Morgunblaðið - 21.04.2012, Page 38

Morgunblaðið - 21.04.2012, Page 38
38 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Þegar litið er yfir þróun öldrunar- umhyggju á liðn- um áratugum verðum við sem nú lifum ævi- kvöldið og höfum haft tækifæri til að kynna okkur stöðu umhyggju aldraðra máldofa yfir þeirri bylt- ingu sem orðið hefur á okkar ævi- skeiði. Við horfum til gömlu og nýju Grundar, afrekaskrár DAS og þeirra sögu, og örskammrar fæð- ingar Skjóls og síðan Eir með sína stórkostlegu þjónustu. Til 16 þjón- ustuselja Reykjavíkurborgar og allra þeirra hjúkrunarheimila sem borgin byggði undir forystu lækn- isins og borgarfulltrúans Páls Gísla- sonar. Og svo megum við ekki gleyma því að öldrunarsérfræðingar hjúkr- unar og lækninga á Íslandi hafa nú miðstöð sína á Landakotsspítala og kenna þeim og þjálfa sem þjóna ann- arsstaðar í kerfinu. En áður en við missum tár í hvarm skulum við skyggnast bak við tjöldin og þá sjáum við að sjálf- sprottin félög eru fyrst og fremst gerendur byltingarinnar. Maður spyr. Er eitthvað að því? Nei og aft- ur nei, bylting hefði ekki orðið með öðrum hætti. Núna sjáum við það staðfest með ótrúlegu og end- urteknu sjálfboðastarfi og fjár- mögnun Oddfellow-hreyfingarinnar við stækkun líknardeildar í Kópa- vogi. Við sem nú erum í þeim sporum að verða þolendur og notendur þjón- ustunnar hljótum að segja við Odd- fellowa og aðra þá sem brautirnar ruddu, takk fyrir, við erum hreykin af ykkur, takk. Margrétar Ósvaldsdóttir, stjórn- andi Seljahlíðar, segir í grein: „hvernig hugsjónir gerjist og gerist til vera að gagni, og að forsenda framsýni sé forvitni og upplýs- ingaöflun. Fylgjast þarf með hverjir standa sig best í málaflokknum og hvaða aðferðum þeir beita. Síðast en ekki síst, hvers óska þeir sem þiggja þjónustuna. Það er nú einmitt þann- ig að líta ber á ábendingar og/eða kvartanir viðskiptavina sem ókeypis ráðgjöf til þeirra sem stjórna því hvar og hvernig þjónusta skuli veitt. Hlustum því eftir ábendingum og reynum ávallt að gera betur í dag en í gær, því svo lengi lærir sem lifir. Þessi þjónusta eins og önnur hefur því breyst í takt við tíðarandann eða átt sögulega samleið með framþróun á öllum sviðum lífsins“. ERLING GARÐAR JÓNASSON, formaður Samtaka aldraðra. Erum við hornreka, aldraðir? Frá Erling Garðari Jónassyni Erling Garðar Jónasson Nú er fast sótt að forsetastólnum og það telja þeir sem heitast þrá að koma núver- andi forseta af Bessastöðum, æskilega þróun. Fátt bendir þó til þess að þeir sem bjóða sig fram gegn Ólafi Ragn- ari Grímssyni hafi fram að færa meiri hæfileika til að leysa af hendi verkefni embættisins. Flestir lýsa yfir að þeir vilji málskotsréttin virk- an. Það segir þó lítið því hægt er að virkja hann á ýmsa vegu og nauð- synlegt að meðhöndla það vald af varfærni. Það er t.d. enn ekki orðið ljóst hvort ákvörðun forsetans að vísa síðasta Icesave-samningi í þjóð- aratkvæði, skili þjóðinni jákvæðri niðurstöðu. En þjóðin studdi þessa ákvörðun forsetans með afgerandi hætti og er þar með orðin ábyrg fyr- ir afleiðingunum. Hvort þjóðin tekur svo þá ákvörðun í vor að þakka Ólafi fyrir stuðninginn með því að fleygja honum á dyr fyrir sjónvarpsstjörnu á eftir að koma í ljós. Það væri ósköp íslenskt. Aftur á móti er spurning hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert rétt að auka með þessum hætti vald forseta, það gerir val á nýjum for- seta mun erfiðara en var áður. Þá þurfti bara að velja aðila með góða menntun og fágaða samkvæm- ishæfileika. Þeir sem bjóða sig fram nú til forseta þurfa að vera þjóð- þekktir menn svo auðveldara sé að átta sig á því hvernig þeir muni, hugsanlega, beita