Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012
✝ Ragna Jóns-dóttir fæddist í
Nýhöfn á Eyr-
arbakka þann 19.
júlí 1930. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Ljósheimum á
Selfossi þann 14.
apríl sl. Ragna var
dóttir hjónanna
Guðríðar Guðjóns-
dóttur, f. 7.7. 1895,
d. 22.5. 1972, og Jóns Þórarins
Tómassonar, f. 20.3. 1890, d.
14.11. 1963. Systir Rögnu var
Kristín Jónsdóttir, f. 9.10. 1921,
d. 12.6. 2010.
Eftirlifandi eiginmaður
Rögnu er Jóhann Jóhannsson, f.
6.11. 1927. Dætur þeirra: 1)
Unnur, f. 9.10. 1953, maki Guð-
mundur Stefánsson, f. 17.11.
1954, börn þeirra eru Jóhanna
Íris, f. 30.5. 1974, maki Róbert
Magnús Kristmundsson, f.
22.12. 1973. Þau eiga 3 börn,
Stefán, f. 2.5. 1982,
sambýliskona
Alma Tryggvadótt-
ir, f. 6.1. 1983.
Birna, f. 31.5. 1992.
2) Ingibjörg, f.
23.6. 1955, maki
Jón Guðmundsson,
f. 11.4. 1956, börn
þeirra eru Jóhann,
f. 19.7. 1980, sam-
býliskona Jessi
Kingan, f. 23.8. 1986, Ragna, f.
12.7. 1983, sambýlismaður Gísli
Birgir Ómarsson, f. 1.7. 1980,
Pálmar f. 14.4. 1986. 3) Sólrún,
f. 28.11. 1963, maki Jóhannes
Þorgeirsson, f. 29.6. 1963, börn
þeirra eru Vignir, f. 6.9. 1990,
unnusta Hildur Karen Ein-
arsdóttir, f. 29.4. 1990, Ósk, f.
7.6. 1998.
Útför Rögnu fer fram frá
Eyrarbakkakirkju í dag, 21.
apríl 2012, og hefst athöfnin kl.
13.30.
Amma
Lítil stúlka í faðmi mömmu
glitra má sjá tár.
Grætur, syrgir, saknar ömmu
í hjartað var komið sár.
Lífið er eins og lítið lag
sem fæðist, lifir og deyr.
Hún amma var að kveðja í dag,
lagið hennar var víst ekki meir.
Margar góðar minningar vakna
á meðan hún var með okkur hér.
En ávallt mun ég ömmu sakna
hugsa ég með mér.
(Heiðdís Haukdal)
Amma, elsku besta amma
mín. Nú er baráttunni loksins
lokið, kominn tími á hvíldina eft-
ir löng og erfið veikindi. Ég kveð
þig með miklum söknuði en veit
að þú ert komin á bjartari stað
með bros á vör.
Stað þar sem þú getur farið í
flottu fötin þín, gert þig fína og
sæta og svo prjónað, eldað og
bakað eins og þér einni var lagið.
Hugur minn er fullur af góðum
minningum af bakkanum þar
sem ég fékk ósjaldan að vera.
Feluleikur uppi á lofti í Hlöðu-
felli, bak við frystikistuna eða
inni í kompu … þar gerðust líka
ótrúlegustu ævintýri.
Sauma öskupoka, baka pönns-
ur, bíltúrar og ferðalög. Ísbíltúr í
Eden og berjamór; alltaf var
eitthvað skemmtilegt að gera.
Ég var svo heppin að eiga
ömmu sem var alltaf til staðar.
Ég minnist þess hversu góðar
vinkonur við vorum, við gátum
hlegið og grátið saman og hún
var alltaf svo áhugasöm um allt
sem ég gerði.
Elsku amma, minning þín lifir
áfram í hjarta mínu og börnin
mín þrjú fá að kynnast þér betur
í gegnum bernskuminningar
mínar um elsku ömmu Rögnu.
Takk fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman.
Megi Guð geyma þig og hvíl í
friði.
Jóhanna.
Kveðja.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku amma. Eftir erfið veik-
indi er bið þín loks á enda. Löng
og ströng barátta búin. En nú
ertu komin á betri stað þar sem
þú getur hlaupið um og sungið.
Lífið í Hlöðufelli er eins og
ljúf minning. Öll matarboðin, ís-
inn og frómasinn og langlang-
langbestu pönnukökurnar. Alltaf
var glatt á hjalla og vel tekið á
móti okkur. Amma sat með
prjónana í stofunni og skiptist á
að prjóna á okkur barnabörnin,
peysur, vettlinga og sokka. Eng-
um skyldi verða kalt. Píanóið
uppi og allir leynistaðirnir voru
heill ævintýraheimur fyrir litla
sem stóra.
