Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 9. J Ú N Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  141. tölublað  100. árgangur  VARÐ ATVINNU- MAÐUR Á FYRSTA MÓTINU SÍNU MEISTARARNIR Í ÁTTA LIÐA ÚRSLITIN VERK Í MINN- INGU FUGLA SEM BRUNNU EM Í FÓTBOLTA ÍÞRÓTTIR NORRÆNIR HLJÓÐLISTAMENN 30HREYSTIKEPPNI 10  Ítölsk segl- skúta og áhöfn hennar var í Reykjavíkurhöfn í gær, en för hennar er heitið til Aljútaeyja í Alaska-ríki Bandaríkjanna. Er ætlunin að sigla norðvest- urleiðina svokölluðu, en lengst af hefur sú leið verið ófær fyrir sigl- ingar, þrátt fyrir að margir hafi reynt. Nú á síðari tímum hefur það hins vegar færst í vöxt að menn sigli þessa leið. Nanni Acquorone leiðangursstjóri hefur siglt um heimsins höf í hart- nær fimmtíu ár. Hann segir að áhöfnin sé mjög hrifin af landi og þjóð og að sjálfur geti hann hugsað sér að búa hér á landi. Tilgangurinn með dvölinni í Reykjavík er að sækja vistir. Skútan mun leggja af stað héðan um hádegisbilið í dag. »2 Ítölsk seglskúta í Reykjavíkurhöfn á leiðinni til Alaska Nanni Acquorone Aðförinni hrundið » Fram kemur í yfirlýsingu frá Sjálfstæðisflokknum að þótt nýju gjöldin lækki um helming frá fyrri áformum stjórnvalda séu þau samt „ofurskattur“. » Þá hafi „atlögu ríkisstjórn- arinnar að fiskveiðistjórn- unarkerfinu verið hrundið“ með því að það sé sett á ís. Baldur Arnarson Kjartan Kjartansson Hjörtur J. Guðmundsson Lagðar verða á 12.700-13.800 millj- ónir króna í veiðigjöld á næsta fisk- veiðiári samkvæmt samkomulagi þingflokkanna um þinglok. Sigurgeir B. Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, telur þessa gjald- töku munu stórskaða útgerðina. „Þetta jafngildir yfir 100% skatt- lagningu. Ef litið er til gagna Hag- stofu um afkomu útgerðar árin 2000- 2010 og svo reiknað hvaða áhrif það hefði haft árið 2010 að leggja á um 13 milljarða króna veiðigjald er niður- staðan sú að gjaldið hefði verið um 35% af framlegð útgerðarinnar,“ segir Sigurgeir og heldur áfram. Ígildi 100% tekjuskatts „Sé það hlutfall yfirfært á afkomu hvers árs þýðir slík gjaldtaka, miðað við skattaumgjörðina sem þá var við lýði, að gjöldin jafngilda yfir 100% tekjuskatti samanlagt tímabilið. Þetta er því fullkomin eignaupptaka og þjóðnýting hjá ríkinu á útgerð- inni. Við stefnum í niðurbrot útgerð- arinnar. Útgerðarmenn munu borga með hverju kílói sem þeir veiða. Það þýðir að útgerðin verður ekki rekin til langframa í núverandi mynd.“ Sætti sig við svo lágt gjald Steingrímur J. Sigfússon, form. VG, segir þjóðina þurfa að sýna því þolinmæði að gjöldin séu ekki hærri. Kristján Möller, formaður atvinnuveganefndar, boðar Norð- fjarðargöng fyrir gjaldið í haust. „Eignaupptaka hjá ríkinu“  Útgerðarmaður segir nýju veiðigjöldin jafngilda þjóðnýtingu á útgerðinni  Formaður VG biður þjóðina að sýna því þolinmæði að gjöldin séu ekki hærri MGjöldin allt að 13,8 milljarðar »6 Borgarfjörður Loftmyndir ehf. Borgarnes Akranes Borgareyjar x Maðurinn finnst Kjartan Kjartansson Hjalti Geir Erlendsson „Það kemur undiralda undir bátinn og hann dettur útbyrðis en bátnum hvolfdi aldrei. Hún reynir að sigla að honum en tekst ekki þannig að hún fer líka út í til þess að