Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 42

Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 ✝ Stefán Jónssonfæddist á Hofi á Eyrarbakka 19. janúar 1931. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands, Ljósheimum á Selfossi, 2. apríl 2012. Foreldrar Stef- áns voru Jón B. Stefánsson versl- unarmaður f. 10. febrúar 1889, d. 19. apríl 1960 og Hansína Ásta Jóhannsdóttir húsmóðir f. 20. maí 1902, d. 13. mars 1948. Systkini Stefáns eru Ingibjörg d. 2006, Kristín d. 2005, Björgvin d. 1997, Margrét, Jóhann d. 1997. Stefán kvæntist 23.12. 1950 eftirlifandi konu sinni, Unni Sigursteinsdóttur. f. 4. júlí 1932. Foreldrar hennar voru Halldóra Gísladóttir og Sigursteinn Steinþórsson. Börn Stefáns og Unnar eru: a) Hansína Ásta f. 2.12. 1949, d. 24.6. 2007, gift Gissuri Jen- sen. Börn: 1) Stefán Róbert, kvæntur Sigrúnu Sigurð- ardóttur og eiga þau 2 börn og 1 barnabarn. 2) Axel Þór á 3 börn með Ásdísi B. Ingvarsdóttur. b) Jón Björgvin, f. 14.9. 1951, kvæntur Ásdísi J. Rafnar. Jón á dísi Þóru Harðardóttur og eiga þau 1 dóttur. 2) Tvíburarnir Ívar Haukur og Unnur Dóra. Stefán ólst upp í foreldrahúsum á Hofi á Eyrarbakka þar til hann flutti á Selfoss 1946 vegna náms. Stef- án og Unnur byggðu hús að Tryggvagötu 22. Stefán hóf nám í járnsmíði 1946, þá 15 ára gam- all, og tók sveinspróf hjá KÁ. Fékk hann meistararéttindi árið 1955. Stefán starfaði sem járn- smiður hjá KÁ til ársins 1956 er hann réð sig til MBF. Stefán starfaði hjá MBF til ársins 1970. Stefán hóf störf hjá fiskvinnslu- fyrirtækinu Straumnesi á Sel- fossi 1971 og starfaði þar til árs- ins 1975 sem framkvæmdastjóri. Samhliða þeim störfum lauk Stefán matsmannsnámskeiði hjá sjávarútvegsráðuneytinu og öðl- aðist réttindi fiskmatsmanns. Árin 1975 til 1977 starfaði Stef- án hjá ráðuneytinu sem eftirlits- maður. Stefán réðst til Glettings 1977 sem rekstrarstjóri á Sel- fossi og starfaði þar til 1981. Samhliða rekstri Straumness ráku þeir bræður Björgvin, Stef- án og Jóhann fiskbúð í húsnæði Glettings á Selfossi. Stefán réðst til SÍF árið 1981 sem matsmaður og síðustu árin sem birgðastjóri á Granda og starfaði hann þar til ársins 1999 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Stefáns fór fram frá Selfosskirkju 12. apríl 2012. 2 dætur með fyrr- verandi eiginkonu, Þórunni H. Guð- mundsdóttur. 1) Unnur Eva, gift Benedikt Jónssyni og eiga þau 3 börn, 2) Andrea Ósk, í sambúð með Þór- halli Ásbjörnssyni og eiga þau 2 börn. c) Sigmundur, f. 2.2. 1953, kvæntur Ingileifu Auðunsdóttur. Börn: 1) Þór, kvæntur Guðrúnu Rann- veigu Stefánsdóttur og eiga þau 2 börn. Þór á dóttur með Drífu Heimisdóttur. 2) Linda Björk á 2 dætur með Stefáni Þór Hólm- geirssyni. d) Gísli, f. 2.2. 1953, kvæntur Guðrúnu Björnsdóttur. Börn: 1) Valur Fannar, kvæntur Margréti Einarsdóttur og eiga þau 3 börn. 2) Stefán er kvæntur Hörpu Lind Harðardóttur og eiga þau 2 syni. 3) Sonja, í sam- búð með Þór Þórðarsyni. e) Dóra Sjöfn, f. 27.2. 1958, gift Óskari Jónssyni. Börn: 1) Jón Jökull, í sambúð með Pierre Marly 2) Birna, í sambúð með Úlfari Gíslasyni 3) Unnsteinn. 4) Anna Björg, f. 15.9. 