Kartöflugarðurinn og gulræt-
urnar og rólan á snúrunum …
Allt þetta og meira til sem yljar
manni um hjartarætur. Takk
fyrir okkur elsku amma Ragna,
þú átt stóran stað í hjörtum okk-
ar allra.
Jóhanna, Stefán, Birna,
Jóhann, Ragna, Pálmar,
Vignir, Ósk, Norma Dögg,
Viktor og Óttar.
Ragna Jónsdóttir
Það kallar bæði fram bros og
tár að rita þessi orð í minningu
kærrar móðursystur minnar,
Hrafnhildar, eða Daddíar eins
og hún var kölluð. Brosið læðist
fram á varirnar þegar ég minn-
ist hláturs hennar en tárin þeg-
ar ég hugsa til þess að nú er
hún að fullu og öllu horfin sjón-
um mínum líkt og systir henn-
ar, móðir mín. Í minningunni
mun hún þó lifa áfram í huga
mér uns ég sjálf er öll.
Ég minnist Daddíar sem
hlýrrar, yndislegrar konu sem
var gjafmild, glaðvær og hjálp-
söm. Það er ekki svo lítið að
skilja eftir sig í leiðarlok svo
fallegar minningar í huga ann-
arra. Og kímnigáfa hennar var
hreint út sagt alveg dásamleg.
Hún var sannarlega elskuverð
kona.
Aldrei heimsóttum við Daddí
og Viggó, eiginmann hennar,
öðruvísi en svo að ég og fjöl-
skylda mín nytum ekki ríku-
legra veitinga og værum helst
leyst út með gjöfum í heim-
sóknarlok. Dætur mínar og ég
eigum fagra muni sem Daddí
bjó til sjálf á efri árum og gaf
okkur. Munum við gleðjast yfir
þeim og varðveita þá ævilangt.
Daddí var aðeins rúmu ári
eldri en mamma mín og var
eins kært á milli þeirra systra
og hugsast getur. Á unga aldri
misstu þær móður sína og varð
það til þess að hnýta kærleiks-
böndin enn fastar á milli þeirra.
Þær elskuðu hvor aðra heitt. Á
ég margar góðar minningar
sem barn af þeim saman í eld-
húsinu á æskuheimili mínu
spjallandi saman yfir kaffibolla,
báðar ljómandi af gleði yfir ná-
Hrafnhildur Gríma
Thoroddsen
✝ HrafnhildurGríma Thor-
oddsen fæddist í
Reykjavík 27. febr-
úar 1923. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli á skír-
dag, 5. apríl 2012.
Útför hennar var
gerð frá Bústaða-
kirkju 13. apríl
2012.
vist hvor annarrar
– hlæjandi sínum
smitandi, glettnis-
lega hlátri. Ég
naut þess að vera
nálægt þeim tveim-
ur sem höfðu svo
mikinn kærleik til
að bera, svo mikla
ást að gefa.
Eins eru mér
ógleymanlegar af-
mælisveislur þeirra
systra allra, þar sem oftar en
ekki voru rifjaðar upp bernsku-
minningar og hláturinn ómaði
skært. Það var alltaf svo mikil
gleði þar sem þær komu saman.
Það var Daddí mikið reiðars-
lag er móðir mín lést skyndi-
lega og kom ég aldrei svo til
hennar að hún talaði ekki um
eilífan söknuð sinn eftir
mömmu og systkinum sínum
öllum en Daddí var þá ein orðin
eftir, hún varð síðust til að fara.
Ég vil trúa því að nú séu
systkinin öll sameinuð á ný. Það
hafa líkast til verið gleðiríkir
endurfundir!
Ég votta öllum aðstandend-
um Daddíar og vinum hennar
dýpstu samúðarkveðjur frá mér
og fjölskyldu minni. Guð blessi
minningu hennar.
Marfríður Hrund
Smáradóttir.
Hrafnhildur mín kæra er lát-
in. Hún og Viggó voru vinir for-
eldra minna og því stór hluti af
bernsku minni. Mig langar til
að þakka þessari góðu konu fyr-
ir allar þær stundir sem við átt-
um saman. Ég minnist ljúflynd-
is hennar, bross sem lýsti upp
andlitið eins og sól og hláturs
hennar. Já, hvílíkur hlátur!
Hann var svo smitandi, að
stundum hló ég með, þó ég
skildi ekki alltaf brandarann,
því það var bara svo gaman að
hlæja með Hrafnhildi. Hlátur-
inn bætir lífið. Það gerði mín
kæra vinkona. Hafðu kærar
þakkir. Öllum hennar ástvinum
sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Brynja Guttormsdóttir.
Bergþóra Gunnarsdóttir föð-
ursystir okkar er látin í hárri
elli. Við bræðurnir viljum minn-
ast hennar með örfáum orðum
þar sem hún er sú frænka sem
var okkur nánust.