reyna að bjarga honum upp. Hana rekur svo í eyjarnar. Hún er alger hetja,“ segir Anna Dóra Ágústsdóttir um tólf ára dóttur sína. Henni og föður hennar var bjargað í Borgarfirði eftir að þau höfðu lent í sjónum í fyrrakvöld. Þau höfðu verið þar í skemmtisigl- ingu á Zodiac-gúmmíbát en stúlkuna rak um fjóra kílómetra í sjónum áður en hún komst upp í Borgareyjar. Sást fyrir tilviljun Það var aðeins fyrir einstaka heppni að feðginunum var bjargað að sögn Helga Lárusar Guðlaugs- sonar, sviðsstjóra hjá Björgunar- félagi Akraness sem kom að björgun feðginanna. Skömmu eftir að stúlkan komst á land hafi kunningi þeirra siglt fram hjá fyrir tilviljun og komið auga á hana. Þá hafi verið kallað á björg- unarsveitir. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar fann manninn um þremur klukkustundum eftir að björgunar- sveitir voru kallaðar út. Hafði hann þá rekið rúma tíu kíló- metra út fjörðinn. Hann er nú á lungnadeild Landspítalans í Foss- vogi en heilsast ágætlega að sögn Önnu Dóru. „Þetta er einstakt allt saman, bæði að þau skuli reka svona langt og svo að kunningi þeirra hafi siglt fyrir til- viljun fram á stelpuna. Svo náttúr- lega skipti sköpum að hafa þyrluna,“ segir Helgi. Stökk í sjóinn eftir föður sínum  „Alger hetja,“ segir móðirin  Manninum sem lenti í Borgarfirði heilsast vel  Það mun taka þúsundir ára að end- urnýja þann jarðveg sem hefur tapast vegna upp- blásturs á Ís- landi. Þetta kom fram í er- indi Jóhanns Þórssonar, sér- fræðings hjá Landgræðslu rík- isins á málþingi á vegum Land- græðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem haldið var í gær. Jóhann sagði ennfremur að verulega hefði verið gengið á jarðveg frá því að Íslands byggð- ist og það sæist á því að jarð- vegur væri mjög næringarrýr í mörgum landshlutum. Nefndi hann hálendið sérstaklega í því samhengi. „Sums staðar hafa menn bók- staflega ofnýtt jarðveginn þannig að hann hefur blásið á brott,“ segir Jóhann. » 12 Árþúsund að bæta skaða uppblásturs Fok Rofabarð ber vitni um uppblástur.  Landsbankinn hefur samið um að fyrirframgreiða gamla Landsbank- anum, þ.e. Landsbanka Íslands hf. (LBI), fjórðung af höfuðstól svo- kallaðra A-skuldabréfa eða sem nemur rúmum 73 milljörðum króna. Áttu fyrstu greiðslur að hefjast árið 2014. Greitt er í evrum, dollurum og pundum. Í síðustu áætlunum slitastjórnar LBI frá í maí sl. var reiknað með að endurheimtur skulda í ár myndu nema 38 milljörðum íslenskra króna. Má leiða að því líkum að auðveldara ætti að vera fyrir slita- stjórn þrotabúsins að greiða kröfu- höfum meira upp í forgangskröfur á borð við Icesave-skuldina í kjölfar greiðslu Landsbankans. »4 Landsbankinn á undan áætlun Það er ekkert nýtt að margir ferðamenn leggi leið sína um Gullna hringinn en þeir voru þó sér- staklega margir í gær enda kom metfjöldi er- lendra ferðamanna til Reykjavíkur. Alls komu um 6.500 manns með fjórum skemmtiferðaskip- um. Umtalsverð viðskipti skapast af komu skemmtiferðaskipa til landsins en fyrir utan alla aðra þjónustu greiða skipin 315 milljónir króna í hafnargjöld á þessu ári. »14-15 Morgunblaðið/RAX Ferðamannastraumurinn stríkkaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.