Morgunblaðið - 21.04.2012, Page 26

Morgunblaðið - 21.04.2012, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Gjafavara fyrir konur og stelpur á öllum aldri ... Kimmidoll á Íslandi einfaldlega betri kostur ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mán. - fös. 11-18:30 lau. 10-18, sun. 12-18 Gleðileg� sumar SUMMER garðsett 29.900,- SUMMER Garðsett, polytrefjar. Grábrúnt. 29.900,- Felliborð og 2 fellistólar. Felliborð 59x59x71 cm. Hæð á stól 85 cm. Einnig til svart. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þetta var mjög góð æfing og raunveruleg í alla staði,“ segir Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson, sem í fyrradag seig niður í um 15 metra djúpa sprungu á Eyjafjallajökli og bjargaði Labrador-hundinum Tinna. „Við stóðum að þessu eins og við björgun á fólki og eðlilega var mikið fagnað þegar hundurinn var kominn heilu og höldnu upp á brún aftur.“ Guðmundur var í um 70 manna hópi á vegum Ferða- félags Íslands á Eyjafjallajökli á fimmtudaginn, sum- ardaginn fyrsta. Þarna var einnig á ferð rúmlega 20 manna hópur á vegum Félags íslenskra fjallalækna, en hundurinn er í eigu eins þeirra. Jökullinn er talsvert sprunginn og féll Tinni ofan í sprungu í um 1540 metra hæð. Læknarnir höfðu samband við Ferðafélagshópinn og óskuðu eftir aðstoð við að bjarga hundinum og komu þeir á vettvang rúmlega tveimur tímum síðar, eftir að hafa geng- ið á topp jökulsins. Hrikalega kaldur Sett var upp línubjörgunarkerfi og Guðmundur seig niður á eftir hundinum, en Ólafur Þór Rúdolfsson aðstoð- aði hann á brúninni. Þeir eru báðir reyndir björg- unarsveitar- og leiðsögumenn og hafa æft sprungu- björgun sérstaklega. „Hundurinn var orðinn hrikalega kaldur í sprungunni svo hann gat sig hvergi hreyft og kom ekki lengur frá sér hljóði,“ segir Guðmundur. „Ég tjaslaði sigbelti utan um hundinn, sem síðan var dreginn upp og ég á eftir. Þetta fór allt mjög vel og Tinni var fljótur að jafna sig, en það er sannarlega varhugavert að vera með lausa hunda á jökli.“ Ljósmynd/Ólafur Þór Rúdolfsson Hólpinn Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson með Tinna og Magnúsi Gottfreðssyni, eiganda hans. Góð æfing og raunveruleg  Hundi bjargað úr 15 metra djúpri sprungu í Eyjafjallajökli Kalt Guðmundur og Tinni í fimmtán metra djúpri sprungunni í jöklinum. Hundinum varð ekki meint af. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Langhlauparinn Gunnlaugur Júl- íusson hefur skráð sig til leiks í hlaupinu Grand Union Canal Race á Bretlandi sem fram fer fyrstu helgina í júní, frá laugardeginum 2. júní til mánudagsins 4. júní. Hlaupið verður frá miðborg Birmingham, annarrar stærstu borgar Bretlands, til London með- fram síkjum og gömlum flutn- ingaleiðum sem liggja á milli borg- anna. Vegalengdin sem er hlaupin er 144 mílur eða rúmur 231 kílómetri. Keppendur, sem eru um 220-230 talsins og koma víða að úr Evrópu, hafa að hámarki tvo sólahringa til þess að ljúka hlaupinu. „Þetta er svolítið öðruvísi hlaup því það er ekki hlaupið eftir malbik- uðum stígum heldur eru þetta slóðar meðfram þessum síkjum. Það getur verið drulla, sef og gróður þannig að þetta er öðruvísi,“ segir Gunnlaugur um hlaupið. Hann segist ekki hafa sett sér nein markmið um tíma sem hann ætli að ná enda erfitt að áætla það þar sem aðstæður geti breytt miklu. Ef það rigni til dæmis þá sé ekki sjálfgefið að menn komist eitthvað áfram. Hann segist þó vita til þess að menn hafi klárað hlaupið á rétt undir þrjátíu klukkustundum. Með kortabók á lofti Keppendur hlaupa vegalengd- ina í einum rykk en drykkjar- og næringarstöðvar eru á um 20-30 kílómetra fresti á leiðinni að sögn Gunnlaugs. Menn þurfi þó að ná að stöðvunum innan ákveðins tíma og þeir megi aðeins stoppa þar ákveðið lengi. Það er mikilvægt að vera vel útbúinn í hlaupi sem þessu og þá er kortabókin sérlega mikilvæg því að hlaupaleiðin er ekki sérstaklega merkt. Þá segist Gunnlaugur verða með ljós á sér til þess að geta hlaup- ið í gegnum nóttina. „Maður verður með nesti, föt og græjur til þess að geta gert að sér í erfiðleikum, eins og plástra, krem og þvíumlíkt. Það er bara staðalbún- aður,“ segir Gunnlaugur. Áskorun að finna þolmörkin Þetta er langt því frá fyrsta langhlaupið sem Gunnlaugur leggur upp í en hann hefur tekið þátt í fjölda sólarhrings- og tveggja sólar- hringa hlaupa erlendis. Þannig hefur hann til dæmis tvisvar sigrað í tveggja sólarhringa hlaupum í Danmörku og síðasta sumar lenti hann í þriðja sæti í írska meistaramótinu í sólarhringshlaupi. Þau hlaup voru þó frábrugðin mótinu í Bretlandi í sumar að því leyti að í þeim keppast menn við að hlaupa sem lengst á þeim tíma sem er gefinn. „Þetta er bara áskorun að finna þolmörkin. Sumir hlaupa hratt, aðrir hlaupa lengi,“ segir Gunnlaugur þegar hann er spurður um hvað það sé sem laði hann að því að hlaupa tímunum saman. „Þetta er ákveðin áskorun að finna hvað maður getur þjálfað sig upp í að gera.“ Hleypur frá Birmingham til London í sumar  230 kílómetrar á tveimur dögum Morgunblaðið/Árni Sæberg Úthald Gunnlaugur hefur tekið þátt í fjölda langhlaupa. Lögfræðistofa Íslands er með for- ystu á Íslandsmótinu í sveitakeppni í bridge þegar átta umferðum er lok- ið. Sveitin er skipuð landsliðs- mönnum Íslands í bridge og er hún með 143 stig, fimm stigum á undan Jóni Ásbjörnssyni. Í þriðja sæti er sveitin Grant Thornton með 137 stig og í því fjórða er Karl Sigurhjartarson með 133 stig. Alls keppa tólf sveitir á mótinu. Í dag fara þrjár síðustu umferðir mótsins fram en á morgun keppa fjórar efstu sveitirnar til úrslita. Mótið fer fram í sal Karlakórs Reykjavíkur að Grensásvegi 13. Landsliðs- mennirnir eru efstir Morgunblaðið/Þorkell Bridge Úrslitin ráðast á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.