1966, gift Bergi Tómasi Sigurjónssyni. Börn: 1) Sigurjón, kvæntur Al- Elsku afi. Þegar ég sest niður og skrifa til þín kveðjuorð koma í hugann bara skemmtilegar og fal- legar minningar. Ég var svo hepp- in að geta verið mikið hjá ykkur ömmu sem krakki á Selfossi á Tryggvagötunni og í Vallholtinu. Þar var margt brallað og sérstak- lega þegar við komum saman krakkarnir. Anna Björg var stóra frænka og snillingur að leika í dúkkulísuleik og þá fuku eldhús- rúllurnar hjá ömmu, góðar minn- ingar um það þegar „stóra frænka“ Axels og Þórs reyndi að siða þá frændur til. Þú hefur ef- laust hlegið að því. Þegar við fluttum í bæinn voruð þið flutt þangað líka og komuð oft í heimsókn. Þegar ég var unglingur flutti fjölskyldan til Virginíu og komuð þið amma í heimsóknir. Við gerðum margt skemmtilegt eins og að fara á tónleika með Tinu Turner, borða á veitingastöðum og sækja skemmtigarða, þú varst eins og lítill strákur. Man ég eftir þér úti í garði að raka lauf en alltaf komu þau aftur og þú varst farinn að grípa þau áður en þau féllu til jarðar, ég fylgdist með þér úr glugganum og þessi minning kem- ur oft í hugann og ég brosi, afi sigraði laufin. Þegar ég flutti ein til Íslands að ganga í menntaskóla veittuð þið amma mér húsaskjól í tvo vetur. Þar var yndislegt að vera og varð mitt heimili þar til Benni kom inn í myndina. Þegar ég eignaðist mitt eigið heimili var alltaf jafngott að koma til ykkar og vel tekið á móti manni, yfirleitt heimabakað þar sem í uppáhaldi var sandkaka með osti (þú settir reyndar líka smjör), Mikka-mús eða rúsínuplokkuð jólakaka og þú fékkst þér renning með. Suma dagana hlýddirðu mér svo yfir vísuna „Frá Eyrarbakka út í vog, fjegur …“ þar sem þér var mikið í mun að hún gleymdist ekki og að segja fjegur eins og seytján. Seinni árin var ég hætt að hringja á undan mér svo umstang- ið yrði ekki of mikið þegar ég kæmi að hitta ykkur. Þú barst alltaf mikla umhyggju fyrir mér og öllum ættingjum, það var einfaldlega þitt hjartans mál. Þegar ég varð ólétt tókstu and- köf því þér fannst ég of ung en þóttist svo sjálfur ekkert muna hvað þið amma voruð búin að eiga mörg börn á þeim aldri. Þú pass- aðir líka upp á að ég hugsaði um bílana mína og aðstoðaðir með allt sem þurfti. Lést mig finna hvað þér þótti vænt um að fá heima- gerðar gjafir þótt það hafi bara verið prjónaðir sokkar. Krakkarnir mínir nutu þeirra forréttinda að eiga langafa og langömmu. Sóley var oft hjá ykk- ur í pössun og Berglind var sér- staklega hrifin af þér, amma var stundum sár þegar hún vildi frek- ar vera hjá þér. Jón Steinar var líka mjög hrifinn af afalanga þótt hann væri ekki mjög langur. Þau segja stundum að tala „Selfoss“ og það eru orð sem ég segi og hljóma alveg eins og þú. Elsku afi, núna veit ég að þú hefur fengið frið frá veikindum og ert kominn á góðan stað. Þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig og allt sem þú hefur kennt mér. Þín Unnur Eva. Stefán Jónsson Atli Hraunfjörð lést 28. mars eftir margra ára hrakandi heilsu. Eftir þrautir af hjartveiki og Parkinson fékk hann heilablóðfall sem svipti hann mikl- um samskiptamöguleikum við um- hverfið. Hann hafði þó fótavist og hafði ánægju af því að hitta fólk og hlusta á samræður, en átti erfitt með að tjá sig. Slíkt hlýtur að vera þungt fyrir opinn og glaðsinna mann, sem hefur jafnvel skýra hugsun, að geta illa tekið þátt í samræðum. Við Atli kynntumst þegar sonur minn og dóttir hans gengu í hjóna- band, stofnuðu heimili og tóku til að eignast mannvænleg börn. Það var okkur Atla skiljanlega ánægja að