Begga frænka, eins og hún
var alltaf kölluð, var í miklu
uppáhaldi á bernskuheimili okk-
ar. Faðir okkar og hún voru alla
tíð mjög náin og góð vinátta
tókst einnig með honum og eig-
inmanni hennar, Kjartani
Sveinssyni.
Hjónin í Heiðagerði 3 voru
ætíð boðin og búin til að hlaupa
undir bagga þegar til þeirra var
leitað. Þegar Gunnar var þriggja
ára varð hann fyrir slysi og var
sendur suður til aðhlynningar.
Þá var leitað til Bergþóru og hún
annaðist hann eins og sinn eigin
son þann tíma sem hann þurfti á
læknisaðstoð að halda. Þegar við
systkinin fórum síðan að koma
suður til náms áttum við traust
athvarf hjá frænku okkar. Hún
tók okkur opnum örmum og var
ætíð reiðubúin að aðstoða og
leiðbeina þegar á þurfti að halda.
Begga frænka var létt og
skemmtileg og hvers manna
hugljúfi. Hún var ákveðin í skoð-
unum, hnyttin í svörum og mál
hennar var oft kryddað góðlát-
legri kímni. Hún hafði góða nær-
veru og átti auðvelt með sam-
skipti við fólk. Með sinni
óþvinguðu framkomu og létta
skopskyni hafði hún einstaka
hæfileika til að draga fram
áhugaverðar hliðar á viðmælend-
um sínum og lífga upp á til-
veruna. Vegna þessara eiginleika
var hún mjög vinsæl og fólk lað-
aðist að henni. Vinsældir hennar
Bergþóra
Gunnarsdóttir
✝ BergþóraGunnarsdóttir
fæddist í Húsavík
við Borgarfjörð
eystri 27. ágúst
1912. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 1. apríl
2012.
Útför Bergþóru
fór fram frá Graf-
arvogskirkju 13.
apríl 2012.
gerðu að verkum að
hún varð eins konar
tengiliður sem
tengdi saman föður-
ætt okkar enda var
oft mannmargt á
heimilinu í Heiða-
gerði.
Guð blessi minn-
ingu Bergþóru
Gunnarsdóttur. Öll-
um aðstandendum
hennar vottum við
okkar dýpstu samúð.
Gunnar Karlsson,
Stefán Karlsson.
Kynni mín af Bergþóru voru
stutt en góð. Ég kynntist henni
árið 2006 þegar dóttir mín
kynntist ástinni sinni, honum Jó-
hannesi Magnússyni, barnabarni
Bergþóru. Þessi kona varð henni
strax sem amma og kann ég
henni mínar bestu þakkir fyrir.
Bergþóra reyndist mér líka góð
og gaman fannst mér að sitja
með henni kvöldstund og spjalla,
því frá mörgu hafði hún að segja.
Vil ég hér þakka henni mjög svo
ánægjuleg kynni og finnst mér
henni best lýst með þessum orð-
um.
„Einstakur“ er orð sem notað er þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem
veitir ástúð með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
„Einstakur“ á við um þá sem eru dáðir
og dýrmætir og þeirra skarð verður
aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
Sigurbjörg Einarsdóttir.
Í dag kveðum við ömmu í
Ljós. Þegar við kom til ömmu
rétt eftir aðgerðina datt okkur
ekki í hug að þetta yrði hennar
endastöð. Við höfðum svo
sterka trú á því að allt myndi
fara vel og við ættum mörg ár
saman til viðbótar. Það má
segja að við höfum verið alin
upp hjá ömmu, alltaf vildum við
gista hjá ömmu í Ljós og eigum
við margar frábærar stundir
saman. Öll kósýkvöldin sem við
áttum öll með ömmu. Þá vorum
við búin að hlaupa út í Voga-
sjoppuna með kókhylkið hennar
að kaupa sódavatn, appelsín og
auðvitað ís, amma bjó svo til
shake í hrærivélinni.
Ferðin til Danmerkur var
ógleymanleg, þá varðst þú átt-
ræð og mamma sextug. Þegar
fíflagangurinn í okkur systkin-
inum gekk sem hæst þá fékk
maður alltaf frasann frá þér:
„Þið eruð alveg hoblaus.“
Ekki má gleyma öllum jólum
og gamlárskvöldum sem við átt-
um saman í Ljósheimum, þau
eru ógleymanleg. Mamma og
pabbi tóku svo við þar sem fjöl-
skyldan stækkaði og var orðið
þröngt um okkur í Ljósheim-
unum. Eftir að þau féllu frá
tókum við systkinin við til að
halda uppi gömlum hefðum, þar
sem við, öll fjölskyldan, hitt-
umst og héldum upp á gleðileg
jól. Þótt fjölskyldan stækkaði
og stækkaði fengu allir pakka
frá ömmu í Ljós.
