Morgunblaðið - 21.04.2012, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.04.2012, Qupperneq 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Mér líður stórkostlega vel og ég finn hvergi til,“ sagði Jó-hannes Guðlaugur Jóhannesson, sem verður níræður ámorgun, 22. apríl. Hann fæddist og ólst upp á Nönnugötu 6 í Reykjavík og býr þar enn ásamt eiginkonu sinni, Petrínu Kristínu Steindórsdóttur. „Það kom aldrei til mála að flytja af Nönnugöt- unni,“ sagði Jóhannes. „Maður þekkti alla áður en núna engan,“ sagði Jóhannes um nágrannana. Jóhannes var í fyrsta árgangi Austurbæjarskólans sem tók til starfa haustið 1930. Að loknu námi fór hann að vinna og var m.a. sendisveinn hjá Blómum og ávöxtum og fór um bæinn á reiðhjóli með vörur. Jóhannes tók bílpróf og svo fór að ævistarf hans snerist um bíla, nánar tiltekið strætisvagna. Hann var starfsmaður Strætis- vagna Reykjavíkur (SVR) í 42 ár. Fyrstu árin var hann strætis- vagnabílstjóri. „Þetta voru ágætir bílar en göturnar stundum dálítið holóttar,“ sagði Jóhannes. „Það var alltaf fullur bíll af fólki.“ Eftir að hann hætti akstri fór hann að vinna á verkstæði SVR. Auk þess bar hann út Morgunblaðið í um aldarfjórðung, einn eða með öðrum. Jóhannes á alls níu börn og stjúpbörn auk barnabarna. Hann átti þrjú börn úr fyrra sambandi þegar hann giftist Petrínu og hún átti þrjú börn. Þau eignuðust þrjú börn saman þannig að barnaskarinn var stór. gudni@mbl.is Jóhannes G. Jóhannesson, 90 ára 22. apríl Ljósmynd/Úr einkasafni 90 ára Jóhannes með tveimur dótturdætrum sínum, þeim Iðunni Helgu Zimsen, sex ára, og Grétu Petrínu Zimsen, þriggja ára. „Það kom aldrei til mála að flytja“ I ngimundur Sveinsson arki- tekt fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1962, stundaði nám i byggingarlist við RWTH Aachen í Þýskalandi 1962- 68, með DAAD-styrk síðari hluta náms og lauk Dipl.Ing.-prófi 1969. Ingimundur starfaði á Teikni- stofu Skarphéðins Jóhannssonar 1969-70 og hefur rekið eigin arki- tektastofu í Reykjavík frá 1971. Helsti samstarfsmaður hans síðari ár hefur verið Jóhann Einarsson arkitekt. Ingimundur sat í stjórn Al- menna bókafélagsins 1980-92, var formaður Hverfafélags sjálfstæð- ismanna í Vestur- og Miðbæ 1980- 82, var varaformaður skipulags- nefndar Reykjavíkurborgar 1982- 94 og hefur sinnt dómnefnd- arstörfum í ýmsum samkeppnum. Helstu verk Ingimundar Meðal ýmissa verka Ingimundar má nefna aðal- og deiliskipulags- vinnu fyrir Ísafjarðarkaupstað 1972-89; Deiliskipulagsvinnu fyrir Garðabæ; Bæjargil, Arnarnesland og fleira; Hús verslunarinnar; byggingu Ísbjarnarins, síðar Granda; íbúðir fyrir aldraða; VR í Hvassaleiti, einnig Efstaleiti, Mið- leiti, Seltjarnarnesi og Ísafirði;: skipulag og húsahönnun Eið- isgranda í Reykjavík og á Hvömm- um í Hafnarfirði; Vestur- bæjarskóla og stækkun Árbæjar- skóla; miðbæjarkjarna í Garðabæ og Mosfellsbæ; íbúðarhverfi ein- býlis-, rað- og parhúsa fyrir Álft- árós hf. í Mosfellsbæ; Sjóvá- Almennar, Kringlunni 5; Perluna í Öskjuhlíð; leikskóla við Vætta- borgir og Mururima í Reykjavík; verksmiðju- og skrifstofubyggingu Málningar í Kópavogi; höf- uðstöðvar Olís við Sundagarða auk bensínstöðva fyrir félagið; deil- iskipuag og hönnun bygginga við Sóltún í Reykjavík; höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar; höf- uðstöðvar Marels og höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur í samvinnu við Horn-steina ehf.; Háskólatorg og Gimli, einnig í samvinnu við Hornsteina. Ingimundur fékk menningar- verðlaun DV fyrir skrifstofuhús Sjóvár-Almennra 1990 og fyrir Perluna 1992, fékk sérstaka við- urkenningu frá byggingarnefnd Reykjavíkur fyrir höfuðstöðvar Ol- ís, deiliskipulag og hönnun bygg- inga við Sóltún og höfuðstöðvar Ís- Ingimundur Sveinsson 70 ára Lífsfylling Ingimundar í línum og formum Verk Nokkur verk Ingimundar Sveinssonar arkitekts, talið efst frá vinstri: Sjóváhúsið; Perlan; Orkuveituhúsið að innan; Íslensk erfðagreining, að inn- an; leikskólinn Vættaborgir; bensínstöð Olís á Selfossi; Sparisjóður Mýr- arsýslu á Selfossi; fyrrv. höfuðstöðvar Olís; Íslensk erfðagreining í Vatns- mýrinni; Miðbær og ráðhús Garðabæjar; Sóltún 11-13, höfuðstöðvar Málningar að innan og hús Marel. Blönduós Guðjón Þór fæddist 15. nóv- ember kl. 16.45. Hann vó 4.220 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Ingibjörg Signý Aadnegard og Hjálm- ar Björn Guðmundsson. Nýir borgarar Hafnarfjörður Örn Thomas Hannam fæddist 21. febrúar kl. 10.23. Hann vó 3.380 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Helgi Geir Arnarson og Díana Lind Rúnarsdóttir. Jóhannes A. Jón- asson verður sjö- tugur 26. apríl næstkomandi. Í til- efni afmælis míns býð ég ættingjum og vinum mínum að samgleðjast með mér í Víkingasal Hótel Loftleiða á morgun, 22. apríl milli kl. 15 og 18. Árnað heilla 70 ára Bullboxer: 7.995.- Again & Again: 18.995.- Again & Again: 19.995.- Brako: 21.995.- Kringlunni - Smáralind ntc.is - erum á s. 512 1760 - s. 512 7700 „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.