málskotsréttinum. Það er líka spurning hversu ungir og reynslulitlir frambjóðendur megi vera nú þegar vald embættisins get- ur verið örlagavaldur í þjóðlífinu. Fjárhagslega er það ekki hagkvæmt fyrir þjóðina að velja unga aðila sem fara eftir fjögur eða tólf ár frá emb- ætti og verða svo eftir það á launum hjá ríkinu til æviloka, ásamt því að vera vellaunaðir á vinnumarkaði. Mín skoðun er sú að frambjóð- endur til forseta eigi ekki að vera undir fimmtíu og fimm ára, þá ættu þeir að vera orðnir þjóðþekktir og með góða reynslu í þjóðmálum. Ég tel einnig að þjóðaratkvæði ætti aldrei að vera um milliríkjamál, nema þegar rætt er um að innlima þjóðfélagið í ríkjasamband, eins og t.d. Evrópusambandið, þar á þjóðin að hafa síðasta orðið. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Valshólum 2, Reykjavík. Fast sótt að forsetastólnum Frá Guðvarði Jónssyni Guðvarður Jónsson Hr. innanrík- isráðherra. „Stuðla að mannréttindum til hins ýtrasta.“ Ummæli þessi eru innanrík- isráðherra mjög töm þegar það hentar honum er hann kemur fram í sjónvarpi en hefur ekki sýnt málefnum um mannréttindi íslenskra þegna þá virðingu sem ummælin gefa tilefni til. Ráðherrann hefur ekki sýnt það að hann meini neitt með þessum ummælum sínum með vísan til þeirra ákæruatriða um mannrétt- indabrot af hálfu dómara hins ís- lenska réttarkerfis gagnvart sum- um þegnum þessa lands sem honum hefur verið falið að láta rannsaka. Honum hefur verið falið að sýna sitt rétta innræti hvað varðar rannsókn á mannréttinda- brotum af hálfu dómara á Íslandi en hann hefur hunsað slíka mála- leitun í átján mánuði. Í ljósi þess tvískinnungs sem gætir í málflutningi ráðherra varð- andi mannréttindi annarra þegna samfélagsins þá eru hans mann- réttindi þau sem eru númer eitt og að hann njóti mannréttinda til hins ýtrasta án þess að honum komi það við þótt mannréttindi séu brotin á öðrum þegnum þessa samfélags. Með þessu framferði ráðherrans er það bein yfirlýsing um að hann styður yfirhylmingu á mannrétt- indabrotum sem unnin eru af hálfu dómara hins íslenska réttarkerfis. Því er spurt: Hvað er að marka orðagjálfur ráðherrans um að stuðla að mannréttindum til hins ýtrasta? Er þar um að ræða póli- tískt lýðskrum í atkvæðaleit? Á meðan yfirhylmingu yfir verstu ódæðisverk sem unnin eru innan nokkurs ríkis (mannrétt- indabrot af hálfu dómara í skjóli embættis) er framfylgt af ráð- herra sem hefur yfirumsjón með dómsmálum í landinu, og hunsar óskir þegnanna um leiðréttingu á mannréttindabrotum, er það bros- legt að hlusta á ráðherrann gefa sínar yfirlýsingar „um mannrétt- indi til hins ýtrasta“. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort örlög ráðherrans verði á svipaðan hátt og Mubaraks og Gaddafís sem báðir voru sak- aðir um mannréttindabrot og yf- irhylmingu yfir mannréttindabrot. Svo virðist vera að stjórnarskrá hins íslenska lýðveldis sé aðeins fyrir ráðamenn þjóðarinnar en hinn almenni þegn sem ekki er vinur eða ættingi ráðamanns í þjóðfélaginu er réttlaus eins og tíðkaðist á fyrri öldum. Yfirhylmingin yfir lögbrot þjóna réttargæslunnar í landinu, dóm- aranna, nær víða í stjórnkerfi rík- isins og má þar nefna að lögreglan neitar rannsókn á meintum brot- um dómara með því að hunsa kröf- ur um rannsókn á lögbrotum þeirra. Er það vilji ráðamanna þjóðar- innar og þar með innanrík- isráðherra Ögmundar Jónassonar að þeir sem orðið hafa fyrir mann- réttindabrotum og þar með þjófn- aði af hálfu dómsvaldsins í landinu grípi til eigin réttlætisaðgerða? Samkvæmt lögum hefur hver þegn rétt til að verja sínar eigur þegar valdhafarnir fara ekki að lögum. Er ítrekuð ósk um viðtal við ráðherra varðandi meint lögbrot dómara þar sem brotin eru mann- réttindi á þegnum þessa lands. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, fv. skipstjóri. Opið bréf til innanríkisráðherra Frá Kristjáni Guðmundssyni Kristján Guðmundsson Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali „Heyrðu Manni: Þú ert skemmtilega stórskrítinn“. Það hefur alls ekki viðrað nógu vel um helgar fyrir skíðaiðk- endur í Stafdaln- um, skíðasvæði Seyðfirðinga og Héraðsbúa, í vet- ur. Páskarnir sem alltaf hafa gefið okkur nokkra góða skíðadaga í gegnum árin brugðust nú algerleg- a.Það var því mikið gleðiefni um sl. helgi þegar nægur snjór var til stað- ar í Stafdalnum bæði laugardag og sunnudag og blíðskaparveður. Stað- arhaldarinn Agnar hafði búið fjallið vel undir helgina og færi og veður skörtuðu sínu fegursta. Margt var í fjallinu og mikið fjör enda stór hópur krakka úr Skíða- félaginu í Stafdal með leiðbein- endum sínum og foreldrum á loka- æfingu fyrir Andrésar-andar- leikana, þeirra árlega landsmót, sem fram fer á Akureyri nú á sumardag- inn fyrsta og næstu daga. Þar verða þau milli 30 og 40 fulltrúar skíða- félagsins í Stafdal. Glæsilegur hóp- ur. Ég brá mér uppeftir báða dag- ana og naut þess að skíða frjáls eins og fuglinn með og innan um ung- viðið í fjallinu. Ég tók eftir því síðari daginn að ungur, ákafur skíðakappi fylgdi mér upp í lyftunni nokkrar ferðir og skaust síðan alltaf fram úr mér í rennslinu á leiðinni niður. Ein- hverntíman hefði ég nú sennilega ekki látið þetta gerast svona átaka- laust en nú hafði ég gaman af og naut þess að horfa á færni þessa unga drengs sem ég réð ekkert við. Í einni ferðinni er við komum upp úr lyftunni beið hann eftir mér og spurði: „Heyrðu manni, af hverju syngur þú alltaf á leiðinni upp og niður?“ „Geri ég það“ spurði ég? „Já, og af hverju syngurðu alltaf sama lagið,“ spurði hann þá. „Geri ég það?“ Þá sagði ég honum frá því að þegar ég var með börnum mínum og barnabörnum sem nú eru öll uppkominn, á skíðum, eins og við gerðum mikið af, og ég var að leið- beina þeim fyrstu skrefin þá notaði ég taktinn í söngnum til að fá mýkt í beygjurnar í brekkunum. Í þá daga sungum við alltaf Gamli Nói – Gamli Nói eða Atti Katti Nóa í takti við beygjurnar sem við tókum á leiðinni niður. Hann horfði á mig og spurði svo „Hva og virkaði það?“. „Já ég held það“, sagði ég. Eftir dágóða stund sagði ungi skíðakapinn ákveð- inn: „Heyrðu manni þú ert skemmtilega stórskrítinn“ og gaf síðan á fullt niður skíðabrekkuna. Hann var að æfa fyrir Andrésar- andarleikana og á leiðinni á sitt landsmót. Þegar ég renndi mér niður til að fá mér kaffi og skúffuköku í skíða- skálanum rifjaðist upp að texta- og lagavalið hafði breyst með árunum nú raulaði ég „ Kóngur einn dag“. ÞORVALDUR JÓHANNSSON, fyrrv. bæjarstjóri, nú eldri borgari, Seyðisfirði. Heyrt í skíða- brekkunni í Stafdal Frá Þorvaldi Jóhannssyni Þorvaldur Jóhannsson Umsóknarfrestur til 1. júní 2012 Auglýst er eftir umsóknum í Rannsóknasjóð. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2012 (kl. 17). Veittir verða tvenns konar styrkir: l Öndvegisstyrkir l Verkefnastyrkir Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn. Umsækjendur, sem hlutu styrk til verkefna árið 2012 með áætlun um framhald á árinu 2013, þurfa ekki að endurnýja umsókn en skulu senda ársskýrslu til sjóðsins fyrir 10. janúar 2013. Umsóknir og umsóknargögn skulu vera á ensku. Allar umsóknir eru rafrænar og sótt er um í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi. Nánari upplýsingar og umsóknargögn má nálgast á heimasíðu Rannís. Rannsóknasjóður H N O T S K Ó G U R gr af ís k hö nn un Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.