senni- lega enginn kollóttur hrútur haft jafnmikil áhrif í lifanda lífi og Bogi. Hann mun áfram hafa áhrif í gegn um syni og dætur.“ Bogi var felldur á árinu 2010 og hafði þá verið notaður í þrjú ár á sæðingastöð. Áorkaði miklu á stuttri ævi  Hrúturinn Bogi frá Heydalsá hefur haft mikil áhrif á kollótta fjárstofninn  „Hann reyndist strax vel,“ segir Ragnar á Heydalsá  Mikið notaður á sæðingastöðvunum  Synir hans teknir við Kollóttur kynbótagripur Bogi frá Heydalsá hefur nýst vel á Heydalsá og sauðfjárbúum um allt land eftir að hann var keyptur á sæðingastöð. Ljósmynd/Hörður Kristjánsson Bændur Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Bragason með verðlaunin. Sæðingastöðvarnar verðlauna árlega bestu kynbótahrútana. Verðlaunin voru afhent í lok málþings um sauðfjárræktina sem fram fór að loknum aðal- fundi Landssamtaka sauð- fjárbænda á dögunum. Besti lambhrúturinn (lamba- faðirinn) 2010-2011 var Gosi frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum. Ræktandi hans er Sigurður Sig- urjónsson, bóndi þar. Besti al- hliða fullorðni hrúturinn var Bogi frá Heydalsá en hann var fæddur Ragnari Bragasyni bónda þar. Gosi var fæddur 2009. Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur sagði við þetta tækifæri, að því er fram kemur í Bændablaðinu, að hann hefði sýnt strax árið eftir einhverja mestu yfirburði við skoðun sem sést hefðu. Hann á nú þegar fjölda afkom- enda sem bendir til að hann hafi verið vinsæll þegar bændur völdu sér sæðingahrúta á fengi- tímanum. Sýndi yfir- burði við fyrstu skoðun GOSI FRÁ YTRI-SKÓGUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.