Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 57

Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðum afslátt í leikhús Við bjóðum viðskiptavinum Íslandsbanka 30% afslátt af miðaverði á sýninguna Svar við bréfi Helgu, sem er byggð á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2010 og valin besta skáldsaga ársins að mati bóksala. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Greiða skal með greiðslukorti frá Íslandsbanka eða Byr í miðasölu Borgarleikhússins í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is til að fá afsláttinn. Tilboðið gildir til 10. maí en ekki í netsölu. E N N E M M / S ÍA / N M 51 82 7 Sýningadagar fös 27/4 kl. 20 UPPSELT sun 29/4 kl. 20 UPPSELT mið 2/5 kl. 20 UPPSELT fim 3/5 kl. 20 UPPSELT fös 4/5 kl. 20 UPPSELT lau 5/5 kl. 17 sun 6/5 kl. 20 UPPSELT þri 8/5 kl. 20 mið 9/5 kl. 20 UPPSELT fim 10/5 kl. 20 örfá sæti fös 11/5 kl. 20 UPPSELT lau 12/5 kl. 20 UPPSELT sun 13/5 kl. 20 örfá sæti þri 15/5 kl. 20 mið 16/5 kl. 20 UPPSELT fim 17/5 kl. 20 UPPSELT fös 18/5 kl. 20 sun 20/5 kl. 20 UPPSELT mið 23/5 kl. 20 UPPSELT fim 24/5 kl. 20 UPPSELT fös 25/5 kl. 20 UPPSELT þri 29/5 kl. 20 UPPSELT mið 30/5 kl. 20 UPPSELT fim 31/5 kl. 20 UPPSELT lau 2/6 kl. 20 UPPSELT sun 3/6 kl. 20 UPPSELT mið 6/6 kl. 20 UPPSELT lau 9/6 kl. 20 UPPSELT sun 10/6 kl. 20 Aukasýningar lau 19/5 kl. 17 þri 22/5 kl. 20 fös 1/6 kl. 20 fös 8/6 kl. 20 65. Cannes-kvikmyndahátíðin fer fram 16.-27. maí. Eins og ávallt er mikil eftirvænting eftir því að vita hvaða kvikmynd hlýtur Gull- pálmann. 21 kvikmynd keppir um verðlaunin. Meðal þeirra sem þykja líkleg- astir til að hneppa hnossið að þessu sinni er David Cronenberg fyrir framtíðarþriller sinn Cosmo- polis. Mikil eftirvænting ríkir eftir henni en í aðalhlutverki er Twi- light-hetjan Robert Pattinson. Af öðrum myndum má nefna On the Road, leikstýrt af Walter Salles með Sam Reilly í aðalhlutverki, og Paperboy eftir Lee Daniels með Kirsten Dunst í aðalhlutverki. Af öðrum tilnefndum leik- stjórum má nefna Abbas Kiar- ostami og Ken Loach. Hátíðin er flaggskip evrópskrar kvikmyndagerðar. Myndir sem þar eru sýndar njóta gjarnan mestra vinsælda þeirra mynda sem framleiddar eru í Evrópu. Kvikmyndir sem þar eru sýndar eru jafnframt taldar hafa haldið sinni listrænu tjáningu umfram kvikmyndir Óskarsverðlaunanna. Fjölmargar fleiri myndir, stutt- ar sem langar, verða til sýnis á hátíðinni. Þær eiga það sammerkt að vera athyglisverðar og veita innsýn í menningarheima viðkom- andi lands að mati dómnefndar. Þær eiga þó ekki möguleika á því að hljóta Gullpálmann. Tim Roth er meðal þeirra sem dæma myndir hátíðarinnar en Berenice Bejo, sem lék eitt að- alhutverkanna í The Artist, verð- ur kynnir hátíðarinnar. Það voru þeir Gilles Jacob og Thierry Fre- maux sem voru formenn dóm- nefndar. Þeim sem vilja kynna sér til- nefningarnar frekar er bent á vef- síðu hátíðarinnar: http:// www.festival-cannes.fr. Tilnefningar á Cannes liggja fyrir Reuters. Tilnefningar tilkynntar Gilles Jacob og Thierry Fremaux, formenn dóm- nefndar, kynna hvaða myndir voru tilnefndar til Cannes-verðlaunanna. Írski tónlistarmaðurinn Ronan Keating mun troða upp á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Keating kemur til Eyja með tíu manna hljómsveit og verður „í full- um skrúða“, eins og Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar, nefnir það. Keating er einna þekktastur fyrir söng sinn með drengja- hljómsveitinni Boyzone en á umliðn- um árum hefur hann einbeitt sér að sólóferli, með góðum árangri. Páll býst við því að miðasala muni taka kipp um leið og ljóst er að Keat- ing kemur fram. Reuters Ronan Keating Mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Keating á Þjóðhátíð Bandaríski söngvarinn og trommu- leikarinn Levon Helm er látinn úr krabbameini 71 árs að aldri. Hann var áður í hljómsveitinni The Band. Lést Helm á sjúkrahúsi í New York en að sögn umboðsmanns hans var fjölskyldan hjá honum á bana- beðinum ásamt vinum og félögum úr hljómsveitinni. Helm greindist með krabbamein í hálsi árið 1998 og fór í miklar geisla- meðferðir en hægt og sígandi náði hann röddinni aftur og kom oft fram á tónleikum undanfarin ár. Fyrsta hljómplata The Band kom út árið 1968, Music From the Big Pink. Sveitin var mjög vinsæl á átt- unda áratugnum og átti nokkra smelli, svo sem Rag Mama Rag og The Night They Drove Old Dixie Down. Reuter Levon Helm Söngvari og lagahöf- undur úr The Band er látinn. Levon Helm er látinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.