Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Við viljum alls ekki halda því fram
að platan sé dauð sem fyrirbæri. En
við í hljómsveitinni höfum rætt það
að gefa út allar smáskífurnar fyrst
áður en við gefum út plöturnar. Ég
veit ekkert um það hvort aðrar
hljómsveitir séu að hugsa það
sama,“ segir Árni Stefánsson, með-
limur hljómsveitarinnar FM Belfast.
„Með þessu móti öðlast hvert lag sitt
sjálfstæða líf og er ekki háð ein-
hverri heild þótt okkur finnist það
líka skemmtilegt. Okkur hefur lengi
langað til að gera þetta á þennan
hátt og satt best að segja veit ég
ekki af hverju við erum ekki þegar
búin að því.“
Árni viðurkennir að plötusala sé
einungis lítill hluti af tekjuöflun
hljómsveitarinnar. Flestar hljóm-
sveitir í dag þurfi að vera klókar og
hugmyndaríkar til að hafa í sig og á.
Vægi plötusölu
„Tekjur hljómsveita í dag koma
aðeins af plötusölu að hluta til. Ann-
að kemur úr sölu á lögum í sjón-
varpsþætti eða auglýsingar og tón-
leikahaldi. Vægi plötusölu er því
bara hluti af okkar tekjuöflun,“ segir
Árni.
FM Belfast mun gefa út nýja smá-
skífu á næstunni. Hún ber nafnið
Delorean. Árni er spenntur að sjá
móttökur nýju smáskífunnar. „Við
ætlum að fylgja henni eftir með
myndbandi og okkur finnst mjög
skemmtilegt að geta gert hverju lagi
svona góð skil,“ segir Árni.
Hljómsveitin spilaði á Nasa í vik-
unni við góðar undirtektir en hún
hefur örlítið hægt á sér að undan-
förnu. Ástæðan er barneignir en
sjálfur varð Árni faðir í fyrsta sinn
fyrir um þremur mánuðum. „Barn-
eignir taka sinn tíma og það hefur
kosti og galla að vera tónlistarmaður
þegar kemur að þessu eins og öðru.
Maður er mikið frá en svo getur
maður líka verið mikið heima við
þess á milli,“ segir Árni. Aðrir
hljómsveitarmeðlimir í FM Belfast,
Árni Rúnar Hlöðversson og Lóa
Hjálmtýsdóttir, eiga von á sínu
fyrsta barni í júlí. FM Belfast hefur
gefið út tvær breiðskífur, How to
make friends sem kom út haustið
2008 og Don’t want to sleep í júní
2011. How to make friends kom út í
Evrópu vorið 2010 á vegum þýsku
plötuútgáfunnar Morr Music.
Platan er ekki dauð
heldur lifir breyttu lífi
FM Belfast-liðar íhuguðu að hætta að gefa út plötur
Alltaf í stuði Meðlimir FM Belfast bregða ljúflega á leik …
Aðstandendur Hróarskelduhátíð-
arinnar héldu blaðamannafund á
fimmtudaginn sem var streymt beint
á netinu. Samtals voru tilkynntar 93
nýjar hljómsveitir og listamenn til
leiks. Þar ber helst að nefna að tón-
listarmaðurinn Jack White ætlar að
koma þar fram á einu tónleikunum
sínum á Norðurlöndum. Einnig var
tilkynnt að á hátíðinni yrðu hljóm-
sveitirnar The Shins, M83, The Cult,
Machine Head, Janelle Monae, Al-
isson Kraus, Django Django, The
Vaccines o.fl. o.fl. Enn á eftir að til-
kynna fimmtán hljómsveitir til við-
bótar. Vaninn er að bíða með til-
kynna tvö til þrjú risanúmer þar til
alveg undir restina.
AFP
Rokk! Ólíkindatólið Jack White í ham.
Hróarskelda til-
kynnir fleiri sveitir
Helgi Björns endurtekur leikinn á
þjóðhátíðardaginn með því að
halda tónleika í Eldborg undir
nafninu Íslenskar dægurperlur.
Mun stórskotalið íslenskra söngv-
ara stíga á svið undir stjórn Sam-
úels J. Samúelssonar. Miðasala
hefst 25. apríl. Meðal söngvara í ár
eru Valdimar, Ragnhildur Gísla-
dóttir, Sigríður Thorlacius, Eivör,
KK og Jón Jónsson.
Þjóðlegur Helgi Björnsson.
Helgi á 17. júní
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
21 JUMP STREET Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20
HUNGER GAMES Sýnd kl. 7 - 10
BATTLESHIP Sýnd kl. 7 - 10
MIRROR MIRROR Sýnd kl. 1:50 - 4
LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 - 4
LORAX 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 - 4
STERK BYRJUN, MANN
ÞYRSTIR Í MEIRA!
T.V. - Vikan/Séð og Heyrt
HHHH
HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐ
TOPPMYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG
Fór beint á toppinn í USA
BRÁÐSKEMMTILEG OG LITRÍK MYND
FRÁ HÖFUNDUM AULINN ÉG
EIN FLOTTASTA MYND ÁRSINS
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR TRANSFORMERS
MEÐ TAYLOR KITSCH, LIAM NEESON OG
HINNI SJÓÐHEITU RIHANNA
„FYNDNASTA MYND
SEM ÉG HEF SÉÐ Í
LANGAN TÍMA!“
- T.V., Kvikmyndir.is
HHHH
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
H.V.A. -FBL
HHHH
„HASARINN HÆTTIR ALDREI OG ÞESS
VEGNA ER NAUÐSYNLEGT AÐ ÞÚ
UPPLIFIR ÞESSA MYND Í BÍÓSAL!“
T.V. -KVIKMYNDIR.IS
HHH
SÉÐ OG HEYRT/KVIKMYNDIR.IS FRÉTTABLAÐIÐ
- T.V., KVIKMYNDIR.IS - D.M.S. MBL
“FYNDNASTA MYND SEM ÉG
HEF SÉÐ Í LANGAN TÍMA!”
- T.V., KVIKMYNDIR.IS
DREPFYNDIN MYND!
SMÁRABÍÓ
HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
21 JUMP STREET KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 BATTLESHIP KL. 10.10
AMERICAN PIE: REUNION KL. 5.50 - 8 12
LORAX 3D KL. 4 (TILBOÐ) / LORAX 2D KL. 4 (TILBOÐ) L
21 JUMP STREET KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 5.30 - 8 - 10.30 14
21 JUMP STREET LÚXUS KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 14
MIRROR MIRROR KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40 - 8 L
BATTLESHIP KL. 5.15 12
AMERICAN PIE: REUNION KL. 8 - 10.30 12
LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.15 L
LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L
HUNGER GAMES KL. 5 - 8 - 11 (LAU) 12
SVARTUR Á LEIK KL. 10.20 16
21 JUMP STREET KL. 8 - 10.30 14
MIRROR MIRROR KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40 - 8 - 10.20 L
IRON SKY KL. 3.30 (TILBOÐ) - 5.45 - 10.30 12
TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10
HUNGER GAMES KL. 9 12
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 16
LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3 (TILBOÐ) L
LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 (TILBOÐ) L
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sérblað um
Heimili og hönnun
föstudaginn
11. maí
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. maí.
Í blaðinu verða kynntir
geysimargir möguleikar og
sniðugar lausnir fyrir heimilin.
Skoðuð verða húsgögn í stofu,
hjónaherbergi, barnaherbergi og
innréttingar bæði í eldhús og bað.
Heimili & hönnun
SÉ
RB
LA
Ð