fylgjast með framþróun litlu fjölskyldunnar og þroska barnanna, sem nú eru að verða fulltíða fólk. Barnalánið varð sem best verður á kosið og við Atli vor- um auðvitað rígmontnir með okk- ar framlag. Hann var meiri afi en ég og sinnti afkomendum okkar betur, sem greinilega létu sér mjög annt um hann til æviloka. Og ekki var hún Sigríður konan hans minni amma barnanna en hann var afi. Óhjákvæmilega kynntumst við Atli allnokkuð þegar árin liðu. Við áttum margar góðar samræður. Atli þekkti margt sem mér var hulið. Hann var Nýalssinni og út- skýrði kenningar dr. Helga Pjet- urss fyrir mér af mikilli þekkingu. Minnist ég þeirra stunda hlýlega. Atli var fjölfróður og víðlesinn og samræður okkar bárust um heima og geima. Ég held að Atli hafi ver- ið listamannssál að innri gerð. Hann orti mikið af tækifærisljóð- Atli Hraunfjörð ✝ Atli Hraun-fjörð fæddist í Reykjavík 5. júlí 1941. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 28. mars 2012. Jarðarför Atla fór fram frá Digra- neskirkju 4. apríl 2012. um og lagði á margt gjörva hönd. Sem málarameist- ari kom Atli fram í auglýsingakvik- myndum í gamla daga. Þegar maður hugsar til þess létt- leika sem þá ein- kenndi hinn röska mann við fulla heilsu, þá koma í hugann orð séra Hallgríms, um blómstrið eina, sem upp vex á sléttri grund. Svo stutt er þetta líf og gæfan stopul, að margir kunna ekki að lifa því fyrr en það er um seinan eins og hún amma mín Sigríður orðaði það í kör sinni. Það er þungt að horfa upp á slík hamskipti lífs- ins hjá ástvinum hjálparlaus og geta engu breytt. Ekkert fær keypt glataða heilsu til baka og ekkert stoðar að kvarta yfir ósann- girni lífsins. Við erum svo mátt- vana þegar í grunninn er gætt. Þetta skildi séra. Hallgrímur manna best úr sínu lífi. Myndlík- ing hans hér að framan hefur fylgt þessari þjóð alla tíð frá vöggu til grafar. „Afskorið verður fljótt“. „Ég hefi nú ráðið gátuna.. Eðli drauma er mér nú kunnugt orðið. Mér er það alveg ljóst, að ég skipti um meðvitund, þegar ég vakna. Í svefni fæ ég þátt í lífi einhvers annars. “ Með þessum orðum dr. Helga Pjeturss vil ég kveðja Atla Hraun- fjörð. Hvort sem við vökum eða sofum eru kraftar að verki sem við þekkjum ekki. Ef til vill kynnumst við þeim síðar lífs eða liðin. Og það er ávallt gott að eiga sér drauma um hið góða í lífinu. Mörgum draumum varð Atli Hraunfjörð af vegna heilsubrests. Nú sefur hann í draumi fjölskyldunnar. Við minnumst hans í blóma lífs- ins, meðalhás og réttholda fríð- leiksmanns, sem var góðglettinn og hispurslaus í framkomu, reglu- maður, bóngóður og brosmildur höfðingi. Veri hann ávallt sæll. Halldór Jónsson. Ég vil minnast frænda míns Gauja, eins og hann var kallaður af þeim sem þekktu hann vel. Við áttum eitt sameiginlegt og mikið áhugamál en við vorum báðir safn- arar og lögðum mikla vinnu og fé í þessa iðju. Og til marks um það átti Guðjón mjög stórt bókasafn sem mun vera með þeim stærri hér á landi. Guðjón vann mörg störf um sína löngu ævi og allt vann hann af mikilli alúð og snyrtimennsku sem honum var svo ríkulega í blóð bor- in eins og er áberandi í okkar frændgarði vítt og breitt. Kynni mín af þeim Kirkjubólssystkinum voru mismikil, aðstæður þess tíma gerðu það að verkum, en öll voru þau sterkvönduð. Ég kveð frænda Guðjón Árni Sigurðsson ✝ Guðjón ÁrniSigurðsson fæddist á