Við munum sakna þess að
hafa þig ekki lengur með okkur
og geymum við allar þær góðu
minningar sem við eigum með
þér í hjarta okkar. Við vitum þú
ert á góðum stað með mömmu,
pabba og öllum öðrum ástvin-
um.
Ljósið flæðir enn um ásýnd þína:
yfir þínum luktu hvörmum skína
sólir þær er sálu þinni frá
sínum geislum stráðu veginn á.
Myrkur dauðans megnar ekki að
hylja
mannlund þína, tryggð og fórnarvilja
– eftir því sem hryggðin harðar slær
hjarta þitt er brjóstum okkar nær.
Innstu sveiflur óskastunda þinna
ennþá má í húsi þínu finna –
þangað mun hann sækja sálarró
sá er lengst að fegurð þeirra bjó.
Börnin sem þú blessun vafðir þinni
búa þér nú stað í vitund sinni:
alla sína ævi geyma þar
auðlegðina sem þeim gefin var.
Þú ert áfram líf af okkar lífi:
líkt og morgunblær um hugann svífi
ilmi og svölun andar minning hver
– athvarfið var stórt og bjart hjá þér.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Bergþór Bergþórsson,
Jón Ólafur Bergþórsson
og fjölskyldur
Margrét Auður
Agnes Kristinsdóttir
✝ Margrét AuðurAgnes Krist-
insdóttir fæddist í
Reykjavík 8. nóv-
ember 1926. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 29. mars 2012.
Útför Margrétar
fór fram frá Foss-
vogskirkju 12. apríl
2012.
Elsku amma í
ljós, í dag kveð ég
þig með sorg og
söknuð í hjarta.
Það er svo
margt sem ég skil
ekki við dauðann
og margt sem ég
mun aldrei ná að
skilja. Þegar þeir
sem maður elskar
eru teknir frá
manni, það er svo
margt ósagt og margt ógert.
Ég talaði við þig rétt fyrir
aðgerðina þegar þú varst að
hjálpa mér við ritgerð í skól-
anum og sagðir þú mér hversu
stressuð þú værir fyrir aðgerð-
inni.
Ég var svo viss um að þú
myndir ná þér eftir aðgerðina,
sú hugsun að þú myndir ekki
ná þér var mér svo fjarlægð.
Lífið er of stutt þó það virðist
vera heil eilífð. Fullt af minn-
ingum streymir um í huga mér
sem ég mun alltaf geyma. Ég
veit þú ert komin á góðan stað
og margir ástvinir hafa tekið á
móti þér.
Amma í ljós farin er,
í huga mínum þig ég ber,
saknaðartárin renna,
orð á vörum mínum brenna,
ég mun elska þig
um ókomna tíð.
Takk, elsku amma mín, fyrir
allt sem þú hefur gefið mér og
kennt mér. Sofðu rótt.
Þín
Guðrún Ósk
Bergþórsdóttir
Þá er góð kona gengin. Létt-
ur tónn óvænt þagnaður. Að-
stæður höguðu því þannig að
ég hitti flesta íbúa A-íbúða í
Ljósheimum í byrjun janúar,
þar á meðal Margréti Kristins.
Vogar og Heimar voru lífleg
hverfi upp úr 60. Stillansar og
annað byggingabrak. Mikil
krakkahverfi. Það var blæ-
brigðaríkt lífið í blokkinni og
margar fjölskyldurnar stórar.
Hver íbúð heill heimur. Fjar-
lægðin er nauðsynleg í blokk
en við krakkarnir völsuðum ei-
lítið á milli á vel völdum tím-
um, svo sem til að sjá bestu
þættina í kananum, einn þátt-
inn hér og annan þar. Úti höfð-
um við heilmikið fyrir því að
lokka sæmilega andstæðinga í
bardaga, sérstaklega eftir að
heimilin hentu jólatrjánum á
þrettándanum. Við hjuggum
greinarnar af og eignuðumst
þar góða lurka til að berjast
með. Óskaplega hetjulega að
okkur fannst. Við Laulau
kannski nokkuð villtar stund-
um. Spennandi ærsl í ljósa-
skiptunum. Sá tími er reyndar
löngu liðinn. Við könnumst
samt alltaf hvert við annað,
munum hamingju og sorgir,
kunnum slitrur úr hverju lífi.
Alltaf hæfilega lítið. Nauðsyn-
leg virðingarfjarlægð en mikil
hlýja. Sakna mun ég þess að
hitta hana ekki lengur.
Ég votta Laulau, Gróu,
Nikka og öllum nánustu samúð
mína.
Hanna Steinunn
Þorleifsdóttir.
24 tíma vakt
Sími 551 3485
Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947
ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ
ÚTFA
RARÞJÓNUSTA
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800