Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 45

Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 ✝ Rósa KempÞórlindsdóttir fæddist á Búðum Fáskrúðsfirði 11. febrúar 1924. Hún andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 8. mars 2012. Foreldrar henn- ar voru Þórlindur Ólafsson, f. 27.5. 1887, d. 29.1. 1982, bræðslustjóri, og kona hans Jór- unn Bjarnadóttir, f. 27.4. 1885, d. 18.12. 1955, kennari og hús- freyja. Systkini hennar eru Bjarni Þórlindsson, f. 1.8. 1916, d. 19.5. 2005, Kristjana Sigríður Lilja Þórlindsdóttir, f. 21.8. 1917, d. 21.6. 2002, Ólafur Ár- mann Þórlindsson, f. 20.12. 1919, d. 25.6. 1996, Birna Guðný Þórlindsdóttir, f. 4.12. 1927, Guðlaugur Magni Þórlindsson, f. 6.4. 1932. Árið 1951 giftist Rósa Kemp eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Þorberg Eggertssyni, f. 7.10. 1922, fyrrv. skólastjóra. Börn þeirra eru: 1) Ólafur Ólafs- son, f. 26.9. 1947, kvæntur Öldu an, b) Kristín Lilja Åsberg, f. 24.1. 1980, í sambúð með Atla Ericsson og saman eiga þau Ove Vidar, c) Jón Henrik Åsberg, f. 30.6. 1984, í sambúð með Diana Ucar. 4) Guðríður Erna Jóns- dóttir, f. 10.3. 1956, gift Ólafi Ágústi Gíslasyni. Börn þeirra eru: a) Brynja Rós Ólafsdóttir, f. 23.10. 1987, í sambúð með Andra Erni Sigurðssyni, b) Þór- dís Ólafsdóttir, f. 21.10. 1989, c) Gísli Ólafsson, f. 2.10. 1994. 5) Jórunn Linda Jónsdóttir, f. 10.3. 1956, börn hennar eru: a) Aldís Buzgò, f. 2.5. 1991, í sambúð með Stefáni Georg Ármanns- syni, b) Heiðdís Buzgò, f. 2.5. 1991. Rósa Kemp ólst upp á Búðum í Fáskrúðsfirði og lauk þaðan grunnskólanámi og síðar námi við Húsmæðraskólann á Laug- arvatni. Fyrstu hjúskaparárin bjó hún á Fáskrúðsfirði og einn- ig á Suðureyri við Súg- andafjörð. Síðar flutti hún til Patreksfjarðar þar sem maður hennar Jón var skólastjóri í sautján ár. Árið 1972 lá leiðin suður til Reykjavíkur. Frá 1977 hafa þau búið í Mosfellsbæ. Rósa var mjög félagslynd, virk í öllu félagsstarfi, jafnframt því að sinna stóru og gestkvæmu heim- ili. Hún starfaði lengst af við af- greiðslu- og þjónustusörf. Útför Rósu var gerð frá Grensáskirkju 19. mars 2012. Konráðsdóttur. Þau eiga þrjú börn: a) Rósa Ólafsdóttir, f. 6.12. 1970, gift Örlygi Andra Ragnarssyni, þau eiga tvö börn, Öldu Björk og Arnar Loga, b) Konráð Þór Ólafsson, f. 10.1. 1976, í sam- búð með Sigríði Margréti Birkis- dóttur, þau eiga tvö börn, Sól- eyju Líf og Ísak Frey, c) Andri Ólafsson, f. 9.11. 1980, kvæntur Hildi Maríu Hjaltalín Jóns- dóttur, þau eiga þrjú börn, Est- er Ósk, Ólaf Alexander og Daní- el Inga. 2) Svala Haukdal Jónsdóttir, f. 31.5. 1952, gift Kjartani Oddi Þorbergssyni, dóttir þeirra er Sif Haukdal Kjartansdóttir, f. 14.3. 1987, unnusti hennar er Tryggvi Kristmar Tryggvason. 3) Þórdís Elva Jónsdóttir, f. 9.7. 1953, í sambúð með Hafsteini Ágústs- syni. Börn hennar eru þrjú: a) Linda María Lisle, f. 2.12. 