Kirkju- bóli í Mosdal í Arn- arfirði 17. apríl 1921. Hann and- aðist á Hrafnistu 16. mars 2012. Útför Guðjóns Árna fór fram frá Fossvogskirkju 27. mars 2012. minn með broti úr ljóði; Minni Bíldu- dals eftir Sigfús Elí- asson. Himnesku klettar, þér háu fjöll, hlýðið á boðskap þess nýja dags! Um bláskyggðan vog, um blómavöll, frá birtu morguns til sólarlags andi Guðs boðar frá eilífðarheimi: Enginn fortíðarvinum gleymi. Og baráttan hörð vakti gleði með grönn- um, og glaðværir strákhnokkar urðu að mönnum. Hér íklæddust holdi þær himnesku dísir. Um heimsbyggð af arnfirzkri menningu lýsir. Ég heiti á Guð þessa lands – minna ljóða, að lýsa upp hjörtun, að skapa hið góða, að blessa þann stað, er vér gistum svo glaðir. Það gulli sé letrað á klettanna raðir. Jón Kr. Ólafsson, söngvari, Reynimel, Bíldudal. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGU SIGURLAUGAR ERLENDSDÓTTUR, Sillu frá Vatnsleysu, Rauðalæk 55. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjóls, 3. hæð, fyrir hlýja og góða umönnun. Tómas Hjálmarsson, Kristín Hjálmarsdóttir, Valgeir Þórðarson, Birna Reynisdóttir, Linda Heide Reynisdóttir, Sigfús Jónsson, Heiðbjört, Hjálmar Jón, Hlynur Jón. ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengda- móður, ömmu og systur, EDDU FARESTVEIT, Lautasmára 3, Kópavogi. Gunnsteinn Gíslason, Guðrún Brynja Gunnsteinsdóttir, Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir, Davíð Jónsson, Gísli Kristján Gunnsteinsson, Lilja Ingimundardóttir, barnabörn og systkini hinnar látnu. ✝ Okkar innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa okkur vináttu og samhug við fráfall okkar ástkæra EYJÓLFS RÚNARS SIGURÐSSONAR, Miðvangi 57, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 11 G á Landspítalanum fyrir einstaka umönnun og sérstaka hlýju. Starfsfólk Setbergsskóla í Hafnarfirði sem fylgt hefur okkur eftir og aðstoðað í veikindum og við fráfall Eyjólfs fær einstakar þakkir frá okkur. Rannveig Vigfúsdóttir, Vigfús Almar Eyjólfsson, Inga María Eyjólfsdóttir, Sigurður Kristinn Ómarsson, Inga María Eyjólfsdóttir, Sigurður Hallur Stefánsson, Huldar Örn Sigurðsson, Sólveig Ósk Jónsdóttir. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, ÖNNU MÖRTU HELGADÓTTUR frá Uppsölum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar Blönduóss fyrir einstaka alúð og umönnun. Sigurður H. Ingþórsson, Gunnhildur Lárusdóttir, Kristmundur Ó. J. Ingþórsson, Herdís Sigurbjartsdóttir, Sigrún B. Ingþórsdóttir, Hjálmar Magnússon, Þorsteinn R. Ingþórsson, Sigurbjörg M. Jónsdóttir, Magnús H. Ingþórsson, Margrét Rögnvaldsdóttir, Guðmundur E. Ingþórsson, Guðrún S. Kjartansdóttir, Birgir L. Ingþórsson, Sigríður Bjarnadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur dýrmæta samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÁRU ÁGÚSTSDÓTTUR, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við yndislegu starfsfólki lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka umönnun og hlýju. Hafsteinn Sigurbjörnsson, Jóhanna G. Þorbjörnsdóttir, Ásgrímur R. Kárason, Sigurbjörn Hafsteinsson, Sesselja L. Allansdóttir, Ingólfur Hafsteinsson, Heiðrún Hannesdóttir, Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir, Jónas Geirsson, Berent Karl Hafsteinsson, María Lilja M. Viðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.