1977, gift Matthew Lisle, börn þeirra eru Leo Thomas og Bo Christi- Elsku mamma mín, ég mun alltaf minnast þín sem yndislegr- ar, hjartahlýrrar konu; upp- örvndi og fullrar umhyggju og stuðnings hvenær sem á þurfti að halda. Mér eru minnisstæðir ófá- ir morgnar saman í eldhúsinu á Stekkum; Patreksfirði, þar sem tækifæri gafst til að vera með þér í einrúmi og um leið læra ýmis- legt af þér, áður en systkini mín vöknuðu. Allar fallegar vöggu- vísur og önnur lög sem þú söngst fyrir okkur koma fram í hugann og þolinmæðin við að hlusta á mig fyrir próf var líka einstæð og á það við um pabba líka. Margar fórum við gönguferð- irnar, spjallað var og sungið, stundum voru tíndir steinar og blóm og þú sagðir okkur frá liðn- um tímum. Að jafnaði var mikill undirbún- ingur á öllum sviðum fyrir jólahá- tíðina og við systur hlökkuðum mikið til að fá nýja kjóla og nátt- föt; allt saumaðir þú sjálf, mamma mín. Sama gilti um prjónapeysur og annan fatnað á alla fjölskylduna. Við fórum líka oftar sem áður akandi í heimsókn í Dýrafjörð til afa og ömmu og varð Sæból ykkur pabba mjög kært er fram liðu stundir. Þið pabbi nutuð samvistanna þar um mörg ár í fallegu umhverfi með gróðri sem þið höfðuð komið á laggirnar, eins og fyrr við Barr- holtið. Það vantaði ekkert á fag- mennsku ykkar né auga fyrir náttúrufegurð, sem þið nýttuð, sérstaklega við sköpun garðanna góðu. Ferðirnar austur á firði urðu líka margar. Leiðin lá til Fá- skrúðsfjarðar, að heimsækja móðurættingjana. Ferðalögin urðu oft á tíðum ævintýraleg, með misgóðri færð á fjallvegum, tjaldgistingu og fleiru skemmti- legu, ásamt viðkomu á Akureyri og öðrum góðum stöðum. Ferða- nestið var alltaf einstaklega gott. Ég man vel hangikjötið, svið, harðfisk; kleinur og annað heima- gert góðgæti, að ógleymdum söng og frásögnum. Þetta voru góðar stundir. Ég man mörg veisluborðin sem þú útbjóst við ýmis tækifæri, með ljúffengum mat, ásamt tert- um, kökum og brauði. Aldrei komið að tómu í eldhúsinu hjá ykkur pabba. Það er margs að minnast, elsku mamma mín, þó að ég hafi löngum verið búsett erlendis og því ekki getað notið samvista eins og ég hefði óskað. Þess betur naut ég þeirra stunda sem buðust við heimsóknir á báða vegu. Þið pabbi eruð svo gestrisin og hafið ávallt tekið á móti mér og mínum með opnum örmum; það á líka við um síðustu jól og áramót. Þú gekkst þó ekki heil til skógar, mamma mín, en vildir sem minnst láta á því bera. Innra með mér myndaðist kvíði yfir að hverju stefndi og er ég ævinlega þakklát fyrir að hafa getað kvatt þig og fundið þessa ósegjanlegu hlýju streyma frá þér deginum fyrir andlát þitt. Ég kveð þig í hinsta sinn með miklum söknuði, elsku mamma mín, og svo gera einnig börnin mín, sem gátu ekki verið viðstödd er við kvöddum þig 19. mars. Elsku pabbi minn, hugur minn dvelur hjá þér allar stundir, því missir þinn er stærstur eftir sam- veru ykkar mömmu öll þess ár. Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur, pabbi minn, til að létta þér sorgina. Megi góður Guð vera með þér og gefa þér styrk og kraft til að takast á við það ber að höndum í lífinu. Þín einlæg dóttir, Þórdís Elva. Rósa Kemp Þórlindsdóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi eru færðar alúðarþakkir fyrir einstaka umönnun og hlýju. Ása Baldursdóttir, Sveinn Gunnar Hálfdánarson, Erlendur Sigurður Baldursson, Kristrún Ísaksdóttir, Kristín Ingibjörg Baldursdóttir, Flemming Jessen, ömmu- og langömmubörn. ✝ Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elsku mömmu minnar, tengdamömmu, ömmu og lang- ömmu, JÓNÍNU MAGNÚSDÓTTUR, Ninnu. Sérstakar þakkir til Einars Björgvinssonar læknis, Karitas heimaþjónustu og starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Helga Hrönn Stefnisdóttir, Viggó Haraldur Viggósson, Kristín Helga Viggósdóttir, Ragnar Árnason, Viggó Helgi Viggósson, Lilja Karen Steinþórsdóttir, Andri Hrafn Viggósson, Birta Lind og Birkir Ingi. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför JÓNASAR ÞORSTEINSSONAR frá Ytri-Kóngsbakka. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalar- heimilis aldraðra og St. Franciskusspítala í Stykkishólmi. Aðalheiður Bjarnadóttir, Þorsteinn Jónasson, Kristín Rut Helgadóttir, Bjarni Jónasson, Ólafía Hjálmarsdóttir, Agnar Jónasson, Svala Jónsdóttir, Guðbjörg Guðbjartsdóttir, Kristinn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kæri mágur minn. Gunnar Gíslason lést á líknar- deild Landspítalans eftir ára- langa baráttu við illvígan sjúk- dóm. Gunnar kom ungur maður austur á firði frá Flateyri við Ön- undarfjörð þar sem hann fæddist og ólst upp í stórum systkinahópi. Það fór svo að hann ílentist á Eskifirði. Þar kynntist hann einni systur minni, Hólmfríði Maríu (kölluð Gógó), þau felldu hugi saman og það endaði með giftingu og búskap. Þau eignuðust þrjú mannvæn- Gunnar Gíslason ✝ Gunnar Gísla-son fæddist á Þorfinnsstöðum í Valþjófsdal 14. mars 1935. Hann lést í faðmi fjöl- skyldunnar á líkn- ardeildinni í Kópa- vogi 3. apríl 2012. Útför Gunnars fór fram 13. apríl 2012 frá Fella- og Hólakirkju. leg börn, Ingigerði, Sigurþór og Hörpu Rún sem býr á Ítalíu en hin í Reykjavík. Þegar Gunnar kom austur vann hann við línulagnir hjá Snæfelli hf. en snéri sér fljótlega að sjómennskunni á bátum og togurum og gerðist fljótlega matsveinn sem varð hans ævistarf. Gunnar og Gógó voru samhent og samtaka í sínum búskap enda búnaðist þeim vel. Árin 1964 byggðu þau sér hús á Steinholtsvegi 1 og bjuggu þar alla tíð síðan. Það var tekið til þess hvað þau hugsuðu vel um húsið bæði úti og inni og eins lóð- ina, þar var alltaf í toppstandi hjá þeim. Gunnar var myndarlegur maður og geðgóður, hafði gaman af að spjalla um menn og málefni, og var ævinlega stutt í grínið. Nú kveðjum við góðan dreng og þökkum samfylgdina. Guð blessi hann. Jónas G. Sigurðsson. Fyrstu geislar morgunsólar gylltu fjallatinda og heiðarbrún- ir, heilladísir vorsins voru að byrja að stilla strengi sína við engi og tún, hún talaði oft um það hvað vorið væri yndislegur tími þegar hljómar mófuglanna fylltu loftin blá og gott er að hún fékk að kveðja á þessum fallega tíma. Látin er kær tengdamóðir Anna Marta Helgadóttir ✝ Anna MartaHelgadóttir fæddist í Tröð í Kollsvík við Pat- reksfjörð 13. nóv- ember 1924. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Blöndu- óss 10. apríl sl. Útför hennar fór fram frá Þingeyra- kirkju laugardag- inn 14. apríl 2012. mín, Anna Marta Helgadóttir frá Uppsölum. Anna átti ætíð bjart vor í hug og hjarta og þrátt fyrir annasama og erfiða daga á stóru sveita- heimili heyrðist þessi netta kona aldrei kvarta heldur var ætíð hlýja og umhyggja fyrir öðr- um í fyrirrúmi hjá henni. Anna kom ung að árum í Húnavatnssýsluna, þar kynntist hún ungum manni úr sveitinni sem varð til þess að þau gengu í hjónaband og hófu búskap að Uppsölum í Sveinsstaðahreppi nú í Húnaþingi eystra. Anna tókst á við bústörfin af miklum myndarskap og dugnaði en hún lifði í sínum búskap einhverja þá mestu breytingatíma sem orðið hafa í íslenskum sveitum. Allt frá því á fyrstu búskapar- árum sínum þegar mat og vefn- aðarvara var unnin að mestu á heimilinu og til þess tíma þegar flest var hægt að fá í búðum eða í kaupfélaginu. Nærri má nærri geta að oft hefur verið annasamt hjá Önnu með stórt heimili, börnin mörg og heimili gest- kvæmt, en hún hélt ætíð í þá gömlu hefð að búa heimilið vel að mat að hausti og var algjör snillingur í þeim efnum. Eins lengi og hún hafði heilsu til verk- aði hún sjálf sitt jólahangikjöt, gerði sjálf sitt slátur og var ætíð einstaklega notalegt að koma í eldhúsið til hennar og njóta glað- værðar hennar sem og ljúf- fengra ekta íslenskra sveitarétta sem hún var fljót að töfra fram fyrir gesti sína. Síðustu æviár sín glímdi Anna við erfið veikindi en tókst á við þá erfiðleika af sínu alkunna æðruleysi en ætíð var þó stutt í glaðværð og skemmtileg tilsvör hjá henni. Votta ég ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Guð blessi minninguna um góða konu. Hjálmar Magnússon. Elsku Bjarni afi. Núna er kveðjustundin runn- in upp. Aðstæður haga því svo að ég er nánast stödd hinum megin á hnettinum í litlu landi sem heitir Laos. Hér er gott að vera þrátt fyrir að ég hafi átt erfitt með að njóta síðustu daga, þ.e. frá því að ský bar fyrir sólu og mér bárust fréttirnar að þú værir stiginn upp í hendur hæsta höfuðsmiðs. Það tekur Bjarni Halldór Þórarinsson ✝ Bjarni HalldórÞórarinsson fæddist á Húsatóft- um í Garði 9. maí 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laug- ardaginn 7. apríl 2012. Útför Bjarna fór fram frá Grinda- víkurkirkju þriðju- daginn 17. apríl 2012. mig sárt að hafa ekki getað verið viðstödd í faðmi fjölskyldunnar og kvatt þig eins og vera ber. Margar góðar minningar tengjast þér, elsku afi. Mér fannst alltaf skemmtilegt að sjá þig standa upp frá hádegismatnum og leggjast í sófann með neftóbakið þitt og melta yfir Grönnum. Þótt þú hafir tekið þinn tíma í sóf- anum má segja að það hafi varla verið til virkari maður. Það var ósjaldan sem þú dróst okkur systurnar með í kartöflugarðinn og niður á bryggju. Á hjólinu varstu svo ansi sprækur. Tókst þig vel út í hverju sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég montaði mig oft af því að eiga afa sem gæti farið í splitt og tekið eldspýtustokk upp af gólfinu með munninum. Eitt- hvað sem ég hef ekki enn haft kjarkinn í að prófa. Elsku afi minn, þú varst svo sannarlega góður og hjartahlýr maður. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér. Ég geymi ljúfar minningar um þig í hjart- anu. Ég kveð þig með djúpum söknuði og þakka þér fyrir allar dýrmætu samverustundirnar. Ástar- og saknaðarkveðjur. Megi allar góðar vættir styðja og styrkja alla eftirlifandi ást- vini. Tinna Karen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.